Morgunblaðið - 24.12.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 35
KVIKMYNDAHUSANNA
Stj örnu-
strákurinn
UR jólamynd Regnbogans, Stjörnustráknum eða „Starkid“.
JÓLAMYNDIR Regnbogans eru þrjár, gamanhasar-
myndin „Rush Hour“, ijölskyldumyndin Stjörnu-
strákurinn eða „Starkid" og loks mun Óvinur rík-
isins eða „The Enemy of the State“ með Will Smith
vera nýársmynd í Regnboganum.
Geimbúningur
Stjörnustrákur segir af tólf ára gömlum strák, sem Jos-
eph Mazello úr Júragarðinum leikur. Hann er skot-
inn í stelpu í skólanum sinum en er of feim-
inn til þess að tala við hana, á flótta undan strák-
um sem ætla að berja hann, faðir hans hefur eng-
an tíma fyrir hann og systir hans er óþolandi. Svo ger-
ist það einn daginn að loftsteinn feilur til jarð-
ar skammt frá heimili hans. I ljós kemur reynd-
ar að það er alls enginn loftsteinn heldur fyrir-
bæri sem kallast Cy og er einskonar sjálfstætt hugs-
andi geimbúningur er læsir sig um strákinn svo hann lok-
ast innan í honum. Því fylgja nokkrir kostir. I búningn-
um getur stráksi stokk-
ið tugi metra í loft upp og beygt stálbita og sjálfs-
traust hans eykst að nokkrum mun.
Ungur og efnilegur
Leikstjóri myndarinnar er Manny Coto en framleið-
andi er Jennie Lew Tugend, sem áður hefur unn-
ið m.a. við Frelsum Willy-myndirnar. „Við vild-
um helst af öllu fá Joseph í aðalhlutverk myndarinn-
ar,“ er haft eftir henni. „Þótt hann sé ungur að ár-
um er hann mjög efnilegur og fagmennskan er mik-
il, jafnvel svo að einstakt þykir í kvikmyndaheimin-
um hér vestra. Hann hafði tvö önnur kvikmyndatil-
boð að velja úr og við vorum svo hepp-
in að hann valdi að leika í myndinni okkar.“
Þótt hann sé ungur að árum hefur Joseph Mazello leik-
ið í nokkrum mjög áberandi myndum og stað-
ið sig með prýði. Hann lék í Júragarði Stevens Spiel-
bergs en eftir það hefur hann komið fram í mynd-
um á borð við „The River Wild“ með Meryl Streep, Þrem-
ur óskum með Patrick Swayze og Mary Eliza-
beth Mastranton-
io, „Shadowlands" þar sem hann lék á móti Anthony Hop-
kins og lagatryllinum Uns sekt er sönnuð með Harri-
son Ford. Svo þótt hann sé ekki nema 12 ára gam-
all er hann orðinn ansi sjóaður leikari.
„Handritið var fyndið," er haft eftir leikaran-
um unga, „og það var sorglegt líka og spenn-
andi, en fyrst og fremst skemmtilegt. Þegar ég hafði les-
ið það sagði ég við sjálfan mig: Þetta er mynd fyrir mig.“
Leikstjórinn Manny Coto skrifaði áður handrit-
ið að og leikstýrði hrollvekjunni „Dr. Giggles". Framleið-
andinn, Tugend, hefur verið lengur við kvikmynda-
gerð og lauk nýlega við þriðju myndina um háhyrning-
inn Willy.
einnig sýnd í Nýja bíói á Akureyri og Nýja bíói í Keflavík.
Hún verður frumsýnd 1. janúar nk. og heitir Óvinur ríkisins
eða „Enemy of the State“ og er með sumarmyndakónginum
Will Smith í aðalhlutverki, en aðrir leikarar með honum eru
Gene Hackman og Jon Voight. Leikstjóri er Tony Scott, en
framleiðandi sá afkastamikli Jen-y Bruckheimer („ConAir“,
„Armageddon").
Will Smith leikur lögfræðing sem bendlaður er við morð á
þingmanni og skyndilega er hann hvergi óhultur og fylgst er
með hverju hans fótspori, meðal annars í gegnum gervi-
hnetti. Lögfræðingurinn leitar ráða hjá gömlum njósnahundi
sem Hackman leikur og reynir að snúa vörn í sókn.
Disneyfyrirtækið fékk Smith til þess að leika í myndinni
nokkni áður en hann sló eftirminnilega í gegn í Mönnum í
svörtu og varð einn af dýrustu leikurum heimsins. „Disney
sparaði sér svolitla peninga á því,“ er haft eftir Bruckheimer.
Erfiðara var að fá Hackman til þess að leika í myndinni.
„Hann hélt að um gamanmynd væri að ræða fyrst
Smith fór með aðalhlutverkið,“ segir leikstjórinn
Scott. Þegar honum var gerð grein fyrir því að
myndin væri samsæristryllir sló hann til. Hand-
ritshöfundurinn David Marconi kynnti sér til hlítar
eftlrlitsaðferðir sem njósnastofnanir nota við
störf sín og mun vera hálf ragur við að tala í síma
síðan.
