Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ár aldraðra
Jenna Jensdóttir
s
„I hjarta geta
byrgðir eldar
brunnið“
Kynngi lífsins er ótrúiega mikil ef að er gáð. Hún er yfirleitt
til staðar í öldruðum einnig ef heilsan leyfir. Það er slung-
inn þáttur í vitundinni að hægt er að skara í eld, sem virð-
ist kulnaður og horfa á logann verða til á ný, ef helgi jól-
anna nær tökum á huganum og tilhlökkun sprettur upp eins og
gróður á vori.
Séra Sigurður Grétar segir okkur um gleði jólanna í ljósi kærleik-
ans:
„JOLIN, jólin. Aðeins þetta eina orð, og andlit okkar ljóma af
fögnuði. Jólin og minningarnar, björtustu og hreinustu, fegurstu
minningai-nar svífa fram í vitund okkar.
Við hugsum til jólanna frá því fyrsta er við vorum börn. Feimin og
brosandi, eins og lítil, ijósvængjuð englaböm. Minningarnar um
margra daga tilhlökkun. Daga sem eru umvafðir heillandi ævintýra-
ljóma.
Jólin varpa ljóma ævintýrsins jafnvel yfir hversdagslegustu hluti
og atburði dagsins. Jólin gera lífið að óskaheimi barnanna og ævin-
týri eldra fólksins. Öll höfum við
þá lund til þess að ganga inn í
dýrð jólanna, eignast frið og
fógnuð þeirra.
Já, kæru vinir, þetta þekkjum
við flestöll. En við skulum hafa
hugfast að það eru margir, sem
kvíða jólunum. Umhverfis okkur
er hark og háreysti, glaumur og
kliður. Öllu slíku íylgja þær
áhyggjur að undirbúa sig, útvega sér og bæta við sig að þörfu og
óþörfu, þar til jólahátíðin sjálf hverfur fyrir veraldaramstrinu.
I þessu sambandi er okkur nauðsynlegt að rifja enn upp fagnaðar-
borðskap jólanna, til þess að við fáum notið þeirrar birtu, þeirrar
huggunar og þess friðar í hjarta sem okkur er svo nauðsynlegt að
öðlast á hverri jólatíð og alla daga lífs okkar. Á jólunum fógnum við
og bjóðum velkominn jólagestinn, hinn himneska gest.
Hann ber með sér ljósið eilífa, kærleikann sem slær birtu yfir allt
og alla og gerir hjörtu mannanna að helgidómi, allra þeirra sem leyfa
jötubami jólanna að taka sér þar bústað. Kærleikurinn er frá Guði
kominn segir í einu bréfa Nýja testamentsins. Það er kærleikurinn
sem byggir upp og það er kærleikurinn sem fellur aldrei úr gildi seg-
ir Páll postuli. Enginn getur lifað án kærleika sama hvort er lítið
barn eða aidraður einstaklingur. Leggjum oldair fram á jólahátíðinni
til þess eins að finna frið, elsku og von því það er svo gott að geta
fundið gleðina sem felst í því að deila reynslu okkar með öðrum.
En hvað er kærleikur? I fyrsta Jóhannesarbréfi 4. kafla segir
„Guð er kærleikur". Ekkert okkar getur verið án hans. Aldraðir
þekkja vel birtu og anda jólahátíðarinnar og geta auðgað líf okkar
og gert það skærara að birtu og blessun. Þegar kærleikurinn er
annarsvegar þá er ekkert kynslóðabil til. Þetta er kjarninn í boð-
skap jólanna, gefum hvert öðru það besta sem í okkur býr.
Jólabarnið stendur við dyr þínar, lesandi góður, hver sem þú ert
og hvar sem þú ert, og segir: „Friður sé með yður.“ Hann þráir að
bera frið sinn, boðskap jólanna: frið á jörðu, inn á hvert heimili og
inn í hjarta þitt. Megi birta jólanna fylgja þér alla ókomna daga og
umvefja þig kærleika Guðs.
Gleðileg jól.
Undir þetta má taka af heilum hug og bera fram þá jólaósk besta
að við gleymum aldrei að við erum öll saman í vegferðinni og okkur
ber að styðja hvert annað.
Gleðileg jól 1998.
Þegar kærleikurinn er
annarsvegar þá er ekk- •
ert kynslóðabil til.
Þetta er kjarninn í boð-
skap jólanna, gefum
hvert öðru það besta
sem í okkur býr.
-/elinet
Laugavegi 4, sími 551 4473.
slim-line'
dömubuxur frá
gardeur
Qhmtv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Blóöbankínn óskar öllum blóðgjöfum
og velunnurum sínum gleöilegra
jóla og góös komandi árs meö þökk
fyrir hjálpina á liönum árum
Á Starfsfólk Blóöbankans w
- yefdu meh hfdSBBpt
Rétta aðferðin?
