Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ '■* 64 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 TÓNLIST & -J Kiapparstfg 44, sími 562 3614 LAUGAVEGI 70, SÍMI/FAX 552 8141 GRETTISGÖTU 7 V/KLAPPARSTIG, S. 562 0426 textíí í íeirlist myndírst silkistæður engiabjöllur ullartreflar smámyndir textíitöskur leirvasar myndvefnaður silkimyndir Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Anna Halldórsdóttir syngur í Bíóhöll Skagamanna. kennir tónlist þeirra sem leita frum- leikans. Er það enda skilgreiningar- atriði um frumleikann að hans er ekki unnt að leita og það gerir Anna Halldórsdóttir ekki. Lög hennar eru melódísk og falla vel að textum hennar sem flestir eru frambærileg- ir vel, einlægir, dulítið innhveríir og þola verulega hlustun. Um útsetningamar á þessum hljómdiski mætti hafa langt mál. Ljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í þær og þær einkennast af hug- myndaauðgi og mikilli smekkvísi. Söngur Önnu Halldórsdóttur ber lögin uppi en undirleikur er hófstillt- ur og vandaður. Frumlegur gítarleik- ur og sérlega hugvitssamlegir trommutaktar mynda grunninn ásamt hljómborðum, sem notuð eru á smekklegan og hógværan hátt. Oft er það svo að menn gera sér ekki fyllilega ljóst hvílík vinna liggur í vönduðum útsetningum og ástæða er til að benda á þá hófstillingu, skynjun og skilning sem einkennir verk þeirra Önnu Halldórsdóttur, Bh-gis Baldurssonai- og Oira Harðarsonar. Metnaðurinn sem einkennir þessa geislaplötu er lofsverður. Hér er á ferðinni hæfileikamikill og þroskaður tónlistarmaður, sem þró- að hefur fram sérstæðan stíl er stenst allar þær kröfur sem unnt er að gera. Lýsingarorðum er jafnan ráðlegt að stilla í hóf og vísast eru þau þegar orðin of mörg í þessum pistli. En það má mikið vera ef komið hefur út betri hljómplata á íslandi á þessu ári. Ásgeir Sverrisson Fágun, vand- virkni og frumleiki TÖJVLIST Gelsladiskur UNDRAVEFURINN Undravefurinn. Lög og textar: Anna Halldórsdóttir. Flutningur, útsetn- ingar og stjórn upptöku: Anna Hall- dórsdóttir, Birgir Baldursson og Orri Harðarson. Útg. Rampante, Skífan dreifir. ANNA Halldórsdóttir kom fram á sjónarsviðið í íslenskum tónlistar- heimi árið 1996 er hún gaf út hljóm- plötuna „Villtir morgnar". Hún þótti sérlega vel heppnað verk og höfðu áhugamenn um íslenska tón- list á orði að fram væri kominn tón- listarmaður sem vert væri að veita sérstaka athygli. Nú hefur Anna Halldórsdóttir sent frá sér nýjan hljómdisk er nefnist „Undravefurinn“. Hér er á ferðinni vandað, metnaðarfullt og frumlegt verk sem er til sanninda- merkis um að það var ekki að ástæðulausu sem vonir voru bundn- ar við Önnu Halldórsdóttur. „Undravefurinn" er sérlega heil- steypt verk, raunar svo mjög að skil milli laga eru ógreinileg. Hugsun Önnu Halldórsdóttur hefur greini- lega verið sú að láta lögin mynda eina heild. Þetta tekst henni sérlega vel og útkoman verður óvenjulegur hljómdiskur sem þarfnast umtals- verðrar hlustunar. Yflr allan vafa er hafíð að Anna Halldórsdóttir hefur mikla hæfí- leika á tónlistarsviðinu. Hún er mjög frambærileg söngkona og hef- ur mótað sérstakan stíl sem fellur gjörsamlega að lögum hennar. Greina má áhrif víða að í söngnum en slíkur samanburður er í senn ósanngjarn og þreytandi. Mestu skiptir að Anna Halldórsdóttir hef- ur mjög gott vald á því sem hún er að gera. Sérlega skemmtilegar raddsetningar einkenna þessa plötu og ástæða er til að vekja athygli á bráðgóðum þríröddunum í nokkrum laganna. Tónlist þessa er erfitt að skil- greina, hún er óneitanlega „fram- sækin“ en aldrei tyrfin og