Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 28

Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kjarval og „Kjarval“ MYJVPLIST Listasafn Reykjavík- ur/Kjarvalsstaðir MÁLVERKJÓHANNES SVEINSSON KJARVAL Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-18. Aðgangseyrir 800 kr. Sýningin stendur til 24. maí. Sýningarskrá kostar 1.650 kr. SAMHLIÐA stórri yfirlitssýn- ingu á verkum Kjarvals frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til andláts hans árið 1972 hafa stjómendur Kjarvalsstaða stigið það djarfa skref að setja upp í miðrými hússins sýningu þar sem Einar Garibaldi Eiríksson tekur ófeiminn á goð- sögninni um Kjarval - Kjarval sem táknmynd og táknrænni undirstöðu í samfélagi okkar. Þetta dregur ekki á nokkum hátt úr gildi yfirlits- sýningarinnar sem mikil vinna hef- ur verið lögð í að undirbúa og gera sem best úr garði. Þvert á móti er óhætt að segja að samsetningin gefi áhorfendum dýpri skilning á við- fangsefninu og dragi upp á yfir- borðið ýmsar mótsagnir í afstöðu þjóðarinnar til þessa uppáhalds- snillings sín sem annars hefur verið farið með sem feimnismál. Sam- setning þessara tveggja sýninga er svo vel heppnuð að erfitt er að fjalla um þær hvora fyrir sig án þess að minnast á hina, en hér verður þó leitast við að gera hvorri skil á eigin forsendum. Kjarvalssýningin ,Af trönum meistarans 1946-1972“ er þriðja og síðasta sýningin í röð þriggja sem haldnar hafa verið á undanfómum fjómm ámm og sem Kristín G. Guðnadóttir hefur haft meginum- sjón með. Á þessum þremur sýning- um hefur verið tekið á öllum ferli Kjarvals. Sú fyi-sta fjallaði um mót- unarárin frá 1895 til 1930, önnur um landslagslist Kjarvals frá 1931 til 1946, og nú er komið að því að fjalla um hinn fullþroskaða listamann - meistai’ann, eins og snemma var reyndai’ farið að kalla hann. Með hverri sýningu hefur verið gefin út skrá þar sem Kristín rekur feril listamannsins á hverju tímabili, greinir frá viðbrögðum samtíma- manna við verkum hans og rýnir í lykilverk. Þá er í skránni æviferill Kjarvals þar sem greint er frá vinnu hans, sýningarhaldi og rit- störfum ár fyrir ár og er mikill fengur í slíku yfirliti. Eins og Kristín nefnir í sýningar- ski’ánni og eins og allir þekkja sem reynt hafa að greina verk Kjarvals, er erfitt ef ekki nær ómögulegt að flokka þau í tímabil, greina niður eftir stefnum og stíl eða hólfa niður á annan hátt. Að vísu má auðvitað í grófum dráttum rekja helstu áhiifa- valda í list Kjarvals, þær stefnur sem hann kynnist ungur og gerir til- raunir með á námsárunum og íyrst eftir að hann snýr aftur heim frá námi. En málaralist Kjarvals er fyrst og fremst hans eigin og eins og kemur vel fram á þessari sýningu beitti hann mismunandi stílaðferð- um eftir hentugleika hverju sinni og virðist aldrei hafa litið á þær sem hugmyndafræðilegt sáluhjálparat- riði eins og margir samtímamenn hans og yngi’i listamálarar. Þannig snýr impressjónisminn sem Kjarval kynntist ungur aftur í hraun- og mosabreiðum, expressjónískir drættir gera honum kleift að mála áhrifamiklar mannamyndir og furðuverur án þess að hirða of mikið um raunsæi og jafnvel hreinflatar- málverkið og kúbisminn verða að eins konar tækni við að draga fram byggingu hrauns og kletta allt fram á síðustu starfsár hans. Allar þessai’ stefnur og aðferðir fara saman í verkum Kjarvals, einkum þegai’ komið er fram á það tímabil sem hér er til umfjöllunar. Við lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar er óhætt að segja að Kjarval hafi verið kominn