Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 73
I DAG
Árnað heilla
O pTÁRA afmæli. Hinn
0027. desember nk.
verður áttatíu og fimm ára
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Hlíf II, ísafirði. Eiginmaður
hennar er Jóhannes Krist-
jánsson. Ingibjörg tekur á
móti gestum í Hlífarsalnum
á afmælisdaginn.
Q p'ÁRA afmæli. Hinn 27.
O Odesember nk. verður
áttatíu og fimm ára Berg-
þóra Baldvinsdóttir,
Grandavegi 47, Reykjavík.
Hún tekur á móti fjölskyldu
og vinum í sal á Grandavegi
47,10. hæð, milli kl. 16 og 19
á afmælisdaginn.
Q rvÁRA afmæli. í dag,
Ov24. desember, að-
fangadag, verður áttræð
Oddný Gestsdóttir,
Álfalandi 10, Reykjavík.
Hún er stödd í Stokkhólmi á
afmælisdaginn.
n,f\ÁRA afmæli. Hinn
I V/28. desember verð-
ur sjötug Guðbjörg Rósa
Guðjónsdóttir, Skúlagötu
40, Reykjavík. Hún tekur
á móti ættingjum og vin-
um í samkomusalnum á
Skúlagötu 40, milli kl.
17-20 á afmælisdaginn.
fy/AÁRA afmæli. Hinn 26.
I Lfdesember nk. verður
sjötug Erla Þórðardóttir,
Möðrufelli 9, Reykjavík.
Hún og eiginmaður hennar,
Richard Jónsson, verða að
heiman á afmælisdaginn.
rr/AÁRA afmæli. Hinn 27.
I v/desember nk. verður
sjötugur Einar S.M. Sveins-
son, Miðvangi 19, Hafnar-
firði. Hann og eiginkona
hans, Ingveldur Óskars-
dóttir, munu taka á móti
vinum og vandamönnum í
félagssal eldri borgara að
Reykjavíkm’vegi 50 milli kl.
16 og 19 á afmælisdaginn.
/?/\ÁRA afmæli. Hinn 26.
OUdesember n. verður
sextug Áshildur Harðar-
dóttir, Barðavogi 19,
Reykjavík. Hún tekur á
móti ættingjum og vinum á
heimili sínu sunnudaginn
27. desember í eftirmiðdag.
/» /\ÁRA afmæli. Hinn 26.
OvJdesember nk. verður
sextug Jónína Björg Ing-
ólfsdóttir, gjaldkeri, Borg-
arbraut 46, Borgarnesi.
Eiginmaður hennar er Ingi
Ingimundarson, aðalbók-
ari. Hún verður að heiman á
afmælisdaginn.
t /\ÁRA afmæli. Hinn 27.
ÖUdesember nk. verður
fimmtug Hafdís Jensdóttir,
ljósmóðir, Næfurási 4,
Reykjavík. Hún er stödd í
Bandaríkjunum.
ry/\ÁRA afmæli. Hinn 26. desember nk. verður sjötug
I UHjördís Georgsdóttir, formaður Kvenfélags Laugar-
nessafnaðar, Laugalæk 40, Reykjavík. Hún tekur á móti
gestum á afmælisdaginn í Safnaðarheimili Laugarneskirkju,
kl. 16-19.
K /\ÁRA afmæli. Hinn 26.
ÖUdesember nk. verður
fimmtug Gréta Berg Berg-
sveinsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og listakona,
Markholti 7, Mosfellsbæ.
Eiginmaður hennar er Stef-
án Kristjánsson. Hún tekur
á móti vinum og vanda-
mönnum á heimili sínu á af-
mælisdaginn.
SKAK
llnisjón Margeir
l'étnrssoii
Staðan kom upp á
Guðmundar Arason-
ar mótinu sem lauk í
Hafnarfirði í fyira-
kvöld. Arnar Gunn-
arsson (2.180) var
með hvítt, en Dan
Hansson (2.230)
hafði svart og átti
leik. Svartur er
skiptamun undir, en
á samt vinningsleið í
stöðunni:
35. - Rxf4!! 36. Ha5
(Eftir 36. Dxf4 -
Bxg2 vinnur svartur hrók-
inn til baka og verður
tveimur peðum yfir) 36. -
Bxg2 37. Dxf4 - Bxfl 38.
Kxfl - Dh3+ 39. Kgl - Bh6
og hvítur gafst upp.
