Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
BJÖRN Eiríksson og Benedikt Kristjánsson glaðbeittir enda að setja
bókamarkaðinn upp á Akureyri í 20. sinn.
Bókamarkaður útgefenda
Samtímis á
tveimur stöðum
Deilt um 12-15 milljóna tap Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar
Sveitarfélögin
greiða skuldina
Morgunblaðið/Kristján
JÓHANNES Hermannsson í Arnarneshreppi og Hálfdán Kristjánsson,
Ólafsfirði, á fundi Héraðsráðs Eyjafjarðar í gær þar sem samþykkt
var að sveitar félögin sem aðild eiga að miðstöðinni greiði tapið.
ÁRLEGUR bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda hefst í dag,
fimmtudaginn 25. febrúar, á Akur-
eyri og í Reykjavík, en þetta er í
fyrsta skipti sem bókamarkaðurinn
er haldinn á tveimur stöðum samtím-
is. I Reykjavík er markaðurinn að
venju í Perlunni, en á Akureyri í
Frostagötu 3c, þar sem Plastiðjan
Bjarg var áður til húsa.
Félag íslenskra bókaútgefenda er
110 ára á þessu ári, en fleiri tíma-
móta er einnig minnst, því þetta er í
45. sinn sem bókamarkaður er hald-
inn í Reykjavík og 20. sinn sem slík-
ur markaður er settur upp á Akur-
Játaði smygl
á vindlingum
UM 300 vindlingalengjur fundust
um borð í' flutningaskipinu Black
Bird þegar það kom með fóður til
Akureyrar á þriðjudag. Vindlingai’n-
ir fundust við venjubundið eftirlit
Tollgæslunnar á Akureyri, sem vann
að málinu ásamt rannsóknardeild
lögreglunnai- á Akureyri.
Skipstjóri Black Bird játaði við yf-
irheyrslu að eiga vindlingana. Var
hann færður fyrir dómara og hefur
umboðsaðili skipsins þegar gengið
frá sekt sem skipstjórinn var í Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra dæmd-
ur til að greiða, rúmlega 900 þúsund
krónur. Skipið var kyrrsett á Akur-
eyri meðan á rannsókn málsins stóð,
en sigldi út aðfaranótt miðvikudags.
Vindlingalengjumar höfðu verið
faldar undir fóðri, í hólfum neðst í
framlest skipsins.
eyri, en Bókaútgáfan Skjaldborg
hefur staðið fyrir honum í öll skiptin.
Benedikt Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri bókamarkaðarins á
Akureyri, sagði að auk um 10 þús-
und bókatitla hefði Bókval sett upp
markað með geisladiska, mynd-
bandsspólur og tölvuleiki þannig að
úrvalið væri óvenju fjölbreytt.
„Bókamarkaðurinn er að vanda stút-
fullur af heilafóðri af ýmsu tagi,“
sagði Benedikt. Benedikt sagði
Norðlendinga sækja bókamarkaðinn í
ríkum mæli en hann verður opinn
daglega frá kl. 10 til 19 fram til 7.
mars næstkomandi.
Sigurður Pálsson, yfirtollvörður
Tollgæslunnar á Akureyri, sagði að
um væri að ræða eitt stærsta vind-
lingasmygl sem upp hefði komist á
Akureyri um árabil, en söluandvirði
þeirra 60 þúsund vindlinga sem
fundust í skipinu er um ein milljón
króna út úr verslun.
--------------
Samverustund
eldri borgara
OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara
í Safnaðarheimili Akureyi'arkmkju í
dag, fimmtudaginn 25. febrúar, frá
kl. 15 til 17. Ræðumaður verður Kri-
stján Magnússon sálfræðingur, Har-
aldur Hauksson læknir sjmgur við
undirleik Eyþórs Inga Jónssonar,
þá verður almennur söngur, helgi-
stund og boðið verður upp á veiting-
ar. Rúta fer frá Víðilundi kl. 14.40 og
kemur við á Hlíð.
ÞUNGT hljóð var í sveitarstjórnar-
mönnum á fundi Héraðsráðs Eyja-
fjarðar á Akureyri í gær þar sem
fjármál Ferðamálamiðstöðvar Eyja-
fjarðar b/s voru til umfjöllunar, en
halli á rekstrinum nemur 12-15 millj-
ónum ki'óna, þar af eru skuldir
vegna jólaþorpsins Norðurpólsins
sem sett var upp á Akureyri fyrir lið-
in jól um 8,9 milljónir króna. Tillaga
Héraðsráðs um að innheimt verði
hjá aðildarsveitarfélögum Ferða-
málamiðstöðvai'innar fyrir skuldum,
eða um 12,6 milljónir króna, sem er
skásta hugsanlega niðurstaða máls-
ins, var samþykkt. Ferðamálamið-
stöðinni var slitið um áramót og
verkefni færð til Atvinnuþróunarfé-
lags Eyjafjarðar.
Árni Kr. Bjarnason varafonnaður
héraðsráðs benti í skýrslu sinni á
nokkur ámælisverð atriði varðandi
stjórnun og rekstur Ferðamálamið-
stöðvarinnar, varaformaður hefði
ekki verið boðaður á fundi í forföll-
um aðalmanns, miðstöðin hefði tekið
að sér fjölda verkefna án þess að
gerðir væru um þá samningar, mis-
brestur væri á bókun fundargerða
og þá hefði ekki verið leitað sam-
þykkis meirihluta fulltrúa Héraðs-
nefndar vegna fjárhagsskuldbind-
inga. Árni sagði ábyrgð þeirra sveit-
arfélaga sem aðild hefðu átt að mið-
stöðinni skýra og gætu þau ekki vik-
ið sér undan sameiginlegri ábyrgð
sem þau hefðu tekist á hendur sam-
kvæmt stofnsamningi.