á hátind ferils síns. Sem listamaður hefur hann öðlast fullkomið öiyggi og getur tekist á við hvaða verkefni sem er og þrosk- að sínar eigin hugmyndir án þess að þurfa að leita í smiðju annarra. Hann er þá jafnframt orðinn vinsæll listamaður og hefur því fján’áð til að vinna áhyggjulaus að list sinni og takast á við stærri málverk en áður; hann þarf ekki lengur að spara við sig striga og lit. Þá málar hann meðal annars stóru myndina „Krítik“ sem er ein af lykilmyndun- um á þessari sýningu. Á sýningunni er margt kunnug- legra verka eins og eðlilegt er þegar rekja á feril svo þekkts listamanns, en þar er líka að finna sjaldséðari verk - mörg úr einkaeign - sem list- unnendur ættu ekki missa af að- skoða. Meðal margi-a áhugaverðra mynda má nefna málverk úr Gálga- hrauni frá árinu 1960 þar sem sam- spil geómetrískra forma lífgar hraunmyndanimar. Geómetrían verður Kjarval líka tæki til nátt- úrutúlkunar í myndinni „Land og loft“ frá árinu 1965, en þá mynd gaf Eyrún Guðmundsdóttir, Kjarvals- stöðum. Symbólisminn eða táknsæ- ið sem var svo ríkur þáttur í list Kjarvals sést hér víða í áhugaverð- um myndum, til dæmis í myndunum „Skýjafar" frá 1955 og „Storknaður hraði“ frá 1954, en þær eru báðar í einkaeign. Fantasían og ævintýra- heimurinn sjást hér líka, til dæmis í myndinni „Ævintýri á hafinu“ frá 1948, og einfaldur, einlægur natúr- alisminn nýtur sín í verkum eins og „Tjaldið mitt“ frá 1946, en báðar síðastnefndu myndimar eru líka í einkaeign. Þessi yfirlitssýning hlýtur að telj- ast mjög vel heppnuð og til íýrir- myndar um margt. Auðvitað má alltaf kvarta yfir því að hin eða í kyrrðinni INNSETNING BRITT SMELVÆR Opið alla daga nema mánudaga frá 10-18. Aðgangseyrir kr. 800. Sýning- in stendur til 7. mars. Sýningarskrá kostar kr. 750. LÍKT og í flestum öðrum list- greinum hefur tilhneigingin í textfllist undanfama tvo áratugi verið til að leita útfyrir hin hefð- bundnu takmörk fagsins, leita efna og aðferða annarra en þeirra sem forfeður og -mæður okkar ánöfnuðu okkur með vefstólnum og leitast við að virkja þá fjölbreyttu tjáningar- möguleika sem spruttu. upp af konseptlistinni og hinum marghátt- uðu nýlistarstefnum sjöunda og átt- unda áratugarins. Ferill norsku listakonunnar Britt Smelvær end- urspeglar þessa þróun. Fyrir tæp- um tuttugu árum ákvað hún að yfir- gefa ekki aðeins hefðbundnar að- ferðir heldur einnig hinn hefð- bundna sýningarvettvang sýningar- salarins. Þess í stað fór hún að vinna útiverk sem áttu meira skylt við landlist eða náttúruinnsetningar en textfl. Efniviðinn fann hún þá gjaman í náttúranni sjálfri, trjá- greinar og skífur skomar af trjábol- um. Af þessari vinnu spruttu ýmist skúlptúrar sem standa úti í náttúr- unni eða jafnvel verk sem verða varanlegri hluti af náttúrunni og ummynda hana sjálfa, eins og tjöm- in sem hún gróf á Jótlandi árið 1992 ogsjá má af mynd í sýningarski’á. í sýningunni sem nú má sjá á Kjarvalsstöðum hefur Britt snúið aftur inn í sýningarsalina, en það er óhætt að segja að hún lætur á eng- an hátt stjómast af rými safnsins heldur ummyndar það og endur- skapar að eigin geðþótta. Upphaf- lega hugmyndin að verkunum sem hún sýnir nú kviknaði þegar hún 20. janúar-2. febrúar Hilmar Jensson gítarleikari kynnir hlustendum Rásar 1 framsækinn djass. Litið inn hjá Loga, llluga og Þóru í Gettu faetur. Afleiðingar af hvarfi Michaels Jordans úr körfuboltanum. Kvikmyndayfiriit, gagnrýni og einkunnagjöf Sæbjörns Valdimarssonar. í Ðagskrárblaðinu þínu. m** íallri sinni mynd! JÓHANNES Kjarval: