Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilt um trúverðugleika í frá- sögn Bretans í E-töflumálinu SAKAMAL Bretans Kiu Briggs var flutt í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur og tókust Ragnheiður Harðardóttir saksóknari og verj- andi Kiu, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, á með rök- um er varða m.a. trúverðugleika í framburði Bretans og ástæðu hans fyrir komu hans til landsins. Málflutningur saksóknara bygg- ist á því að frásögn ákærða af hingaðkomu sinni fái ekki staðist. Þar kom fram að Kiu hefði verið með litla sem enga peninga við komuna til landsins og hefði hann lýst því við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði verið með greiðslukort í tösku sinni, en taldi síðan að hann hefði gleymt því heima. Síðar hefði komið í ljós að Hund- blautur HANN var rennandi blautur og heldur vonleysislegur á svip- inn, hundurinn sem varð á vegi ljósmyndarans í miðborginni í gær. Árekstur í Kópavogi Tveir menn á slysadeild ÖKUMENN tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur bílanna á mótum Hlíðarhjalla og Digranesvegar í Kópavogi skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi, voru meiðsli mannanna ekki talin alvarleg. Bílamir skemmdust nokkuð en eru ekki taldir ónýtir. hann átti ekkert greiðslukort. Sú saga ákærða að hann hefði ætlað sér að koma til landsins í leit að plássi á fiskibáti fannst sækjanda ennfremur ótrúverðug í ljósi þess að hann hefur enga reynslu af sjó- mennsku og hafði engan búnað til þess konar starfa. Verjandi Kiu sagði á móti að þrjú vitni hefðu talað við Kiu um sjómennskuáformin áður en hann kom til landsins og því væri hann ekki einn um þann framburð. Hafi sjómennskuáhugi Kiu því verið ljós áður en hann kom til landsins. Saksóknari sagði að Kiu hefði engar ráðstafanir gert til að kom- ast frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur enda hefði hann ekki átt fyrir rútufargjaldi eða hót- elgistingu. Þá hefði hann verið með uppdrátt af komusal á Kefla- víkurflugvelli þar sem staðsetning lögreglu og tollvarða hefði verið merkt inn á með skýringum á ensku. Samningur vitnis við lögregluna Veigamestu rök verjanda hnigu að framburði eins vitnis, sem sagð- ist hafa gert samning við lögreglu, sem fól það í sér að vitnið hefði haft verulega hagsmuni af því að búa til fíkniefnamálið og líklegt að vitnið hefði komið e-töflunum fyrir í farangri ákærða. Verjandi sagði ennfremur að ákæruvaldið hefði ekki sannað ásetning ákærða um að hafa flutt eiturlyfin inn í landið. Lægju ekki fyrir trúverðugar upp- lýsingar sem tengdu ákærða við efnin. Verjandi sagði að taska Kiu hefði legið eftirlitslaus í íbúð fram- angreinds vitnis í tvo sólarhringa áður en Kiu kom til Islands og því hefði hver sem er getað sett e-töfl- urnar í töskuna. Ein vísbending um að ákærði hafi ekki vitað um e- töflurnar í farangi-i sínum sé sú að hann tékkaði tösku sína inn í stað þess að vera með hana í handfar- angri, sem sé harla ótrúlegt hafi Kiu vitað um fíkniefnin í töskunni. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari dæmir í málinu í næsta mánuði. Verði Kiu sakfelldur getur hann átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi samkvæmt hégningarlög- um. Morgunblaðið/Ásdís Fleiri málverk björguðust en talið var fyrst Morgunblaðið/Golli MYNDVERKIN sem náðust mismikið skemmd úr brunanum í Gallerí iBorg eru nú í vörslu tryggingafélags fyrirtækisins, VÍS. Þessi mynd er eftir Kjarval og er hún nokkuð skemmd af sóti. KOMIÐ hefur í ljós að mun fleiri málverk björguðust úr brunan- um í Galleríi Borg í Reykjavík aðfaranótt laugardags eða 130 til 150 af milli 300 og 400 málverk- um sem þar voru, að mati Péturs Þórs Gunnarssonar, eiganda Gallerís Borgar. Þeirra á meðal eru stórt málverk frá Þingvöllum eftir Kjarval og abstraksjónir eftir Svavar Guðnason. Pétur segir margar myndanna sótugar og skemmdar og því unnt að gera við þær, sömuleiðis megi gera við þær myndir sem hafi verið Ijærst brunastaðnum og undir gleri, jafnvel sé ekki annað en ramminn skemmdur. Aðrar myndir séu trúlega ónýt- ar. Hann segir að alls sé þarna um 130 til 150 myndir að ræða en milli 300 og 400 niyndir voru í galleríinu þegar eldurinn kom upp. Hann telur verðmæti Kjar- valsmyndarinnar vera um 800 þúsund krónur og segir að mynd Svavars sé 500 til 600 þúsund króna virði. Þeir sem áttu verk hjá Galleru Borg hafa verið beðnir að skila inn afriti af kvittunum til að finna megi nákvæmlega hversu mörg verk hafi verið þar og