Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Umdeilt
skáld finnst
látið
London. Reuters.
EITT af umdeildustu leikritaskáld-
um Breta, Sarah Kane, fannst látin á
heimili sínu í London á þriðjudag.
Verksummerki þóttu benda til að
Kane, sem var 28 ára gömul og hafði
hrist rækilega upp í bresku leikhús-
iífi með opinskáum lýsingum sínum á
bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi,
hefði hengt sig.
Haft var eftir vinum Kane að nöt-
urleg lífssýn hennar, sem svo mjög
skein í gegn í leikritum hennai’, hefði
oft á tíðum hrint skáldinu út í mikið
þunglyndi og líklega orðið til þess að
hún ákvað að fremja sjálfsvíg.
Kane kom fyrst fram á sjónarsvið-
ið er hún var aðeins 23 ára gömul
með leikriti sínu „Blasted", sem
Royal Court-leikhúsið í London setti
upp. Skiptust gagnrýnendur nokkuð
í tvö horn í afstöðu sinni til þess
sjónarhoms á kynlíf og ofbeldi sem
einkenndi leiki-itið. Meðal viðfangs-
efna þess voru ekki aðeins grófar
nauðganir heldur setti mannát eig-
inn svip sinn á leikritið.
Kane hélt áfram á sömu braut
með leikriti sínu „Cleansed" en þar
var t.d. fjallað um sjálfsmorð, aflim-
anir og heróínneyslu.
Margir gagnrýnendur höfðu lítið
álit á verkum Kane og sögðu þau
„sannkallaða veislu sorans". Aðrir
komu henni til vamar og sögðu Kane
skrifa á tungumáli sem væri á mörk-
um sannleikans og þess ljóðræna, í
leikritum hennar væri lýst veröld
þar sem ást og ofbeldi væri sam-
tvinnað á órjúfanlegan hátt.
Reuters
SARAH Kane fannst látin á heimili sínu.
Sýrubull
KVIKMYJVPIR
Sambfóin
FEAR AND LOATHING IN LAS
VEGAS
★
Leikstjóri: Terry Gilliam. Handrit: T.
Gilliam, Tod Davies, Tony Grisoni og
Alex Cox eftir skáldsögu Hunters S.
Thompson. Aðalhlutverk: Johnny
Depp og Benicio del Toro. Universal
Pictures 1998.
NÚ skil ég hvorki upp né niður í
neinu. A þessi mynd að fjalla um
eitthvað? Þannig er að blaðamað-
urinn Raoul Duke og samóski lög-
fræðingurinn hans, dr. Gonzo,
segjast vera í leit að ameríska
draumnum. Vopnaðir tösku með
úrvali eiturlyfja halda þeir til Las
Vegas og eru í vímu allan tímann
og þeir gera ekki neitt nema eyða
peningum og eyðileggja hótelher-
bergi. Ekkert meira gerist í
tveggja klukkustunda langri kvik-
mynd.
Myndin er byggð á samnefndri
bók eftir Hunter S. Thompson
sem kom út 1971. Hún virðist vera
barn síns tíma, og átti kannski að
vera ádeila á bandarískt samfélag
í þann tíma, eða átti kannski ekki
að vera neitt, það kemst að
minnsta kosti ekki til skila.
Flestum þykir heillavænlegra
og áhrifaríkara þegar gerð er
kvikmynd að áhorfendurnir fái að
vera með, en hér virðist sem þeir
hafí gleymst. Við vitum ekkert um
þessa moðhausa og hvað þeir eru
að vilja upp á dekk yfír höfuð. Þeir
eru í vímu allan tímann og ekki
eitt meðvitað orð kemur upp úr
þeim. Það hefði verið ótrúlega
skemmtilegt og vel þegin tilbreyt-
ing ef runnið hefði af þeim, þó
ekki væri nema í eina mínútu svo
maður gæti gægst eitt lítið augna-
blik inn í sálartetrið þeirra til að
skilja hvað þeir eru að gera í þess-
ari bíómynd.
Fátt er svo með öllu illt, að ekki
standi leikararnir sig ágætlega.
Johnny Depp leikur blaðamanninn
Duke og Benicio del Toro er dr.
