Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tímamótasamkomulag um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar IFJÁRLÖGUM ársins 1999 er gert ráð fyrir að verja 176,4 milljónum króna tíl Kvikmynda- sjóðs, sem er 40 milljónum hærri fjárhæð en sjóðurinn hafði tíl ráðstöf- unar á árinu sem nú er senn liðið. Samkvæmt samkomulaginu, sem vai- undimtað 19. nóvember sl., er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til Kvik- myndasjóðs hækki um 30 milijónir ár- ið 2000, 36 milljónir 2001 og 30 millj- ónh' árið 2002. Fjárveiting til sjóðsins verður því orðin 270 milljónir króna árið 2002 en frá og með þeim tíma er stefnt að því að árlega verði gerðar fimm leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd, með styrk sem nemur 40% af kostnaðaráætlun. Miðað er við 100 milljóna króna framleiðslukostnað að meðaltali á hverja mynd, þannig að heildarframlag til framleiðslustyrkja vegna fimm mynda verði allt að 200 milljónir króna árið 2002. Þær 70 milljónir sem eftir standa fara í að standa straum af öðrum verkefnum Kvikmyndasjóðs, sem styrkir einnig fleiri myndir, greiðir framlag í er- lenda kvikmyndasjóði, sinnir kynning- arstarfi og sér um Kvikmyndasafn Is- lands. Að auki felur samkomulagið í sér að komi til þess að Menningarsjóður út- varpsstöðva verði lagður niður, en um það liggur fyrir frumvarp á Alþingi, muni á næstu fjórum árum eftir það verða veitt fé úr ríkissjóði í sérstaka deild í Kvikmyndasjóði til þess að gera heimildarmyndir, stuttmyndir, hreyfimyndir o.fl., þannig að í lok tím- ans verði allt að 100 milljónir króna til ráðstöfunar á áii hverju i þessu skyni í Kvikmyndasjóði. „Með þessu samkomulagi má segja að kvikmyndalistin sé hafin til vegs og þýðing hennar í íslensku menningar- lífi viðurkennd. Hún hefur verið horn- reka á undanfórnum árum, enda ný listgrein og hefur í rauninni ekki feng- ið að njóta sín til jafns við aðrar list> greinar. Þarna er verið að viðurkenna þýðingu kvikmyndagerðarinnar sem hluta af íslenskri menningu og það er eitt af því sem við þurfum að gera til þess að halda úti íslenskunni sem sjálfstæðu tungumáli. Þrátt íyrir það gerist þetta ekki nema með því að fá til liðs við okkur fjölda erlendra aðila, þannig að þegar upp er staðið erum við sem þjóð líka að hagnast á þessu peningalega," segir Vilhjálmur Egils- son, formaður stjómar Kvikmynda- sjóðs. Vorum alls staðar að koma okkur út úr húsi Þorfinnur Ómarsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, segir sam- komulagið vera langstærsta skref sem stigið hafi verið af hálfu ríkisins íyrir kvikmyndagerð í landinu í 20 ár, eða frá stofnun sjóðsins. „Þá hófst kvik- myndavorið svokallaða, sem hefur nú staðið nokkuð lengi og menn voru orðnir hræddir um að það færi að Ljósmynd/Friðþjófiir Helgason ÁNÆGJAN með samkomulagið leyndi sér ekki í svip samningsaðila þegar þeir stilltu sér upp til myndatöku að lokinni undirritun í Ráðlierrabústaðnum. í sófanum sitja Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Björn Bjarnason menntamálaráðherra og að baki þeim standa Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, Hákon Már Oddsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Friðrik Þór Friðriksson, formaður Samtaka höfunda kvikmyndahandrita, Jón Þór Hannesson, formaður Framleiðendafélagsins, og Hrafn Gunn- laugsson, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Sumardagurinn