Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 27

Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 27 Syngjandi fiðla TðNLIST S a 1 u r i n n SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Martynas Bekker og Steinunn Birna Ragnarsdóttir fluttu verk eftir Grieg, Schumann, Brahms, Bruch, Chausson og Ravel. Þriðjudagurinn 23. febrú- ar, 1999. MARTYNAS Svégzda von Bekk- er, fíðluleikari frá Vilnius, og Stein- unn Birna Ragnarsdóttir, píanóleik- ari, héldu tónleika í Salnum sl. þriðjudagskvöld og fluttu aðallega rómantíska tónlist. Líklega er róm- antíska tímabilið gjöfulast fyrir þá fiðluleikara er stefna að „vírtúósísk- um“ leik. Tónverkin verða oft ekki aðalatriðið, heldur leiktæknin og slík verk eru þá aðeins skemmtileg áheyrnar, að flutningur þeirra sé óaðfinnanlegur. Þetta merkir ekki að öll rómantísk tónlist sé tækni- leikur, heldur er þar að finna fagra og vel gerða tónlist, ríka af tilfinn- ingum og listelsku. Fyrsta verk tónleikanna var þriðja fiðlusónatan eftir Edvard Grieg, op. 45, og sú rismesta af fiðlusónötum hans en svo sem öll verk þessa sérstæða snillings, er fiðlusónatan þrungin af merkilegri þjóðlagahefð Norðmanna. Margt var fallega gert, bæði hjá Steinunni og Bekker, sérstaklega hinn ljóð- ræni milliþáttur, rómansan. Báðir jaðarkaflarnir voru fluttir með miklum tilþrifum en á köfium nokk- uð yfirdrifnum. Tvö næstu verk voru einnig rómantísk, Intermezzo eftir Róbert Schumann og Scherzo eftir Johannes Brahms, er voru hluti af sambræðingsverki, er þeir félagar ásamt Albert Dietrich sömdu. Intermezzóið eftir Schumann var mjög fallega leikið en þó sérstaklega „skersóið" eftir Brahms, sem er glæsilegt að allri gerð og var ágætlega leikið og á köflum af töluverðri skerpu. Þrátt fyrir að Kol Nidre op. 47 eftir Max Bruch sé samið fyrir selló og hljómsveit, fór vel á með tónhug- myndum tónskáldsins og umritun Alexanders Lehmanns og var margt í þessu tregafulla verki mjög fallega flutt og auðheyrt að Bekker lætur vel að „syngja“ á fiðluna sína, sem kom hvað best fram í hinu Ijóð- ræna Poéme op. 25 eftir Emest Chausson. Má segja að Poéme hafi verið besta verk tónleikanna og sannarlega flutt af innlifun og þokka. Lokaviðfangsefni tónleik- anna var hið fræga Tzigane eftir Maurice Ravel og þrátt fyrir að í heild vantaði punktinn yfir i-ið í leik Bekkers, var ljóst af leik hans, að hann er leikinn fiðluleikari. Stein- unn Birna sýndi oft skemmtilega skerpu og var samleikur hennar í heild mjög fallega útfærður. Það er svo með verk eins og Tzigane, þar sem leikútfærslu hljóðfæraleikarans er stefnt fram á ögurbrún tækninnar, að þar má engu muna og allt, sem gerist, verð- ur að vera óaðfinnanlegt, því annars vantar það sem stefnt er að, þann fullkomleika í tónmótun og leik- tækni, sem aðeins virtúósar eiga til. Hvað sem þessu líður, lék Bekker þetta erfiða verk af mikilli tilfinn- ingu og sýndi víða góð tilþrif. Stein- unn Birna lék af öryggi, lagði stundum um of mikla áherslu á hrynskörp tilþrif en átti víða mjög fallega mótaðar tónhendingar. Eins og fyr segir var Poéme besta verk tónleikanna og þar naut sín sérstaklega vel fallegur og syngjandi tónninn hjá Bekker. Af efnisskránni í heild má ráða, að Bekker láti vel að flytja rómantíska tónlist, sérstaklega þar sem fiðlan fær að „syngja“. Jón Ásgeirsson Tímarit • TÍMARIT Máls og menningar, 1. hefti 1999 (60. árgangur), er komið út. I því eru frumbirt ljóð eftir Þorstein frá Hamri, Gerði Kristnýju, Hrafn Jökulsson, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Elísabetu Jökulsdóttur og smásögur eftir Helga Ingólfsson, Elías Snæland Jónsson, Stefán Sigurkarlsson og Agúst Borgþór Sverrisson, auk þýddrar smásögu eftir bresku skáldkonuna A.S. Byatt. Juan Goytisolo er einn af merkustu núlifandi skáldsagnahöfundum Spánverja og er hluti tímaritsins helgaður honum. Mexíkóski rithöfundurinn Carlos Fuentes ritar um hann grein og birt er nýtt áður óbirt viðtal við Goytisolo þar sem hann segir frá verkum sínum og þeim jarðvegi sem þau eru sprottin úr. Af öðru efni um erlenda höfunda og menningu má nefna grein eftir Davíð Loga Sigurðsson um írska skáldjöfuiúnn W.B. Yeats og grein um tengsl átjándu aldarinnar í Frakklandi og nútímans eftir franska skáldsagna- og ritgerðahöfundinn Guy Scarpetta. Framlag tímaritsins til íslenskrar bókmenntasögu er að þessu sinni grein eftir Rakel Sigurgeirsdóttur um skáldkonuna Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum og skáldskap hennar. Ennfremur ritar Einar Már Jónsson ádrepu um bókina „Hetjan og höfundurinn" eftir Jón Karl Helgason og þrjár nýjar bækur eru ritdæmdar. Málverk á kápu nefnist „Læsingin“ (1778) og er eftir franska málarann Jean- Honoré Fragonard. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar er Friðrik Rafnsson, aðstoðarritstjóri Ingibjörg Haraldsdóttir, en ritnefnd skipa þaii Arni Bergmann, Kristján Ái-nason, Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir. Tímarit Máls og menningar kcmur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3.900 kr. innanlands en 4.400 kr. til áskrifenda erlendis. Sýningum lýkur Hafnarborg SÝNINGUNNI Víðerni norð- ursins, verk sænsku veflista- konunnar Gunn Johanson, lýkur mánudaginn 1. mars. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. KAUPTU RÚV-Brauð MHM Annars komum vi3 og innsiglum brauðristina Jsína! RÚV-brauíí er sko skylJa. Þail er svo hollt ací hú mátt ekki horía hrautí sem [iér Finnst gott nema borða RÚV-brauí líka. Lausnarorclicf er frelsi HEIMDALLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.