Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr forstjóri ráðinn yfír stóru sjúkrahúsin í Reykjavík
Ríkið tekur við fj'árhags-
legri ábyrgð á rekstri SHR
Ráðinn hefur verið nýr forstjóri yfír
bæði stóru sjúkrahúsin í Reykjavík.
Jafnframt færist fjárhagsleg ábyrgð af
rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur frá
borginni til ríkisins. Þá hefur verið
ákveðið að sjúkrahúsin fái hálfan milljarð
á aukafjárlögum þessa árs.
RÍKIÐ mun um næstu áramót taka
við fjárhagslegri ábyrgð á rekstri
Sjúkrahúss Reykjavíkur af Reykja-
víkurborg. Jafnframt hefur Magnús
Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, verið ráðinn for-
stjóri yfir báðum stóru sjúkrahús-
unum í Reykjavík. Ennfremur hef-
ur verið ákveðið að sjúkrahúsin fái á
fjáraukalögum 500 milljónir til að
taka á fjárhagsvanda liðinna ára.
Ekki er gert ráð fyrir að sjúkra-
húsin verði sameinuð þó ráðinn
verði einn forstjóri yfir þau bæði.
Stjórnir spítalanna munu starfa
áfram og framkvæmdastjórnirnar
sömuleiðis. Vigdís Magnúsdóttir,
forstjóri Ríkisspítalanna, hættir um
áramót sökum aldurs, en áformað
er að ráða mann í hennar stað, að
sögn ráðuneytisstjórans í heilbrigð-
isráðuneytinu.
„Það er eðlilegt að fagleg og fjár-
hagsleg ábyrgð á rekstri fari sam-
an. Það ber ekki vott um nútíma-
lega stjórnunarhætti að borgin reki
Sjúkrahús Reykjavíkur og stjórni
honum en ríkið borgi allan tilkostn-
að. Nú fer þessi faglega og ijár-
hagslega ábyrgð saman og mér
finnst það vera mjög skynsamlegt
af Reykjavíkurborg að taka þetta
skref,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra.
Ingibjörg sagði að með þessari
stefnumörkun værum við að gera
sömu breytingar og flestar aðrar
þjóðir hefðu gert á opinberum
rekstri, þ.e. að tryggja að sami aðili
stjómaði rekstrinum og borgaði
fyj'ir hann.
„Með ráðningu forstjóra fyrir
bæði sjúkrahúsin gefst færi á að
fylgja betur eftir ákvörðunum sem
hafa verið teknar um ýmsa hagræð-
ingu. Fyi'st og fremst erum við að
hugsa um að tryggja að við séum
ekki að kaupa tvö dýr tæki ef eitt
dugar. Við viljum ná fram samhæf-
ingu í rekstrinum með ráðningu
eins forstjóra. Þar að auki tel ég að
við séum mjög heppin að fá Magnús
Pétursson til starfa, sem hefur unn-
ið í ýmsum fagnefndum innan heil-
brigðisþjónustunnar og hefur mik-
inn áhuga og þekkingu á þessum
rnálum."
500 milljóna aukafjái-veiting
Ingibjörg sagði að þessi ákvörðun
þýddi ekki að sjúkrahúsin yrðu
sameinuð. Áfram færu tvær stjórnir
Morgunblaðið/Golli
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, Ingibjörg Pálmadóttir og Geir H.
Haarde skrifa undir samning um að ríkið taki við rekstri Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
INGIBJÖRG Pálmadóttir óskar nýjum forstjóra spítalanna, Magnúsi
Péturssyni, til hamingju með starfið.
og tvær framkvæmdastjómir fyrir
sjúkrahúsunum. Fyrir lok næsta
árs yrði hins vegar að liggja fyrir
ákvörðun um hvort komið yrði á fót
einni stjórn fyrir sjúkrahúsin.