Hinn tröllslegi „Amor fslands", mynd frá 1946 í eigu Reykjalundar. þessi myndin sé ekki höfð með, en hér hefur verið tekin sú stefna að blanda saman þekktum lykilverkum og óþekktari myndum sem sjaldan hafa komið fyrir augu almennings. Einmitt þess vegna verður sýningin svo spennandi, lifandi og áhuga- verð. Á henni kynnast jafnvel þeir sem best til þekkja nýjum verkum um leið og samhengið er rakið með tilvísun til verka sem flestir þekkja. Þessi sýning er því ekki aðeins fræðileg úttekt heldur lifandi og spennandi listupplifun. MÁLVERK/BLÖNDUÐ TÆKNI EINAR GARIBALDI EIRÍKSSON Til 14. mars. Sýningarskrá kostar 1.000 kr. EINS og getið var hér að ofan er í miðrými Kjarvalsstaða sýning þar sem Einar Garibaldi Eiríksson tek- ur ófeiminn á goðsögninni um Kjar- val, sambandi þjóðarinnai’ við þenn- an sérvitra snilling sinn og ýmis feimnismá þar að lútandi. Sýningin ber yfirskriftina „Blámi“ en það vís- ar bæði til litarins sem ráðandi er í myndunum og til fjarlægðarinnar sem gerir fjöllin blá og látna lista- menn að goðum. I þessum bláma sér þjóðin sjálfa sig speglaða í goð- sögninni um listamanninn, allt sem á hann minnir er orðið hluti af sjálfsskilningi okkar og hann er meira að segja orðinn „óbein trygg- ing fyrir verðgildi íslensku krón- unnar", éins og Jón Karl Helgason segir í inngangi að sýningarskrá og vísar þá til tvö þúsund króna seðils- ins sem Seðlabankinn setti í umferð ekki fyrir löngu. Einar Garibaldi hefur áður sýnt að hann kann einkar vel að fara með tákn eða merki í myndlist - að draga fram djúpar og margræðar tilvísanir úr hversdagslegustu tákn- um og vegamerkjum. Hér setur hann fram heilan táknheim sem all- ur hverfist um Kjarval, ímynd hans og minningu. Hér má sjá hið fræga fangamark meistarans, tölustafina sem sýna verðgildi seðilsins sem ber mynd hans og merki Reykjavík- urborgar sem hefur tekið að sér að BRITT Snielvær endurskapar rýmið í sal Kjarvalsstaða. fékk að verja tveimur vikum í vegg- fóðursverksmiðju í Danmörku árið 1995 þar sem hún gerði tilraunir með veggfóðursstrangana og leitaði leiða til að fella þá inn í listsköpun sína. Niðurstaðan var annarsvegar að fræsa veggfóðursstrangana nið- ur í hálfkúlur líkt og í verkunum sem sjá má á gólfinu á Kjarvals- stöðum, en hins vegar að brjóta pappírinn í fellingar, klæða með honum veggi og umskapa rými. Það er óhætt að segja að Britt hafi umskapað salarkynnin á Kjar- valsstöðum, enda standa flestir áhorfendur kyrrir nokkra stund þegar þeir koma inn í salinn og sjá pappírsfellingar hennar fyrst. Fell- ingarnar ná frá gólfi upp í loft - eða upp í strúktúrinn sem hangir úr loftinu í vestursal hússins - og und- arlegt samspil skugga og birtu skapa draumkennd hrif sem yfir- skrift sýningarinnar lýsir vel: Kyrrð. Sú kyrrð sem áhorfandinn skynjar á jafnvel eitthvað skylt við náttúrukyn-ð, djúpa ró sem lýsir sjónrænni upplifun og heildarhrif- um. Einfaldleikinn í framsetning- unni leiðir hugann frá verkinu sjálfu að einhverju innra rými sem er af- strakt og fullkomlega tært, ómeng- að og stílhreint. Innsetning Britt Smelvær á Kjar- valsstöðum er afar áhugaverð fyrir margar sakir. Hún sýnir hvemig beita má einföldum íjöldaframleidd- um efnivið til að ná fram sterkum áhrifum og skapa verk sem er í senn afskaplega einfalt og ákaflega fallegt. En hún sýnir líka hvemig ögun og hófsemi í sköpun geta farið saman við stórhug og róttæka end- ursköpun. Fyrir það verður sýning- in bæði áhrifamikil og eftirminnileg. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.