Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frummat á áhrifum framkvæmda við Reykjavíkurflugvöll brátt auglýst Nærri milljón rúmmetra j arð vegsflutningar Auknir þungaflutning- ar um götur borgarinn- ar, hávaði og mengun eru meðal þess sem fylgir endurbótum á Reykj avíkurflugvelli. Jóhannes Tómasson kynnti sér frummats- skýrslu á áhrifunum en þar kemur fram að margt er gert til að draga sem mest úr áhrifunum. Umhverfisáhrif fram- kvæmdanna við endur- bætur á Reykjavíkurflug- velli verða nokkur, svo sem hávaði, loftmengun og aukið álag á götur borgarinnar vegna þungaflutninga. Þessi áhrif eru þó kannski minni en ætla mætti miðað við umfang framkvæmdanna og grípa á til ýmissa aðgerða til að draga sem mest úr þessum áhrifum á líf og starf borgarbúa og náttúru- far á svæðinu. Almenna verkfræðistofan hf. og Hönnun hf. unnu skýrsluna. Fram- kvæmdin er ekki matsskyld en Flugmálastjórn ákvað eigi að síður að láta meta áhrif hennar þar sem hún er mjög viðamikil. Auk fyrr- nefndra verkfræðistofa var verk- fræðistofan Vatnaskil fengin til að skoða áhrif jarðvegsskipta á grunn- vatn og Náttúrufræðistofnun Is- lands vann úttekt á gróðurfari og spendýra- og fuglalífi á svæðinu. Áætlaður heildarkostnaður við endurbætur Reykjavíkurfiugvallar er 1.520 milljónir króna. Þar er virð- isaukaskattur innifalinn þannig að segja má að fjórða hver króna lendi aftur hjá ríkinu. Verkið verður unnið á fjórum árum og hefst næsta sum- ar. Uppgröftur notaður í landmótun Umfangsmikil jarðvegsskipti og flutningar þurfa að fara fram og verður núverandi brautum og und- irlagi nánast mokað burt. Steypu- og malbiksbrot ásamt rauðamöl verða notuð á ný í uppfyllingu undir brautimar, um 60 þúsund rúmmetr- ar. Alls þarf að moka burtu um 342 þúsund rúmmetrum efnis sem talið er ónothæft. Það efni fer þó ekki heldur af flugvallarsvæðinu heldur verður notað til landmótunar, mest við enda brautar 25 (norðvestur- brautin), vestan við braut 02 (braut- in í suður) til breikkunar á öryggis- svæði út í sjó og í lægðina við skýli 3 og meðfram Einarsnesi sunnan við braut 14 (vesturbrautin). Nýtt fyllingarefni verður flutt með skipi að suðurenda norður-suð- urbrautarinnar og því dælt þar í land. AIls er þar um að ræða 450 þúsund rúmmetra og fer það eink- um í fyllingarefni í flugbrautir, flug- hlað og akbrautir. Efninu verðm- ekið frá þessum stað og í brautimar og verður ekki hjá því komist að fara yfir fjölfarinn göngu- og hjól- reiðastíg með strandlengjunni. Reynt verður að hafa truflunina sem minnsta, komið upp viðvöran- arskiltum og jafnvel umferðarljós- um og sett fram sérstök öryggisá- ætlun í samráði við lögreglu. Einnig verður náið samráð við flugrekend- ur vegna framkvæmdanna. Að mestu verður reynt að flytja efnið eftir sjálfum flugbrautunum en hugsanlega getur þurft að flytja eitthvert efni um Flugvallaveg þeg- ar aka þarf í braut 02. Ekki verður hjá því komist að flytja nokkurt efni landleiðina og er það einkum í efra burðarlag, malar- slitlag og síðan malbik. Alls era það 108 þúsund rúmmetrar. Þetta verð- ur allt flutt á svæðið með malar- flutningabílum og dreifist þá akstur á öll fjögur árin, þó ekki jafnt og verða þær frá 950 bílferðum