Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 13 FRÉTTIR Menntamálaráðherra á málþingi kaþólsku kirkjunnar fund Jóhannesar páfa í Vatíkaninu JÓHANNES Páll pálí II heilsar hér Birni Bjamasyni menntamál- aráðherra á málþingi kaþólsku kirkjunnar í Vatíkaninu í seinustu viku. bætist að Pólverjar, Tékkar og Ungverjar eru að ganga í Atlants- hafsbandalagið og aðrir vilja inn- göngu. Við viljum ekki lengur berj- ast gegn hver öðrum heldur í sam- einingu tryggja friðinn og koma í veg fyrir atburði eins og í gömlu Júgóslavíu. Pessi hugmynd um sameiginlegt öryggisferli er stór- kostleg þróun, sem ég er mjög hrif- inn af.“ I síðustu kosningum urðu valda- skipti í Þýskalandi. Kjósendur höfnuðu Helmut Kohl og SPD og græningjar mynduðu stjórn undir forustu Gerhards Sehröders. Scherf hefur stöðu sinnar vegna sem borgarstjóri eins af sambands- ríkjum Þýskalands tekið þátt í stjórnarmyndun og stefnumótun. Reynum ekki að dýpka skot- grafirnar „Eg er einn af sextán sambands- ríkjaleiðtogum og margar næturn- ar hef ég setið á fundum með þýsku stjórninni," sagði Scherf. „Það eru mikil samskipti og náin vegna þess að við erum sambands- ríki. Við tökum einnig þátt í ákvörðunum, sem varða allt landið og það mun vitanlega breytast nú þegar valdahlutföllin hafa breyst á þingi og jafnaðarmenn og græn- ingjar eru í stjórn. En það góða er að þótt rauð-græn samsteypu- stjórn sitji í Bonn er talið gott að stóru flokkarnir tveir stjórni sam- an í Bremen vegna þess að það sýnir að jafnaðarmenn geta einnig unnið með íhaldsmönnum, að við stundum ekki pólitík sundurlyndis, reynum ekki að dýpka skotgrafirn- ar heldur reisa brýr. Eg er því nauðsynlegur samstarfsfélagi stjórnarinnar í Bonn vegna sam- starfsins við kristilega demókrata." Hann sagði að fyrir þessar sakir yrði það síst verra ef sömu flokkar yrðu áfram við völd í Bremen eftir kosningarnar í júní á þessu ári. „Mér þætti það betra vegna þess að það væri merki um að við vær- um flokkur miðjunnar og hér í Þýskalandi á sér stað mikil barátta um miðjuna,“ sagði hann. „Spurn- ingin er hver ræður á miðjunni, Schröder vill hafa miðjuna fyrir sig, hina nýju miðju. Þar stend ég einnig þannig að við höfum sameig- inlega hagsmuni." Ný stjórn afleiðingin af því að hafna Kohl Hin nýja stjórn Þýskalands hef- ur átt örðugt uppdráttar. Boðaðar hafa verið skattahækkanir, sem síðan hafa verið dregnar til baka, og fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr misvísandi skilaboðum. Scherf sagði að menn yrðu að hafa hugfast að í síðustu kosningum hefði Kohl verið kosinn frá völdum. „Það má kalla það neikvæðan meirihluta," sagði hann. „Þetta voru mjög mikilvægar kosningar fyrir Þýskaland og fyrsta sinni hafa stjórnarskipti átt sér stað í kosningum í þýska sambands- lýðveldinu. Almenningur hafði fengið nóg af Kohl. Nú þurfa kjó- sendur hins vegar að átta sig á því að Schröder og Oskar Lafontaine eru við völd. Fólk hefur ef til vill ekki hugsað svo langt, en það er af- leiðingin af því að hafna Kohl. Þetta er eitt atriði. Annað er að margir hafa slíkar væntingar um að allt verði samstundis öðru vísi og betra að það gengur ekki. Nýja stjórnin verður að afla sér trausts hjá báðum þessum hópum og afla sér stuðnings og við þurfum að hafa fyrir því, en við vonum að þessi erfiða byrjun geti af sér góða stjórn." Rétt stefna en óheppileg aðferð Joschka Fischer utanríkis- ráðherra, sem kemur úr röðum græningja, hefur einnig verið gagnrýndur, nú síðast fyrir að lýsa yfir því að NATO ætti að láta af þeirri stefnu að til greina komi að verða fyrri til að beita kjarnorku- vopnum. Scherf sagði að þessi mál- flutningur Fischers væri óheppi- legur, ekki vegna þess að hann væri rangur, því hann væri sam- mála utanríkisráðherranum, held- ur vegna