Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ > 50 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MINNINGAR AÐALHEIÐUR ~ PÉTURSDÓTTIR + Aðalheiður Pét- ursdójttir var fædd í Ólafsvík 9. des. 1903. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 13. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pétur Finnsson skipstjóri í Ólafs- vík, f. í Svefneyjum 20. aprfl 1864, d. 28. nóv. 1917, og kona hans María Matthíasdóttir, f. í Eyrarsveit 23. mars 1876, d. 31. okt. 1968. Aðalheiður var næstelst sex systk- ina. Þau voru Sig- ríður, f. 1902, Þór- unn, f. 1906, Petra Fríða, f. 1908, Ragnar Þórarinn, f. 1909, og Karl, f. 1913 en þau eru nú öll látin. Aðalheiður var ógift og barnlaus. Hún starfaði við líknarstörf allan sinn starfsaldur. Útför Aðalheiðar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Heiða. Nú er stundin kom- in og þú horfm yfir móðuna miklu. Eftir lifir minningin um þig í hjört- um okkar allra í fjölskyldu minni, minning um þig sem fósturmóður, ömmu og góða vinkonu. Já, þú hef- ur verið mér og bömum mínum það skjól í lífshlaupi okkar, sem aðeins mæður og ömmur geta gefið. Það þakka ég af alhug. ^ Heiða mín, ég ímynda mér að hvfldin nú sé þér kærkomin á háum aldri og eftir veikindi síðustu daga og misseri. Nú ert þú komin til Doddyar og annarra ástvina þinna. Það hlýtur að verða gleðifundur, eins kært og var á milli ykkar systra og móður. Aðalheiður eða Heiða sem hún ávallt var kölluð af frændfólki vann alla sína tíð við að hjúkra og annast aðra. Þótt hún væri ekki menntuð á því sviði, þá voru hæfileikar hennar og öll framganga geislandi af þjón- ^ustulund og að láta öðrum líða vel, og það varð ævistarf hennar. Gestrisni hennar slík að stundum þótti manni nóg um. Heiða, þú hefur verið akkeri mitt allt mitt líf. Þú hjálpaðir föður mín- um (en þið voruð systkinabörn) í veikindum móður minnar frá fæð- ingu minni og eftir að hún lést hélst þú heimilið fyrir okkur nánast alltaf þar til hann giftist aftur. Hvernig getur annað verið en að minningin um þig sé líkt og móður sé saknað? Þú ert konan sem mér hefur þótt vænst um. I allri sorg við móðurmissi minn- ist ég alltaf hve þú bjóst til mikla gleði á heimili okkar. Við Öm ól- umst upp í trú á að mamma væri hjá okkur og allt um kring, og þegar faðir okkar var á ferðalögum, sem voru þá mikil erlendis hjá honum, man ég hvað þú tókst alltaf þátt í gleði okkar og eftirvænting þegar pabbi var að koma heim. Þú skildir allt. Sem barn fann ég strax hve mikill dýravinur þú varst, bjargaðir fugl- um úr kattaklóm og hlúðir að í þvottahúsi, og þrestir og dúfur nutu gestrisni þinnar ekki síður en mannfólkið. Þannig varst þú alla tíð og væri of langt mál að telja upp at- vik. Þannig er minningin. Þú hjúkrað- ir og skildir menn og málleysingja ■W"án orða. Síðar á árum við breyttar aðstæður minnist ég allra heim- sókna á Sunnuveg og Alfaskeið, allra fjölskylduboða og jólaboða. Þar var stórfjölskylda samankomin sem naut konunglegra veitinga hjá ykkur systrum, sem bomar voru fram af einstakri natni og myndar- skap. Þar vorum við frændsystkinin í leik og að spila og síðar með full- Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 orðnum, allir að spila Bingo. Þá var kátt á hjalla á Sunnuvegi og Álfa- skeiði. En árin liðu, ég orðin búsett aust- ur í sveit, aðdáanlegt var hve þið voruð duglegar að keyra austur í heimsókn, Doddy kjörkuð að keyra á þeim tíma. En þið fóruð víðar, þið skoðuðuð landið, og þið fóruð um öll heimsins höf. Gaman var að heyra ykkur systur segja frá ferðalögum ykkar til vina og frændfólks erlendis, hvað þið ferðuðust mikið, London, Canada, Bandaríkin og víðar. Hve þú varst minnug að segja frá frændfólki okk- ar í Vesturheimi og dugleg að hafa samband við það. Þegar ég fór utan í nám og vinnu rofnaði aldrei sá strengur er milli okkar var, þótt sambandið minnkaði um tíma. Er ég kom heim varst þú ekki alltaf sátt við hvað ég