Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 9 FRÉTTIR Hátíðarhöld 1 tilefni 50 ára afmælis Evrópuráðsins Unga fólk- ið kynni starfsemi ráðsins EVRÓPUÞINGIÐ verður 50 ára liinn 5. maí nk. og verður afmæl- isins minnst með margvíslegum liætti í flestum aðildarlöndum þingsins. Island mun minnast af- inælisins með sérstökum þing- fundi æskufólks sem haldinn verður á Alþingi dagana 29.-31. mars, með þeim fyrirvara að þingstörfum verði lokið vel fyrir þann tíma. Sérstök afmælisnefnd, skipuð af Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra, hefur mótað tillögur uin hátíðarhöld og kynnti hvern- ig dagsins yrði minnst á frétta- mannafundi. Halldór sagði að til- laga nefndarinnar miðaði að þátttöku unga fólksins. Það væri viðeigandi í þessu tilviki þar sem Evrópuráðið fj'allaði helst um málefni er varða lýðræði og mannréttindi. Lýðræði væri víða ófullkomið í aðildarríkjum ráðs- ins og mannréttindi fótum troðin. Því væri mikilvægt að ungt fólk léti til sín taka og kynntist betur starfsemi ráðsins. Þingfundur ungs fólks Hjálmar Árnason alþingismað- ur, formaður nefndarinnar, sagði markmið hátíðarhaldanna vera að vekja athygli á starfsemi Evrópu- ráðsins og þingfundur unga fólks- ins muni láta sig varða málefni þess. Reiknað væri með því að Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Ásgrímsson, Ólafur G. Einarsson og Hjálmar Árnason kynntu tillögur um hvernig 50 ára afmælis Evrópuráðsins verður minnst hér á landi í lok mars. aldursforseti þingsins, Ólafur G. Einarsson stýrði upphafi fundar- ins en síðan tækju þingmenn ungu kynslóðarinnar við og ræddu við- eigandi mál á fundinum. Þingmenn verða valdir af sér- stakri nefnd og verða 63 talsins, á aldrinum 16-20 ára úr öllum kjör- dæmum. Lögð verður áhersla á að jafnræðis sé gætt á milli kynja, 31 karl og 31 kona verða valin, og verður vaijiað hlutkesti um kyn 63ja þingmanns. Hjálmar Árnason vonast til þess að með þessu móti muni unga fólkið kynna Evrópuráðið og málefni þess, og er reiknað með að væntanlegir „þingmenn" skrifi greinar og kynni sín mál- efni áður en þingfundur hefst. Hjáhnar sagði að hugmyndin hefði þegar vakið athygli meðal annarra aðildarríkja Evrópu- ráðsins og víst væri að hvergi annars staðar yrði afmælisins minnst með þessum hætti. Skipulagsstjóri fellst á 110 MW Vatnsfellsvirkjun SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef- ur, að lokinni annarri athugun Skipulagsstofnunar, fallist á fyrir- hugaða byggingu allt að 110 MW Vatnsfellsvirkjunar, 220 kV há- spennulínu milli Vatnsfells- og Sig- ölduvirkjunar og nýrrar vegteng- ingar á Veiðivatnaleið, eins og þeim er lýst í frummatsskýrslu. Umhverfisráðherra úrskurðaði í ágúst sl. að Vatnsfellsvirkjun skyldi fara í frekara mat á umhverfisáhrif- um, þar sem ekki væri gert ráð fyr- ir miðlun við Norðlingaöldu. Skipu- lagsstjóri hafði að lokinni fyrstu at- hugun fallist á byggingu allt að 140 MW Vatnsfellsvirkjunar þar sem gert var ráð fyrir lóni við Norð- lingaöldu en úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra. Vatnsfellsvirkjun er fyrirhuguð ofan Sigölduvirkjunar á milli Þóris- vatns og Krókslóns. Ekki liggja fyr- ir heimildalög um Vatnsfellsvirkjun en frumvarp liggur fyrir Alþingi og er áætlað að framkvæmdir geti haL ist við virkjunina á þessu ári. I verkhönnun virkjunarinnar er gert ráð fyrir að hún verði allt að 110 MW og orkugeta er áætluð um 430 GWh/a. Sjónrænum áhrifum mannvirkja haldið í lágmarki I niðurstöðu skipulagsstjóra seg- ir að stórt landsvæði í nágrenni virkjunarinnar muni raskast við vinnslu jarðefna og vegna þess að koma þurfi fyrir jarðefnum er falia til við framkvæmdina. „Vegna út- lits virkjunarsvæðisins að fram- kvæmdum loknum og hættu á auknu jarðvegs- og sandfoki þarf að takmarka fiatarmál efnistöku- svæða eins og kostur er og vanda frágang þeirra. Mikilvægt er að huga vel að því hvernig umframj- arðefnum verður fyrir komið svo þau falli sem best að því umhverfi sem fyrir er. Áður en efnistaka hefst við Köldukvísl verði gerðar athuganir á fuglalífi og gróðri þar. Þess verði sérstaklega gætt að hugsanleg efnistaka úr áreyrum við Köldukvísl skaði ekki uppeldis- stöðvar bleikju og urriða.“ Ekki er gerð athugasemd við 220 kV háspennulínu sem leggja þarf vegna virkjunarinnar en lögð er áhersla á að jarðraski við fram- kvæmdina verði haldið í lágmarki. Einnig er lögð áhersla á að vinnu- vegir til tímabundinna nota verði takmarkaðir, sjónrænum áhrifum stíflumannvirkja haldið í lágmarki og haft verði samráð við Náttúru- vernd ríkisins og Landgræðslu rík- isins um efnisnám og frágang á öllu framkvæmdasvæðinu. Einnig er bent á að framkvæmdirnar séu leyf- isskyldar samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra og er kæru- frestur til 26. mars nk. Ferming í Flash Borðstofuhúsgögn \ Sófar Bókahillur / \ Antíksmámunir l/Zlnm \ ■ -aiofnnö munit ■ Ný sending af antík Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Nýjar dragtir og kjólar xneð jökkuxn hj&£ý€mfhhil(ii ^ Engjatcigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá ki. 10.00—18.00, iaugardaga frá kl. 10.00—15.00. ORLANE Gréta Boða förðunar- meistari og Daddý snyrtifræðingur verða hjó okkur í dag, ó morgun og laugardag og veita ráðgjöf um andlitskrem, förðun og liti. Hægt er að panta tíma í förðun. Glæsilegur kaupauki. Verið velkomin SNYRTISÖRUVERSLUNIN GL€S®Æ sími 568 5170 ESTEE LAUDER Háþróað rakakrem sem hefur einstakt dreifikerfi til að tryggja húðinni samfelldan raka af lífrænni vatnslausn. Rakadælan heldur áfram án þess að stoppa í allt að 12 stundir. Húðin verður mjúk, fersk og slétt. Eiginleikar hennar til að drekka í sig raka og geyma hann eflast. 100% Time Release Moisture 30 ml verð kr. 3.320, 50 ml verð kr. 4.725. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í versluninni í dag og á morgun, föstudag, frá kl. 13-18. LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.