Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í dag
Ljóð, barnabækur og
þjóðlegur fróðleikur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ANNA Einarsdóttir, framkvæmdastjóri bókamarkaðarins í Perlunni,
á kafl í bókum.
HÁTT í 20.000 bókatitlar eru á
boðstólum á hinum árlega bóka-
markaði Félags íslenskra bókaút-
gefenda sem hefst í dag í Perlunni í
Reykjavík og Frostagötu 3c á
Akureyri. Markaðurinn stendur til
7. mars nk. og verður opinn dag-
lega kl. 9-18.
Að vanda er á markaðnum fjöl-
breytt úrval bóka af öllum efnis-
flokkum. Anna Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri bókamarkaðarins í
Perlunni, segir venju fremur mikið
af ljóðum, barnabókum og þjóðleg-
um fróðleik á afar hagstæðu verði.
„Mér sýnist vera minna af ástar-
sögum núna, ætli vídeóið komi ekki
að einhverju leyti í staðinn fyrir
þær,“ segir hún.
Bókasafnarar mættir fyrir
utan Perluna að morgni
Mismunandi er hversu mörg ein-
tök eru í boði af hverjum titli en í
fornbókahorninu er eintakafjöldinn
niður í eitt af hverri bók. Enda seg-
ir Anna að það bregðist ekki að
bókasafnararnir séu mættir fyrir
utan Perluna fyrir klukkan tíu á
opnunardegi, til þess að missa nú
örugglega ekki af neinu. Afsláttm--
inn er mikill af flestum bókum og
eru dæmi þess að hægt sé að fá
bækur á innan við hundrað krónur.
Félag íslenskra bókaútgefenda
er 110 ára á þessu ári en 45 ár eru
liðin síðan fyrsti stóri bókamarkað-
urinn var haldinn á vegum félags-
ins í Listamannaskálanum. Á
Akureyri er markaðurinn nú hald-
inn í tuttugasta sinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞÆR Elísabet Kristinsdóttir og Guðný Guðnadóttir voru að draga björg í bú fyrir bókasafn
Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Sagnfræði,
listaverk og
ljóðabækur
Jm Sturtuklefar
Ifö sturtuklefamir em fáanlegir
í mörgum stærðum og gerðum,
úr plasti eða öryggisgleri.
Ifö sturtuklefarnir em trúlega þeir
vönduðustu á markaðnum í dag.
Ifö sænsk gæðavara.
Heildsöludreifmg:
uWlu/B.aí*t-j Smiðjuvegi 11. Kópavogi
TCfllGlehf Sími564 1088.iax564 1089
Fæst í bygginaavöruverslunum um landallt.
BÓKAMARKAÐURINN verður
opnaður almenningi í dag kl. 10
en í gær fengu fulltrúar al-
mennings- og skólabókasafna
að taka forskot á sæluna. Þegar
inn var komið gekk blaðamaður
hálfpartinn í flasið á tveimur
konum sem kváðust komnar frá
bókasafni Fjölbrautaskólans í
Garðabæ og voru þær komnar
með kúffulla innkaupakörfu af
bókum.
Koma á hverju ári
á markaðinn
Fyrir svörum varð Guðný
Guðnadóttir bókasafnsfræðing-
ur, sem sagðist fara á markað-
inn á hverju ári og versla fyrir
safnið, sem væri lítið en stækk-
aði þó óðum. í fyrra keyptu þær
bækur fyrir um 40 þúsund
krónur og fengu mikið fyrir
peningana. „Við erum að
byggja bókasafnið upp og höf-
um aðallega verið að kaupa
ýmsar fræðibækur og hand-
bækur, ekki síst um sagnfræði-
leg efni,“ sagði hún.
Bækur til verðlauna
I körfunni mátti þó einnig sjá
nokkrar listaverkabækur og
ljóð og sagði Elísabet Kristins-
dóttir, starfsmaður bókasafns-
ins, að þær bækur væru ætlaðar
til verðlauna fyrir skólasókn og
fleira á skólaslitum í vor.
Öperuhúsið í
Sydney gert upp
Arkitektinn Utzon mun verða með
eftir 33 ára fjarveru
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö.
HANN teiknaði óperuhúsið í Sydn-
ey á sínum tíma, en hrökklaðist á
braut áður en því var lokið. Nú, 33
árum síðar, mun danski arkitekt-
inn Jom Utzon aftur koma að hús-
inu, en þá sem ráðgjafi við innrétt-
ingu þess. Ovíst er hvort Utzon,
sem er 81 árs, mun sjálfur fara til
Sydney, en sonur hans Jan, sem
hann vinnur með, mun taka þátt í
verkefninu með föður sínum.
Ópemhúsið í Sydney þykir ein-
hver snilldarlegasta bygging þess-
arar aldar, en byggingarsagan er
saga mikilla átaka. Eftir að ákveðið
var að Utzon teiknaði húsið var
hafist handa við bygginguna.
Framkvæmdin var vægast sagt
umdeild, enda húsið sérstakt og
þótti það enn frekar um það leyti
sem verið var að byggja það. Það
leið heldur ekki á löngu þar til að
Utzon sá sér þann kost vænstan að
hætta afskiptum af byggingunni,
því ýmsir stjómmálamenn og emb-
ættismenn gerðu honum lffið leitt.
Síðan hafa deilurnar haldið áfram.
