Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Heit jól KVIKMYMHR S a in 1) f ó i n I’LL BE HOME FOR CHRISTMAS ★★ Leikstj.: Arlene Stanford. Hand- rit: H. Goldberg og Tom Nur- sall. Aðalhlutverk: Jonathan Ta- ylor Thomas, Jessica Biel, Adam La Vorgna og Sean O’Brian. Disney 1998. JAKE er menntaskólagaur og grallari með meiru og lag- lega skotinn í henni Allie. Þau ákveða að hverfa frá heitri Kali- forníu til heimaslóða yfír jólahá- tíðina. En óvinir Jakes sitja fyr- ir honum, Allie neyðist til að þiggja far með erkifjandmann- inum og heimferðin verður mjög viðburðarík. Aðalleikarinn, Jonathan Ta- ylor Thomas, virðist á góðri leið með að verða táningastjarna. Hann stendur líka sæmilega undir því; hann er fésfríður, ágætur leikari og tekst vel að kitla hláturtaugar unglings- stúlknanna. Hann er vafalaust besti leikarinn í þessari mynd og leikstjómin er frekar klisjuleg. Myndin er ágætis skemmtun; röð furðulegra uppákoma með undarlegum persónum, og oft nokkuð íyndin. Hún er þó hvorki frumleg né bitastæð sem verk enda vart ætlunin. Eitt væmið atriði kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og þai- er verið að klína hinum sanna jólaanda inn í mynd sem fjallar ekki um hann. Einnig hefði endirinn mátt vera bita- stæðai-i eftir allar þær mann- raunir sem drengurinn lendir í. Hildur Loftsdóttir BÆKUR Sagnfræði MANNLÍF VIÐ SUND Býlið, byggðin og borgin. Eftir Þor- grím Gestsson. Utg.: Islenska bókaút- gáfan ehf., 1998, 399 bls. SUMAR bækur, sem koma á borð þessa lesanda í bókaflóði haustmánaða, eru þess eðlis að honum nægir að hraðlesa þær og leggja síðan til hliðar. Aðrar eru þeirrar gerðar, að manni þykir slæmt að þurfa að hespa þær af í snarheitum. Akjósanlegra hefði verið að geyma sér þær til jólanna og geta lesið þær þá í ró og næði, notið þeirra lengur og sett sitthvað á minnið. Sú bók, sem ég hef nú í höndum, er ein þeirra. Texti henn- ar er gríðarmikill, vandlega unninn, vel skrifaður, efnismikill og efnið áhugavert. Hér er verið að fjalla um það, sem liggur svo að segja við bæjardyr Reykjavíkurbúans og maður hefur naumast tekið eftir. Hvar var nú til að mynda Fúlilæk- ur, Fúlatjörn og Lækjarbakki, Kr- inglumýri, Laugamýri, Bjarmaland og fleiri staðir? Þannig mætti halda lengi áfram. Þorgrímur Gestsson hefur hér skrifað hina mestu ágætisbók og leggur hér á borð fyrir lesandann afrakstur tíu ára vinnu: Hann hefur bersýnilega haft góðar forsendur til að rita vandaða bók. Afi hans og amma bjuggu um langt skeið á Laugarnesjörð. Faðir hans og föð- urbræður ólust þar upp og hafa getað frætt um margt. En til við- bótar þarf þó góðan skerf af grúsk- hneigð, áhuga á efninu, eljusemi og ritleikni. Bókin er vitnisburður um þessa eiginleika. í fyrsta kafla er rak- in eignarhalds- og búnaðarsaga Laugar- ness uns biskupssetur rís þar árið 1825. Fátt er að vísu að frétta fyrstu aldirnar, ef frá er skilin fremur óljós frásögn um búskap Hallgerðar langbrók- ar. En frá því á fjórt- ándu öld er nokkuð vitað um eigendur Laugarness. Jörðin var lengstum í eigu svonefndrar Möðru- vallaættar eða fólks í tengslum við hana. Er þetta skilmerkilega sýnt með ættartré á 14. bls. Hann- es biskup Finnsson var af þeirri ætt og eignaðist Laugarnes. Eftir lát hans giftist Valgerður ekkja hans Steingrími Jónssyni biskup og gerði hann Laugarnes að bisk- upssetri og lét reisa þar stofu mikla, eins og það var kallað. Saga og endalok kirkjunnar í Laugar- nesi er rakin. Hún var lögð niður 1794 og sameinuð Reykjavíkur- kirkju, enda var hún þá orðin næsta hrörleg vegna langvarandi viðhaldsleysis. Næsti kafli ber heitið Biskups- stofan á Laugarnestanga. Þar