Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 31
LISTIR
BÆKUR
Ritgeröir
VERALDARHÚSIÐ: RITGERÐ
UM ÍSLENSKA DULFRÆÐI
eftir Þorstein Antonsson.
Útg. Sigurjón Þorbergsson.
Reykjavík 1998. 96 bls.
SÍÐASTA INNSIGLIÐ: ÚR HEIMI
EINHVERFRA
eftir Þorstein Antonsson. Ormstunga
1998. 243 bls.
RITGERÐIRNAR í Síðasta inn-
siglinu og Veraldarhúsinu eru um
margt forvitnilegar en einnig afar
sérkennilegar. Þótt hugleiðingar
Þorsteins hafl á sér fræðilegt yfir-
bragð og form er greinilegt að hann
hefur engan áhuga á því að halda
því til streitu: Andinn í skrifum Þor-
steins er í senn nútímalegur (vís-
indalegur) og forn (trúarlegur/dul-
fræðilegur): þ.e.a.s. and-módernísk-
ur.
Skrifín einkennist þannig af
„póstmódernísku næmi“: átökum
skynsemi og dulúðar; samkrulli vís-
indahyggju og „dulfræða“, upplýs-
ingar og fjölhyggju (fjölkunnáttu).
Enda er tilgangur höfundar, a.m.k. í
Veraldarhúsinu, með vísun til skrifa
Benedikts Blöndals, að „móta ís-
lenska dulfræði“ sem gæti fengið
„þversagnir lífsins tii að ganga
upp.“ (8). Hvorki meira né minna.
Ritgerðirnar átján í Veraldarhús-
inu fara út um víðan völl. I þeim er
m.a. að finna menningar- og þjóðfé-
lagsrýni; hugleiðingar um fjölskyld-
una, karlveldið, vitundarsviðið og
trúarheimspeki. Þrátt fyrir þá yfir-
lýsingu höfundar að í „nútímanum
verði að fjalla af þekkingu, sam-
kvæmt strangri aðferð, um hvert
mál, svo guða sem manna“ er stund-
um erfitt að henda reiður á fullyrð-
ingum höfundar og samhengi
þeirra.
Ekki svo að skilja að skrifin séu
algerlega í einni bendu og tómt bull;
í þeim er urmull af skemmtilegum
og glöggum athugasemdum, frjóu
innsæi og skarpri samfélagsgagn-
rýni sem hægt er að taka undir af
heilum hug. En þegar verst lætur
verður textinn einum of „nýaldar-
legur“ í afdráttarlaus-
um staðhæfingum sín-
um, og synkretisma
eða hugmyndasam-
krulli. Textinn grefur
(viljandi?) undan sjálf-
um sér í sífellu með því
að blanda saman mál-
fari (og ,,rökum“) trúar
og vísinda.
í augum Þorsteins
eru orðræður vísinda-
legra rannsókna og
trúarlegrar innlifunar
aðeins mismunandi en
jafngild táknmál yfir
tilveruna og mannlegt
hlutskipti - hvorugt
stendur nær sannleik-
anum en hitt: „Alits-
munur sá einn hvor leiðin sé gagn-
legri, Krists eða síðari tíma vísinda
til að koma á tilveruna mennskri
mynd.“ Kannski mætti segja sem
svo að dulfræði Þorsteins byggi á
goðsagnlegri hugsun sem stefnir að
„dulvísi" (eða „umræð(u) um hið
óumræðilega") sem veiti „nýja og
skai-pari sýn í hið gamalkunna og
hversdagslega.“(9).
Helsta gagnrýnin á Veraldarhús-
ið hlýtur að vera sú að textinn er of
yfirlýsingakenndur, alhæfandi og
smættandi. (T.d. „Menn hafa alltaf
greinst í tvo andstæða hópa eftir
upplagi sínu og náttúruþörfum,
samkeppnis- og samvinnusinna ...“
(15)). Ætla má að slíkur ágalli hefð-
bundinnar tvíhyggju vinni gegn til-
ætlaðri dulvísi.