fyrsti eftir langt kvikmyndavor hausta. En þvert á móti er nú útlit fyrir að dagsins 19. desember 1998 verði í framtíðinni minnst sem sumar- dagsins fyrsta í íslenskri kvikmynda- gerð,“ segir hann. Það er á mönnum að heyra að ekki hafi mátt seinna vera að gera myndar- legt átak í þessum málum, þar sem mjög ej-fitt hafi verið orðið að afla styrkja til íslenskrar kvikmyndagerð- ar erlendis, ekki síst vegna þess hve lítinn stuðning hafi verið að fá heima íyrir. Hrafn Gunnlaugsson, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, telur að þessi stóraukni stuðningur muni létta mjög róðurinn. „Yið vorum orðn- ir betlistafskariar í þessum sjóðum öllum og vorum alls staðar að koma okkur út úr húsi en þetta ætti að breyta því,“ segir hann. Undir þetta tekur Þorfinnur sem kveðst fullur tílhlökkunar að skýra stjómendum evi-ópska og norræna kvikmyndasjóðsins frá því uppbygg- ingarstarfi sem nú eigi að ráðast í. Hjá Norræna kvikmyndasjóðnum hafi ýmsum umsóknum héðan verið tekið Nýtt samkomulag menntamála- og fjármálaráðherra og samtaka kvikmynda- gerðarmanna um auk- inn stuðning við Kvik- myndasjóð er sagt gjörbreyta landslaginu í íslenskri kvikmynda- gerð. Margrét Sveinbjörnsdóttir kynnti sér hið nýja samkomulag og áhrif þess á kvikmynda- gerð í landinu. mjög neikvætt vegna þess hvemig málum var háttað hér. Boltinn hjá kvikmynda- gerðarmönnum Friðrik Þór Fi-iðiTksson, formaður Samtaka höfunda kvikmyndahandrita, er ekki í vafa um að hinar auknu fjár- veitíngai’ muni skjóta styrkum stoðum undir íslenska kvikmyndagerð. „Nú er boltinn bara hjá okkur - að gera góðar myndii’," segir hann, „ef við komum með fimm öflugai’ myndir á ári, þá held ég að það taki okkur ekki nema tvö til þrjú ár að búa til eitthvað sem verður tekið eftir á alþjóðlegum vettí vangi.“ „Nú vonar maður bara að Kvik- myndasjóður sjálfur hafi hugrekki til að veðja á handrit sem byggja á ís- lenskri l£fsreynslu,“ segir Hrafti, „mér finnst sjóðurinn hafa verið fullginn- keyptur fyrir að veðja á eiiendar glæpaformúlur." Friðrik Þór fagnar þvi að nú sé mótuð stefna til lengri tíma en áður hefur sést hér og telur að sú stefna og stuðningur muni tryggja áðm’ óþekkt starfsöryggi í greininni. Aðspurður um aðdraganda sam- komulagsins segir Þoifinnur að mikið starf hafi verið unnið í þá veim í mörg ár en það hafi orðið mun markvissara á síðustu missenim. I stað þess að ræða eingöngu tölur hafi menn sæst á að reyna að setja fram markmið sem allir væi-u sammála um. „Við fónim að skoða af alvöru hvað það er sem þarf tíl þess að hér sé starfandi kvikmynda- gerð sem metnaðarfull atvinnugrein. Það sem hefur verið eitt stærsta vandamáhð með opinberan stuðning hingað til er hversu lágt hlutfall af framleiðslukostnaði hefur komið frá ríkinu. Það hefur ekki verið nema rétt rúm 20% og mönnum hefur gengið mjög misjafnlega að afla þess sem eft> ir er og jafnvel verið komnir alveg út á hengiflugið. Þetta verðm- til þess að fyrh’tæki skuldsetja sig of mikið og ná ekki að halda samfellu í sínu starfi, heldur þurfa jafnvel að fara að sinna einhverju allt öðru til þess að borga upp tapið á kvikmyndum sínurn," segir hann. Bjöm Bjamason menntamálai’áð- hema telur það mikilvægasta við sam- komulagið að allir aðilar hafi nú fundið þann samnefnara sem leitað var að. „Jafnt og þétt höfum við nálgast markmiðið og