menntaði mig. Þú vildir að það væri allt ann- að, en enginn var hrifnari en þú eft- ir á við að sjá öll börnin stússast og læra á hesta. Þú skildir að það var ekki síður nauðsynlegt nám þá en að læra umgengni við hesta, einnig þeirra vegna að koma rétt fram við þá. Börnin mín fengu að njóta þess að vera með ykkur og þér, Heiða mín, eftir að Doddy lést. Hve gott var að koma í Skipholtið í bæjar- ferðum. Alltaf varst þú boðin og bú- in til hjálpar hvort sem var stutt eða lengra stopp yfir nótt, alltaf var heimilið þitt opið fyrir þeim þegar þau voru í námi í menntaskóla að koma við. Þau minnast þess með þökk. Gleði mín er að seinna gat ég launað þér að hluta alla þessa elsku með því að fara með þér út að keyra eða í búðir. Þér þótti svo gaman að fara í stóru búðirnar þegar þær fóru að koma. Allar ferðirnar okkar austur, og að þú gast dvalið hjá mér í sveitinni um tíma, á páskum, jólum og þegar okkur datt í hug. Þér þótti svo gaman að aka í bfl, þjóta áfram, aldrei hrædd í snjó, roki eða hálku. Gaman var að keyra austur með þér. Fegurðarskyn þitt var svo mik- ið og þú varst svo hrifnæm. Þótt sjónin versnaði, þá skynjaðir þú alltaf landslagið eða sást einfaldlega fjöllin, skýin, sólina. Þú settir hend- urnar upp og sagðir: Sjáðu, sjáðu, æ, hvað þetta er fallegt. Hve þér þótti gaman að setjast út í guðsgræna náttúruna og anda að þér gróðurilminum. Ferðirnar okk- ar í Skriðufellsskóg, þessi hreini skógarilmur tengdist minningu mömmu, þinnar beztu vinkonu. Þá var gaman að vera saman. Þá sagðir þú mér svo margt um mömmu. Þótt heymin tæki að bila ásamt sjón þá var eins og þú upplifðir samt tístið og söng fuglanna í kring. Þú vissir hvað heyrðist. Það er eins og allt hefði gerst í gær, er ég pára þessar línur. Ekki eru mörg ár síðan við fórum saman á Vínartónleika í Háskólabíó, það fannst þér svo gaman, en Vínartón- list var þér einstaklega hugleikin alla tíð eins og mörg önnur klassísk tónlist. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Hvað þú talaðir alltaf með mikilli virðingu um vinnustaði þína eða samstarfsfólk, en síðustu starfsár vannst þú á Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem þér þótti gott að vinna. Eftir starfslok fluttist þú í Hafnarfjörð á ný, á Hjallabraut 33. Þar var heimili þitt síðast. Þú áttir svo fallegt og hlýlegt heimili, sem þú naust þín við að fegra og annast. Þar sem sjón þín dapraðist fljótt gast þú ekki setið lengur við að prjóna eða lesa. Þeim mun meir stússaðist þú í að fægja, bóna og pússa heima. Alltaf allt svo fallegt hjá þér, meira að segja hver skrúfa og næla hafði sinn ákveðna sama- stað. A Hjallabraut eignaðist þú vini eins og alls staðar annars staðar og gaman var að sjá ykkur Sigríði og Hönnu sitja saman yfir kaffibolla og þið rædduð um landsins gagn og nauðsynjar og pólitík bar einnig oft á góma og þið voruð ekki alltaf sam- mála. Skoðanir þínar voru ákveðnar og miklar og skapfesta þannig að ekki var alltaf hægt að hafa áhrif á, ef svo bar undir. í pólitík varst þú ákveðin. Þar var engu breytt alla tíð. Það var Alþýðuflokkurinn. Héð- inn Valdimarsson hafði hjálpað verkafólkinu fyrst á öldinni með baráttu íyrir launakjörum, en móðir þín var fátæk ekkja með fimm börn og vann sér til lífsbjargar með að vinna í fiski sem þá var kallað. Man ég þú sagðir svo frá að þá var boðað verkfall til að fá fram kauphækkun og móðir þín tvísté. Atti hún að fara í verkfall eða ekki? Missti hún vinn- una þá eða launin? En verkfall varð og kauphækkun og þá var tilgangin- um náð. Þetta þakkaðir þú alla tíð með dyggum stuðningi við flokkinn. Svona varst þú í einu og öllu, brást aldrei neinum. Síðustu árin á þínu fallega hlý- lega heimili, sem þér var svo kært, voru yndisleg. Þangað var gaman og gott að koma. Og nú síðast á Sól- vangi. Þú varst ekki ánægð með að þurfa að fara þangað, en örlögin réðu því að þú gast ekki verið leng- ur ein á heimili þínu. En á Sólvangi leið þér