Gonzo. Samleikur þeirra er í raun-
inni með miklum ágætum, og lítið
eitt dempaður hefði hann sómað
sér ágætlega í almennilegri kvik-
mynd. Del Toro er eiginlega betri
en Depp, meira sannfærandi, og
hann lítur út fyrir að hafa fetað í
fótspor De Niro og bætt á sig að
minnsta kosti um 30 kílóum fyrir
þessa mynd. Synd að myndin skuli
ekki hafa verið betri. Nokkrir
frægir leikarar koma einnig fram í
örsmáum aukahlutverkum, en það
er alltaf rosa gaman. Leitið og þér
munuð finna Tobey Maguire, Ca-
meron Diaz og Katherine
Helmond.
Kvikmyndatakan og hljóð-
vinnslan eru myndinni til fram-
dráttar og túlka vel heiminn með
augum manna í eiturlyfjavímu.
Þessari endalausu eiturlyfjavímu
sem gerir mann vitlausan eftir
hálftíma, hvað þá eftir tvo klukku-
tíma.
Hildur Loftsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
IVAR Valgarðsson skreytir veggi Ingólfsstrætis 8.
Veggir Ing-
ólfsstrætis 8
skreyttir með
vaxlitum
SÝNING á verkum fvars Valgarðs-
sonar verður opnuð í dag, fimmtu-
dag kl. 17, í Galleríi Ingólfsstræti
8.
Verk ívars á sýningunni eru gerð
með Crayola-vaxlitum beint á veggi
gallerísins. Um er að ræða þijá Iit-
fleti hvern á sínum vegg auk þess
er eitt verk gert með sömu aðferð á
A-4 teikniblöð. Verkin draga dám
að eðli þess efnis sem notað er og
taka mið af nöfnum litanna sem
notaðir eru, „springgreen",
„skyblue" og „orange".
ívar Valgarðsson stundaði fram-
haldsnám í HoIIandi í lok sjöunda
áratugarins og verk hans hafa
skýra tengingu í conseptlistina og
minimalisma, segir í fréttatilkynn-
ingu. Ennfremur segir að í verkum
hans, bæði tvívíðum og þrívíðum,
sé sterk vísun í hversdagslegt dag-
legt umhverfi okkar, menningu og
náttúru.
Þetta er þrettánda einkasýning
Ivars, en áður hefur hann sýnt og
tekið þátt í fjölda sýninga hér
heima og víða erlendis.
Galleruð er opið fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18. Sýningin
stendur til sunnudagsins 21. mars.
Síðustu sýningar
FELIX Bergsson í hlut-
verki sínu.
Hinn full-
komni jafningi
SÝNINGUM á einleiknum
Hinn fullkomni jafningi fer
senn að ljúka og verður síðasta
sýning laugardagskvöldið 6.
mars kl. 20. Aukasýning verð-
ur mánudagskvöldið 1. mars kl.
21.
Verkið fjallar um líf fimm
samkynhneigðra karlmanna í
Reykjavík samtímans. Þeir eru
eins ólíkir og þeir eru margir
en eiga það eitt sameiginlegt
að vera allir að reyna að lifa líf-
inu á sínum forsendum og
reyna að brjótast út úr þögn-
inni.
Merkar ritgerðir
í þnátíu ár
BÆKUR
Mttúrufræðirit
EYJAFJÖLL - Drög að jarðfræði
eftir Jón Jónsson jarðfræðing. 112
bls. Útgefandi: Rannsóknastofnunin
Neðri Ás, Hveragerði 1998.
RANNSÓKNASTOFNUNIN
Neðri Ás hefur gefið út hvorki
meira né minna en 53 veglegar
fræðiritgerðir um íslenzk efni á síð-
astliðnum þrjátíu árum. Nú kunna
margir að spyrja, hver er þessi
stofnun, sem hefur staðið myndar-
lega að útgáfu á slíkri ritaröð. Því
er til að svara, að Gísli Sigurbjörns-
son, sem var forstjóri Elliheimilis-
ins Grundar, á heiðurinn af stofnun-
inni, sem undrahljótt hefur verið
um. Gísli var þekktur fyrir mikla
eljusemi að hverju, sem hann gekk,
og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn, ef
því var að skipta. Hann var þegn-
skaparmaður og ógleymanlegur öll-
um, sem honum kynntust, fyrir fjöl-
þættan áhuga á öllu því, sem gat
orðið þjóðinni til heilla. Vert er að
minnast hans fyrir það, að vera einn
hinna fyrstu, sem beittu sér fyrir
því, að hveraörverur voru rannsak-
aðar í því augnamiði að hafa mætti
af þeim gagn. I þá daga tóku ekki
margir undir hugmyndir hans, enda
var hann á mörgum stöðum langt á
undan samtímamönnum sínum.
