Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ofbeldis-
verk í
Úganda
s /
I Afríkuríkinu Uganda hefur í fjöldamörg
, ár geisað blóðug borgarastyrjöld. Bardag-
ar uppreisnarmanna og stjórnarhersins
bitna verst á íbúum landsins og fátækt er
þar mikil. Þau Pálmi Steingrímsson og
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir dvöldu fyrir
tveimur árum um 7 mánaða skeið við
GREINARHÖFUNDAR afhenda verðlaun í myndlistasamkeppni við skóiann.
s
hjálparstarf í Uganda. Þar urðu þau vitni
að hroðalegum ofbeldisverkum uppreisnar-
manna og lentu m.a. í vélbyssuskothríð og
loftárás. Þau segja hér ferðasögu sína.
Hryllileg voðaverk
uppreisnarmanna
AÐ HEFUR lengi verið
gamall draumur okkar
beggja að fara til Afríku til
sjálfboðaliðastarfa og reyna
þannig láta eitthvað gott af okkur
leiða. Við höfðum samt svo sem
aldrei rætt þetta okkar á milli af
neinni alvöru fyrr en eitt sumarið
við þegar við unnum við sumarbúð-
irnar við Vestmannsvatn. Það var
að mestu leyti fyrir skelegg hvatn-
, ingarorð sumarbúðastýrunnar
Lenu Matthíasdóttur sem ráðlagði
okkur eindregið að láta slag standa
á meðan við værum ung og ekkert
héldi í okkur. Við tókum hana á
orðinu og hófum leitina. En þá kom
nokkuð furðulegt upp á. Það var al-
veg sama hvert við leituðum, alltaf
var svarið það sama: „Nei, við send-
um aðeins fólk út sem hefur verið í
svona störfum áður.“ Hvernig
mátti það vera? Var virkilega ekki
hægt að gefa vinnu sína í hjálpar-
starf? Hvernig komst fyrsta fólkið
eiginlega þangað út í fyrstu ef
aldrei var sent óvant fólk?
Við gáfum samt sem áður ekki
upp alla von og héldum áfram að
^ leita. Eftir tæpar sex vikur mund-
um við skyndilega eftir samtökun-
um sem kallast ABC-hjálparstarf.
Við ræddum þar við Guðrúnu Mar-
gréti Pálsdóttur og fengum þau
svör að hún vissi um fólk í Uganda
sem gæti kannski tekið á móti okk-
ur. Við sendum nokkui- símbréf til
Úganda með öllum helstu upplýs-
ingum og biðum eftir viðbrögðum.
Eftir tvær vikur var þolinmæðin á
þrotum. Við tókum af skarið og
hringdum til Úganda og náðum
loksins tali af Odida-hjónunum, en
þau eru stjórnendur þess starfs
sem ABC styrkir þar í landi. Við
náðum tali af Francis Odida sem
bauð okkur hjartanlega velkomin
■ hvenær sem okkur hentaði.
Snyrtivörur
nauðsynlegar
Þá var það afráðið, við vorum á
leiðinni til Afríku. Það er meira en
að segja það að flytja til svo fjar-
lægrar heimsálfu og krefst mikils
skipulags og yfirlegu. Sem betur
fer fengum símanúmer hjá Islend-
ingum sem þá bjuggu í Úganda
fengum hjá þeim nauðsynlegustu
upplýsingar. Engin hlý föt, nóg af
snyrtivörum og þesslags fyrir
konum voru helstu heilræðin sem
' við fengum í farteskið. Svo var að-
eins að fá vegabréfsáritun, réttar
sprautur, nóg af malaríulyfjum og
halda af stað til hinnar leyndar-
dómsfullu Afríku, á vit hins
óþekkta. Hvað við áttum þar í
vændum hefði okkur aldrei grun-
að.
í Úganda hefur geisað borgara-
styrjöld í fjöldamörg ár sem hefur
nánast dregið allan mátt úr íbúum
landsins. Leiðtogi uppreisnar-
manna, Joseph Kony, hefur barist
við stjórnarherinn af mikilli
grimmd en hann vill ná vöidum í
Uganda svo hann geti stýrt landi og
þjóð í nafni Jesú Krists.
Kony þessi er mikill ógnvaldur
og það sem við urðum vitni að og
okkur var sagt á enga samleið með
nokkru sem gæti kallast kærleikur
eða friður. Skömmu áður en við
komum til Úganda höfðu Kony og
menn hans ráðist inn í skóla í hér-
aðinu Kitgum og tekið á braut með
sér 120 stúlkur á aldrinum 9 til 12
ára. Aströlsk nunna, sem stjórnar
skólanum, elti mannræningjana
fótgangandi í nokkra daga. Að lok-
um fann hún búðir þeirra og bauð
þeim líf sitt í stað stúlknanna. Við
þessa bón varð Kony nokkuð um og
ákvað því að sleppa 100 stelpum en
vildi halda þeim 20 sem eftir voru
handa sér.
