Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 37

Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 37 KRÓKUR skipstjóri (Gísli Rúnar Jónsson) kallar ekki allt ömmu sína, eða svo virðist. Hér hefur hann náð Hvergilendingum á sitt vald. hafa heilmikið fyrir því að koma mér í rétta gírinn fyrh- hlutverkið - og er engan veginn kominn alla leið ennþá,“ segir hann og grefur þar með undan kenningum þess efnis að fyrir hann sé þetta eins og að drekka vatn. Því fer líka víðsfjarri að Pétur Pan hafi verið draumahlutverk Friðriks. „Eg þekkti vitaskuld karakterinn. Gera það ekki allir? Hins vegar hafði ég ekki hugmynd um að þetta leikrit væri til - hafði ekki einu sinni séð teiknimyndina. Þegar ég þáði hlut- verkið hafði ég því í raun ekki hug- mynd um út í hvað ég var að fara.“ En Pétur Pan hefur komið Frið- riki í opna skjöldu. „Þetta er miklu meiri saga en ég gerði mér í hugar- lund og sannarlega meiri saga en teiknimyndin gefur til kynna. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að kynnast Pétri Pan.“ Friðrik sér því ekki eftir ferðalag- inu til Hvergilands, þó það hafi stað- ið öllu lengur en ráð var fyrir gert í upphafi. „Fyrirhugað var að frum- sýna verkið í haust, en vegna góðs gengis sýninga á Stóra sviðinu varð að fresta frumsýningunni til jóla. Það kemur sér alls ekki illa. Fyrir það fyrsta fengum við betri tíma til að velta verkinu fyrir okkur og svo hentar Pétur Pan bara svo vel sem jólasýning, þetta er sannkölluð fjöl- skyldusýning." En hvernig er þessi þjóðsagna- kennda vera, Pétur Pan, inn við beinið? „Kafteinn Krókur segir að hann sé hrokagikkur. Það held ég að sé ekki rétt. Hann sækir að vísu í hættur og ævintýri, en í mínum huga er hann bara lífsglaður drengur sem vill ekki verða fullorðinn. Hann er eiginlega „yfirhlaðið" barn með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.“ Skyldi Pétur Pan blunda í Friðriki Friðrikssyni? „Já, tvímælalaust. Hver vill ekki njóta þess að vera áhyggjulaus og leika sér alla daga? Fara sínu fram.“ Friðrik lauk námi frá Leiklistar- skóla Islands síðastliðið vor. Frumraun sína þreytti hann í Grea- se í Borgarleikhúsinu og í haust lék hann í Ofanljósum eftir David Hare í sama húsi. Hann velkist hins vegar ekki í vafa um að Pétur Pan sé stærsta hlutverk hans til þessa. „Auðvitað eru öll hlutverk stór í þeim skilningi að maður sparar sig ekki, leikur ekkert minna, þótt hlut- verkið sé lítið. Pétur Pan er aftur á móti titilhlutverk, viðveran á svið- inu er mikil og mikið mæðir á mér. Það hlýtur því að teljast mitt stærsta hlutverk fram að þessu.“ Ungir leikarar eru áberandi í Borgarleikhúsinu um þessar mund- ir. „Leikfélag Reykjavíkur hefur verið að opna dyi'nar fyi-ir ungu fólki, sem er mjög ánægjulegt" segir Friðrik. „Raunar eru mögu- leikarnir mun fleiri nú en oft áður, Þjóðleikhúsið bætir alltaf við sig ungum leikurum annað veifið, auk þess sem atvinnuleikhúsunum er stöðugt að fjölga. Þá er alltaf hugs- anlegt að gera hluti upp á eigin spýtur. Leiklistarflóran hefur bætt við sig blómum.“ Kvíðir ekki framtíðinni Friðrik kvíðir því ekki framtíð- inni. „Eg á mér þann draum, eins og Pétur Pan, að halda áfram að leika (mér) og fara aldrei í skóla, nema kannski í tölvunarfræði í Háskólan- um - en aðeins ef allt bregst!