upp í um 2.700 á ári. Þegar mest verður umleikis geta ferðir malarbíla orðið um 100 á dag til og frá flugvallar- svæðinu. Alls er því verið að tala um flutning á um 965 þúsund rúmmetr- um af efni. Til samanburðar má geta þess að þegar flugbrautin á Egilsstaðaflug- velli var endurnýjuð vora jarðvegs- flutningar vegna framkvæmdanna kringum 800 þúsund rúmmetrar. Milli 4 og 17% aukning þungaflutninga Áhrif þungaflutninganna verða helst aukið álag á götur borgarinn- ar, hávaði og loftmengun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yf- ir í 5 til 12 mánuði ár hvert en flutn- ingar á efra burðarlagi og malbiki, sem flytja þarf úr austasta hluta borgarinnar, dreifast á þrjá til fimm mánuði á hverju ári. Loftmengun er vart talin mælanleg og aukning í hlutfalli þungra bfla í borgaram- ferðinni verður 2-6% en hlutfallið er nú á bilinu 4 til 7%. Sólarhrings- umferð í Ártúnsbrekku var árið 1996 rúmlega 53.000 bflar, á Miklu- braut 42 þúsund, Hringbraut 40 þúsund og 55.600 á Kringlumýrar- braut. A Suðurgötu er sólarhrmgs- umferðin 14 þúsund bflar og þar má búast við heldur meiri aukningu þungaflutninga eða um 13-17%. Stærsta landmótunarsvæðið verður við braut 25, skammt vestan við íþróttasvæði Vals. I frammati á umhverfisáhrifum segir að þar sé land fremur óhrjálegt útlits og talið að ásýnd þess muni batna með snyrtilegum frágangi. Flugmálastjórn hefur lagt til að umferð kennslu- og einkaflugvéla verði á framkvæmdatímanum beint á aðra flugvelli, t.d. í Mosfellsbæ, á Sandskeiði og Selfossi. I könnun Náttúrufræðistofnunar á gróðurfar kemur fram að á síðast- nefnda staðnum sé viðkvæmur gróður sem samanstandi af mosa- þembu með blómplöntum og smár- unnum. Þarna er fyrirhugað að losa efni til landmótunar og er lagt til að akstur og notkun vinnuvéla verði skipulögð þannig að ekki tapist of mikið af þessum gróðri. Einnig er lagt til að ekki verði dreift áburði á svæðið þar sem þá næðu grasteg- undir yfirhendinni og fjölbreytni minnkaði. Mest eftirsjá að landi næst Njarðargötu í kjölfar álitsgerðar um lífríki fjörannar austan olíubryggjunnar var ákveðið að dæla fyllingarefni á land til geymslu nokkru austar, þ.e. vestan við suðurenda brautar 02. Líffræðistofnun telur því svæði þegar að nokkra raskað og bendir á að um 25% af leiru á strandlengju höfuðborgarsvæðisins frá Hafnar- fírði að Álfsnesi hafi verið skert. Af því landi sem raskast er mest eftirsjá talin í landinu næst Njarð- argötu að mati Náttúrufræðistofn- unar. Þar eru enn leifar gróskumik- illa mýra og flóa allt frá því áður en flugvöllurinn var lagður. í skurðum þar vaxi til dæmis gulstör, fergin og lófótur sem séu sjaldgæfar í borgar- landinu og var því ákveðið að tak- marka sléttun öryggissvæðis við 150 m. Skerðing á þessu landi er talin draga úr möguleikum fugla á Vatnsmýrarsvæðinu til varps og auka enn gildi friðlandsins við Vatnsmýrartjörn sem varpland fyr- ir fuglana á Reykjavíkurtjörn og var það einnig ástæða þess að breidd öryggissvæðisins verður tak- mörkuð við 150 metra. Kannað var vegna fyrirhugaðra jarðvegsskipta hvort þau gætu haft óæskileg áhrif á Vatnsmýrina og aðrennsli Tjarnarinnar. Þau era talin verða hverfandi á grunnvatns- borð