því síður leiðinleg. Lög Önnu Haildórsdóttur eru eins og söngur hennar sérstök, vönduð og heilsteypt. Þau eru óvenjuleg og ekki bundin í tónsköp- unarformúlur, frjáls og eilítið inn- hverf. Birtustigið í þeim er mismik- ið en aldrei verða þau myrk úr hófí fram. Þetta eru ekki flóknar tón- smíðar en bera frjóum tónlistar- huga vitni. Lögin eru frumleg en laus við þann rembing sem oft ein- Opið alla daga til jóla r Hafnarfirði, L/“AU/ sími 565 3710 Bæjarhraun 14, Mistækir Buttercup TOMJST Gcísladiskur BUTTERCUP Fyrsti geisladiskur sveitarinnar, meðlimir hennar eru Valur Heiðar Sævarsson, Símon Jakobsson, Davíð Þór Hlinason og Heiðar Kristinsson. Einnig koma fram á plötunni Ingólf- ur Guðni Arnason og Finnur Júh'us- son. Geislaplatan var hljóðrituð og hljóðblönduð í Grjótnámunni af Nick Cathcart-Jones. Smjörbolli gefur út og dreifir. ÞVÍ AÐ gefa út á eigin vegum fylgja ýmsir kostir, enginn útgef- andi er til að skipta sér af efnis- tökum og lagasmíðum tónlistar- mannanna því skuldbindingarnar eru engar, en fyrir vikið eru fjár- ráðin yfírleitt ekki þau sömu og hjá útgáfufyrirtækjunum. Butt- ercup er ein þeirra sveita sem kos- ið hafa að gefa út sjálfar, og er hér fjallað um þeirra fyrstu geisla- plötu, sem nefnd er eftir hljóm- sveitinni. Buttercup syngur á ís- lensku þrátt fyrir erlent nafn sem reyndar pirrar nokkuð. Hvað er ARCADf A úiíschj? að nafninu Sóley? Buttercup leikur rokk í léttari kantinum eða svo jaðrar við að það verði popp á stundum, raf- magnaðir gítarar og hljóðgervlar leiða þessa frekar stuttu geisla- plötu; hún er aðeins átta lög. Lög- in eru öll frumsamin, í sameiningu af meðlimum sveitarinnar, þau eru öll rokklög, í nokkuð hefðbundn- um stíl þó. Lítið er um nýsköpun í tónlist Buttercup en bæta þeir það þó upp með skemmtilegu hljóðfæra- vali og hljóðvinnslu, t.d. er „kaf- bátahljóð“ í fyrsta lagi plötunnar gott. Allt er þó leikið af innlifun og augljóst að meðlimir hafa gaman að því sem þeir eru að gera, það skiptir oft sköpum þegar tónlist er annars vegar. Hljóðfæraleikur er einnig ágætur en hljómur hefði mátt vera hrárri eða líflegri, hann er yfirleitt flatur og ýtir ekki und- ir tónlistina líkt og hann ætti að gera, gítarhljómur geisladisksins er leiðinlegur og gamaldags á köflum. I lagasmíðum er sveitin mistæk, fyrsta lag plötunnar er skemmti- legt popplag með góðum takti, beittum texta og hljóðgervilleik sem lífgar upp á það, einnig er lagið Raddir skemmtilegt og minnir svolítið á Blind Melon. Rödd Vals Heiðars Sævarssonar nýtur sín hvað best í þessu lagi. Það er á þessum nótum sem Butt- ercup tekst best upp, þegar sveit- armenn hverfa frá miðjumoðinu þótt ekki sé nema að litlu leyti. Enn ég brenn er hins vegar ekki skemmtilegt lag, hefðbundið „powerrokk" ef ekki væri fyrir ágætan surf-gítarleik, og gítarein- leikur um mitt lagið gerir lagið beinlínis leiðinlegt. Af verri lögum plötunnar má einnig nefna Losta, síðasta lag geisladisksins, og Grænar varir. Textarnir eru margir hverjir ágætir og sjald- gæft að heyra svo gott málfar í ís- lenskum popplögum. Buttercup- liðar eru þó jafn mistækir í efnis- tökum og lagasmíðum. Ef Buttercup losar sig við ófnimlegheitin og heldur í áhug- ann á því sem þeir eru að gera gætu þeir eflaust orðið hvað fremstir í sínum geira, margt er vel gert á þessari fyrstu plötu þeirra og vonandi að þeim takist að þroskast frekar sem heild svo framhaldið verði heilsteyptara og fyrir vikið athygliverðara. Gísli Árnason HAHDBERÐAR JÓLABRÚBUR Listrænar jólagjafir vListakoty
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.