Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 61 £
AÐSENDAR GREINAR
Millifærslur
og verðlag
í FYRSTU grein
minni um tilkomu evr-
unnar fjallaði ég stutt-
lega um þær breyting-
ar sem framundan eru
við næstu áramót og
líkumar á því að ís-
lensk fyrirtæki finni
fljótlega fyrir þrýstingi
frá viðskiptaaðilum í
Evrópu um að taka
upp evruna í viðskipt-
um, í stað þeirra gjald;
miðla sem fyrir em. I
þessari grein verður
fjallað frekar um þau
áhrif sem evran mun
hafa á fyrirkomulag
millifærslna milli þátt-
tökunTq'anna og á afleiðingar sam-
eiginlegs gjaldmiðils á verðlag og
samkeppni í milliríkjaviðskiptum.
Hvernig munu
millifæi-slur fara fram?
Öll millibankaviðskipti innan
þátttökuríkjanna munu fara fram í
evra, strax frá næstu áramótum.
Til að auðvelda framkvæmd hins
sameiginlega gjaldmiðils taka
seðlabankar þátttökuríkjanna upp
nýtt greiðslumiðlunarkerfi,
TARGET, sem fellir saman í eina
heild greiðslumiðlunarkerfi þátt-
tökuríkjanna, eins og um eitt inn-
anlandskerfi væri að ræða. Um
þetta greiðslumiðlunarkerfi munu
fara allar greiðslur milli þátttöku-
ríkjanna, sem og þær sem koma
frá eða fara til ríkja utan svæðis-
ins. TARGET-kerfið
mun hraða mjög milli-
færslum í millii-íkja-
viðskiptum og er gert
ráð fyrir að millifærsl-
ur eigi að koma fram
hjá viðtakanda sam-
dægurs, hvar sem er á
svæðinu. ESB-ríkin
utan evrasvæðisins
munu einnig eiga aðild
að TARGET-kerfinu,
en einvörðungu að því
er varðar millifærslur
evra.
Við yfirfærslu á ís-
lenskum krónum í
þýsk mörk eftir næstu
áramót verða krónum-
ar fyrst að evra og evraupphæðin
verður svo færð yfir í þýsk mörk á
föstu gengi milli evrannar og
marksins. Gengi marksins, eins og
gjaldmiðla allra annarra þátttöku-
ríkja gagnvart evi'unni verður var-
anlega fest strax í janúarbyrjun og
eina gengisbreytingin verður því
við yfirfærslu krónutöluupphæðar-
innar yfir í evra. Við yfirfærslu
þýskra marka yfir í krónur færist
þýska upphæðin fyrst yfir í evra,
samkvæmt fastagenginu og evra-
upphæðin verður yfirfærð í íslensk-
ar krónur í samræmi við dagsgengi
evrannar gagnvai-t krónunni.
Hvaða áhrif hefur evran
á verðlag?
Tilkoma evrunnar mun hafa í
för með sér byltingu á fjármála-
Árni Páll
Árnason
markaði í Evrópu. Áður hefur ver-
ið fjallað um nýjar' leiðir í
greiðslumiðlun og hraðvirkari
millifærslur. Því til viðbótar má
búast við aukinni samkeppni í
bankaviðskiptum og að bankar
sæki í auknum mæli yfir landa-
mæri, nú þegar gjaldmjðilinn
verður einn og hinn sami. Á hinn
bóginn óttast fjármálastofnanir í
ESB-ríkjum utan evrasamstarfs-
ins um stöðu sína, en eins og fyrr
var rakið er gert ráð fyrir að
vaxtastig verði a.m.k. hálfu pró-
sentustigi hærra í þeim ríkjum.
Pví má búast við að bankastofnan-
ir í ríkjum utan evrusvæðisins leiti
leiða til að lána fé í evru, til að
geta boðið lægri vexti.
Almenningur í þátttökuríkjun-
um er þegar orðinn var við að
breytingar eru á döfinni. Sérstak-
Öll millibankaviðskipti
innan þátttökuríkjanna
munu fara fram í
evru strax frá áramót-
um, segir Arni Páll
Arnason í annarri
grein sinni um evruna.
ur dálkur er kominn fyrir evruna
á bankayfirlitum margra banka í
þátttökuríkjunum og fjármála-
markaðurinn býr sig undir að nota
evru sem ráðandi gjaldmiðil, strax
eftir áramót. Þá era verðmerking-
ar farnar að sjást í gamla gjald-
miðlinum og evranni, hlið við hlið.
Slíkt fer væntanlega í vöxt eftir
því sem nær dregur útkomu pen-
ingaseðla og myntar í evru.