Svipuð gagnrýni á við um Síðasta
innsiglið en bókin er ekki jafn heim-
spekilega sinnuð og er áhugaverðari
fyrir vikið. Umfjöllunarefnið er, að
því er virðist í fyrstu, fræðileg út-
tekt á einhverfu og sérstaklega á
svokölluðu Asperger-heilkenni
(Asperger syndrome) en þeir sem
því eru haldnir eru sagðir „sjálf-
bjarga einhverfir". Þorsteinn setur
fram skilgreiningar á fyi-irbærinu í
inngangi, eykur svo við einkenna-
listann í rás bókarinnar og tiltekur
dæmi um meintar sjálfbjarga ein-
hverfar persónur. Sumir kaflarnir
eins konar sjúkdómssögur.
Líkt og Veraldarhúsið er Síðasta
innsigiið í aðra röndina umsögn og
einkenni á menningarástandi - hinu
póstmóderníska hlutskipti. í því
felst m.a. að „(s)érviska og sérfræði
eru nú orðið óaðgrein-
anleg“, eins og Þor-
steinn kemst sjálfur að
orði (12). I samræmi
við þetta blandar Þor-
steinn sj álfsævisögu-
legum þáttum inn í
„fræðin". Hið persónu-
lega litar textann, nær
yfirhöndinni og gerir
hann áhugaverðan.
Þannig væri jafnvel
hægt að líta á Síðasta
innsiglið sem póst-
móderníska skáld- eða
sjálfsævisögu.
Skáldævisögu og
fræðirit í senn; skáld-
fræði-ævisögu; skáld-
frævisögu; þar sem
hver hugdettan frjóvgar aðra og sá-
ir sér; þar sem höfundur vflar ekki
fyrir sér að setja saman vísindalega
og trúarlega orðræðu sem hliðstæð-
ar skýringar í bland við persónuleg-
ar játningar.
Eins og Þorsteinn segir sjálfur í
inngangi, fjallar Síðasta innsiglið „á
persónulegan, ævisögulegan hátt
um vangetu til félagslegrar aðlög-
unar og þroskatruflanir sem af
henni léiða." Og bókin er tilraun,
segir hann, til að miðla ,jafnt leik-
um sem lærðum af yfirgripsmikillli
persónulegi’i reynslu sem ég hef
öðlast um dagana af mannlífí á
mörkum einhverfu."
Hreinskilni Þorsteins^ er allt að
því óþægileg á köflum. I kafla sem
ber heitið „A svörtu nótunum“
greinir Þorsteinn sjálfan sig og hlíf-
ir sér hvergi. Annars staðar segir
hann frá föður sínum, uppeldi og
æsku. Móðir hans fær einnig sér-
stakan kafla og vægðarlausa grein-
ingu. Um hana segir Þorsteinn m.a.
„Mister Bean er hversdagslegur í
samanburði við móður mína,“ svo
saklaus samlíking sé valin.
Hliðstæðu trúar og vísinda má
sjá í titlinum sjálfum þar sem hvort
tvegga er vísað í opinberun (síð-
asta/sjöunda innsiglið) og vísinda-
lega skilgreiningu (heimur ein-
hverfra). En hún er líka hvarvetna í
textanum. Á síðu 107 segir: „Núorð-
ið lít ég svo á að guð hafi gefið mig
og nokkra aðra menn af minni kyn-
slóð og öðrum kynslóðum fyrr og
síðar með því að firra okkur getunni
til félagslegrar samstillingar og þar
með samkenndar um ábyrgð og
sekt!“ I næstu málsgrein á eftir
segir: „Eg veit núorðið að æðið er
efnafræðileg, arfbundin, truflun í
sjálfvitundinni." í næstsíðasta kafl-
anum, „Stjórnstöð", nær síðan vís-
indahyggjan hámarki en þar er ein-
hverfa vafningalaust rakin til litla
heila, eða til þess að hann starfi
ekki með skilvirkum hætti (225).
Upptalning á meintum sjálf-
bjarga einhverfum er fyrirferðar-
mikil og kennir þar ýmissa grasa:
Mozart, Michel Foucault, Sölvi
Helgason, Gulliver (og kannski höf-
undur hans líka, Swift), Eiríkur
Laxdal (sem skrifaði fyrstu íslensku
skáldsöguna, þá mögnuðu Ólafs
sögu Þórhallasonar, sem Þorsteinn
sjálfur uppgötvaði, kom á framfæri
og breytti þannig íslenskri bók-
menntasögu), Strindberg og Ing-
mar Bergman, Steinn Steinan’,
Wirginia Woolf, Proust, Faulkner,
Kafka, Don Kíkóti (og kannski
Cervantes), Poe, Lautréamont,
Rimbaud, Mallarmeé, Joyce,
Beckett, Camus, Vigdís, Þórunn,
Megas, og auðvitað Þórbergur
Þórðarson.