seg- ir frá byggingu þessa mikla múr- steinshúss, sem þó var aldrei gott til vistar. Frá biskupsárum Stein- gríms biskups er margt sagt og saga hússins nokkuð rakin uns það var brotið niður árið 1882. Tveim- ur árum síðar keypti Reykjavík Laugarnes og hefur það verið hluti Reykjavíkur síðan. I þessum langa kafla er raunar sagt frá mörgu fleiru, svo sem búskap á Laugar- nesjörð, bæjarmálefnum, laxveið- um, kaupum og sölum L augarneseignar, notkun Laugarnes- stofu fyrir bólusóttar- sjúkrahús, þvotta- laugunum gömlu, kot- unum í Laugarnes- landi o.fl. Fjölmargir menn og konur koma hér við sögu, enda verður frásögnin breiðari eftir því sem á líður og heimildum fjölgar. I þriðja kafla segir af þvottalaugunum gömlu og upphafi sundkennslu. Er það einkar áhugaverður og ítarlegur kafli. Þá fer að nálgast aldamótin. Árið 1898 gerðist merkisatburður í sögu Laugarness. Þá rís þar stórhýsi mikið, Holdsveikraspítalinn, fyrir hátt á sjötta tug sjúklinga. Það var stórhöfðingleg gjöf dönsku Oddfell- owreglunnar. I fjórða kaflanum segir af byggingu spítalans, sem gekk undrafljótt, vígslu hans, starfsfólki og sjúklingum, einkum einum þeirra, hinum merka manni Sigurði Kristófer Péturssyni. Þá er vikið að aukinni atvinnustarfsemi í Laugarnesi, fiskverkun, sem er vandlega lýst, umsvifum norð- mannsins Emils Rokstads á Bjarmalandi, hænsnarækt og smá- býlabúskap. En þegar hér er komið sögu fara að yerða hæg heimatök hjá höfundi. Árið 1915 fá afí hans og amma ábúð á Laugarnesjörð og búa þau þar lengi með börnum sín- um. Jafnframt búskap sjá þau, einkum synir þeirra, um vörslu beitarlandsins og annast hesta- gæslu borgarbúa og ferðamanna og flytja Reykvíkingum mjólk. Hér verður frá fjölmörgu að segja í skemmtilegri og fjörmikilli frásögn fimmta kaflans. Sjötti kafli nefnist Iðnbylting í Laugarnesi. Kannski er þar fullfast að orði kveðið, en umsvif vora nokk- ur. Sápuverksmiðja (ft’emm- skammlíf) tók til staiTa, togaraút- gerð, ræktunarframkvæmdir voru miklar, stóraukin byggð og meira að segja kom verslun. Og að þvi kemur svo, að í Laugarnesi fer að vaxa upp þorp. Lesandinn fræðist um fyrstu húsin og íbúa þeirra og hvað þeir höfðu fyrir stafni, skólagöngu bai’n- anna, aukna sundmennt, jarðboran- ir og fyrstu ferðir almenningsvagna, svo að eitthvað sé nefnt. Þetta stuttaralega yfirlit segir að sjálfsögðu ekki mikið. Eins og áðm’ segir, er þetta mikill texti, mun rneiri en blaðsíðufjöldi segii’ til um, þar sem letur er smátt og leturflötur breiðm-. Víða er því komið við, frá mörgu sagt og geysimikiU fjöldi fólks kemur við sögu. Höfundi er lagið að segja skemmtUega frá, svo að lestm- inn verður einkar þægUegm’. MikUl fjöldi mynda er í bókinni og margar þeirra sögulega merkar og fáséðar. Yfirleitt hafa þær prentast vel. Að vísu þykja mér hinar örlitlu handritamyndh’ óþarfar, þar sem þær eru ólesanlegar vegna smæðar. Aðeins örfáar villur rakst ég á, en viðurkenna verður, að hratt var les- ið. Mér virðist frágangur bókarinnar vera með ágætum. I bókarlok eru miklar skrár eins og vera ber: Mannanafnaskrá, Ski'á yfir staði, örnefni, fyrirtæki, félög, stofnanir o.fl., Myndaskrá og Til- vitnanaski’á, sundurgreind eftir köflum, sem jafnframt er heimilda- skrá. Líklega hefði verið betra að hafa Heimildaskrána sér, þar sem seinlegt er annars að leita uppi heimildirnar, enda þótt mér sýnist þær vera nægjanlega vel skráðar. Það er mikill fengur að þessari bók og ég hygg að hún verði mörg- um kærkominn lestur. Sigurjón Björnsson Við Sundin blá Þorgrímur Gestsson Vísindi í Öræfasveit BÆKUR Heiðursrit KVÍSKERJABÓK Rit til heiðurs systkinunum á Kvískeijum. Útg.: Sýslusafn