Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 41

Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 41 LISTIR GUÐNÝ Kristmanns. Án titils. SIGURÐUR Vilhjálmsson: Morgunflug. skjóta sig í fótinn. Hvarvetna sem slíkai- framkvæmdir líta dagsins Ijós úti í heimi er tala innsendra verka margfóld á við það sem með góðu móti er hægt að taka inn, jafnvel hundraðfóld. Menn virðast þar skiln- ingsríkari, áhugasamari og kjarkaðri en afkomendur víkinganna í norðri. Eða kannski halda menn að sér hönd- unum fyrir einhverja hræðslu og þegnskyldu við hvíslara og baktjalda- menn sem einir vita hvað er helst á döfinni í heimslistinni, telja sér skylt að lúta föðurlegri forsjá þeirra, marka sér þai’ tóftir til garða. Segja má að framkvæmdin sé rétt í burðarliðnum og nokkuð erfitt um vik vegna þess að hún er ekki á höfuðborgarsvæðinu, en hins vegar telst það takmörkuð fé- lagshyggja og svik við heildina að vera hér ekki með á nótunum og styðja við bakið á heilbrigðri þróun með almennari þátttöku. Sýningin í ár er þó mun frísklegri en í fyrra, þótt gjarnan hefðu ýmsir þungaviktarmenn á öllum aldri mátt vera með, en ekki mæli ég með því að farið verði að leita sérstaklega til slíkra, eins og gert var er sýnt þótti að fyrri framkvæmd væri í andar- slitrunum. Sem raunar var einnig gert fyrir áðurnefnt blómatímabil, en skrifari tók með öllu fyrir er hann var í fyrirsvari nefndarinnar í tvö ár, enda andstætt meginmarkmiði slíkra samsýninga. Framkvæmdin er þannig greini- lega á uppleið þótt betur megi ef duga skal, áberandi er að hinir grón- ari listamenn setja helst svip á sýn- inguna, svo sem Guðmundur Ar- mann, sem kemur nokkuð á óvart með sínu stóra og fínt útfærða mál- verki „Jökulrót" og Helga Magnús- dóttir, þó frá henni hafi komið sterk- ari verk. Einnig ber hér að nefna Kristin G. Jóhannson, þótt hann sé einungis með eitt meðalstórt verk, sem er misráðið. Greinilegt er að hinir óþekktari sækja á brattann og vil ég hér helst nefna Sigurð Vil- hjálmsson, Guðnýu Ki-istmanns, Ólöfu Kjaran og Sigurð Magnússon. Þetta fólk vill eitthvað, því liggur sitthvað á hjarta, leitar ekki ódýrra lausna með þegnskyldu við alþjóð- lega strauma, viðeigandi eftirgerð- um og línudansi. Til umhugsunar er hve útlendingurinn Alan James sker sig úr í þessum hópi og hve gi'eini- lega má kenna fjai’lægan hugsunar- hátt í útfærslu verka hans. Þá má sjá einstaka góða takta hjá fleirum, en í heild er þetta naumast nógu sterk sýning í ljósi þess hve marga ágæta myndlistarmenn við eigum nú um stundir. Meta skal og lofa frumkvæði Listaskálans, og mikilsvert væri ef fleiri slík sérhönnuð hús risu upp í hinum landsfjórðungunum með áherslu á sjónlistir í vistlegu og menningarlegu umhverfi. Væri þá lag að hver og einn hefði haustsýn- ingu með sínu sniði, fjölbreytnin er fyrir öllu. Væri í anda þróuninnar um alla Evrópu síðustu áratugi, ekki síst á hinum Norðurlöndunum. Loks skal enn einu sinni vísað til þeirrar skyldu að rækta hugvitið og lífs- mögnin á tímum múghyggju, er hörg og hof rísa hvarvetna til heiðurs hand- og fótmennt, sem skal þó eng- an veginn lastað. Upp skal kjöl klífa... Bragi Asgeirsson Operan Amal í Neskirkju ÓPERAN Amal og næturgestirnir eftir Menotti, verður sýnd á morg- un, laugardag, kl. 17 og sunnudag 20. desember kl. 20.30. Þetta eru síðustu sýningar, en ópei'an var frumsýnd sl. laugardag. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Kammerkór Kópavogs, nemendur úr Listdansskóla Islands og ein- söngvarar standa standa að sýning- unni. Leikstjóri er Randver Þor- láksson, hljómsveitarstjóri er Ingv- ar Jónasson og danshöfundur Astrós Gunnarsdóttir. Hlutverki Amals skipta þeir Hjalti Magnússon og Rúrik Fannar Jónsson á milli sín. Hlutverk móðurinnar er í höndum Huldu Guðrúnar Geirsdóttur. Vitr- ingarna þrjá leika Skaiphéðinn Þór Hjartarson, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson. Skóveininn leikur Egill Gunnarsson. A undan óperunni flytur Kór Neskirkju, ásamt hljómsveit, lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Einnig er fluttur Jólakonsert Corellis og hefur verið saminn dans við hann sem dansarar úr Listdansskóla Is- lands sýna. Forsala aðgöngumiða er í Ey- mundsson í Austurstræti. Einnig verða miðar seldir við innganginn. Klapparstíg 44. sími 562 3614 Nvkontiö ekta enskt «» (iolematts simtep Stjörnuspá á Netinu <|> mbUs -ALLTy\f= GITTH\SA£) /MÝTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.