og rennsli til Tjarnarinnar þar sem grunnvatnsborðið á stærstum hluta flugvallarsvæðisins sé ekki í fyllingarefni brautanna heldur í þéttri móhellu eða grágrýti undir niðri. Samkvæmt athugun Fornleifa- stofnunar íslands munu fram- kvæmdirnar hvorki raska fomminj- um við Nauthól, sem eru á borg- arminjaskrá og friðaðar, né fjárhús- um og görðum í Skildinganesi. Seg- ir í frummatsskýrslunni að minjar um mótak og jarðrækt á flugvallar- svæðinu hafi þegar skemmst vegna framkvæmda undanfama áratugi en þær teljist ekki í frekari hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda nú. Fangelsis- dómur fyr- ir að ræna pítsusendil TVEIR piltar voru dæmdir í 7 og 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að ræna pítsusendil við Hulduland 20. september 1998. Þeir spraut- uðu táragasi framan í hann og hirtu af honum mittisveski sem í vora peningar, ávísanir og kortanótur. I uppkveðnum dómi piltsins sem fékk lengri dóminn fólst einnig refsing fjrir vörslu fíkniefna og skil- orðsrofs vegna fyrri brota. Piltarnir viðurkenndu ránið á pítsusendlinum og sögðust hafa undirbúið ránið og valið staðinn, sem þeir vildu fá sendilinn á. Ástæðan var brýnn peningaskortur þeirra og fíkniefnaskuldir. Fékk ann- ar piltanna gasbrúsann lánað- an hjá félaga sínum og stefndu piltarnir sendlinum í Huldu- land úr farsíma með því að gefa upp nafn eins af íbúunum þar og réðust á hann í anddyri hússins. Báðir piltarnir hafa neytt fíkniefna í talsverðum mæli, en annar þeirra fór í meðferð í október og gengur vel í henni og hinn hefur verið í sveit hjá ættingjum sínum og hefur ekki neytt fíkniefna síðan í nóvember. Auk þess að halda almennt skilorð í þi'jú ár áttu piltamir að halda sérstakt skilorð þess efnis að neyta hvorki áfengis né fíkniefna á skilorðstímanum. Þrjú hús rýmd á Bildudal í fyrrinótt ÞRJÚ hús vora rýmd á Bfldu- dal af öryggisástæðum í fyrri- nótt, en í gærmorgun var fólki leyft að snúa aftur til þeirra. Húsin era neðan við gil sem aur- og krapaskriður hafa fall- ið úr tvö síðastliðin ár. Jón Rúnar Gunnarsson, snjóflóðaeftirlitsmaður á Bíldudal, sagði að húsin hefðu verið rýmd öryggisins vegna. Það væri ekki mikill snjór í gilinu, en það hefði hlaupið fram úr því tvö síðastliðin ár og það gæti gert það aftur ef rigningin væri næg. Jón sagði að fólki hefði ver- ið leyft að snúa aftur til hús- anna í gærmorgun. Stytt hefði upp og gengið á með skúram, auk þess sem veður færi kóln- andi. Ef hins vegar ástæða þætti til yi'ðu húsin rýmd á nýjan leik. Óli kennsla féll niður í Grannskóla Bíldudals í gær en skólinn stendur rétt við annað gilið sem fallið hefur úr. Að sögn Nönnu Sjafnar Péturs- dóttur skólastjóra var ákveðið að fella niður skólahald svo nemendur væra ekki á ferðinni ef rigningin færðist í aukana. „Þarna er ekki snjóflóða- hætta heldur koma aurskriður þegar hlánar og rignir mikið,“ sagði hún. „Þær eru fyrirséð- ari en snjóflóð og þá fellum við niður kennslu. Þetta er allt annað en snjóflóð og þegar svona viðrar er fylgst með giljunum. Ég held að það hafí aldrei fallið flóð á skólann en vatnsgusur hafa farið með- fram honum og framhjá,“ sagði Nanna Sjöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.