SVARTUR leikur og vinnur
STJ ÖRNUSPA
eftir Frances llrake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
sækir í sviðsljósið en ert
samt öðrum þræði einfari.
Þessar a ndstæður geta
reynst þér erfíðar í sam-
skiptum við aðra.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þér finnst þú hafa verið að-
krepptur í nokkurn tíma og
langar til þess að varpa af
þér okinu. Gættu þess bara
að skaða ekki aðra í leiðinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er hægt að leiða öðrum
sannleikann fyrir sjónir án
þess að beita ofbeldi.
Treystu á ræðusnilld þína.
Tvíburar ^
(21.maí-20.júní) “AA
Nú verður þú að láta til skar-
ar skríða á grundvelli þeirr-
ar vitneskju sem þú býrð yf-
ir. Athugaðu samt hvert þitt
skref.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) *$fe
Þú þai-ft að hafa alla hluti á
hreinu áður en þú tekur
ákvörðun í veigamiklum mál-
um. Mundu að dramb er falli
næst.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér tekst ekki fremur en
öðrum að stöðva tímann.
Reyndu því að nýta hann til
skynsamlegra verka í stað
þess að sitja með hendur í
skauti.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) IÐU.
Það getur tekið tímann sinn
að vinna aðra á sitt band.
Vertu því þolinmóður þvi allt
gengur upp um síðir.
v°s m
(23. sept. - 22. október)
Það getur verið erfitt að sjá
gallana í eigin sköpunar-
verki. Leitaðu því álits ann-
arra og taktu það með í
reikninginn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú átt mjög auðvelt með að
leysa af hendi þau verkefni
sem þér eru falin. Notfærðu
þér þessa velgengni en
gættu hófs í hvívetna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) ffaO
Sannleikanum verður hver
sárreiðastur. Reyndu samt
að draga réttar ályktanir og
þá ertu á grænni grein.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það er nauðsynlegt að hafa
söguna á hreinu þegar menn
meta nútímann og reyna að
spá um framtíðina. Hafðu
þetta allt í huga.
Vatnsberi f .
(20. janúar -18. febrúar) CSl
Þú þarft á allri þinni einbeit-
ingu að halda til þess að geta
Ieyst persónulegt vandamál.
Gefðu þér til þess góðan
tíma.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú þarft að skipuleggja hlut-
ina betur svo þér takist að
sinna þeim verkefnum sem
þú þarft að inna af hendi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu
tagi eru ekki byggðar á
traustum grunni vísinda-
legra staðreynda.
SKIPTILINSUR
GLERAUGNABÚDIN
Mclmout Kivkllcr
Laugavegi 36
y
6IPAKKA
FRÁ KR. 3.000
Allir niðjar Mörtu og Jóhanns frd Gilbakka, Amarstapa og
niðjar Guðrúnar og Jóns Jrá Bjargi, sem og allir aðrir vinir og
vandamenn, mínar bestu óskir um gleðilegjól, gott ogfarsœlt
nýtt ár. Sérstakar kveðjur til allra barna minna, bamabarna
og barnabarnabarna.
Anna Sigrún Jóhannsdóttir
frá Viðvík, Hellissandi.
Kanarí-
sprengja
Heimsferða
4. janúar
kr. 39.932
Nú getur þú notað tækifærið og stokkið til
Kanaríeyja á hreint ótrúlegum kjörum eftir jól-
in. Við eigum nokkur sæti eftir í 4 vikur þann
4. janúar, þar sem þú getur notið hins frábæra
veðurfars og rómaðrar þjónustu Heimsferða
meðan á dvölinni stendur. Þú bókar hjá okkur
mánudaginn 28. desember og tryggir þér sæti
og greiðir ferðina. Á gamlársdag hringjum við í
þig og segjum þér hvar þú gistir meðan á dvöl-
inni stendur, en í öllum tilfellum er um góða
gistingu að ræða.
Verð kr.
39.932
M.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, 4 vik-
ur, 4. janúar.
Ferðir tll
Kanarí í
vetur
4. jan.
11. jan.
1. feb.
8. feb.
22. feb.
1. mars
15. mars
22. mars
29. mars
5. apríl
19. apríl
Verð kr.
49.960
M.v 2 fullorðna í íbúð, 4 vikur,
4. janúar.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • simi 562 4600 • www.heimsferdir.is