Samhliða þessum ákvörðunum
hefur ríkisstjómin ákveðið að
sjúkrahúsin fái 500 milljónir í fjár-
aukalögum til að rétta af hallai-ekst-
ur liðinna ára. Upphæðin skiptist
jafnt á milli sjúkrahúsanna. Fytr á
þessu ári fengu sjúkrahúsin tvö 380
milljónir af fjárlagalið sem Alþingi
ákvað að færi óskiptur til sjúkrahúsa
í landinu. Ingibjörg sagði að með
þessu væri búið að taka virkilega vel
á í fjármálum sjúkrahúsanna og fjár-
hagsstaða þeirra væri betri núna en
hún hefði verið í áratug.
Til viðbótar væri fjárhagsrammi
sjúkrahúsanna rýmri í fjárlögum
næsta árs en hann hefði verið und-
anfarin ár. Hún sagði að þó að nýr
forstjóri væri að taka við erfiðu
starfi væri aðkoma hans að starfinu
léttari að því leyti að hann þyrfti
ekki að glíma við gamlan vanda í
þeim mæli sem stjórnendur sjúkra-
húsanna hefðu þurft að gera.
Fjárhagsleg og rekstrarleg
ábyrgð fer samau
„Það má segja að þetta mál eigi
sér alllangan aðdraganda þó hlut-
irnir hafi gerst nokkuð hratt í þess-
um umgangi. Það má rekja aðdrag-
anda málsins allt til þess tíma þegar
Borgarspítalinn var fluttur af dag-
gjöldum yfir á föst fjárlög, en það
gerðist 1986. Þá töldu menn að það
gæti haft í för með sér talsverð
vandræði í för með sér að hafa
þennan háttinn á. Þá var ákveðið í
borgarstjórn Reykjavíkur að að-
skilja algerlega rekstur borgarsjóðs
frá rekstri sjúkrahússins vegna
þess að menn töldu að að því gæti
komið að þau fjárframlög sem
ákveðin væru á fjárlögum dygðu
ekki fyrir rekstri," sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í
Reykjavík.
Ingibjörg Sólrún sagði að það
væri búið að ganga á ýmsu í fjár-
hagslegum samskiptum borgarinn-
ar og ríkisins vegna Sjúkrahúss
Reykjavíkur undafarin ár. Á síðustu
fjórum árum hefði árlega verið
gerður samningur um fjármál spít-
alanna.
Sjálfstæðismenn sam-
þykkja ekki samninginn
MIKLAR umræður urðu í upphafi
fundar í borgarstjóm Reykjavíkur í
gær utan dagskrár í framhaldi af
kynningu borgarstjóra á samningi
milli ríkisins og borgarinnar um yf-
irtöku ríkisins á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gagnrýndu vinnubrögðin,
töldu hér alitof hratt farið og frá-
leitt að hafa ekki rætt málið í borg-
arráði áður en til undirskriftar
samningsins kom. Borgarstjóri
benti á að samningurinn hefði verið
undirritaður með fyrirvara um sam-
þykki borgarráðs en ljóst væri að
hann hefði stuðning.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór
nokkrum orðum um samninginn,
sem gerður er milli heilbrigðismála-
ráðherra og fjármálaráðherra ann-
ars vegar og borgarstjóra hins veg-
ar. Skipa ætti matsnefnd þriggja
manna til að meta þann eignarhlut
borgarinnar sem ríkið myndi taka
yfir. Borgarstjóri sagði að rekja
mætti upphaf yfirtöku ríkisins allt
til ársins 1986 þegar viðræður fóru
fram milli Reykjavíkurborgar og
ríkisins um yfirtöku þess á spítalan-
um. Hún sagði hlutina hafa gerst
hratt síðustu daga, hún hefði átt
fund í heilbrigðisráðuneytinu síðast-
liðinn mánudag og þar hefði verið
ákveðið að setja alvarlegar viðræð-
ur í gang. Þær hefðu gengið vel fyr-
ir sig og drög legið fyrir á miðviku-
dagskvöld sem hún kynnti þá borg-
arfulltrúum Reykjavíkurlistans.