Þorsteinn segist á einum stað
ætíð hafa „svarað þörf sinni fyrir af-
brigðiiegan félagsskap“ og á þá
einkum við samskipti við utangarðs-
fólk sem honum „finnst“ haldið
sömu einkennum einhverfu og
hann. Þannig segir hann af skiptum
sínum við S. (sem gaf út bókina
Dómsmorð) og fleiri sem lent hafa
upp á kant við lögin. Steinar Sigur-
jónsson er einnig greindur með
Aspergers-heilkenni í sérkafla sem
heitir „Ljúflingur", skemmtilega
skrifuð og falleg eftirmæli um utan-
garðsskáldið.
Það er engin leið að ná utan um
þessa tyrfnu og að sumu leyti
mögnuðu bók í stuttum ritdómi.
Gildi hennar felst e.t.v. einkum í
þeim persónulegu og sjálfsævisögu-
legu þáttum sem teygja sig út um
alla frásögnina. Um vægi bókai’inn-
ar fyrir umræðu um einhverfu get-
ur undirritaður ekki dæmt en
„fræðilegu" umfjöllunina hefði mátt
stytta allverulega án þess að hún
hefði orðið óskýi’ari fyrir vikið.
Hugtakið „sjálfbjarga einhverfur"
virðist 1 leikmanns augum ákaflega
víðfeðmt, eins og það er notað í bók-
inni. Það liggur við að það dugi sem
samheiti á „mannlegu hlutskipti" og
við séum þar með öll að meira eða
minna leyti „sjálfbjarga einhverf‘.
Geir Svansson
Heims-
kór æsk-
unnar til
Slóveníu
í SUMAR mun Heimskór æsk-
unnar hittast í Slóveníu 19. júlí og
æfa þar í tvær vikur. Síðan mun
kórinn verða á tónleikaferðalagi í
aðrar tvær vikur í Slóveníu, Króa-
tíu, Bosníu, Makedóníu, Italíu,
Austurríki og Þýskalandi. Stjórn-
endur kórsins í sumar verða
Frieder Bernius frá Þýskalandi
og Gary Graden frá Svíþjóð. Kór-
félagar verða sjálfir að bera
kostnað af ferðinni milli heima-
lands og Ljubljana í Slóveníu. Is-
lenskum kórsöngvurum á aldrin-
um 17 til 26 ára gefst kostur á að
þreyta inntökupróf í kórinn í byrj-
un mars. Þorgerður Ingólfsdóttir
kórstjóri veitir nánari upplýsing-
ar.
Heimskór æskunnar (World
Youth Choir) var stofnaður árið
1989. Kórinn hefur starfað einn
mánuð á hverju sumri og alltaf á
ólíkum stöðum í heiminum. Kórfé-
lagar eru 90 talsins á aldrinum 17
til 26 ára og eru valdir úr hópi þús-
unda umsækjenda hvaðanæva að
úr heiminum. Þeir þurfa að hafa
staðgóða kunnáttu í nótnalestri og
raddbeitingu ásamt reynslu í kór-
söng og kórstarfi. Nokkrir íslensk-
ir kórsöngvarar hafa við góðan
orðstír sungið með Heimskór æsk-
unnar.
-------------
Upplestur í
Gerðarsafni
UPPLESTUR á vegum Ritlistar-
hóps Kópavogs verður í Kaffistofu
Gerðarsafns-Listasafns Kópa-
vogs, í dag frá kl. 17-18. Gestur að
þessu sinni er Sveinbjörn I. Bald-
vinsson rithöfundur. Hann mun
lesa úr ljóðabókinni Stofa krafta-
verkanna ásamt fleiri verkum sín-
um.
Aðgangur er ókeypis.
Dulvísar opinberanir
Þorsteinn
Antonsson
hugsaðulengra...