Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Afrek ungs björgunarsveitarmanns á Þórshöfn á Langanesi
Þórshöfn - Ungur björgnnar-
sveitarmaður á Þórshöfn, Guð-
mundur S. Sigurðsson, sýndi
áræði og dugnað er hann stakk
sér til sunds og tókst, að koma
taug í flotbryggjuna sem slitn-
aði frá landi í smábátahöfninni
á Þórshöfn í aftakaveðri um
helgina. Guðmundur synti í flot-
galla með línu með útsoginu að
bryggjunni og var flotbryggjan
síðan dregin að landi.
Björgunarsveitin Ilaíliði var í
viðbragðsstöðu alla helgina og
var vakt í Hafliðabúð, einkum
vegna hafnarinnar.
„Við ætluðum upphaflega að
reyna að komast út að bryggj-
unni á gúmmíbát en kerran sem
bar bátinn brotnaði í veður-
hamnum svo ekki var hægt að
koma bátnum í sjó. Þá var ekki
um annað að ræða en að drífa
sig í sjóinn,“ sagði Guðmundur.
Hann var um 10-15 mínútur í
sjónum og sagði að sundið hefði
verið erfitt og honum var mjög
kalt. Verst var þó að komast
upp á flotbryggjuna því hún er
nokkuð há og öldugangur var
mikill. „Flotgallinn lekur svo ég
var gegnblautur og kaldur,“
sagði Guðmundur.
Þegar hann komst upp á flot-
bryggjuna dró hann kaðal úr
GUÐMUNDUR S. Sigurðsson
við flotbryggjuna í smábáta-
höfninni á Þórshöfn í gær.
flotgöllunum og kom reynslan
af þeim æfingum sér vel fyrir
Guðmund.
Það var í nógu að snúast við
höfnina en björgunarsveitin að-
stoðaði eingöngu við að færa
báta til í höfninni og berja ís-
ingu af bátum. Þeir björgunar-
sveitarmenn sem ekki voru á
óveðursvaktinni notuðu tímann
til viðhalds innandyra á Haf-
liðabúð og máluðu salarkynnin,
svo vistlegt var um að litast fyr-
ir þreytta vaktmenn.
landi og festi í bryggjuna.
Trilla var við bryggjuna og var
hún færð með dráttarvél.
Bryggja og maður voru síðan
dregin giftusamlega í land.
Björgunarsveitarmenn sögðu
þetta talsvert afrek hjá Guð-
mundi því veður var mjög
slæmt. Engar skemmdir urðu á
bryggju né bátum.
Æfðu sjóbjörgun
í flotgöllum
Björgunarsveitin eignaðist
Zodiac-giímmíbát síðastliðið
vor og æfðu Guðmundur og fé-
lagar sig í sumar í sjóbjörgun í
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
FANNFERGI er á Þórshöfn en stórhríð var þar alla helgina.
Stakk sér til
sunds eftir
flotbryggjunni
Nígeríumaður, grunaður um ávísanafals, segist hafa verið blekktur
Bankinn fær tjónið
ekki að fullu bætt
KÆRÐUR hefur verið til Hæsta-
réttar úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur um gæsluvarðhald yf-
ir Nígeríumanni, sem handtekinn
var á Keflavíkurflugvelli síðastlið-
inn mánudag, vegna gruns um ávís-
anafals og peningaþvætti. Var mað-
urinn úrskurðaður í gæsluvarðhald
til 4. mars. Jón Þórisson, fram-
kvæmdastjóri hjá Islandsbanka,
segir bankann tryggðan fyrir áföll-
um af þessum toga en tjón bankans
sé eigi að síður nokkurt þar sem
það verði ekki að fullu bætt.
Helgi Magnús Gunnarsson, full-
trúi í efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra, segir unnið að rann-
sókn málsins. Verið sé að yfírheyra
vitni og reyna að rekja hvað orðið
hafi um þá peninga sem manninum
tókst að ná út eftir að hann hafí
lagt erlendar ávísanir inn á reikn-
inga í íslenskum. bönkum. Hann
hafði lagt inn á reikning hjá ís-
landsbanka sem svarar 11,2 millj-
ónum króna í erlendum ávísunum.