síðan höfum við getað skilgreint það með þeim hætti sem við geram í þessu ágæta samkomulagi," segir hann og bendii’ á að það gefi líka færi á að huga að jiðram þáttum í kvikmyndamálum. „Eg lít á þetta sem lið í miklu víðtækai’i stefnu." „Það hafa verið gerðar úttektir á þvi að þessi iðnaður, sem er jafnframt menningarstarfsemi, feli i sér mikinn vaxtarbi’odd. Við eigum mikið af hæfu og menntuðu kvikmyndagerðarfólki og sannleikurinn er sá að það fjái- magn sem í þetta fer er góð fjárfestíng vegna þess að það skilar miklum mót- fi’amlögum frá útlöndum inn í þjóðfé- lagið. Þama er því verið að skapa heil- miklar tekjui’ í leiðinni fyrii- þá sem koma að þessari starfsemi og jafn- framt fyrir ríkið og þjóðarbúið," segir Geh’ H. Haarde fjármálaráðherra. „Ég hugsa að þessi samningur getí þýtt það sama fyrh’ kvikmyndalistina í landinu og stofnun Þjóðleikhúss þýddi á sinum tíma fyrir leikhúslistina. Þarna er sóknarfæri til þess að hverfa frá glöðum amatörisma yfir í atvinnu- mennsku. Það er ekki nokkur vafi að við erum alveg feiknai’lega þakklátir þeim Bimi Bjarnasyni og Geir Haarde fyrir þetta framtak. Auðvitað er þetta líka söguleg sátt innan kvikmynda- gerðarinnai’. Ég held að menn séu loksins famir að átta sig á þvi að þeir verða að fara að vinna eins og menn - við eram aðeins að komast upp úr sandkassanum," segir Hrafn og í sama streng tekur Þorfinnui’: „Það hefur of lengi ríkt ósætti innan kvikmynda- geirans en nú hefur tekist að slíðra sverðin og menn hafa sæst um aðalatí riðin.“ BÆKIJR IVáttúrufræðirit UNDUR VERALDAR Greinasafn um raunvísindi fyrir al- menning. Ritstjóri er Þorsteinn Vil- hjálmsson. 244 bls. Útgefandi er Heiinskringla. Verð kr. 3.980. Á ÚTMÁNUÐUM 1997 _ fluttu nokkrir kennarar í Háskóla Islands og aðrir, sem tengjast honum, erindi ætluð almenningi um furðuverk í náttúru og stærðfræði. Aðsókn fór fram úr björtustu vonum, og varð að endurtaka fyrirlesturinn um sólir og svarthol. Tilgangurinn var meðal annars að vekja og efla áhuga á greinunum með þvi að höfða til for- vitni og furðuverka og tengja vísindi við menningu. Nú eru fyrirlestrarnir komnir út á bók og ná því til enn fleiri en áður. Miklar og örar framfarir era í flest- um fræðigreinum og sífellt kemur fram ný vitneskja, sem oft og tíðum leiðir til breyttra viðhorfa. Þeir, sem lifa og hrærast í heimi fræðanna, fylgjast grannt með framvindu mála og eru því kjömir til þess að miðla al- menningi af þekkingu sinni. Margt af efninu, sem segir frá í bókinni, hefur reyndar komið áður fyrir augu al- mennings, ýmist í formi frétta eða Sólir og sápulöður timaritsgreina, en hér eru því gerð fyllri skil og í víðara samhengi. Þeir, sem hér halda á penna, eru sérfræðingar í sinni grein, og tekst þeim því ágæta vel að koma efn- inu til skila. Því miður vill það brenna við, að of margir fást við að þýða og endursegja hin ýmsu fræði, sem þeir eru ekki of vel heima í. Því er ekki til að dreifa hér. Undirtitill bókarinnar - Greinasafn mn raun- vísindi fyrir almenning - er nafn með réttu (að vísu hefði »handa al- menningi« verið eðlilegra), því að skil- merkilega er sagt frá í öllum greinum. Gunnlaugur Björnsson segir frá sól- um og svartholum og sýnir okkur ein- stæðar myndir, sem meðal annars voru teknar með Hubblessjónaukan- um, sem fór á braut um jörðu 1990. Sigurður Steinþórsson ræðir um Surtseyjargosið og allan