Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
GLEÐILEIKAR
TOJVLIST
I ðnú
KAMMERTÓNLEIKAR
Þóra Einarsdóttir sópran, Hallfríður
Ólafsdóttir flauta, Eydís Franzdóttir
óbó, Árraann Helgason klarinetta,
Anna Sigurbjörnsdóttir horn, Kristín
Mjöll Jakobsdóttir fagott, Helga
Bryndís Magnúsdóttir píanó, Bryn-
hildur Ásgeirsdóttir pianó, Unnur
Vilhelmsdóttir pianó og Sólveig Anna
Jónsdóttir pianó. Tónlist eftir Franc-
is Poulenc. Þriðjudagskvöld kl. 20.30.
EKKERT lát er á hátíðahöldum í
tónlistinni; þriðju tónleikar Pou-
lenc-hátíðar, þar sem aldarafmælis
tónskáldsins er minnst, voru haldn-
ir í Iðnó í fyrrakvöld: Verkin sem
leikin voru, Sónata fyrir óbó og pí-
anó, Sónata fyrir fjórhentan leik á
píanó, Tríó fyrir óbó, fagott og pí-
anó, sönglagaflokkurinn Fiangailles
pour rire og Sextett fyrir píanó,
flautu, óbó, klarinettu, horn og
fagott.
Það skyggði á flutning Sónötu
fyrir óbó og píanó sem þær Eydís
Franzdóttir og Brynhildur Asgeirs-
dóttir léku, hvað hljóðfærin voru illa
samstillt í upphafí; óbóið nálægt
kvarttóni of hátt. Þessi ómstríða
skar enn meir í eyru fyrir það hvað
verkið er í eðli sínu ljúft og leikandi.
Sónatan var samin 1962 og helguð
minningu Prokofíjevs. Fyrsti þátt-
urinn er Elegía, eða hannljóð, sem
nær þó aldrei að lýsa djúpri sorg,
tilfinningin er miklu nær angur-
værð og nostalgískum trega. Loka-
þátturinn, Déploration, er harm-
rænni og heillandi fagur.
Það er styrkur Poulenc-hátíðar-
innar hvað margir góðir tónlistar-
menn sem tiltölulega sjaldan heyr-
ist í, taka þátt í henni. Þetta á ekki
síst við um alla píanóleikarana; þeir
eru að minnsta kosti átta. Þær
Brynhildur Ásgeirsdóttir og Sólveig
Anna Jónsdóttir léku fjórhent
Sónötu frá 1918. Verkið er í þremur
þáttum byggt á andstæðum í hraða,
styrk og hrynjandi. Upphafíð er
grípandi rytmískt og léku þær
Brynhildur og Sólveig Anna mjög
vel og dýnamískt. í miðkaflanum
dró Sólveig Anna fallega fram
lýriska laglínu bassans undir brotn-
um hljómum í efri röddum og undir-
strikaði þar andstæðuna við fjörið
og súrrandi rytma í upphafi og lok-
um verksins.
Tríó fyiár óbó, fagott og píanó er
eitt skemmtilegasta verk Poulencs.
Hér kom Unnur Vilhelmsdóttir pí-
anóleikari til liðs við þær Eydísi og
Kristínu Mjöll fagottleikara. Enn
byggir Poulenc á þrískiptu formi og
andstæðum í hraða, og hver kafli
fyrir sig er ennfremur brotinn upp í
andstæðar einingar í hraða, styrk
og hrynjandi. Verkið var vel leikið
og umræddar formandstæður
skarpar og skýrt mótaðar; snerpa
og kraftur í rytmísku köflunum og
syngjandi ljóðræna í þeim hægu. Pí-
anóleikur Unnar í miðþætti verks-
ins var ástríðufullur og sérstaklega
fallegur.
