Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Héraðsdómur Reykjavíkur
Almenna verkfræði
stofan greiði MS-fé
laginu bætur
Otrúlegt hvað landinn
hefur þvælst víða
ALMENNU verkfræðistofunni hf.
hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur
verið gert að greiða MS-félagi Is-
lands 493 þúsund króna skaðabætur
vegna galla í hönnun loftræstikerfís
sem stofan hannaði.
Málavextir voru þeir að málsaðilar
gerðu með sér samning árið 1992 um
að Almenna verkfræðistofan léti
MS-félaginu í té verkfræðilega ráð-
gjöf vegna byggingar dagvistar-
heimilis fyrir MS-sjúklinga, sem
byggja átti að Sléttuvegi 5 í Reykja-
vík. Meðal verkefna verkfræðistof-
unnar voru hönnun hitalagna og loft-
ræstikerfís, gerð verklýsinga og út-
boðslýsingar og umsjón og eftirlit
með framkvæmdum. Taldi MS-félag-
ið í dómsstefnu að á loftræstikerfinu
hefðu m.a. verið gallar sem einkum
fólust í óviðunandi loftræstingu í
hvíldarherbergi sjúklinga, að ekki
væri hægt að opna glugga vegna
hvins og dragsúgs og að loftræsting í
eldhúsi virkaði ekki sem skyldi.
Brást að vissu leyti
ráðgjafarstarfí sínu
I niðurstöðum héraðsdóms segir
m.a. að stefndi hafí að vissu leyti
brugðist ráðgjafarstarfí sínu varðandi
loftræstibúnaðinn. Komið hafi ber-
lega í ljós í matsgerðum dómkvadds
matsmanns að loftræstikerfíð full-
nægi ekki þeim tilgangi, sem að var
stefnt. Dómurinn telur að hönnun
kerfisins sé í grundvallaratriðum svo
ábótavant, að úr því hefði ekki orðið
bætt nema að litlu leyti á þann hátt
sem stefndi, Almenna verkfræðistof-
an, bar fyrir sig og hefðu aðgerðir
engu að síður þurft að koma til.
ERLEND smámynt hefur safn-
ast grimmt hjá Landsbanka Is-
lands undanfarnar vikur en
bankinn tók að sér að taka á
móti henni frá fólki og koma
henni í verð. Umhyggja, samtök
til styrktar foreldrum lang-
veikra barna, fær að njóta af-
rakstursins en móttöku myntar-
innar verður hætt á þrettánd-
anum, 6. janúar.
Þorsteinn Þorsteinsson, hjá
markaðssviði Landsbankans,
sagðist ekki vita gjörla hversu
mikil mynt hefði borist, enn
hefði ekki unnist tími til annars
en flokka myntina, næsta skref
væri að telja og koma henni í
verð. „Þetta er mynt frá nánast
öllum löndum sem ég hef heyrt
um og það er ótrúlegt hvað
landinn hefur þvælst víða,“
sagði Þorsteinn og taldi að alls
hefði safnast um hálft tonn.
Tekið er á móti erlendu mynt-
inni í öllum 65 útibúum bank-
ans.
Til þessa hefur fólk ekki get-
að komið erlendri mynt í verð
hérlendis, orðið að geyma hana
sjálf til næstu utanlandsferðar
og segir Þorsteinn þetta aðeins
tímabundið átak til stuðnings
áðurnefndum samtökum. Hann
sagði mikla vinnu í því fólgna
að taka á móti myntinni, flokka
hana og telja, allt yrði það að
gerast í höndunum þar sem vél-
ar til þess væru ekki fyrir
hendi. Þegar söfnuninni lýkur
verður Ieitað til erlendra sam-
starfsbanka um að kaupa mynt-
ina og Þorsteinn sagði einnig
hugsanlegt, að myntsöfnunim
verði gert kleift að bjóða í mynt
sem gæti haft söfnunargildi og
því verið mun verðmeiri en það
sem fengist í beinum skiptum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MIKIÐ verk er að flokka erlendu myntina en næsta skref verður að telja. Á myndinni eru frá vinstri Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, Sæunn
Siguijónsdóttir, Unnur Sigurðardóttir og Ólafur Einarsson.