Hreinasta hörniung
að upplifa þetta
Miklar umræður urðu um málið á
fundinum og þótti sveitarstjórnar-
mönnum súrt í brotið að þurfa að
reiða fram fé, einkum vegna tap-
reksturs á jólaævintýrinu Norður-
pólnum og sagði Oddur Gunnarsson,
Glæsibæjai-hreppi, m.a. að það væri
með algerum eindæmum hvernig
þeir sem stjórnuðu miðstöðinni
hefðu komið sér út í þetta fen.
„Það er hreinasta hörmung að
þurfa að upplifa þetta,“ sagði Hólm-
geir Karlsson í Eyjafjarðarsveit, en
að hans mati var um dæmigert Akur-
eyrarverkefni að ræða. Nokkrir
þeirra sem til máls tóku spurðu hvort
Kaupmannafélag Akureyi'ar og ná-
grennis bæri enga ábyrgð í málinu,
en það hefði tekið þátt í verkefninu.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
á Akureyri sagði skyldur sveitarfé-
laganna í málinu ótvíræðar, gerður
hefði verið stofnsamningur sem fara
yi'ði eftir og sveitarfélögin ættu ekki
annarra kosta völ en greiða upp
skuldir miðstöðvarinnar. Menn yrðu
að draga af þessu máli lærdóm og
horfa til framtíðar.
Menn göptu of niikið
Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í
Ólafsfirði sagði megna óánægju í
bænum með hvernig staðið var að
málum og þætti mönnum að verkefni
á borð við Norðurpólinn ætti ekki að
vera á ábyrgð Ólafsfirðinga. Þó
stærsti bagginn væri vegna þess
verkefnis hefði greinilega ýmislegt
annað misfarist í rekstri Ferðamála-
miðstöðvarinnar. Hríseyingar eru á
sama máli og var bókað á fundi sveit-
arstjórnar nýlega að ekkert samráð
hefði verið haft um umrædd verkefni
og því teldi sveitarstjórn sig ekki
bera ábyrgð á taprekstri þess.
„Það kemur ekki á óvart að menn
kveinki sér undan þessu, því pening-
ar fyrir reikningnum eru ekki til hjá
sveitarfélögunum," sagði Rögnvald-
ur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri á
Dalvík og nefndi að tapreksturinn
hefði komið fólki verulega á óvart því
um miðjan desember hefðu menn
ekki haft aðrar upplýsingar en að
reksturinn yrði á sléttu.
Jakob Bjömsson bæjarfulltrúi á
Akm-eyri sagði að sveitarfélögin yrðu
að vinna sig saman út úr vandanum
sem hann lýsti svo: Menn göptu of
mikið, bitinn festist í hálsinum, hann
var bragðvondur en það náðist að
hósta honum upp og nú verða menn
að fá sér eitthvað betra að borða.
Eftirlit var ekki nægilega gott
Ámi Steinar Jóhannsson formað-
ur stjórnar Ferðamálamiðstöðvar-
innar sagði að eftir á gerðu menn sér
grein fyrir að eftirlit hefði ekki verið
nægilegt og vissulega hefði á stund-
um verið farið út í verkefni án þess
að formleg samþykkt lægi fyrir eða
um þau hefðu verið gerðir samning-
ar. Þó svo að ekki hefði tekist vel til
með Norðurpólinn nú vænti hann
þess að árar yrðu ekki lagðar í bát,
en mikill áhugi væri fyrir verkefninu
hjá stórum aðilum í ferðaþjónustu.
Uppsetning jólaþorpsins kostaði
meh-a en ráð var fyrir gert, tekjur
urðu minni en áætlað vai', ráða þurfti
fleira starfsfólk en gert var ráð fyrir í
fyrstu og þá setti veður strik í reikn-
inginn. Þetta eru m.a. ástæður þess að
rekstur Norðurpólsins gekk ven- en
búist var við en Tómas Guðmundsson
forstöðumaður Ferðamálamiðstöðvar-
innai' sagði að mikil reynsla hefði
fengist sem gæti nýst í framtíðinni.
AÐALFUNDIR
verða haldnir fimmtudaginn 4. mars nk., kl. 17:15 á Kirkjusandi,
Islandsbanka hf., 5. hæð, Hólum.
H | NÝ
markImark
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf sbr. 14. grein samþykkta félaganna.
2. Tillaga um breytingu á 5. gr. samþykkta félaganna varðandi rafræna útgáfu
hlutabréfa í samræmi við ákvæði laga um rafiræna eignaskráningu verðbréfa.
3. Önnur mál.
Dagskrá, tillögur og ársreikningar félaganna munu liggja frammi á skrifstofu
þeirra að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Hluthafar eru hvattir til að mceta!
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560 8900. Myndsendir: 560 8910.
STEYPUMÓT TIL SÖLU
TIL SÖLU ERU P FORM STEYPUMÓT.
70 LENGDARMETRAR í TVÖFÖLDU.
HÆÐ 2,60
15 METRAR í TVÖFÖLDU í 3,30
UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU HYRNU EHF.
EÐA í SÍMA 461 2603.
Umboðsmaður
Umboðsmann vantar
í Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Upplýsingar gefnar í síma 461 1600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er I
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.