Almennt er gert ráð fyrir að til-
koma evrunnar verði til að lækka
vöruverð í þátttökuríkjunum,
vegna aukinnar samkeppni og
gagnsæis í verðlagningu. Evran
eyðir einni mikilvægustu sam-
keppnishindruninni sem eftir
stendur á Evrópumarkaði og þeg-
ar gengisáhættan líður undir lok
mun draga úr ótta manna við að
hefja viðskipti í fleiri löndum.
Dreifingarkeðjur munu eiga erfið-
ara með að halda uppi ólíku verði
á sömu vöru milli landa, öfugt við
það sem nú er, þegar verðstefna
er reiknuð út fyrir hvert land fyrir
sig með það að markmiði að fá
sem hæst verð fyrir vöruna þar
sem kaupgetan er mest. Einn og
sami gjaldmiðillinn mun auka á
samanburð milli svæða í þessu til-
liti og fleiram, s.s. þegar mat er
lagt á laun, húsnæðiskostnað
o. s.frv.
Áhrif nýs gjaldmiðils á smásala
og framleiðendur
Á aðlögunartímanum mun evran
hins vegar hafa önnur áhrif á verð
og framleiðslustefnu, þegar smá-
salar þurfa að endurmeta verð-
lagningaraðferðir og jafnvel um-
búðastærðir, í ljósi nýs gjaldmiðils.
Hin „sálræna“ verðlagning mun
nefnilega öll ganga úr skorðum í
þátttökuríkj unum.
Tökum dæmi: Við breytingu
okkar úr gömlum krónum í nýjar
fyrir tæpum tuttugu árum var
eina breytingin sú að tvö núll féllu
af. Svokallað „sálrænt“ verð, þ.e.
tilboð upp á kr. 399,- breyttist ein-
faldlega í kr. 3,99. Með tilkomu
evrunnar mun hins vegar verða
allur gangur á því hvernig vara
sem í dag er seld á BEF 399 eða
FRF 19,99 eða DEM 10,99 kemur
út í evru. Því má teljast líklegt að
smásalar þurfi að nýta aðlögunar-
tímann til að fóta sig í þessu efni.
Þetta er ein helsta ástæða þess að
neytendasamtök í þátttökuríkjun-
um hafa þrýst á um að verðmerkt
verði bæði í gömlu gjaldmiðlunum
og evru sem allra fyrst, svo neyt-
endur í hverju landi fyrir sig fái
gott ráðrúm til að venjast nýjum
upphæðum og glöggva sig á verð-
mæti evrunnar. Þessi breyting
mun hins vegar einnig geta leitt til
þess að smásalar kalli eftir af-
slætti frá framleiðendum, til að
skapa ráðrúm fyrir „sálrænt“
hentugt söluverð. Þá getur verið
að framleiðendur þurfi vegna
þessa að endurmeta markaðsað-
ferðir sínar og jafnvel breyta um
skammtastærðir, til að fá hentugri
upphæð í smásölu, í nýjum gjald-
miðli. í þriðju og síðustu grein
minni um tilkomu evrannar mun
verða fjallað um áhrif breytingar-
innar á gildi samninga með verðá-
kvæði í gömlu gjaldmiðlunum og
um notkun evrunnar í þeim aðild-
arríkjum Evrópusambandsins,
sem standa utan evrusamstarfs-
ins.
Höfundur er lögmaður í Reykjnvík.
VÍSINDAGÁTU-
ÆVINTÝRI FYRIR
BÖRNIN
Hávellir ehf.
Föndur^ebb hrir jnjri >sem eldri !
FöndurÁebb
marjar jerSir
Aíhíifca JöndurAebb 4.?00
SaumaAebb
SiíhimáíunarAebb
Keramih oj brémálunarAebb
FöndurAebb Jjrir hrajbmihla
hrahha, mihiS urvai
Mörkinni 1 • sími 588 9505
Sendum í pó^bhröju
Golfverslun Siguröar Péturssonar ^
f.Ö Golfskálanum Grafarholti
® verður með rýmingarsölu
[<IQ dagana 9. - 24. des.
Opið
Virka daga frá 14.00-19.00
Laugardaga og
sunnudaga 13.00-18.00
i Þorláksmessu 13.00-18.00 _
GOLFVERSLUN
Sigurðar Péturssonar
GRAFARHOLTI, SÍMI 587 2215
einou x
Eiginleikar Tempur felost
fyrst og fremst í þrýsti-
jöfnunareiginleikum
efnisins. Koddinn
lagor sig oö hito og
þrýstingi höfuðs og hóls.
Þor of leiðandi myndost
engir þrýstipunktor og
Heilsukoddinn sem
sjúkraþjálfarar,
kirópraktorar og iðjuþjálfar
um land allt mæla með.
Ðýna: ffróoð af; NASA fýtiír geimfarai - itái fáanlág) fpr f»í0i
Faxafeni 5 • 108 Rvk • Simi:588-8477