Formaður stjórnar
Kirkjugarða
Reykjavíkurpró-
fastsdæma
Dómurinn
breytir
engu varð-
andiráðn-
inguna
JÓHANNES Pálmason, for-
maður stjórnar Kirkjugarða
Reykj avíkurprófastsdæma,
segist ekki geta séð að dómur
Hæstaréttar um að brotið hafi
verið gegn jafnréttislögum við
veitingu á stöðu forstjóra stofn-
unarinnar breyti neinu varð-
andi ráðninguna, enda hafí ekki
verið farið fram á að hún yrði
dæmd ógild. Jóhannes segist
líta svo á að máli þessu sé lokið,
en stjóm Kirkjugarðanna á eft-
ir að fjalla um dóminn og ræða
hann við lögfræðing sinn.
„Dómurinn kveður svo á um
að jafnréttislög hafí verið brot-
in, en það segir hins vegar ekki
í niðurstöðu dómsins að að-
gerðin hafí verið ólögmæt. Það
er einnig ljóst að það kom
aldrei nein krafa fram af hálfu
áfrýjanda í þessu tilviki um að
þessi ráðning yrði dæmd ógild.
Mín túlkun er sú að þessi dóm-
ur sem slíkur breyti ekki því að
ráðningin standi þó að þessi
lög séu brotin, en það er líka
athyglisvert að meirihluti dóm-
ara dómsins segir að ekki sé
ástæða til þess að dæma bæt-
ur. Hann viðurkennir að sú að-
ferð að kjósa á milli manna
brjóti ekki gegn lögum og seg-
ir að allsendis sé óvíst að þessi
einstaklingur hefði hlotið kosn-
ingu og af þeirri ástæðu eru
honum ekki dæmdar bætur. Þá
álykta ég sem svo að ef þessi
einstaklingur hefði verið í kjör-
inu þá hefði dómurinn talið að
jafnréttslög hefðu ekki verið
brotin," sagði Jóhannes.
Kærunefnd jafnréttismála
höfðaði málið gegn Kirkjugörð-
um Reykjavíkurprófastsdæma
fyrir hönd Ólínu Torfadóttur,
hjúkrunarforstjóra við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri,
en hún var meðal 33 umsækj-
enda um stöðu forstjóra
Kirkjugarðanna. Morgunblað-
inu tókst ekki að ná tali af
Ólínu til að fá viðbrögð hennar
við dómi Hæstaréttar.
Bitist um akstur nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands milli Hvolsvallar og Selfoss
Sérleyfíshafa gert að
hætta samkeppni
um skólaakstur
SAMKEPPNISRÁÐ telur að akst-
ur Austurleiðar með nemendur
Fjölbrautaskóla Suðurlands á milli
Hvolsvallar og Selfoss, í samkeppni
við aðila sem fékk samning um akst-
urinn eftir útboð, sé misnotkun á
markaðsráðandi stöðu og beinir
ráðið þeim fyrirmælum til sérleyfís-
hafans að láta af samkeppnis-
hamlandi háttsemi sinni. Fram-
kvæmdastjóri Austurleiðar telur
úrskurðinn byggðan á röngum for-
sendum.
Austurleið hefur í 14 ár séð um
akstur nemenda Fjölbrautaskólans
á Selfossi. Eftir útboð síðastliðið
vor, sem Austurleið tók ásamt fleir-
um þátt í, samdi Ríkiskaup við ann-
an aðila, Berg Sveinbjömsson í
Lyngási, um aksturinn til þriggja
ára. Austurleið hefur sérleyfi á við-
komandi leið og þótt fyrirtækið
missti af samningnum við Ríkis-
kaup breytti það áætlun sinni á leið-
inni Hvolsvöllur-Selfoss þannig að
hún hentaði nemendum í Fjöl-
brautaskólanum. Það hafði þær af-
leiðingar að aðeins 8-9 nemendur
nýttu sér þjónustu Bergs en yfir 70
tóku sér far með Austurleið.