Austur- Skaftafellssýslu, Höfn í Hornafirði, 1998, 303 bls. AUSTUR í Öræfasveit er bærinn Kvísker. Ekki hefur hann beinlínis verið í þjóðbraut talinn, þar til fyrir skömmu. Tólf kílómetrar eru til næsta bæjar á annan veg og sextán á hinn. Skaðræðisfljót á báðar hend- ur og mesti jökull Evrópu í norðri. En á þessum bæ hefur samt gerst merkileg saga. Enginn bær á ís- I Við bióðum alla velkomna. _____ Rauðarárstíg 14, art cállery sími 551 0400. Tryggvi Ólafsson • • • • Tryggvi Ólafsson, listmúlnri, verður í Gallerí Fold, Rauðarórstíg 14, í kvöld, milli kl. 20.00 og 22.00 og áritar grafíkmyndir sínar. landi hefur verið meira í þjóðbraut náttúruvísinda en Kvísker. Þar hafa alist upp níu systkini og flest dvalist þar langan aldur, sjö bræður og tvær systur. Skólamenntun þeirra hefur að mestu verið heimafengin, en sá heimaskóli hefur verið öðram drýgri. Eitt þeirra varð tungumála- garpur mikill, annað hagleiks- og hugvitsmaður. Þar eru og jökla- fræðingar, fugla- og skordýrafræð- ingar, svo og grasafræðingar og fróðleiksmenn á sögu og þjóðhætti. Svo langt hefur Kvískerjafólk náð í fræðum sínum, að erlendh- spreng- lærðir vísindamenn sem og íslenskir telja sér til happs að kynnast því og ausa úr fræðabrunni þess. Nú eru fjögur þessara systkina á lífí. Þrír bræður, Hálfdan, Sigurður og Helgi og systirin Guðrún. Á síðasta ári varð Hálfdan sjötug- ur og Sigurður áttræður. Af því til- efni og þó líklega fremur vegna verðleika og framlags Kvískerja- systkina var efnt til þessa heiðurs- rits. Að því stendur hópur fólks, sem tengist Sýslusafni Áustur-Skafta- fellssýslu og gefur Sýslusafnið bók- ina út. Ritstjóri hennar er Gísli Sverrir Ái’nason, en ritnefnd skipa ásamt honum Björn Gísli Arnarson, Eiríkur Páll Jörundsson, Guðný Svavarsdóttir og Zophonías Torfa- son. Að loknu ávarpi forseta íslands er geysilöng heillaóskaskrá, hátt í eitt þúsund nöfn einstaklinga og stofn- ana. Sýnir það vel hversu margir bera hlýjan hug til Kvískerjasystk- ina og þekkja til þeirra. Þeir hinir mörgu, sem bók þessa fá í hendur, verða ekki heldur svikn- ir af innihaldi hennar og útgerð allri. Hún er einstaklega fjölbreytileg og aðlaðandi á alla lund. í henni er að finna 26 ritgerðir eftir 27 höfunda. Þar er fyrst ritgerð um Kvísker og Kvískerjaheimilið, eins konar kynn- ing. Síðan rekur hver ritgerðin aðra. Þrjú rifja upp endurminningar sínar frá sumarvist á Kvískerjum, eru það hugljúfar minningar um lærdóms- ríkt uppeldi hjá góðu fólki. Einn Kvískerjabræðra, Sigurður, ritar um ábúendur og sögu Kvískerja, efnismikla og vandaða grein. Annar bróðir, Hálfdan, segir frá vísinda- leiðangri til Meistaravíkur í Græn- landi og sá þriðji, Helgi, hugvits- maðurinn, gerir grein fyrir vatns- myllunni á Kvískerjum. Þá er mikill fjöldi vísindalegra rit- gerða, yfirlits- og fræðslugreina, sem of langt yrði upp að telja. Þess má þó geta að allar eru þær vel læsi- legar almenningi og sumar býsna skemmtilegar. I mörgum þessara ritgerða er gerð grein fyrir niður- stöðum rannsókna í jöklafræði, grasafræði og jarðfræði, upp- græðslu lands, gróðui-vernd, land- friðun, fuglaskoðunarferðum o.fl. Þá eru ritgerðir um þjóðhætti. En á öll- um þessum sviðum hafa hinir fjöl- hæfu Kvískerjabræður komið við sögu með einum eða öðrum hætti, stundum meira en lítið. Ein ritgerðin nefnist Rannsóknar- stöð á Kvískerjum. Þar segir frá því, að í undirbúningi er að koma upp rannsóknar- og dvalaraðstöðu fyrir náttúruvisindamenn á Kvískerjum. Skilst mér að sá undirbúningur sé vel á veg kominn og skammt sé til framkvæmda. Vissulega er það vel til fallið sem virðingarvottur þeirrar merku starfsemi, sem þar hefur far- ið fram, auk þess sem staðsetningin er hin ákjósanlegasta. í bókarlok er ritaskrá fimm Kvískerjabræðra. Sést þar að sumir þeirra hafa verið mikilvirkir á rit- vellinum. Þessi bók er einstaklega vel útgef- in. Sérstök ástæða er til að vekja aL hygli á miklum fjölda stórgóðra ljós- mynda og korta. Rit þetta er öllum til sóma, sem að því standa og má lengi una sér við að lesa það og skoða. Sigurjón Björnsson Sönn matarást BÆKUR Mal arliók eftir Nönnu Rögnvald- ardóttur. 