Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
*?
MINNINGAR
SIGURÐUR
EYJÓLFSSON
+ Sigurður Eyj-
ólfsson fæddist í
Björgvin á Stokks-
eyri 16. janúar
1906. Hann andað-
ist á Landakotsspít-
ala 9. desember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskirkju 17.
desember.
Sigurður hóf
kennsluferil sinn 23 ára
gamall, komandi beint
úr Kennai-askólanum, í
fæðingarbyggð sinni, Stokkseyi’i, og
kenndi þar í tvo vetur. Par var gró-
inn skóli og hinn ungi kennari naut
handleiðslu skólastjóra. Eftir náms-
dvöl í Svíþjóð einn vetur, varð hann
fyrsti skólastjóri bamaskólans við
Ölfusá, sem einmitt þetta haust,
1933, var breytt úr farskóla í fastan
skóla. Starfið hóf hann þar á árbakk-
anum í ársgömlu húsi, sem er stofm
.inn að leikhúsi bæjarins sem nú er. I
áratug var hann eini fasti kennarinn
' við skólann, þar var enginn greinar-
munur gerður á kennara og skóla-
stjóra. Byggðin hafði einn lækni,
"* einn prest og einn kennara. Þegai-
Leifur Eyjólfsson bættist við haustið
1943 þótti mörgum undarlegt hvem-
ig tveir kennarar ættu að kenna
bömunum, mætti kannski búast við
tveim prestum? Nú era kennarar á
Selfossi mun fleiri en
allir íbúar staðarins
vora þegar Sigurður
tók þar til kennslu. Alla
skólastjóratíð hans
fjölgaði án afláts skóla-
húsum og kennurum í
takt við barnamergðina
og síaukna skólagöngu.
Því var langt í frá að
embættið væri rólegt
eða þægilegt, mjög
mæddi á skólastjóra,
bæði íyrir steinsteypu
sakir og sálusorgunar.
Nú til dags væri talað
um streitu, en aldrei
heyrði ég reyndar það orð úr Sigurð-
ar munni. Allt fórst honum vel úr
hendi, hann naut vinsælda og trausts
bæði bama og foreldra. Hann hafði
24 nemendur í skólanum fyrsta árið,
en 1961, þegar nemendur hans vora
orðnir nálægt 400, fann hann að nóg
var komið á þessum vettvangi og átti
til að bera nægt vit og framsýni til
umskipta. Hann fluttist suður og
starfaði síðan hjá landsstjóm
menntamála í höfuðstaðnum, fyrst
sem fulltrúi fræðslumálastjóra til
1973 og svo í menntamálaráðuneyti
allt til 1979, eða vel fram yfir venju-
legan starfsaldur embættismanna.
Þar reyndist sem fyrr, að það sem
hann tók til, lafði ekki laust.,
Þegar kempa af þessu tagi kveð-
ur og fær hvíldina, rifjast enn upp
fyrir okkur, sem fengum að njóta
manndómsára hans, að tíminn flýg-
ur sem kólfi væri skotið, sem betur
fer, því að lífið ætlast ekki til kyrr-
stöðu. Mér finnst ég vera aftur barn
og Sigurður að taka mig upp í Is-
landssögu eða landafræði. Mikið
þótti okkur til þess koma á hversu
marga þeirra staða sem fjallað var
um hann hafði komið, heima og er-
lendis. Hann vissi gjörla, að þjálfun-
ar var þörf ef leikni skyldi ná, samt
var honum lagið að skapa umræðu
og stagla ekki. Þessi fyrsti gluggi
barnsins til umheimsins, sem skól-
inn var, þeir Sigurður og Leifur, ut-
an við hinn sjálfhverfa heim fjöl-
skyldunnar, skilur vissulega eftir
sig óafmáanleg spor í sálinni. En
það var ekki bara á fræðilegu sviði
að Sigurður efldi okkur, hinn sið-
ferðilegi þáttur, borinn af hjarta-
hlýju hans og umhyggju í garð
bamanna, stóð hvergi að baki. Það
verður reyndar að segjast eins og er,
að á þeim áram var ég ekki alltaf
ánægður með siðferðilega umhyggju
Sigurðar. Iðulega var það, þegar ég
var að hefna fyrir heimsins ranglæti,
knúinn beinum, heitum og skipulags-
lausum tilfinningum bemskunnar,
með því að lúskra skólasystkinum
mínum, átti hann það til að blanda
sér í Jaann refsidóm og skakka leik-
inn. Eg kunni honum þá hina megn-
ustu óþökk fyrir, en vissulega hugsa
ég öðravísi um þau mál nú og er feg-
inn að hann fékk að ráða. Nú er
kominn tími til að þakka fyrir sig.
Blessuð sé minning Sigurðar Eyj-
ólfssonar, samúð tjái ég Unni og
börnunum öllum.
Þór Vigfússon.
KJARTAN
MAGNÚSSON
+ Kjartan Magnússon fæddist
í Ólafsvík 15. júlí 1917.
Hann lést í Landakotsspítala 3.
desember síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Fossvogs-
kirkju 11. desember.
Elskulegur afi okkar, Kjartan
Magnússon, er dáinn og langar okk-
ur að minnast hans í nokkrum orð-
um. Hann var þessi maður sem öll-
um líkaði vel við og börn sóttu í og
var það án efa vegna þess hversu
gefandi og blíður hann var.
Hann var mikill jólamaður og tók
fullan þátt í undirbúningi þeirra.