Bergur Sveinbjömsson kærði
háttsemi Austurleiðar til samkeppn-
isráðs sem nú hefur úrskurðað hon-
um í vil. í ákvörðunarorðum úr-
skurðarins segir að ráðið telji að sú
háttsemi Austurleiðar hf. að breyta
tímaáætlun í sérleyfisakstri með
þeim hætti sem gert var og með því
að bjóða umræddum nemendum
mun lægra verð fyrir aksturinn en
gjaldskrá fyrirtældsins segir til um
sé misnotkun á markaðsráðandi
stöðu. Fram kemur annars staðar í
úrskurðinum að nemendurnir fái
90% afslátt frá venjulegu fargjaldi á
þessari leið. I ákvörðunarorðunum
beinir ráðið þeim fyrirmælum til sér-
leyfíshafans, Austurleiðar, að láta af
framangreindri samkeppnishaml-
andi háttsemi sinni, akstri „sem
stundaður er í skjóli sérleyfis og
styrkja í formi endurgreiðslu á
þungaskatti".
Enginn þungaskattur
endurgreiddur
Framkvæmdastjóri Austurleiðar,
Ómar Óskarsson, segir að Austur-
leið hafí ákveðið að laga áætlun sína
að þörfum nemenda Fjölbrautaskól-
ans vegna þrýstings frá foreldrafé-
lögum, hreppsnefnd Hvolhrepps og
Héraðsnefnd Rangæinga, sem vildu
hafa eitthvað um það að segja
hverjir flyttu bömin. Vekur hann í
því sambandi athygli á því að sá
sem fékk samning um flutninginn
hefði ekki þau leyfi sem Austurleið
hefði þurft að afla sér.
Ómar gerir margvíslegar athuga-
semdir við úrskurðinn og segir
hann byggðan á misskilningi í
veigamiklum atriðum. Hann fullyrð-
ir meðal annars að það sé rangt að
Austurleið njóti styrkja við skóla-
aksturinn í formi endurgreiðslu á
þungaskatti. Fyrirtækið hafí aldrei
sótt um eða fengið slíka endur-
greiðslu vegna umræddra ferða eða
annars skólaaksturs. Það hafí verið
staðfest í öðru máli sem Samkeppn-
isstofnun fékk nýlega til meðferðar.
Þá fullyrðir Ómar að Bergur Svein-
bjömsson eigi samkvæmt forsend-
um útboðsins rétt á fullum greiðsl-
um fyrir aksturinn, hvort sem 8 eða
80 börn nýti sér þjónustuna og beri
því ekki skaða af samkeppninni.
Forsendur dómsins séu einnig
rangar að þessu leyti.
Ómar segist ekki hafa ákveðið
hvort hann muni hætta umræddum
akstri eða hvort málinu verði áfýjað.
Segist hann þurfa að athuga það
betur en telur þó nauðsynlegt að fá
sig hreinsaðan af því að fá endur-
greiddan þungaskatt með ólögmæt-
um hætti.
Bergur Sveinbjörnsson kveðst
ánægður með niðurstöðu sam-
keppnisráðs, hún sé í samræmi við
raunveruleikann. Allir þurfí að hlíta
niðurstöðum útboðs, hver sem nið-
urstaðan hefur orðið. Hann stað-
festir þau orð framkvæmdastjóra
Austurleiðar að Ríkiskaup beri
ábyrgð á því ef forsendur útboðsins
um fjölda nemenda standist ekki.
Hann segist ekki hafa gert kröfur á
Ríkiskaup enn sem komið er, ákveð-
ið hafí verið að bíða eftir niðurstöðu
samkeppnisráðs.