hvert verðmæti þeirra hafi verið. Þegar menn koma með málverk til uppboðs er það verðmetið og tryggt samkvæmt því. Sagði Pét- ur endanlegan lista ekki verða ljósan fyrr en að liðnum nokkrum dögum. Unnið er nú að því að moka út brunarústum innréttinganna og segir Pétur allt ónýtt í 500 fer- metra húsnæði gallerísins, þ.e. milliveggir, málverkarekkar, raf- og pípulagnir, húsgögn, innrétt- ingar og tæki. Þegar hreinsun er lokið verður nýjum milliveggjum og Iögnum komið fyrir og hús- næðið búið tækjum á ný og segist Pétur stefna að því að hefja rekstur Gallerís Borgar með eðli- legum hætti eftir þrjár til fjórar vikur. Eigandi húsnæðisins er Þyrp- ing en tryggingafélag þess er Sjóvá-AImennar og sagði Pétur það standa fyrir endurbyggingu veggja og annars sem naglfast var. Tryggingafélag sitt, VIS, muni hins vegar bæta tjón á bún- aði og tækjum í eigu Gallerísins. Pétur sagðist hafa tryggt það fyrir um eina milljón króna sem hann sagði að væri of lágt, hann hefði ekki hugsað um að uppfæra verðmæti innbúsins. Taldi hann tryggingarupphæðina ekki duga fyrir mikið meitu en nýrri lýs- ingu en þá væri eftir að fá hús- gögn, tölvur og önnur tæki. Ekki enn vitað um orsök Lögreglan í Reykjavík vinnur enn að rannsókn á upptökum eldsins. Ómar Smári Armanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáði Morgunblaðinu að ekkert væri enn hægt að segja um hugs- anlegar orsakir. Hann sagði gang mála í brunarannsóknum yfirleitt þann að þegar ljóst væri hvar upptökin hefðu orðið gætu menn farið að bollaleggja um or- sakir. Ef þær ættu sér eðlilegar skýringar næði málið ekki lengra. Ef grunur vaknaði um annað þyrfti að kanna hvaðeina er varðaði hugsanlegar manna- ferðir. Ómar sagði ekkert hægt að segja um það ennþá hvetjar or- sakir brunans kynnu að vera. Boðkerfí Símans ílag BOÐKERFI Landssímans komst í lag í gær. Alvarleg hugbúnaðarvilla virð- ist hafa orsakað bilunina í kerfinu sem kom upp um fimmleytið að morgni síðastliðins sunnudags segir í fréttatilkynningu. Sérfræð- ingur frá bandarískum framleið- anda boðkerfisbúnaðarins kom til landsins snemma í gærmorgun með nýjan stýrihugbúnað fyrir kerfið. í tilkynningunni segir: „Lands- síminn biður viðskiptavini sína enn á ný velvirðingar á þeim óþægindum sem hlotizt hafa af bil- uninni í boðkerfinu. Fyrirtækið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að tryggja að svipuð bilun komi ekki upp í framtíðinni. Áður en tekin verður ákvörðun um endurnýjun eða áframhaldandi uppbyggingu boðkerfisins mun Landssíminn efna til samráðs og viðræðna við yfirvöld almanna- varna um stefnuna við framtíðar- uppbyggingu boðkerfis í landinu.“ ------------------ Kosningastj óri Samfylkingar- innar HÁKON Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kosn- ingastjórnar Samfylkingarinnar frá og með 1. mars 1999. Hákon Gunnarsson er 39 ára gamalþ viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands og rekstrarhagfræð- ingur frá Handelshojskolen í Kaupmannahöfn. Hákon hefur starfað á fjárfestingasviði Aflvaka hf. og verið framkvæmdastjóri hjá íslenskum getraunum, fram- kvæmdanefnd HM 95 og Samsölu- bakaríi hf. Síðastliðið ár hefur hann starfað sem fjármálastjóri hjá íslenska járnblendifélaginu hf. Hákon hefur störf hinn 1. mars nk. og mun á sama tíma draga úr störfum sínum hjá Járnblendifé- laginu. í kosningastjórn Samfylk- ingarinnar eru: Ari Skúlason for- maður, Þröstur Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir og Reynir Ólafsson. Maki Hákonar er Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður og eiga þau 2 syni. Hann á auk þess 2 dætur frá fyrra hjónabandi. ------------------ Starfrækslu- nefnd gagna- grunnsins skipuð SAMKVÆMT lögum um gagna- grunn á heilbrigðissviði skipar heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra þriggja manna nefnd til að hafa umsjón með gerð og starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Ráðherra hefur skipað eftir- talda til setu í starfrækslunefnd- inni til fjögurra ára: Davíð Þór Björgvinsson, pró- fessor í almennri lögfræði við HI, formaður, Jóhann Agúst Sigurðs- son, prófessor í heimilislækningum við læknadeild HÍ, og Ebba Þór Hvannberg, lektor í tölvunarfræði við raunvísindadeild HI. Varamenn eru: Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, varafor- maður, Torfi Magnússon, forstöðu- læknir á endurhæfingar- og tauga- sviði SR, og Anna Soffía Hauks- dóttir, prófessor í verkfræði við verkfræðideild HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.