þess að hann hefði ekki gert greinarmun á því, sem hann þurfi að segja flokksins vegna ann- ars vegar og sem utanríkis- ráðherra hins vegar. „Eg er á móti því að vera fyrri til að beita kjarnorkuvopnum og tók þátt í mótmælum gegn þeirri stefnu," sagði hann. „En það er eitt. Hitt er að í embætti af þessu tagi verður að umgangast sam- starfsaðiiana með gát og varúð, það þarf að ræða hlutina og semja um þá, en ekki tilkynna slíka hluti á flokksfundi. Við viljum ekki nýja NATO-stefnu eða Evrópustefnu. Við viljum í samvinnu við aðra tryggja að þær umbætur, sem margir vilja, eigi sér stað. Við er- um umbótastjórn, sem aðeins nær árangri í samvinnu við sam- starfsaðilana, en ekki með því að fara gegn þeim. Þetta er aðeins hægt með því að beita sannfæring- arkrafti. Það þýðir ekki að ætla að þjösnast áfram.“ Scherf kvaðst vera þeirrar hyggju að í kosningunum fyrr á þessu ári hefðu Þjóðverjar verið að fylgja því eftir, sem þegar hefði gerst annars staðar í Evrópu. „Helmut Kohl var síðasti íhaids- leiðtoginn í Evrópu,“ sagði hann. „Breytingarnar áttu sér stað þegar John Major var hafnað á Bretlandi og Tony Blair vann stórsigur og þegar sósíalistar sigruðu í Frakk- landi þvert gegn því, sem allir bjuggust við. I Bandaríkjunum hafa allir búist við falli Clintons vegna mála hans, en það hefur ekki gengið eftir þótt hvert málið hafi rekið annað. Hann stendur traust- um fótum þrátt fyrir öll þessi hræðilegu mál, sem hefðu orðið öðrum að falli, og það er vegna þess að hann rekur snjalla efna- hags- og utanríkisstefnu." „Við erum meðal vina“ Hann sagði að stjómarskiptin í Þýskalandi féllu mjög vel að þessu mynstri. Schröder og Blair væru góðir vinir, Lafontaine, sem ráðið hefur ríkjum í Saarlandi er um tíma heyrði undir Frakkland, hefði gott samband við Frakkana og sæti hann á ríkisstjórnarfundi í París væri ógerningur að segja til um hvaða ráðherra væri Þjóðverjinn. Einnig væri gott samband við Bandaríkjamenn. „Við erum meðal vina,“ sagði hann. „Sambandið er nánara en flesta grunar. Nú þurfum við að sanna að þessi vinátta færi Evrópu eitthvað í sinn hlut. Nú líta allir til þess að Schröder tók forustu í Evr- ópusambandinu 1. janúar og auðvitað vona allir að hann geti nýtt það.“ Scherf kvaðst vera ánægður með árangur sinn í stjórnmálum. Hann væri nýorðinn sextugur og hefði ekki hug á að fá ráðherrastól í ríkis- stjórn Schröders. Sér væri efst í huga að sigra í næstu kosningum. Hann hefði tekið þátt í þýskri pólitík í rúmlega 30 ár. Á áttunda áratugnum hefði hann verið einn af fyigismönnum Willys Brandts. Á seglbáti frá íslandi til Bremen Scherf hefur aldrei komið til ís- lands, en úr því hyggst hann bæta á næsta ári. Þá ætlar hann að fljúga til landsins og sigla síðan í seglbáti, sem sigla á með skjaldar- merki borgarinnar yfir Atlants- hafið til Ameríku með viðkomu á íslandi, til baka til Bremen. „Ég mun sigla með vönum sigl- ingamönnum á úthafsseglbáti," sagði Scherf. „Þessi áhöfn hefur siglt víða. Nú er hún að sigla við Norður- og Suður-Ameríku. I ágúst á næsta ári kemur skútan til íslands. Ég mun fljúga til íslands með áhöfn, sem mun taka við stjórninni í Reykjavík. Síðan verð- ur siglt til Færeyja og þaðan til Bremerhaven. Ég vonast til þess að hafa nokkra daga á íslandi áður en lagt verður af stað til að ferðast um og kynnast íslendingum og sendiherra ykkar í Bonn hefur lof- að að sýna mér landið." Gekk á Páls II BJÖRN Bjamason menntamál- aráðherra gekk á fund Jóhannesar Páls páfa II hinn 14. janúar síðast- liðinn í Vatíkaninu í Róm, þegar páfi ávarpaði málþing sem fjallaði um Krist sem uppsprettu nýrrar menningar fyrir Evrópu á nýju árþúsundi. Málþingið var liður í undirhúniugi að ráðstefnu evr- ópskra biskupa, sem efnt verður til í haust, og stýrði Björn einum