Þóra Einarsdóttir söng sex lög
við ljóð eftir Louise de Vilmorin í
lagaflokknum Fiangailles pour rire
eða Spaugilegri trúlofun, eins og
hann heitir í þýðingu Reynis Axels-
sonar. Með henni lék Helga Bryndís
Magnúsdóttir á píanó. Betri söngv-
arar en Þóra eru vandfundnir; þeg-
ar hún syngur stafar frá henni hlýju
og útgeislun sem alltof fáir söngvar-
ar hafa til að bera. Hún syngur ekki
bara fyrir fólk, hún syngur við það
og inní það, sest þar að í sálinni,
meðan maður nýtur þessa mús-
íkalska augnabliks. Og ekki er
Helga Bryndís minni músíkant; ætti
að spila miklu oftar hér í höfuðborg-
inni. Samspil þeirra var nákvæmt
og fallegt, og gerði augnablikið að
mikilli upplifun. Ljóðið Mon cada-
vre est doux var gríðarlega fallega
flutt; minning manns á líkbörunum
um sjálfan sig, mettuð hrollvekjandi
og kaldri dulúð dauðans.
Lokaverkið var sextett fyrir
flautu, óbó, klarinettu, fagott, horn
og píanó. Hér er Poulenc enn sjálf-
um sér líkur í iðandi lífsgleði og
fjöri, sem teflt er gegn syngjandi
sætleika ljúfsárra laglína. Hópurinn
sem hér lék, Hallfríður, Eydís, Ár-
mann, Kristín Mjöll, Anna og Helga
Bi-yndís sýndi af sér fína samspils-
leikni og mjög músíkalskan leik.
Nokkur lítil sóló voru fallega spiluð;
þar má nefna inngang Kristínar
Mjallar á fagottið og svo Helgu
Bryndísar á píanóið að hæga kafla
fyrsta þáttarins. Eydís og Armann
fengu svo að njóta sín á óbóið og
klarinettuna í upphafi annars þátt-
arins í unaðslegum melódíum Pou-
lencs. Heildarsvipurinn á flutningi
þessa verks var mjög góður, og vís-
bending um að þessi kammerhópur
eigi eftir að gera enn betri hluti með
enn meira samspili og rejmslu. Pou-
lenc-hátíðin er hin hollasta lýsispilla
í skammdeginu; sannkallaðir gleði-
leikar.
Bergþóra Jónsdóttir
Nýtt
Netgallerí
NÝLEGA var opnað á Netinu
listgallerí með nútímalist sem
nefnist ArtNetGallery. Stofn-
endur eru Ýrr Jónasdóttir list-
fræðingur og Sæmundur Guð-
mundsson yfirlæknir, bæði bú-
sett á Skáni í Svíþjóð.
Eins og stendur eru verk
eftir níu listamenn til sýnis og
sölu. Frá Islandi eru verk eftir
Gunnar Öm, Tryggva Ólafsson
og Steinunni Þórarinsdóttur,
sem jafnframt er listamaður
mánaðarins. ArtNetGallery
kynnir einnig verk eftir Karel
Appel, Elfí Chester, Corneille,
Bo Hultén, Matta og Theo
Tobiasse.
Slóðin er http://www.artnet-
galleiy.com.
AUGLÝSINGAOEILO
Simi: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
mbl.is
__/\LLTa/= e/TTH\#\£> tJÝTT
W ■
óskast!
Er góð hugmynd í skúffunni þinni?
N^«tTöpun99
f SAMKEPPNI UM VIÐSKIPTAÁÆTLANIR
1.000.000 kr.
Fyrstu verðlaun eru 1 milljón króna ásamt leiðsögn sérfræðinga KPMG
og Viðskiptaháskólans í eitt ár. Önnur verðlaun eru 500 þúsund krónur
og þriðju til sjöundu verðlaun eru 100 þúsund krónur.
Nýttu einstakt tækifæri - þér býðst án endurgjalds:
♦ vandað leiðbeiningarhefti ásamt tölvudisklingi
♦ síma- og tölvupóstþjónusta
♦ spjallfundir
♦ þrjú námskeið í Viðskiptaháskólanum:
Virkjun hugvits - miðvikudaginn 10. febrúar kl. 17.15-20.00
Gerð viðskiptaáætlana - mánudaginn 15. febrúar kl. 17.15-20.00
þriðja námskeiðið verður sniðið að óskum þátttakenda
Vertu með-komdu hugmyndinni úr skúffunni í framkvæmd!
Fyllsta trúnaðar verður gætt í meðferð gagna.
Hafðu samband í síma 510 1800, símbréf 510 1809
eða netfang metta@nsa.is og pantaðu gögn.
Skilafrestur er til 25. mars nk.