Stúlkurnar sögðu farir sínar ekki
sléttar af ferðalaginu. Ein sagði til
dæmis að hermaður hafi komið til
hennar, rétt henni jakka af sér og
sagt við hana að það væri best fyrir
hana að fara í hann því þegar
dimma tæki myndi henni verða
kalt. Hún varð að vonum mjög glöð
yfir góðvild mannsins en vissi ekki
að annað og meira bjó að baki. Þeg-
ar myrkrið skall á kom þessi sami
maður í leit að jakkanum sínum og
nauðgaði stúlkunni. Hann hafði lát-
ið hana hafa jakkann sem nokkurs
konar merki til að hinir hermenn-
irnar vissu að stúlkan væri „pönt-
uð“ og leituðu annað. Margar stúlk-
urnar höfðu sömu sögu að segja.
Kony notar áþekkar aðferðir við
að afla sér hermanna til þess að
berjast við stjórnarherinn. Hann
ræðst inn í þorp og tekur alla karl-
menn til fanga, jafnvel börn því
hann notar einkum unga drengi í
her sinn. Kony kemur drengjunum
síðan í skilning um að ef þeir reyni
að stijúka fari hann ásamt mönnum
sínum aftur í þorpið þeirra og drepi
fjölskyldur þeirra. Skiljanlega eru
ekki margir sem þora að strjúka en
við kynntumst einum huguðum sem
hafði lent í þessari aðstöðu. Hann
sagði okkur að Kony hefði tekið alla
nautgripi föður síns ásamt sér og
bræðrum sínum. En þessum vini
okkar hafði tekist að flýja ásamt
öðrum bróður sínum og þá hafði
Kony ekki ennþá komið með menn
sína og staðið við hótunina.
A leið okkar um héruðin Kitgum,
Apach og Lira keyrðum við eitt
FORSETAFRÚ tíganda, frú Museveni, varð á vegi Pálma og Sylgju á
ferð þeirra um norðurhluta landsins.
Á JÓLUNUM. Börnin syngja jólalög.
BÖRNIN í fötuin og með jólagjafir sem þau fengu send frá Isiandi.
Þau senda sínar bestu þakkir.
sinn í gegnum þorp þar sem enginn
karlmaður var eftir. Flestir höfðu
verið drepnir af Kony og mönnum
hans en hinir höfðu flúið og ekki
þorað að koma aftur. I þessu sama
þorpi hafði Kony merkt allar kon-
urnar þannig að ekki færi á milli
mála að þær tilheyrðu honum.
Hann skar af þeim varir, nef eða
eyru til að tryggja að þær yrðu
látnar í friði á meðan hann var í
burtu. I Kitetika kynntumst við
börnum sem höfðu lent í klónum á
Kony en hann beitir gjarnan íyrir
sig börnum í skotbardögum við
stjómarherinn. Einn drengur sagði
okkur frá því að hans starf sem
uppreisnarmaður hafi verið að elta
þau börn uppi sem reyndu að
strjúka og koma þeim aftur til
baka, annars yrði hann drepinn. I
einni slíkri fór hafði hann safnað
nógu miklum kjarki til að strjúka.
Eftir 10 daga í skóginum komst
hann loksins til fjölskyldunnar aft-
ur. Önnur stúlkan sagði okkur grát-
andi sína sögu. Hennar starf var að
refsa þeim börnum sem reyndu að
strjúka með því að höggva af þeim
hendurnar með sveðju.
Sofíð undir
vélbyssuskothríð
Fyrsta daginn sem við dvöldum í
Úganda fóram við til norðurhluta
landsins en þar eru íbúarnir mjög
stríðshrjáðir. Þarna hittum við
meðal annars svæðisstjóra héraðs-
ins og sjálfa forsetafrú Úganda, frú
Museveni. Við gistum meðal annars
í þorpinu Rachkoko, sem útleggst á
íslensku „þar sem fólkið grætur",
en þar átu ljón flesta íbúa fyrir
nokkrum árum. Og þar sem við lág-
um í strákofanum undir
moskítónetinu og ró var að færast
yfir dundi allt einu yfir vélbyssu-
skothríð. Uppreisnarmennii’nir
voru þá að skjóta á stjórnarherinn
aðeins örfáum metrum frá kofunum
sem við sváfum í.
Loftárás frá guði?
Frá Rachkoko héldum við til Kit-
gum og þaðan fórum við í herbíla-
lest með 14 bílum með sprengjuleit-
arbfl í fararbroddi, ásamt forseta-
frúarbflnum og biskupi landsins.
Aður en lagt var af stað sungu inn-
fæddir hástöfum trúarsöngva og
bænir til að biðja um vernd guðs á
þessari hættulegu leið þar sem
uppreisnarmennirnir sátu um okk-
ur. Við höfðum sloppið um morgun-
inn en það var ekkert eins víst að
við yrðum svo heppin aftur. Fólkið
bað guð um að senda sér tákn um
að hann væri að fylgjast með okk-
ur. Eftir klukkutíma akstur í niða-
myrkri og troðningi aftur í bílnum
lýsist himinninn upp með appel-
sínugulum loga. Innfæddir sögðu
okkur að þarna væri komin orð-
sending frá guði. Og aftur lýstist
himinninn upp og þá nær okkur en
fyrr. En þessi tákn frá guði voru
ekki lík eldingum, heldur var súd-
anski flugherinn að sprengja í loft