funda þess. I ferð sinni til Italíu undirritaði ráðherra jafnframt tvíhliða samn- ing um samskipti á sviði menning- ar, mennta og visinda við Itali. Pat- rizia Toia, öldungadeildarþingmað- ur og aðstoðarutanríkisráðherra, undirritaði samninginn af hálfu ítala. Uppspretta nýrrar menningar Að sögn Bjöms voru þátttakendur fjörutíu og sjö talsins á málþinginu, auk kardinála og presta, og komu flestir þeirra úr röðum fræðimanna á sviði guðfræði og heimspeki, auk listamanna, fjölmiðlamanna og stjórnmálamanna. „Tilgangur málþingsins var sá að kalla saman fulltrúa frá öllum Evrópulöndum, ölíkum menningar- og trúarheim- um, til að skilgreina stöðu Evrópu f menningarlegu tilliti við árþúsundaskiptin, undir þvi' leiðar- yósi að Kristur væri uppspretta nýrrar menningar í Evrópu á næstu öld. Tillögur okkar og umræða fer síðan fyrir þing kaþólskra biskupa í haust,“ segir Bjöm. „Það er Ijóst að kaþólska kirkjan leggur mikið á sig til að búa sig undir nýtt árþúsund og sérstaklega lítur páfinn til Evrópu, sem hann telur réttilega vera flaggskip kristninnar í heiminum. Það sem gerist þar á jafnmikið erindi í trú- arlegum efnum til heimsins alls núna og fyrir tvöþúsund ámm. Fari flaggskipið að láta undan hér sé sjálf undirstaðan í hættu.“ Málþingið hófst 11. janúar og ávarpaði páfí það 14. janúar, þegar þinggestir gengu fyrir hann í Sala Concistoro, í þeim hluta Vatíkans- ins sem geymir bústað páfa. Björn kveðst lengi hafa dáðst að páfan- um. „Þar ítrekaði hann það, sem hann hefur oft sagt, að saga Evr- ópu í tvö árþúsund, væri samofin sögu kristninnar. Þótt allir Evrópu- búar teldu sig ekki kristna hefðu þeir orðið fyrir svo miklum áhrifum af kristnum boðskap, að án hans væri tæplega unnt að tala um Evr- ópu. Hin kristna menning skapaði sameiginlegar rætur okkar Evr- ópubúa,“ segir Bjöm. Að loknu ávarpi sínu heilsaði páfi hveijum og einum þinggesti og veitti þeim blessun. Bjöm segir páfann vera orðinn nokkuð gamlan og kannski ellilegri en aldur hans segi til um. Þannig tali hann ekki eins skýrt og áður, en andlega hafi hann hins vegar fulla burði. Á heimasíðu sinni á Netinu segir Björn m.a. um málþingið að um- ræður hafi verið mjög líflegar þar og hafi menn ekkert dregið undan, teldu þeir ástæðu til að gagnrýna framgöngu kirkjunnar. Ekki hafi því verið um neina „hallelúja-sam- komu“ að ræða. Varað við níhilisma „Marga alþjóðlega fundi hef ég setið, enginn þeirra kemst þó í hálf- kvisti við þennan, þegar litið er til umræðuefnis og umgjarðar. Þarna var rætt um grundvallaratriði trú- arinnar, sannleikann sem í henni felst, og hvernig unnt er að breiða hann út og nýta við núverandi aðstæður, þegar allt er talið afstætt og menn láta frekar sljómast af til- finningum en því að taka afstöðu á traustum gmnni," segir Bjöm. „I umræðum um trú og heim- speki var sérstaklega varað við nihilisma. Páfinn hefur sagt um þá heimspekistefnu, að hún snúist ekki um neitt og hafi sem slík nokkurt aðdráttarafl fyrir fólk í samtíman- um. Á málþinginu átti póstmódern- isminn sér ekki málsvara og var hann harðlega gagnrýndur." Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 1999 Ahersla lögð á skólamál BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1999. Áætlaðar skatttekjur eru 1.711 milljónir og er gert ráð fyrir að 1.338 milljónum verði varið í rekstur eða 78,20%. I bókun meirihluta kem- ur fram að áhersla verður lögð á skólamál þ.e. grunn-, leik- og tónlist- arskóla og verður lokið við byggingu Heiðarskóla, ásamt íþróttahúsi og sundlaug og hann tekinn í notkun fullbúinn 1. september n.k. Útsvar verður óbreytt 11,79% en þjónustu- gjöld hækka og tekið verður upp vatnsgjald til fyrirtækja. Einsetningu lokið árið 2000 I bókun meirihluta við samþykkt fjárhagsáætlunar segh- að verið