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna, sagði stórmál hér
bera brátt að og gagnrýndi þau
vinnubrögð að kynna samninginn
fyrir stjórn SHR aðeins 20 mínút-
um áður en skyldi undirrita. Hún
sagði borgarstjóra ekki hafa gert
minnstu tilraun tii að kynna málið á
borgarráðsfundi síðastliðinn þriðju-
dag og málið væri kynnt eins og
smámál í upphafi borgarstjómar-
fundar. Inga Jóna vakti athygli á
því að sveitarstjórnir ættu að starfa
samkvæmt sveitarstjómarlögum og
borgarfulltrúar hljóti að vera sam-
mála um að stærðargráða málsins sé
slík að borgarráð hefði átt að fjallað
um málið. Kvaðst hún ekki geta
ímyndað mér að ljúka mætti við mál-
ið fyrir áramót, þegar samningurinn
á að taka gildi. „Ég lýsi því yfir hér
að við sjálfstæðismenn munum
greiða atkvæði gegn þessu máli og
krefjumst þess að borgarstjóm ræði
málið efnislega. Mér finnst vinnu-
brögðin vera með hreinum ólíkind-
um,“ sagði Inga Jóna og sagði hvorki
rætt við minnihlutann opið né í trún-
aði, sem hefði þó verið hægt. Minnti
hún á að borgarstjóri hefði fjallað
um málið í ráðuneytunum og þá
hefði málið verið nánast frágengið og
væri undarlegt að taka það ekki upp
í borgarráði daginn eftir.
Helgi Hjörvar, oddviti Reykjavík-
urlistans, taldi að minnihlutinn
hefði átt að geta fylgst með málinu
gegnum eigin flokk og ekki hefði
þurft tilstilli Reykjavíkurlistans.
Hann benti á að samningurinn væri
í meginatriðum svipaður því sem
verið hefði upp á teningnum sem
sjálfstæðismenn vildu á síðasta ára-
tug. Þjónusta við Reykvíkinga verð-
ur alls ekki fyrir borð borin eins og
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
gaf í skyn.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði
málið snúast um mikla hagsmuni,
pólitíska stefnumörkun og eignir
borgarinnar og taldi ekki mögulegt
að afgreiða það fyrir áramót. „Þetta
er svartur dagur fyrirstjóm
Reykjavíkur," sagði borgarfulltrú-
inn og taldi að þeir sem hafa staðið
fyrir uppbyggingu SHR myndu
ekki verða sáttir við þetta. Hann
sagði þennan gjöming í samræmi
við stefnu framsóknarmanna, að
koma SHR undir ríkið og taldi
menn hafa gefist upp vegna fjár-
hagsörðugleika spítalans. Vilhjálm-
ur sagði engin rök hafa verið færð
fyrir því að þessi eining verði hag-
kvæmari í rekstri eða að þjónustan
batni. Hér væri verið að koma upp
risastofnun sem væri tímaskekkja í
nútímaþjóðfélagi. Vildi hann heyra
það frá borgarstjóra í hverju hag-
kvæmnin ætti að felast og hvernig
ná ætti fram betri þjónustu og hvað
vekti í raun fyrir þeim sem að þess-
um samningi standa. Hefur farið
fram hagkvæmnisathugun í þessum
málum? spurði Vilhjálmur og sagði
misskilning að þessi sameining
leysti fjárhagsvanda sjúkrahúsanna.
Leið þjónustusamninga hefði ekki
verið reynd í þessum málum, en þeir
hafi gefið góða raun í rekstri heil-
brigðisstofnana sem þegar hafa
reynt þá. „Þetta eru döpur tíðindi og
ég vænti þess að þessi samningur fái
hér góða umræðu á fundi borgar-
ráðs hvenær sem það verður og að
tækifæri gefist til funda með starfs-
mönnum SHR.“ Hann sagði nauð-
synlegt að fá upplýst hvernig mat á
eignum þessara stofnana verði feng-
ið, en svo virtist sem gert væri ráð
fyrir að ríkissjóður endurgreiddi
viðhald og endurbyggingu á Landa-
koti árin 1995 til 1998 sem sér virtist
vera beitt fyrir R-listann sem agni
til að fá samninginn gerðan.