“ Aðrir leikendur í Pétri Pan eru Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem leikur Vöndu, Bjai-tur Kai-lsson leikur Jón bróður hennar og Arnmundur Bjömsson og Hjalti Rúnar Jónsson skipta með sér hlutverki hins bróður- ins, Mikka. Inga María Valdimars- dóttir er þeman Lísa og indíáninn Tígi-islilja og Tinna Agústsdóttir bregðui- sér í gervi hundsins Nönnu. Sigi'ún Edda Bjömsdóttir fer með hlutverk mömmunnar og indíána- mömmunnar og Gísli Rúnar Jónsson leikur pabbann og Krók skipstjóra. Aðrh- sjóræningai- em leiknir af Ara Matthíassyni, Ama Pétri Guðjóns- syni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Ellerti A. Ingimundarsyni, Guðjóni Karls- syni, Daníel Traustasyni, Sigursteini Stefánssyni og Oddnýju Arnarsdótt- m-. Með hlutverk týndu strákanna í Hvergilandi fara Jón Magnús Arn- arsson, Finnur Guðmundsson, Atli Már Steinarsson, Steindór Grétar Jónsson, Jónmundur Grétarsson, Sigurður Vignir Jóhannsson, Oddur Örnólfsson, Júlía Aradóttir, Einar Óskarsson, Sara Nassim og Freydís Kristófersdóttir. Þá kemur fjöldi dansara fram í sýningunni. NINA Beseka lék Pétur Pan í fyrstu uppfærslu verksins í London og í mörg ár eftir það. fljúga og tekur þau með sér til Hvergilands þar sem Wendy býðst að verða mamma Týndu drengj- anna en hætturnar liggja í leyni því sjóræninginn Krókur kafteinn situr um að ná drengjunum á sitt vald. tír hófi frumlegt Barrie var þegar hér var komið sögu orðinn einn þekktasti leikríta- höfundurinn í London en þurfti samt á öllum sannfæringarkrafti sínum að halda til að fá leikritið um Pétur Pan tekið til sýninga. Hvort tveggja var að á þeim tíma var hug- takið barnaleikrit nánast óþekkt, aðeins hefðbundnar jólasýningar gátu fallið undir þá skilgreiningu, en hitt kom einnig til að Pétur Pan var (og er) mjög tæknilega flókið leikrit og kostnaðarsamt í uppsetn- ingu. Einn helsti framleiðandi leik- sýninga í West End í Lundúnum á þeim tíma, Beerbohm Tree, hafnaði leikritinu þar sem hann taldi það vera „úr hófi frumlegt og óhæft til sviðsetningar.“ Annar framleið- andi, Charles Frohman, var djarfari og sviðsetti verkið og þurfti ekki að sjá eftir því, sýningin sló í gegn beggja vegna Atlants- hafsins í London og New York og alls staðar þar sem hún var sett upp næstu árin. Gagnrýnendur kepptust um að hæla Barrie fyrir afrekið; „Besta verk sem Barrie hefur skrifað. Barrie er fremstur núlifandi leikritahöfunda," sagði Max Beerbohm og aðrir tóku undir lofsönginn. Barrie hagnaðist gríð- arlega á leiksýningunni en nýtti sér einnig aðra möguleika til ágóða sem sagan fól í sér. Bókin Peter Pan in Kensington Gardens kom út 1906 og 1911 kom út bókin Peter Pan and Wendy en þar er sögu- þræði leikritsins fylgt nokkuð ná- kvæmlega og samtölin birt að mestu leyti. Þar er einnig viðbótar- kafli undir heitinu When Wendy Grew up og síðar kom í ljós að var samin upp úr leikriti sem Barrie hafði skrifað en kom ekki fyrir al- menningssjónir fyrr en að honum látnum. Sagan um Pétur Pan og Wendy varð ekki síður vinsæl en leikritið og seldist í gríðarlegum upplögum. Hún þótti firnavel skrif- uð og gagnrýnendur spáðu henni jafnvel lengri lífdögum en leikrit- inu. í dag, 80 árum síðar, hafa þær spár löngu ræst og má segja hvað Pétur Pan varðar hafi gagnrýnend- um ratast rétt orð á munn, jafn- rangt og þeir höfðu fyrir sér varð- andi önnur verk Barries. Sagan um Pétur Pan hefur náð þeim sessi að erfitt er að ímynda sér veröldina án hennar. Hún skipar í þeim skilningi bekk með sögunum um Róbínson Krúsó eftir Defoe, Gúllíver eftir Swift og Lísu í Undralandi eftir Caroll, allt skáldsögur í upphafi en erkisögur í framhaldinu. Óhætt er að fullyrða að leikritið um Pétur Pan hafi verið