í GREINUNUM „Rétt vinnu-
brögð?“ og „Rétta svarið?" var
greint frá umræðum meðal lög-
manna um hlutverk dómstóla og
kenningu réttarheim-
spekingsins Ronalds
Dworkins var stutt-
lega lýst, vegna þess
að hún hefur blandast
inn í þá umræðu. í
þessari grein hyggst
undirritaður lýsa nið-
urstöðu sinni, en hún
er í stuttu máli sú, að í
þingræðis- og lýðræð-
isríki á borð við okkar
komi ekld til greina,
að litið verði svo á, að
dómstólar hafí sjálf-
stætt lagasetningar-
vald. Þeir hljóti að
starfa á grundvelli
skráðra eða óskráðra
réttarreglna. Undir vissum kring-
umstæðum verði að gera þá kröfu
til dómarans að finna regluna og
koma orðum að henni, en dómari
hafi ekld heimild eða vald til að
búa til nýja réttarreglu. Fyrst
dómstólum sé ekld skilyrðislaust
játað slíkt vald í ríkjum, sem búa
við langa og ríka hefð er lýtur að
miklu sjálfstæði dómstóla, þá fái
slíkt enn síður staðist í réttarkerfi
þar sem dómstólar gegna ekld
pólitísku hlutverld á þann hátt,
sem t.d. bandarísldr dómstólar
gera. Kenning um sjálfstæðar
valdheimildir dómstóla til að skapa
þjóðafélaginu nýjar réttarreglur
fær trauðla samrýmist þeirri meg-
inreglu, sem fram kemur í 61. gr.
stjórnarskrárinnar, en þar segir:
„Dómendur skulu í embættisverk-
um sínum fara einungis eftir lög-
unum.“ Hér er átt við lögin í víð-
tækum sldlningi, þ.e.a.s. bæði
skráðar og óskráðar réttarreglur.
En hvernig eiga dómarar að fara
eftir lögunum ef þeir búa þau til?
Einn virtasti fræðimaður þjóð-
arinnar á sviði lögfræði, Sigurður
Líndal, virðist telja, að dómstólar
eigi að hafa vald til að búa til nýjar
réttarreglur. Segir í greininni
„Hlutur dómstóla í þróun réttar-
ins“ sem birtist í Tímariti lögfræð-
inga 1995, að dómsvaldið hafi
„nálgast lagasetningarvaldið hægt
og sígandi og orðið stöðugt virkari
sem valdhafi í þjóðfélaginu." Rök-
styður hann í greininni að dóm-
stólar hafi sjálfstæðar valdheimild-
ir til að skapa lög, þ.e.a.s. til að
setja þjóðfélaginu reglur. Undir-
ritaður getur ekld verið sammála
þeirri afstöðu ef í henni felst, að
dómstólar skapi nýjan rétt fremur
en að hlutverk þeirra sé að finna
réttu regluna, koma orðum að
henni og skýra hvers vegna hún á
við um það atvik, sem viðkomandi
mál snýst um.
Ronald Dworkin er
alls ekld einn um þá
skoðun, að hlutverk
dómara sé að finna
réttu niðurstöðuna í
erfiðum dómsmálum
og að þeir hafi ekld
lagasetningarvald í
þeim skilningi, að þeir
setji ný lög. Nefna má
til sögunnar aðra rétt-
arheimspeldnga, sem
þó kunna að vera
ósammála honum um
flest annað. Hér er um
nokkuð flókið málefni
að ræða og hugsan-
lega villfr það um fyrir
mönnum, að tala um
„réttu niðurstöðuna". Nær væri ef
til vill að tala um réttu nálgunina
eða réttu aðferðina í erfiðum mál-
um. Sú aðferð felst í því, að laga
aðstæður í tilteknu deilumáli að
þeirri meginreglu stjórnskipanar-
Einn virtasti fræðimað-
ur þjóðarinnar á sviði
lögfræði, Sigurður Lín-
dal, virðist telja, segir
Hreinn Loftsson, að
dómstólar eigi að hafa
vald til að búa til nýjar
réttarreglur.
innar, sem við getur átt undir sér-
stökum Jmngumstæðum. Virtur
enskur réttarheimspekingur, Mik-
hael Oakeshott, segir á einum stað
í riti sínu „On Human Conduct“,
að fráleitt sé að halda því fram, að
réttarregla sé ekki til staðar áður
en dómari kemst að niðurstöðu í
máli. Réttarreglur verði ekld til
þegar dómarar dæmi. Dómur feli á
hinn bóginn í sér niðurstöðu um
það, hvernig ákveðið tilvik falli að
ákveðnum réttarreglum, sem þeg-
ar voru til staðar þegar umdeild
atvik gerðust. Orðrétt segir Oa-
keshott um þetta efni í íslenskun
undirritaðs:
„Vafalaust eru reglur leiddar í
ljós undir rekstri dómsmála, en sú
hugmynd, að lög séu ekld til staðar
áður en kemur til kasta dómstóla,
og að dómarnir skapi lögin, er frá-
leit. Engu síður felur dómur í sér
niðurstöðu sem er ekld að finna í
lögum og getur ekld verið þar að
finna. Nefnilega mat á áður lýstri
hegðunarreglu í tilvild, sem elcki
var séð fyrir. Af þessu leiðir áð
meðferð mála fyrir dómi á að vera
viðurkennd sem aðferð, þar sem
merking laga er skýrð með þýð-
ingarmiklum, réttlátum, viðeig-
andi og varanlegum hætti. Með
þýðingarmiklum hætti þar sem
niðurstaðan er ekki gefin í lögum.