sé að leggja lokahönd á fram- kvæmdaáætlun vegna endurbygg- ingar Njarðvíkur-, Holta- og Myllu- bakkaskóla og skiptingu í skóla- hverfi. Er stefnt að því að allir skólar bæjarins verði komnir með sam- bærilega aðstöðu og að einsetningu verði lokið 1. september árið 2000. Tónlistarskólar verða sameinaðir og mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar taka til starfa 1. september n.k. Til reksturs skólanna verður varið 642,5 milljónum á árinu sem eru 48% af rekstrargjöldum bæjarins og 430 milljónum verður varið til nýbygg- inga. Fasteignaskattar, vatns- og hol- ræsagjöld á íbúðarhúsnæði og gjald vegna hreinsunar fráveituvatns mun ekki hækka en þjónustugjöld svo sem sorphirðugjald mun hækka úr 2.500 krónum í 3.500 krónur á ári, leikskólagjöld munu hækka úr 1.500 krónum í 1.650 krónur fyrir klukku- stundina á mánuði og aðgangur að sundstöðum mun hækka úr 150 krónum í 200 krónur fyrir stakan miða. Fram kemur að þrátt fyrir þessar hækkanir sé Reykjanesbær í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem gjaldtöku er stillt í hófi og heildar- áiögur hvað lægstar. Stefnuinótun í málefnum aldraðra I bókuninni segir að samkvæmt ósk félags eldri borgara og í tilefni þess að árið 1999 er tileinkað öldruð- um verði aukið við stöðugildi í félagsstarfi aldraðra auk þess sem samþykkt hafi verið sérstök tillaga um stefnumótun í málefnum eldri borgara. Fasteignin Kirkjuvegur 5 hafi verið keypt og fjarlægð af lóðinni og þar með sé kominn grund- völlur að byggingu húss með sama hætti og Kirkjuvegur 11. Áætluð heildarútgjöld bæjarsjóðs árið 1999 eru um 627 milljónir og er Heiðarskólinn stærsta verkefnið en áætlað er að verja til hans 377 millj- ónum á árinu. Til leikskóla verður vai-ið 53 millj- ónum og eru helstu verkefni endur- bætur og viðbygging á Tjamarseli, endurnýjun á eldhúsi Garðasels, lóð- arframkvæmdir við Holt og nýr leikskóli og munu framkvæmdir hefjast á haustmánuðum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við nýtt fráveitukerfi á árinu og verða þær fjármagnaðar með sérstöku gjaldi. Fyrsti áfanginn er Ytri- Njarðvík ásamt flugvellinum og er áætlað að verja 110 milljónum til þeirra framkvæmda. Til skipulags- mála verður varið um 14,5 milljónum og verður efnt til samkeppni um skipulag svæðisins frá Aðalgötu að Stekkjarkoti. Enginn ferskleiki I bókun minnihlutans segir að fjárhagsáætlun meirihluta segir að engar raunhæfar hugmyndir séu um hvernig komast megi úr þeirri erfiðu fjárhagsstöðu sem meirihlutinn sé kominn í. Reksturinn taki til sín 78,20%, fjármagnsgjöld sem greiða þurfi á árinu séu 137,3 milljónir eða 8,02% og afborganir lána séu 240 milljónir eða 14,03% af tekjum. Bundnar greiðslur samsvari því rúmlega tekjum bæjarins. Bent er á að þrátt fyrir þessa stöðu sé gert ráð fyrir gjaldfærðum fjárfestingum fyr- ir rúmar 95,4 milljónir eða 5,58% af tekjum bæjarins. Jafnframt sé gert ráð fyrir eignfærðum fjárfestingum fyrir 423,9 milljónir eða 24,78% af tekjum bæjarins en þetta samanlagt feli í sér 31,19% umframeyðslu af heildartekjum bæjarins. Það séu að vísu uppi tilburðir sem valdi vonbrigðum, þar sem lagðar hafa verið fram tillögur um hækkun á ýmsum þjónustugjöldum, s.s. félagslegri heimilisþjónustu, nám- skeiðagjaldi vegna félagsstarfs aldraðra, 50% hækkun á stökum að- gangsmiðum að gæsluvelli, hækkun á tímagjaldi og matargreiðslum á leikskólum, hækkun á vistgjaldi og matargreiðslum á skólaseli og 60% hækkun á árgjaldi fullorðinna að bólasafni. Þátttökugjald vegna nám- skeiða félagsmiðstöðva tvöfaldast, leiga á íþróttamannvirkjum hækkar og aðgangur að sundstöðum hækkar um 33-38%. Sorphirðugjald hækkar um 40% og fellur það gjald jafnt á allar íbúðir stórar sem smáar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.