flutt árlega í London og/eða víðar í Bretlandi allar götur frá frumsýningu. Það vekur reynd- ar nokkra furðu að ekki skuli hafa verið ráðist í uppsetningu verksins hér á landi fyrr en nú og er það um- hugsunarefni að jafn greiðan að- gang og leikrit hins enskumælandi heims hafa átt upp á íslensk leik- svið þá hefur fremur verið horft til Skandinavíu eða meginlands Evr- ópu þegar kemur að barnaleikrit- unum. Tilfinningasamur og svartsýnn í Pétri Pan koma helstu höfund- areinkenni Barries fram þó með öðrum áherslum sé en í leikritum hans ætluðum fullorðnum. Barrie gaf ímyndunaraflinu gjarnan lausan tauminn, fantasían á innhlaup víðar en í Pétri Pan, leikrit hans eru róm- antísk, tilfinningasöm og svartsýn, seinni kynslóðir hafa hafnað þeim sem væmnum og tilgerðarlegum. The Admirable Crichton er hið eina þeirra sem enn er stöku sinnum leikið í Bretlandi; ágæt sósíalkó- medía, sem lýsir hugmyndum Barries um rótgróna stéttskiptingu og einnig vinsælum hugmyndum þess tíma um ofurmennið. Þær má að sjálfsögðu rekja aftur til Ni- etzsche og þaðan til Darwins. Crichton er bryti á heimili aðals- manns í London. A siglingu í Suður- höfum verður fjölskyldan skipreika á eyðieyju og þar tekur Crichton að sér stjórnina, eðlislægir foringja- hæfileikar hans koma í ljós þegar aðstæður byggjast ekki lengur á rótgrónum hefðum. Crichton og Mary elsta dóttir aðalsmannsins verða ástfangin á eyjunni en þegar þeim hefur öllum verið bjargað og eru aftur komin til Lundúna er sjálfgefið að ekkert verðm- úr sam- bandi þeirra. Crichton yfirgefur fjölskylduna af tillitssemi því hann skilur manna best að henni er ókleift að hafa hann í þjónustu sinni eftir að hafa öll verið honum undir- gefin á eyjunni góðu. Af öðnim verkum Barries sem öll nutu gríðarlegra vinsælda á sinni tíð má nefna Quality Street (1901), What Every Woman knows (1908), The Old Lady Shows her Medals, (1917), Dear Brutus (1917) og Mary Rose (1920) sem var hans síðasta leikrit sem náði verulegum vinsæld- um og var sýnt um 400 sinnum í Haymarket leikhúsinu í London. Mary Rose er saga um íramliðna konu sem eigrar um eyju í leit að syni sínum sem fór að heiman og snéri aldrei aftur. Hann snýr aftur og hittir fyrir svip móður sinnar. Gagnrýnendur þess tíma sögðu verkið vera „nær óbærilega dapur- legt.“ í Dear Brutus snýst sagan um eina af eftirlætishugmyndum Barries en þar spyr hann hvað myndi gerast ef hlutimir væru öðra- vísi. Fantasía og svartsýni haldast í hendur er segir frá hópi fólks sem fær annað tækifæri í lífinu og niður- staðan er sú að enginn vill í rauninni breyta neinu. Þegar á reynir kemur í Ijós að allir hefðu gert hið sama og hagað lífi sínu nákvæmlega eins þó aðrir möguleikar væru í boði. Lífseigastur allra Fáir myndu í dag taka undir orð Villiam Lyon Phelps frá 1920 er hann fullyrti að Barrie væri fremst- ur þriggja bestu leikskálda í Bret- landi. Hin tvö voru Georg Bernard Shaw og John Galsworthy. Phelps bætti um betur er hann sagði: „Framlag Barries til breskrar leik- ritunar er hið merkasta frá þvi Sher- idan (1751-1816) var uppi.“ Óvíst er að margir myndu taka undir þetta sjónarmið en þó er þess að gæta að fáir höfundar breskir frá þessum sama tíma hafa staðist tímans tönn svo vel sé. Auk Shaw og Galsworthy koma Pinero og Synge upp í hugann en Pétur Pan slær þó öllum þeirra verkum við hvað lífseigju og lýðhylli snertir. Þar hefur James Matthew Barrie óumdeilanlega vinninginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.