þann lær- dóm, sem af því var dreginn, þar á meðal um stapakenningu Guðmundar Kjartanssonar. Mörg spendýr hafa lagað sig að veðráttu á norður- slóðum og fjallar grein ■Páls Hersteinssonar um ýmislegt í fari dýranna, sem gerir þeim lífið þar bærilegt. Sjón og sjón- hverfingar heitir grein Þorsteins J. Halldórs- sonar og er um sýndar- veruleika og sjónskynj- un. Kolefni er til í mý- mörgum samböndum og nú er það þekkt í sér- stakri mynd, sem nefn- ist knattkol og fannst fyrst 1986 og segir frá því í grein Más Björg- vinssonar. Kristján Leósson skrifar greinina Frá rafeindum til rökrása og fjallar um tölvutækni og framtíðar- horfur á því sviði. Hjálmtýr Haf- steinsson skýrir út hvernig leit að texta fer fram í tölvum, og að lokum fjallar Reynir Axelsson um hvernig lögun á sápukúlum hefur orðið stærð- fræðingum að yrkisefni. Auk þessara átta fyrirlestra skrifar ritstjóri bókarinnar, Þorsteinn Vil- hjálmsson, greinina Vísindi við alda- mót, þó að tvö ár séu eftir til árs 2001, og enn getur mikið gerzt á þeim vett- vangi. Fjallað er um vísindi í víðu samhengi við hversdagsvitund, fram- andleika vísinda og framtíðina. Hug- takið »vísindi« er notað í rúmri merk- ingu, svo að nú eru öll fræði nánast orðin að vísindum. í huga höfundar pistils þessa er á þessu tvennu nokk- ur munur. Til dæmis getur grasa- fræðingur unnið hið merkasta starf við að greina plöntur eftir flórubók og skrá útbreiðslu þeiraa til mikils gagns án þess að um einhver sérstök vísindi sé að ræða. En sá skilningur er á undanhaldi, því að nú á ekki lengur að kenna líffræði og efnafræði í skólum landsins, heldur skulu þau heita lífVís- indi og efnavísindi. Vonandi getur orðið framhald á svipuðum fyrirlestrum, því að af nógu er að taka úr heimi fræðanna. Reynslan sýnir, að hinar fáu bækur, sem komið hafa út af veralega vönd- uðu efni á sviði raunvísinda, hafa orð- ið langlífari en flestar aðrar. Minna má á, að fyrir röskum fimmtíu árum tóku sautján dugmiklir einstaklingar sig til og þýddu um sjö tugi greina Þorsteinn Vilhjálmsson eftir þekkta fræðimenn undir forystu Björns Franzsonar, og gáfu út á bók undir sama nafni og ritið, sem hér er til umfjöllunar. Bókin nýtur enn mik- illa vinsælda og er löngu orðin sígilt verk, sem margir nemendur sækja fróðleik í. Af þeim sökum undrast maður nafn ritsins og hefði verið hyggilegt að velja því annað heiti. Umbrot, frágangur og prentun eru vel af hendi leyst; prentvillur eru fá- ar. Málfar er yfirleitt skýrt og vand- að; ritstjórinn hefði þó mátt gera harðari hríð að nokkrum köflum. Að- eins fáein dæmi skulu nefnd. Betur fer á að tala um hita í andrúmslofti en hitastig; ef koltvíoxíð er haft á einum stað er eðlilegi’a að segja koleinoxíð á öðrum fremur en kolmónoxíð; þá hef- ur beyging sagnarinnai’ »umlykja« bögglast fyi-ir stærðfræðingnum, því að lýsingarháttur þátíðar er umluktur en ekki umlukinn. Ljósmyndir og teikningar era prýðisgóðar, en vel hefði mátt nota hinar ofurbreiðu spássíur undir fleiri myndir. Þá hefði verið skemmtilegra að semja sjálf- stæða myndatexta í stað þess að taka þá orðrétta upp úr meginmáli eins og víða er gert. Að lokum þetta. Undur veraldar er mjög eiguleg bók, vönduð að efni og útliti og það er mikill fengur í henni fyrir alla þá, sem vilja fylgjast með í heimi fræða og vísinda. Ágúst H. Bjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.