Pétur Jónsson sagði vegna um-
mæla Vilhjálms að hann hefði engra
hagsmuna að gæta í þessum samn-
ingi, hann hefði verið framkvæmda-
stjóri stjómunarsviðs Ríkisspítala
og hefði átt ágætt samstarf við
stjórnendur SHR. Hann kvaðst
ekki hafa vitað um samninginn fyrr
en hann lá fýrir.
Vilhjálmur sagði það spurningu í
máli sem þessu hvort einstaklingur
sem gegndi slíkri stöðu hjá Ríkis-
spítala ætti að vera viðstaddur um-
ræðuna.
Sigrún Magnúsdóttir benti á að
nú væri í höfn 16 ára baráttumál
Framsóknarflokksins, sem árið
1982 hefði flutt um það tillögu í
borgarstjóm að ríkið tæki við
rekstri Borgarspítala, eins og hann
þá hét.
Eyþór Arnalds sagði vinnubrögð-
in í þessum leynisamningi, eins og
hann orðaði það, ekki koma sér á
óvart. Hann sagði það skrýtna
ábendingu hjá Helga Hjörvar að
þingmenn sjálfstæðismanna ættu að
upplýsa borgarfullrúa flokksins.
Komið hefði í ljós að borgarfulltrú-
ar R-listans hefðu ekki vitað um
málið og því væri augljóst að hér
hefði borgarstjóri einn staðið að
verki. Borgarspítali var reistur fyr-
ir fé Reykvíkinga, en á nú að selja
hann fyrir lítið. Við teljum fljót-
fæmislega farið af stað.
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði
merkilegt að vera á borgarstjórnar-
fundi þar sem kynnt væri utan dag-
skrár eins og smámál að SHR væri
að skipta um eigendur. Það sem
liggi í augum uppi sé að menn hafi
gefist upp í þessum rekstri og það
án þess að borgarfulltrúar R-listans
viti um málið og með svo stuttum
fyrirfara um gildistöku sem raun
beri vitni. Þótt vinnubrögð vegna
sameiningar Rafmagnsveitu og
Hitaveitu hafi ekki verið til fyrir-
myndar væru þau hátíð miðað við
þetta, að borgarstjóri skuli hafa
kynnt sameiningu á fundi með
starfsmönnum SHR sama morgun
og samningurinn lægi fyrir. Ætla
hefði mátt að stjórn SHR hefði fjall-
að um tillögur til að mæta rekstrar-
vanda en ljóst væri nú að hér væri
uppgjöf á ferðinni eins og við aðra
þætti í stjóm borgarinnar.
Helgi Hjörvar sagði minnihlutann
ekki hafa neinar tillögur fram að
færa í neinum málum og stefna hans
væri aðallega sú að vera á móti.
Hann sagði samninginn byggðan á
þeim drögum sem borgarlögmaður,
Jón G. Tómasson, hefði unnið í borg-
arstjóratíð Davíðs Oddssonar og því
hefði Reykjavíkurlistinn ekki átt
von á öðru en samstöðu um málið.
Sagði hann málinu ekki hafa verið
haldið leyndu fyrir borgarfulltrúum
Reykjavíkurlistans.
Borgarstjóri sagði eðlilegt að
þessi umræða hefði vaknað og sér
fyndist undarlegt að málið hefði
komið mönnum í opna skjöldu, þessi
hugmynd hefði svo lengi verið til
umfjöllunar. Hún sagði gagnrýni
ekki með öllu óréttmæta, en á fundi
sl. mánudag hefði verið ákveðið að
hefja lokatörn og hún kynnt málið