Það yrði langt mál að greina frá
öllum ritum stofnunarinnar, sem
eru flest á sviði náttúrufræða. I
stórum dráttum skiptast ritin
þannig: 20 fjalla um grasa- og vist-
fræði, 13 um landa- og jarðfræði, 10
um búfræði, 4 um veðurfræði, 3 um
læknisfræði og 3 ritgerðir eru um
dýrafræði, gerlafræði og hagfræði.
Flestir höfundanna, sem hér skrifa,
eru erlendir fræðimenn og engir
aukvisar á sínu sviði. Tiixen, Ellen-
berg og Böttcher eru til dæmis
Gísli
Sigurbjörnsson
meðal virtustu gróðurfræðinga í
Evrópu. Þá hafa nokkrir íslending-
ar lagt til efni og má í þeim hópi
nefna Steindór Steindórsson, Pál
Bergþórsson, Þór Jakobsson, Ólaf
Dýrmundsson og nú að síðustu Jón
Jónsson.
Margar þessara fræðiritgerða
eru nokkurs konar skýrslur um
ákveðið efni eða athugun, sem er-
lendir fræðimenn hafa tekið saman
að lokinni ferð um landið. I mörgum
þeirra sannast hið fornkveðna, að
glöggt er gests augað, þó að á
stundum vilji brenna við, að erlend-
um mönnum sjáist yfir augljós at-
riði, sem okkur eru töm.
Nýjasta ritið í röðinni (nr. 53),
sem kom út fyrir skömmu, fjallar
um jarðfræði Eyjafjalla. Höfundur-
inn er Jón Jónsson (f. 1910), nestor
íslenzkra jarðfræðinga, sem hefur
unnið drjúgt starf eftir að venju-
bundnum störfum lauk fyrir hart-
nær tveimur áratugum og er enn að.
Rit Jóns er - í fáum orðum sagt -
jarðfræðilýsing á myndun og gerð
Eyjafjalla; og í raun er það heldur
meira, því að víða er leiðum og
landslagi lýst. Fyrst er yfirlit yfir
berggrunninn og síð-
an er fjallinu skipt í
afmörkuð svæði,
sem lýst er á grein-
argóðan hátt, eins og
Drangshlíðarfjalli,
Fimmvörðuhálsi og
Goðalandi, svo fátt
eitt sé nefnt; þá er
einnig sagt frá ein-
stökum fyrirbrigð-
um náttúrunnar, svo
sem eldvarparústum
í Skollahausum,
jarðhita og eisubergi
í Skógaheiði. Frá-
sögn Jóns er skýr og
fer honum vel úr
hendi að rekja
landa- og jarðfræði
svæðisins, svo að hverjum manni er
auðskilið, og að auki fylgir með lítið
en greinilegt jarðfræðikort. A stöku
stað skýtur Jón inn meitluðum um-
mælum, sem hafa víðtæka skírskot-
un; má hafa af því nokkurt gaman.
Ritið er í handhægu broti og prýtt
fjölda ljósmynda. Því miður er lit-
greiningu mynda talsvert áfátt og
helzt má telja ritinu til áfellis, að
prófarkalestur er slakur.
Víst er, að fæstir þeirra, sem aka
austur undir Eyjafjöll, geri sér fylli-
lega grein fyrir umfangi og fjöl-
breytileika fjallaklasans. Sumt má
þó auðveldlega sjá frá þjóðvegi, ef
menn hafa vakandi auga með lands-
lagi, en myndunin er þó margþætt-
ari en svo, að slík skoðun nægi.
Þessi leiðarvísir Jóns Jónssonar
mun því án efa veita mörgum enn
meiri ánægju af ferð undir Fjöllin
en áður, ef menn gefa sér tíma til
þess að staldra við og skyggnast inn
í heim jarðfræðinnar. Verður mér
þá fyrst hugsað til Eyfellinga
sjálfra, leiðsögumanna og reyndar
allra, sem unna íslenzkri náttúru.
Enginn þreytist á leiðsögn Jóns.
Ágúst H. Bjarnason
Jón
Jónsson