700 bls. Iðunn 1998. ÞAÐ þarf ekki að fletta ritinu „Matarást" iengi til að sjá hvílíku stórvirki Nanna Rögn- valdardóttir hefur skilað af sér og sannfærast um að heiti bókarinnar komi beint frá hjarta höfundar. Á þeim sjö hundruð síðum sem bókin spann- ar er að finna gífurlegt magn fróðleiks og upp- lýsinga um flest það sem viðkemur mat og matargerð auk um sextán hundruð uppskrifta. Þrátt fyrh’ að Matarást sé öðru fremur umfangs- mikið alfí’æðirit uni mat, með köflum um allt frá einstökum hnetutegundum upp í kafla um „franska matargerð", er hún því ekki síður uppskriftabók. Það má því segja að það ætlunarverk höfundar, sem lýst er í formála henn- ar hafi tekist, að gera bók ætlaða þeim „sem njóta þess að elda mat og reyna eitthvað nýtt og ekki síður þeim sem hafa gaman af að lesa og fræðast um mat og matargerð”. Styrkur bókarinnar liggur ekki síst í fjölbreytni hennar. Auðvitað sækir hún mikið til sígildra rita á borð við Larousse Gastronomique, sem er gi-undvallamt á þessu sviði, en jafnframt því að leggja áherslu á sígilda alþjóðlega matargerð tekst Nönnu listavel að setja allt í sam- hengi sem hentar íslendingum og flétta inn þau hráefni, uppskriftir og hefðir sem tengjast íslenskum matar- venjum og matarmenningu. Þannig má á sömu opnu finna kafla um mexíkóska enchilada-rétti, svissnesk- an Emmenthaler-ost, þýsk Eiswein, frönsku skurðaðferðina émincé og ís- lenska hrútspunga. I raun var sama hvað ég reyndi að láta mér detta í hug. Aldrei var komið að tómum kofunum í Matarást og nær undan- tekningarlaust um hnit- miðaðan, vandaðan og upplýsandi texta að ræða. Vissulega er stór hluti bókarinnar lagður undir undirstöður franskrar og ítalskrar matargerðar, enda ann- að varla hægt. Öðrum svæðum er hins vegar ekki síður gert hátt und- ir höfði og til að mynda allar upplýsingar um asíska matargerð, sem þarna er að finna í miklu magni, til fyrirmyndar. Helst sakna ég þess að bókin skuli ekki vera myndskreytt í ríkari mæli. Blaðsíður 17-64 eru lagðar undir litmyndh’ af fjölmörgum tegundum grænmetis, ávaxta, ki-yddjurta, sveppa og krydd- tegunda. Að öðru leyti eru engar myndir í bókinni, hvorki myndir af kjöt- og fisktegundum né heldur ein- hverjum þeirra rétta og aðferða sem fjallað er um í bókinni. Eflaust hefur ekki þótt framkvæmanlegt kostnað- arins vegna að leggja í umfangsmeiri myndskreytingu, sem er synd sökum þess hve vandaður textinn er. Það sem helst truflaði mig við bókina var hins vegar kápuskreyting hennai’, einmanaleg jarðar- og hindber á hvít- um grunni. Kápa sem ætti kannski frekar heima á bók um sultugerð og nær að mínu mati ekki sjálfu inntaki bókarinnar - matarástinni. Hvað sem því líður er þetta tíma- mótaverk fyrir íslenskt mataráhuga- fólk. Maður getur ekki annað gert en tekið ofan fyrir Nönnu Rögnvaldar- dóttur og þakkað henni fyrir þá ómældu vinnu og alúð sem hún hefur lagt í þessa miklu bók, sem eflaust á eftir að verða mikið notuð ó þeim heimilum er fjárfesta í henni. Bók sem á það skilið að vera ekki geymd uppi í hillu heldur í eldhúsinu, þar sem hennar er þörf. Steingrímur Sigurgeirsson Nanna Rögnvaldardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.