Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 47

Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 47 MINNINGAR ARI JÓSEFS- SON + Ari Jósefsson var fæddur á Hlíðarenda í Glæsibæjar- hreppi í Eyjafirði hinn 27. júní 1913. Hann lést 12. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Arbæjarkirkju 18. des- ember. Mig langar til að kveðja hann elskulega afa minn með fáeinum orð- um. Hann afi Ari var yndislegur maður sem vildi öllum vel. Heim- sóknir í æsku til afa og ömmu í Hraunbæinn eru mér ógleymanlegar stundir. En nú er afi sofnaður svefn- inum langa. Afi lifði tímanna tvenna og okkur unga fólkinu fannst margt ótrúlegt, að hann hefði búið í torfbæ með moldargólfi, verið vinnumaðui’ á Korpúlfsstöðum, og fjósameistari skammt frá Langholtsveginum. Við vitum að í sveitinni átti hann erfiða æsku, ólst ekki upp í foreldrahúsum og fór eflaust á mis við margt það sem elska og ástúð foreldranna ein getur veitt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum afa betur þegar ég var komin til vits og þroska. En hluta af námsárum mín- um bjuggum við saman í Hraunbæn- um. Þar komst ég að því hve ótrú- lega ljúfur og nægjusamur maður hann var og án efa verðugur fulltrúi genginnar kynslóðar sem upplifað hafði miklar breytingar. Það er sterkt í minningunni að það var sama hvort á boðstólum var nýtísku matur eins og hamborgari, pítsa, eða pasta, þessi 85 ára gamli öðlingur var til í að smakka án allrar vandlæt- ingar á með ungu kynslóðinni. Oftar en ekki áttum við ánægjulegar sam- ræður um það sem efst var á baugi í þjóðmálunum, og þar var öllum frjálst að hafa eigin skoðanir. Ég minnist þess líka hvað það gladdi þig afi, þegar við fórum saman í ökuferð í sumar til þess að skoða nýju byggð- ina í Grafarvoginum og líta á fomar slóðir á Korpúlfsstöðum. Við minn- umst þess einnig með ánægju þegar þú komst glaðbeittur í brúðkaupið okkar í sumar og lést ekki „pestiná', eins þú kallaðir sjúkdóminn sem þú þurftir að takast á við síðustu árin, hefta fór þína. En nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum þig með söknuði en huggum okkur við að þið amma Sigga sameinist nú á ný hin- um megin. Guð blessi minningu þína, hvíldu í friði. Þórunn Erla og Karl Rúnar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blómabiidi m Cap^3sk< om v/ Possvo0ski>‘UjiAga»‘ð Sími. 554 0500 ^ CJCJL J. XXX XXXXXXXXXJ ^ Erfisdrykkjur H h H H H H H P E R L A N Sími 562 0200 !irxi IIITTIT TTTTTT Ólöf Pétursdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ragnhildur Paus, Marta María Friðriksdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Trine Paus, Friðrik Pálsson, Ólafur Hannibalsson, Jan Paus, Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, Marta Ólafsdóttir, Petter Paus. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og iangamma, LAUFEY ÁSBJÖRNSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 9. desember á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13.30 Steinunn Bjartmarsdóttir, Birgir Axelsson, Einar Gunnar Birgisson, Bjartmar Birgisson, Ásta Björk Sveinsdóttir, Axel Valur Birgisson, Berglind Kristinsdóttir og barnabarnabörn. + Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JAKOB JÓNSSON frá Litla-Langadal, Skúlagötu 40a, Reykjavík, verður jarðsunginn í Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. desember kl. 15.00. Þorleifur Jónsson, Sigurfljóð Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Siggeir Björnsson, Guðmundur Jónsson, Guðríður F. Guðjónsdóttir, Jón Jónsson, Ingunn Jónsdóttir og systkinabörn. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sóiarhrings sem er. Útfararstofa (slands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, eínsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Likbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiðí. Legstein. Flutning á kistu ut á land eða utan af landí. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, utfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sím'i 581 3300 - allan sólarhringinn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL B. JÓNSSON, Bólstaðarhlíð 42, Reykjavík, lést á Landspítalanum 17. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. desember kl. 10.30. Erna Karlsdóttir, Bjarni Jónsson, Jón Stefán Karlsson, Hafdís Ólafsdóttir, Marteinn Karlsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Birgir Karlsson, Halldóra Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EINARSSON, sem lést laugardaginn 19. desemberá Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13.30. Lovísa Jónsdóttir, Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon, Rafn Stefánsson, Guðlaug E. Guðbergsdóttir, barnabörn og langafabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÓNSSON skipstjóri, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, mánudaginn 21. desember. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30. Svanhildur Björgvinsdóttir, Kristjana Vigdis Björgvinsdóttir, Birnir Jónsson, Dagmar Lovísa Björgvinsdóttir, Tómas Sæmundsson, Heiðrún Björgvinsdóttir, Stefán Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS ÞORKELSSON frá Nýjabæ í Meðallandi, lést á hjúkrunarheimilinu á Klausturhólum miðvikudaginn 23. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Þórhildur Elíasdóttir, Konráð Ingi Torfason, Inga Elíasdóttir, Gunnar Jóhannsson, Eyþór Eiíasson, Eygló Sigurvinsdóttir, Árni Jón Elíasson, Lára Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ÁSTA FJELDSTED, Jökulgrunni 3, Reykjavík, andaðist á heimili sinu miðvikudaginn 23. desember. Sigríður Sveinsdóttir, Margrét Price, Sveinn Sveinsson, Sighvatur Sveinsson, Ingvar Sveinsson. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR, Bogahlíð 15, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 17. des- ember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. desember kl. 10.30. Þorvarður Guðlaugsson, Guðrún Gisladóttir og barnabörn. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.