Ljóst sé að um falsaðar ávísanir
sé að ræða en maðurinn heldur því
fram að hann hafi verið blekktur og
kannast hann ekki við að hafa sjálf-
ur falsað ávísanir. Helgi sagði mæli-
kvarða í málum sem þessum vera
allar óvenjulegar færslur, til dæmis
þegar menn væru að færa milljónir
króna á einkareikninga og því hefði
grunur vaknað í bankanum við sHk-
ar færslur Nígeríumannsins.
Nígeríumaðurinn hefur verið bú-
settur hérlendis í tvö ár og starfað
við útflutning á hertum þorskhaus-
um í samstarfi við Islending. Helgi
tók fram að ekkert benti til þess að
Islendingurinn væri við málið rið-
inn og að fyrirtækið hefði stundað
lögleg viðskipti.
Kaupa ekki erlendar
ávísanir
Jón Þórisson segir bankann hafa
það fyrir reglu að kaupa ekki er-
lendar ávísanir og því hafi starfs-
reglur bankans verið brotnar í
þessu máli.
„Við erum með mjög skýrar
reglur um hvernig á að meðhöndla
svona mál, en eftir því var ekki far-
ið í þessu tilviki. Við munum fara
yfir málið eins og alltaf er gert
þegar eitthvað fer úrskeiðis og leit-
ast við að koma í veg fyrir að þetta
gerist aftur,“ sagði Jón.
Hann segir bankann gera þá
einu undantekningu að kaupa er-
lendar ávísanir af traustum við-
skiptamönnum, sem þeir þá fram-
selji og beri ábyrgð á, meðan kann-
að er hvort innstæða reynist vera
fyrir hendi.
Þriðjungur
utanþings-
viðskipta
ekki til-
kynntur
ÞRIÐJUNGUR utanþings-
viðskipta á síðasta ári var ekki
tilkynntur með eðlilegum
hætti á réttum tíma. í gær
voru um 27 milljarða viðskipti
skráð inn í viðskiptakerfi
Verðbréfaþingsins. Þetta voru
viðskipti frá Búnaðarbanka
Islands sem ekki höfðu verið
tilkynnt til þingsins á réttum
tíma. I síðustu viku kom í ljós
að rúmlega 30 milljarða utan-
þingsviðskipti Kaupþings og
Landsbankans voru ekki til-
kynnt með eðlilegum hætti.
Astæðan var sögð tæknileg
mistök.
I yfirlýsingu frá Búnaðar-
bankanum segir að nokkrar
ástæður séu fyi-ir því að við-
skipti bankans voru ekki til-
kynnt til Verðbréfaþings með
eðlilegum hætti. I yfirlýsingu
frá Verðbréfaþinginu segir að
málið sé litið alvarlegum aug-
um.
■ 27 milljarða/C2
5,6 milljónir
króna til
Akureyrar
AKUREYRINGUR vann
rúmlega 5,6 milljónir króna í
Happdrætti Háskóla Íslands í
gær.
Akureyringurinn átti
trompmiða með númeri 15555,
en það kom upp er hæsti vinn-
ingur í síðari útdrætti febrú-
armánaðar var dreginn út.
Einfaldur miði með sama
númeri var seldur í Kópavogi
og fékk eigandi hans rúma 1,1
m.ki'.
Að auki hlutu 10 manns
eina milljón króna í vinning.
Fimm þeirra eru búsettir í
Reykjavík en hinir á Akur-
eyri, Hellu, Siglufirði, í Hafn-
arfirði og Kópavogi.
Heiðraður
fyrir 125
blóðgjafir
BLÓÐBANKINN heiðraði í
gær blóðgjafa sem hafa reglu-
lega gefið blóð. í þeim hópi vai’
Þórður Bergmann Þórðarson
sem hefur gefið 125 sinnum.
Þeir sem komu næst honum
og voru einnig heiðraðii' í gær
voru Sölvi Þór Þorvaldsson,
Ögmundur Kristinsson og Há-
varður Emilsson, en þeir hafa
allir gefið blóð 100 sinnum
hver.
VIÐSKlPTIAIVINNUÍiF
KAUPÞING
46%
arðsemi
ATVINNUHÚSNÆÐI
Fasteigna-
rekstur
Feðgarnir Atli og Egill frá
KR til Tottenham/B1
Hagnaður jókst
um 74%/C1
Vaxandi
atvinnugrein/C6
Hrafnhildur og Helga undir
smásjá Sola í Noregi/B5
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is