vel, þar fékkst þú góða um- önnun og skjól í hárri elli. Ég veit þú þakkar með hlýhug starfsfólki þar á 3. hæðinni. Gaman var að við gátum farið í okkar síðasta bíltúr saman síðastlið- ið haust, hjúkrunarkonurnar hjálp- uðu þér inn í bílinn. Við keyrðum Hafnarfjörðinn þvers og kruss, með Læknum, Höfnina, Sunnuveg, Álfa- skeið. Ég spurði: Sérðu, kannastu við þig? Já, já ég sé, ég finn hvar við erum. Við fórum út á Álftanes til Bessastaða. Þú sagðir: Nei þetta er ekki leiðin, þangað er miklu betri vegur. Það var rétt, ég fór með sjónum, þú varst viss er við keyrð- um hratt malbikið frá Bessastöðum. Við fórum inn í Reykjavík, keyptum okkur ís og horfðum yfir hafið á Ægisíðunni. Það var yndislegt að vera saman. Nú í byrjun vetrar hrakaði þér smátt og smátt. Ekki urðu bfltúr- amir fleiri, en notalegt var að sitja saman við gluggann á stofunni þinni og horfa yfir lækinn og maula sam- an nammi, vínber og rommkúlur. Nú situr þú ekki lengur í stólnum þínum við dymar á 3. hæðinni til að horfa á þá sem koma og fara. Gam- an var að sjá hve bros færðist yfir andlit þitt þegar ég kom, það var eins og þú sæir og þekktir mig áður en dyrnar opnuðust, og sagðir alltaf: Ertu komin, ert þetta þú? Því miður var allt of langt á milli okkar, annars hefðu heimsóknirnar verið fleiri. Elsku Heiða, tárin falla er ég hugsa þetta en samband okkar alla tíð var svo náið. Gleði mín er að þú gast verið hjá okkur um jól og páska, og þú gast séð barnabörnin mín, haldið á litlu nöfnu minni, sem þú sagðir alltaf að væri strákur, þetta allt em yndislegar minningar, sem aldrei gleymast. Ég veit nú líð- ur þér vel. Heiða mín, þú giftist aldrei, áttir engin börn. Ég kveð þig með sökn- uð í huga. Guð blessi þig, minning um þig er minning um þig sem móð- ur. Rosemarie Brynhildur. Elsku Heiða frænka. Nú ert þú komin upp í himininn til Guðs eins og strákarnir mínir segja. Þú varst mín kærasta frænka, ég hef alltaf verið svo stolt af því að vera skírð í höfuðið á Heiðu frænku þótt ég hafi nú ekki skilið það alveg þegar ég var lítil hvernig ég og þú gátum heitið sama nafninu, þú hést Heiða en ég Aðalheiður. Svo varð ég nú aðeins stærri og fór að skilja hvern- ig þessu var háttað, þú hést nefni- lega Aðalheiður en varst kölluð Heiða. Alltaf man ég ferð sem ég fór með pabba suður til Reykjavík- ur þegar ég var u.þ.b. fimm ára. Þá heimsóttum við þig og Doddí. Þá gáfuð þið mér skeið og fallega spila- dós sem var fín dama með gítar og snerist hún í hring og spilaði lag, mér þykir alveg afskaplega vænt um hana (þótt hún sé nú orðin göm- ul og slitin) og aðra hluti ásamt góðu ráðunum, sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Þannig varst þú, alltaf að gefa mér eitthvað eins og á jólum, afmælum eða bara þegar þú sást eitthvað sniðugt sem þú hélst að gæti komið sér vel, þá kom pakki og alltaf fannst mér jafn spennandi að opna pakkana hvort sem þeir voru til mín eða strákanna minna. Svo veturinn sem ég og Ingólfur bjuggum í Reykjavík þá hittumst við alltaf nokkrum sinnum í viku þegar þú komst yfir götuna í Kjöt- höllina að kaupa í matinn og bjóða mér að koma og fá mér „snarl“ í há- deginu eins og þú sagðir, en við vit- um nú báðar hvað þetta snarl var. Mér þótti alltaf afskaplega gott að koma til þín, fá kaffi og með því og segja þér fréttir að austan og fá fréttir hjá þér af fólkinu okkar í bænum. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, hvort sem það voru fjölskyldumálin, skólamál- in eða landsbyggðarpólitíkin og ekki vorum við nú alltaf sammála en það gerði nú ekkert til. Svo þegar við fluttum austur aftur vorum við í stöðugu símasambandi og síðan þegar hann Arnar Þór kom í heim- inn, þá hringdir þú og sagðir mér að þér fyndist að ég hefði nú alveg get- að látið skíra hann Örn, þú varst alltaf svo hreinskilin við mig og sagðir bara það sem þér fannst. Ef ég hafði ekki komið lengi í bæ- inn þá hringdir þú og spurðir: Hvenær kemurðu næst? Ég þarf að tala við þig. Þá sagði ég: „Segðu mér það bara í sírnann." En það vildir þú alls ekki, sagðir að það væri ekki hægt að segja það í síma. Svo þegar ég kom var það kannski ekkert sérstakt sem þú þurftir að segja, bara að sjá mig og mína og spjalla. Nú svo þurftir þú nú á endanum að fara á Sólvang, sem var nú reyndar bara staður fyrir gamalt fólk eins og þú sagðir. Reyndi ég alltaf að koma til þín þegar ég fór suður. Eitt skipti er mér minnis- stætt. Það var þegar hann Atli Grétar var um það bil þriggja mán- aða þá komum við til þín öll saman fjölskyldan að sýna þér nýjasta af- kvæmið og þá fannst þér hann bara alveg eins og faðirinn, en hann ætti nú frekar að verða skipstjóri en vél- stjóri þegar hann yrði stór en við vissum jú öll hvað þú meintir með þessu. Jæja, ég gæti endalaust rifjað upp góðar samverustundir og spjalltíma en þá þyrfti ég að skrifa heila bók. Held ég nú að þú sért fegin að hafa fengið hvfldina, en með söknuði kveðjum við þig, elsku Heiða frænka. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Blessuð sé minning þín. Anna Aðalheiður Arnardóttir og fjölskylda. I dag kveðjum við Heiðu frænku. Svipmyndir líða fyrir hugskotssjón- ir hlaðnar ljúfum minningum. Þar erum við systkinin prúðbúin og eft- irvæntingarfull í aftursætinu á brúna bflnum með pabba og mömmu á leið suður í Hafnarfjörð í veislu til Heiðu og Doddýjar. Þær systur tóku á móti gestum opnum örmum og buðu inn á sitt fallega heimili, sem bar vott um fágun, list- fengi, virðuleika og hjartahlýju. Fyrir okkur börnin var það dálítið eins og að stíga inn í aðra veröld, því þar var svo óendanlega margt að sjá og skoða og framandi angan fyllti loftið. í hugskotinu grillir í lit- ríkar ilmandi sápuskeljar, gyllta glampandi spegla, stafla af Fálkan- um og Vikum sem mátti sökkva sér í og dúnmjúk rúm sem freistuðu ef syfja sótti á. Sannarlega var mikið borið í veisluföngin og kátína ríkti. Gjarnan var spilað, gripið í púkk á jólum og mikið skeggrætt. Bömin voru þar ekki undanskilin, enda við- horf húsráðenda slíkt að börn væra líka fólk. Okkur leið vel og fannst við á þeim stundum dálítið tilheyra heimi hinna fullorðnu. Þá var gam- an. Tilhlökkunin og eftirvæntingin var ekki síðri þegar von var á þeim systrum inn á heimili okkar. Mynd af Heiðu frænku skýrist - fínleg kona í heitum umræðum, gjarnan með smávindil og koníakstár í glasi. Dægurmálin voru krufin, sitt sýnd- ist hverjum en rökfestu Heiðu varð sjaldan hnikað. Oft var gaman að hlusta og fylgjast með, ekki hvað síst vegna þess að Heiða vildi gjarn- an heyra sjónarmið unga fólksins og dró okkur þar með inn í umræðurn- ar. Svipmyndir renna um hugann. Þar er Heiða á efri árum, brúnhærð og fallega klædd, létt í spori. Ef lit- ið var í heimsókn var umsvifalaust boðið upp á góðgæti og síðan spurt fregna, því Heiða frænka fylgdist vel með frændfólki sínu. Sterk bönd tengdu Heiðu og föður okkar, bönd sem voru ofin frændsemi, kærleika og vináttu. Hún stóð við hlið honum þegar hann missti fyrri konu sína frá tveimur ungum börnum. Þeim systkinum okkar var Heiða sem önnur móðir. Við yngri systkinin fórum heldur ekki varhluta af elskusemi hennar og nutum hennar alla tíð, sem og fjölskyldur okkar. í litla lófa barna okkar var oft lagður lítill moli eða umslag, þeim til ómældrar ánægju. Mjög kært var með Heiðu og móður okkar, sem sýndi henni mikla umhyggju síðari árin. Hlutdeild Heiðu í lífi okkar var sterk og okkur þótti afar vænt um að hafa Heiðu frænku nærri á hátíðum í lífi okkar. Nýleg svip- mynd kemur í hugann. Áramót, - og Heiða frænka tæplega níræð dansar létt inn í nýtt árið. Þrátt fyrir veikindi bjó Heiða yfir reisn og fegurð allt til hins síðasta. Þannig minnumst við hennar og þökkum henni allt. Guð veri með henni. Einar, María, Björg og Olga Bergljót Þorleifsbörn. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fímmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.