Eru okkur þá sérstaklega minnis-
stæðar þær stundir þegar hann
dundaði sér tímunum saman við að
gera fallegar jólaski’eytingar í kjall-
aranum, ásamt því þegar við sung-
um jólalögin í árlegu jólaboði þeirra
ömmu og bar þá ávallt fallega söng-
rödd hans hæst. Hann undi sér vel á
jólunum og verður því einmanalegt
án hans um þessi og komandi jól.
Nú er afi farinn frá okkur, en við
vitum að honum líður vel, laus við
sjúkdóma og erfiða heilsu. Far þú í
friði, elsku afi.
Elsku amma, pabbi og aðrir fjöl-
skyldumeðlimir, megi guð og góðar
minningar styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Gagnkvæm ást afabarns og afans er fjársjóð-
ur.
Hinn unga fysir á haf út en sá gamli leitar
lendingar.
Leiðir þeirra skarast og hvor hvetur annan.
Þeir auðgast af handabandi og hlátri.
Þeir lifa um eilífð í hjarta hvor annars.
(Höf. ók.)
Andrea og Elísa Magnúsdætur.
Formáli
minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingai' um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.
RASAUGLVSINGAR
atviimnu-
AUGLÝ5INGAR
Tungumálakennara
vantar
Tungumálakennara vantar frá 1. janúar 1999
að Grunnskólanum Tálknafirði vegna barns-
eignarfrís.
Grunnskólinn á Tálknafirði er lítill skóli með
um 65 nemendur. Tálknafjörður er stór-
skemmtilegt sveitarfélag. Sérstaklega Ijúft
veður. Húsnæði í boði og flutningsstyrkur.
Upplýsingar gefur Björk Gunnarsdóttir, skóla-
stjóri, í síma 456 2537 og Björn Óli Hauksson,
sveitarstjóri, í síma 456 2539.
TILK YWNIMGAR
Tillaga að deiliskipulagi
fyrir Skriðufell í Þjórsárdal
— Heimasvæði og tjald- og hjólhýsasvædi
Með vísan til 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst
' tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta Skriðufells-
jarðar í Þjórsárdal, Gnúpverjahreppi.
Um er að ræða tillögu að:
1. Hjólhýsasvæði í Nesskógi og við Einbúa og
Miðás í landi Skriðufells og tjaldsvæði á
Sandártungu. Auk þess framtíðarsvæði fyrir
jaðarmiðstöð hálendis og framtíðartjald-
svæði í landi Skriðufells.
2. Heimasvæði Skriðufellsjarðar.
Uppdráttur og greinargerð mun liggja frammi
á hreppsskrifstofu Gnúpverjahrepps, félags-
heimilinu Árnesi, frá og með 18. desember
1998 til 15. janúar 1999.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera
skriflegarog berast oddvita Gnúpverjahrepps
eigi síðar en 29. janúar 1999.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna
innan tiltekins frests, teljast samþykkir henni.
Oddviti Gnúpverjahrepps.
Auglýsendur athugið
skilafrest!
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-,
rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast
í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12
á föstudag.
auglýsingadeild
sími 569 1111
símbréf 569 1110
netfang: augl@mbl.is
Lumene
snyrtivörukynning í Reykjavíkurapóteki
í dag kl. 14.00-18.00.
20% kynningarafsláttur.
Lumene snyrtivörur.
Til viðskiptavina
Iðntæknistofnunar
Lokað verður vegna jólaleyfa frá og með
23. desembertil áramóta.
Gleðileg jól.
Handverksmarkaður
Handverksmarkaður verður á Garðatorgi
laugardaginn 19. desemberfrá kl. 10 — 18.
Milli 60 og 70 aðilar sýna og selja muni sína.
Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu.
HÚSNÆÐI ÓSKA5T
íbúð með húsgögnum
óskast til leigu fyrir traust og gott fyrirtæki í
12 — 14 mánuði, frá janúar nk.
Ársalir ehf., fasteignamiðlun,
Lágmúla 5,108 Reykjavík,
sími 533 4200.
ATVINNUHÚSNÆBI
Skrifstofuhúsnæði
150—250 fm óskast til leigu fyrir opinbera stofn
un miðsvæðis í borginni, með aðgengi fyrir
fatlaða og má gjarnan vera laust sem fyrst.
Ársalir ehf., fasteignamiðlun,
sími 533 4200.
KENNSLA
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla
Brautskráning nemenda
Nemendur verða brautskráðir frá skólanum
laugardaginn 19. desember og hefst athöfnin
kl. 14.00 í Langholtskirkju.
Velunnarar skólans eru velkomnir.
Skólameistari.
FUNDIR/ MANNFAGNAOUR
Kópavogsbúar
— opið hús
Opið hús er á hverjum laugardegi
milli kl. 10 og 12 í Hamraborg 1,3.
hæð. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
fulltrúi sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi, verður í opnu húsi laugardaginn
19. desember. Állir bæjarbúar eru velkomnir.
Heitt kaffi á könnunni.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
Til leigu Hverfisgata 14
nýuppgert, um 400 fm skrifstofuhúsnæði, auk
100 fm bakhúss. Bílastæði fylgja. Leigutími
frá 1. febrúar 1999.
Upplýsingar í síma 896 5430, Rafn Einarsson.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉIAC
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferð 20. des.
kl. 10.30 Gönguferð á Ker-
hólakamb Es]u um vetrarsól-
stöður.
Áramótaferðin í Þórsmörk
30/12-2/1.
Nú er hver að verða síðastur að
taka miða í þessa einstöku ferð.
Góð gisting í Skagfjörðsskála.