Meðal annars var leyft að byggja á
svæðinu í kringum húsið, sem þótti
skemma útlit þess og umhverfi
mjög. Enn er verið að deila um
hvort rífa eigi þær byggingar. En
tíminn hefur leitt í ljós að húsið er
snilldarverk og Sydney til hróss að
borgaryfirvöld skyldu svo djörf að
ráðast í framkvæmdirnar.
Þegar Utzon fór var búið að
reisa skel hússins og hann næstum
búinn að teikna innréttingar í hús-
ið. Þær teikningar voru þó ekki
notaðar, heldur aðrir fengnir til að
innrétta það. En deilunum var ekki
lokið, því heima fyrii- hefur lengi
verið mikil óánægja með innrétt-
ingarnar, sem ekki þóttu í neinu
samræmi við hið einstaka útlit
hússins. Þær þóttu klossaðar í
samanburði við hið lauflétta útlit
hússins og klæða það illa.
Undanfarin ár hefur legið Ijóst
fyrir að á næstunni þyrfti að ráðast
í að gera húsið upp að innan og þá
komið upp ákafar raddir um að
rétt væri að leita nú til Utzons og
fá hann til að ljúka við húsið eftir
eigin hugmyndum. Sökum þess hve
heitt var í kolunum fyrir 33 árum
voru forráðamenn óperuhússins þó
vonlitlir um að Utzon fengist til
þess, en viðræður við hann hófust í
fyrra. í vikunni tilkynnti arkitekt-
inn svo að hann væri fús til að taka
verkefnið að sér, enda væru allir
þeir, sem hann deildi við á sínum
tíma, farnir frá og nýir menn
komnir í staðinn.
Ekki þykir raunsætt að búast við
að allar gömlu innréttingarnar
verði rifnar, bæði sökum þess að
það væri ofur dýrt, en einnig vegna
þess að húsið er í notkun og ekki
uppi áætlanir um að loka því með-
an breytingar fara fram. Utzon
hefur heldur ekki áhuga á að taka
gömlu teikningarnar fram, heldur
hyggst taka mið af nýjum efnum
og hugmyndum. Hann mun ekki
verða arkitekt við fi'amkvæmdh'n-
ar, heldur einungis ráðgjafi ástr-
alskrar arkitektastofu, sem mun
sjá um verkið. Utzon og sonur hans
áætla að þeir geti skilað hugmynd-
um sínum eftir um hálft ár. Þá tek-
ur við undirbúningur og ekki síst
að leita fjár fyrir fyrirhugaðar
framkvæmdir. Forráðamenn óp-
eruhússins eru þó vongóðir um að
þar sem Utzon komi sjálfur við
sögu muni margir hafa áhuga á að
styðja framkvæmdirnar við húsið,
sem fyrir löngu er orðið eitt af
kennimerkjum Sydney og Ástralíu.
Magnús Baldvinsson ráðinn til
Óperunnar í Frankfurt
„Stórt skref
upp á við“
MAGNÚS Baldvinsson bassasöngv-
ari skrifaði nýlega undir tveggja ára
fastan samning við Óperuhúsið í
Frankfurt, frá og með næsta leikári
sem hefst í ágúst. Þeg-
ar hefur verið ákveðið
að hann syngi þar í sex
óperum á leikárinu.
Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að
samningurinn væri
mjög bitastæður og
mjög stórt skref upp á
við fyrir hann, þar sem
Frankfurtaróperan
væri eitt af virtustu
húsunum í Evrópu.
Hlutverkin sem
Magnús hefur fengið í
Frankfurt eru Daland í
Hollendingnum fljúg-
andi eftir Wagner,
Ferrando í II Trovatore
eftir Verdi, Comm-
endatore í Don Giovanni Mozarts,
Gremin í Evgeny Onegin eftir Tsja-
jkovsky, Sparafucile í Rigoletto
Verdis og svo að öllum líkindum
Sarastro í Töfraflautunni eftir Moz-
art.
Reyndar syngur hann sitt fyrsta
hlutverk í Frankfurt þegar í maí í
vor, aðalbassahlutverkið í Luisu
Miller eftir Verdi, þar sem hann
verður gestasöngvari í fimm sýn-
ingum. Þá mun hann syngja hlut-
verk Sakaría í Nabucco eftir Verdi í
Óperunni í Saarbriieken í septem-
ber nk. og einnig á sumarhátíðinni í
Heidenheim, sem hann hefur tekið
þátt í þrjú síðastliðin
sumur.
Öflugur fínnskur
umboðsmaður
„Svo stendur til að
ég syngi Commenda-
tore í Virginíu í Banda-
ríkjunum árið 2001 og í
nóvember nk. syng ég í
Níundu sinfóníu Beet-
hovens í Danmörku,“
segir Magnús og
kveðst vera nýkominn
með finnskan umboðs-
mann, sem hafi marga
góða söngvara á sínum
snærum. Sá finnski sé
líka mun betur tengd-
ur við umheiminn en
þýsku umboðsmennirnir, sem haldi
sig meira innan landamæra Þýska-
lands. Hann er mjög ánægður með
nýja umboðsmanninn og telur það
vita á gott að nú séu verkefnin orðin
það mörg að hann sé hættur að geta
tekið allt sem honum býðst.
Síðastliðin þrjú ár hefur Magnús
verið á samningi við ópei-una í
Krefeld-Mönchengladbach og þar
áður var hann í hálft annað ár í Det-
mold.
Magnús
Baldvinsson