Það fór vel á með þeim Will Smith
og Gene Hackman við gerð
myndarinnar. Leikarinn ungi
kveið þvi að leika á móti hinum
; reynda Hackman, en eftir að fyrstu
i stóru senunni þeirra lauk varð
hann afslappaðri. „Þetta var
ágætt hjá þér,“ sagði Haekman
: við Smith. „Mér leið eins og ég
hefði hitt holu í höggi,“ sagði
Sr^iith síðar.
Aðrar myndir Sambíóanna yfir
hátíðarnar eru m.a. Hermaður með
Kurt Russell, gamanmyndin Ég kem
heim um jólin og Disneyteiknimyndin Mulan
sþm sýnd er bæði með íslensku og ensku tali.
ÚR norsku leikbrúðumyndinni
Álfhóli: Kappakstrinum mikla,
sem er jólamynd Stjörnubfós.
JÓLAMYNDIR Stjörnubíós eru þrjár. Fyrsta skal nefna
norsku leikbrúðumyndina Álfhól: Kappaksturinn mikla,
sem sýnd verður með íslensku tali og er einnig í Laugar-
ásbíói, þá „Rush Hour“, sem einnig er í Laugarásbíói og
Regnboganum og loks unglingahrollvekjan Sögusagnir eða
„Urban Legends“.
Álfhóll
Norska leikbrúðumyndin Álfhóll: Kappaksturinn mikli er
frá miðjum áttunda áratugnum eða 1975 og er endursýnd í
Stjörnubíói 22 árum eftir frumsýningu hennar á íslandi.
Myndin, sem heitir á frummálinu „Fláklypa: Grand Prix“, naut
gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og samkvæmt upplýsingum
frá kvikmyndahúsinu sáu hana ekki færri en 30.000 manns hér
á landi. Stjömubíó hefur látið talsetja myndina á íslensku svos-
em orðið er venjan með erlendar teikni- og brúðumyndir. Þeir
íslensku leikarar sem fara með helstu hlutverk eru: Sigurður
Skúlason, Örn Árnason, Erla Ruth Hai-ðardóttir, Þórhallur
Sigurðsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Björg Eyjólfsdótt-
ir, Gunnar Hansson og Sigurður Sigurjónsson. Leikstjóri tal-
setningarinnar er Jóhann Sigurðarson.
Álfhóll fjallar um reiðhjólaviðgerðar- og uppfinningamann-
inn Theodór Felgan sem býr í mikilli einangrun
lengst uppi í fjalli ásamt tveimur aðstoðarmönn-
um sínum, Loðvíki og Sæla. Rúdólf Smeðjan, sem
eitt sinn var í læri hjá Theodór, er nú einn fremsti
kappakstursmaður heimsins, kokhraustur vel,
enda kominn á hraðskreiðasta bíl heimssögunnar.
Theodór grunar að Rúdolf hafi stolið frá sér
einni uppfinningu sinni og reynist grunur hans
réttur. Áðstoðarmaðurinn Sæli fær afbragðs-
hugmynd. Hann fær olíufurstann Abdul Ben Dé
Skodanz til þess að styrkja Theodór til að
smíða aflmeiri kappakstursbfl en þann sem
Rúdolf ekur og til verður ofurbifreiðin, „II
tempo gigante". Framundan er síðan
æsispennandi kappakstur þar sem allt get-
ur gerst.
Fjögurra ára vinna
Álfhóll: Kappaksturinn mikli naut gríðarlegra
vinsælda í heimalandi sínu, Noregi, þegar hún
var frumsýnd á áttunda áratugnum; fyrstu sex
mánuðina sá hálf þjóðin myndina. Höfundur
hennar er Ivo Caprino og það tók hann og
listamennina sem með honum unnu fjögur ár
að ljúka myndinni. Handritið gerðu Caprino,
Kjell Aukrust, sem einnig sá um sviðsmyndir og
brúðugerð, Remo Caprino og Kjell Syversen.
Smíðuð var nákvæm eftirlíking kappakstursbíls
Theodórs í myndinni í fullri stærð og var hún notuð til þess að
kynna myndina erlendis en einnig var leikfangaútgáfa hennar
send á markað. Myndin var gerð að öllu leyti í Noregi og fór
víða um heim og vakti athygli.
Jólamyndin Sögusagnir er enn einn vitnisburður þess að
unglingahrollvekjur hafa gengið í endurnýjun lífdaga eftir
nokkurt hlé frá dögum Fredda kutakrumlu og kumpána, en
hún segir af hópi ungs fólks sem lendir í bragðvondu.
EDDIE Murphy í ganianmyndinni „Holy Man“.
STJORNUBIO
Alfhóll:
Kappakstur-
inn mikli