Með réttlátum hætti þar sem skýr-
ingin verður að hvíla á lögum. Með
viðeigandi hætti þar sem niður-
staðan verður að leysa sérstaka og
óvænta óvissu eða deilu um merk-
ingu laga og með varanlegum
hætti svo skýringin geti orðið hluti
af lagakerfinu, aðgengileg öllum til
frambúðar, ekki aðeins dómurum,
til lausnar í deilumálum eða óvissu
í framtíðinni...“.
Dómarinn finnur réttarregluna
og lýsfr hana upp í dómi sínum.
Hann kemur orðum að henni. Oa-
keshott leggur á það áherslu, að
dómstólar séu ekld stefnumark-
andi stofnanir á borð við stjórnir í
félögum, svo að dæmi sé teldð.
Þeir stai-fi á grundvelli lögfræði-
legrar aðferðafræði þar sem aðilar
máls tefla fram lögfræðilegum
rökum. Dómari kemst að niður-
stöðu á grundvelli lagasjónarmiða
um hvað sé rétt og rangt í viðkom-
andi tilviki út frá viðurkenndri lög-
fræðilegri aðferðarfræði. Hann er
ekld sáttasemjari og hann markar
eldd stefnu fyrir þjóðfélagið í
heild. Hann er gæslumaður réttar-
ins. Niðurstaða hans á ekld að
bera keim af málamiðlun, heldur á
hún að sýna hvor aðilinn hafði bet-
ur þegar mælt var á hlutlausum
mælikvarða réttarreglnanna. Aðil-
ar geta gefið sér forsendur. Dóm-
arinn verður að taka afstöðu til
þess hverjar séu staðreyndir máls-
ins og hverjar séu þær forsendur,
sem byggt verði á í viðkomandi
dómsmáli. Með réttri lögfræðilegri
aðferðafræði kemst hann síðan að
niðurstöðu sinni í dómsorðinu eftir
að hafa áður lýst forsendum sínum
og rökstuðningi.
Niðurstaða mín að öllu því
virtu, sem fram hefur komið í
þessari og fyrri tveimur greinum,
er þessi: Fremur en að tala um
„eina rétta niðurstöðu" ættu menn
að tala um hina réttu lögfræðilegu
aðferð. Dómarar starfa á grund-
velli laganna, en þá getur bæði
verið átt við skráðar og óskráðar
réttarreglur. En dómarar hafa
ekki vald til að búa til nýjar rétt-
arreglur. Þeir verði stundum að
finna þá reglu, sem á við í erfiðum
málum og koma orðum að henni,
en það er annað en að játa þeim
vald til að búa til nýja réttarreglu.
Ekki fái staðist samkvæmt grunn-
rökum stjórnkerfis okkar ef farið
yrði að líta svo á, að dómstólar
hefðu lagasetningarvald og að þeir
gætu ákveðið að vild sinni, hver
skuli vera niðurstaða erfiðra
dómsmála. Dómstólar eru ekki og
eiga ekki að vera pólitískar stofn-
anir á borð við Alþingi. Þar er
stefnan rædd og mörkuð í málefn-
um þjóðfélagsins. Telji menn að
lögin séu gölluð ættu menn frem-
ur að snúa sér að því að bæta
vinnubrögð þingmanna eða efla
skrifstofu Alþingis í þá veni að
bæta löggjafarstarfið, fremur en
að hvetja til þess að dómarar taki
valdið af þingmönnum. Dómarar
eru æviráðnir embættismenn og
hver á að veita þeim það lýðræðis-
lega aðhald og eftirlit, sem þing-
menn verða að sæta frá kjósend-
um sínum? Þá samrýmist slík
kenning naumast þeirri undir-
stöðu réttarríkisins, að lögin skuli
ekki virka aftur fyrir sig, því
hvernig eiga menn að þekkja lögin
ef þau verða fyrst til í hugar-
fylgsni dómarans?
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfræði fyrir þá sem leita.
Fæst í versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6
Námskeið og leshringar. Opnar umræður á hóppóstlista-rafpósti
Áhupamenn um Þróunarheimspeki
7 Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, fax 587 9777, sími 557 9763
W*
©588 55 30
cSce£>er(j Sfiorðarson,
íöcjyillur fasteignasafi.
OsÁum fandsmönnum
öffum cjfehifeyrajófa,
árs ojf friöar ocj
föÁfum oiósÁijiíin á
árinu sem er af) fföa.
Hreinn
Loftsson
Höfundur er hæsturéttarlögmaður.