Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 43
WWfc solmc
CJolaljoó
íj'ci : J)íl/C$ 0jdi£civ. Qft i t/aJlqdwl -
/ „/■ ,i ■ • r ^0 M iqqs-
Mq : Mii ihwifírHiMSSMv
jf jxL ‘ju$ os3 /nnM-íyu gl/l Iflun ei/ct—U'r-n&rí' i-.
éi^jfcjb i j£É 4í jj-. Jj-,
=— n {<irrAp>t>
— > w.-1- , ■ -r 1 —i T= -f 4
i t—1 r > -i= r i -
t y & *- ■& ^ i j- .j :£ soí, eem Jinnivfc? u -fjo6 h'fíujlii' i: T M- , í/w/'ító SOH-O'T'
# J’ - t-.i =t=\ d, í 'S' i Jti' > 11 i* i—fi
P f* is Ijos 1,1. J y , /l-Ps-ins k'taPhfj tteidinn seF-X,
© Canadian Space Agency/ISE 98
Grímsvötnum liófst 18. desember, en þessi mynd er tekin daginn áður.
ÞESSI mynd er tekin á þriðja degi goss-
ins, 20. desember.
MIKIL bráðnun hefur átt sér stað við
gíginn en myndin er tekin 22. desember.
Gervitunglamyndir sýna vel breytingar á jöklinum
Mikil bráðnun
í Grímsvötnum
GERVITUNGLAMYNDIR sem teknar hafa
verið af Grímsvötnum í Vatnajökli síðustu
daga sýna að miklar breytingar hafa átt sér
stað á yfirborði jökulsins. Myndimar sýna
mikla bráðnun í Grímsvötnun í grennd við
eldgosið
Síðustu þrjú ár hefur alþjóðlegur vísinda-
hópur undir forystu dr. Ulrich Miinzer, jarð-
fræðings við Háskólann í Miinchen, fylgst
með landbreytingum á Suðurlandi með aðstoð
gervitunglamynda. Tveir gervihnettir frá
Evrópsku geimrannsóknarstofnuninni (ESA)
sem heita ERS-1 og ERS-2 hafa tekið myndir
af íslandi með reglulegu millibili. Hópurinn
hefur einnig verið í samstarfi við Kanadísku
geimrannsóknarstofnunina (CSA) sem á
gervihnöttinn RADARSAT. Beitt er nýrri
tækni sem m.a. gerir vísindamönnum kleift að
taka myndir óháð skýjafari. Gerðar eru hæð-
armælingar með aðferð sem kölluð er Inter-
ferometri og er nákvæmni þeirra svo mikil að
ekki skeikar nema 2,5 sentimetrum.
Áhugi erlendra vísindamanna beinist að Is-
landi vegna þess að óvíða í heiminum eiga sér
stað jafnmiklar náttúrulegai’ breytingar á
landi. Miklar breytingar eiga sér stað á jöklum,
árfarvegum og mikið er um jarðsig og landris.
Gervihnettirnir tóku myndir af gosinu í
Vatnajökli í október 1996 og sýna þær vel
hversu gífurlega miklar breytingar urðu á yf-
h’borði jökulsins meðan gosið stóð yfir og eins
eftir að því lauk. Gervihnattarmyndir sem
teknar voru 1. október, daginn fyrir gosið,
sýna að breytingar voru að eiga sér stað undir
jöklinum. Það er mat vísindamanna að mynd-
irnar gefi mikilvægar vísbendingar um hvem-
ig hægt verður að spá um náttúruhamfarir í
framtíðinni með því að nota gervihnetti við
umhverfisvöktun.
Ágúst Guðmundsson landmælingamaður
hefur verið í samstarfi við Miinzer fyrir hönd
íslands. Hann sagði að þetta samstarf hefði
mikið gildi fýrir vísindarannsóknir hér á landi.
Þarna væri hægt að fá miklar upplýsingar á
ódýran hátt um þær landbreytingar sem
stöðugt ættu sér stað á íslandi. Kosturinn við
þessar gervitunglamyndir væri ekki síst að
hægt væri taka þær óháð veðri. Kostir þessa
hefðu komið vel í ljós í gosinu í Gjálp 1996, en
þá hamlaði veður þvi að hægt væri að fylgjast
með gosinu daglega úr flugvél. Ágúst sagðist
telja að íslenskir vísindamenn mættu vera
duglegri að nýta sér þær upplýsingar sem afl-
að er með þessum gervitunglamyndunum.
Strax og Munzer frétti af gosinu í Grím-
svötnum gerði hann ráðstafanir til að fá
myndir af því, en venjulega tekur nokkra
daga að vinna úr gögnunum. Það er dr.
Helmut Rott, prófessor við Háskólann í Inns-
bruck, sem sá um að vinna úr gögnunum.