Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 35
✓
im vaxtahækkun Seðlabanka Islands
iOg
úu
„Ég hef hinsvegar miklar efasemd-
ir um þá ákvörðun Seðlabankans að
endurvekja lausafjárskyldu á lána-
stofnanir. Lausafjárskyldan var bam
síns tíma og hafði þýðingu við allt
aðrar aðstæður en nú er. Smám sam-
an komu fram verulegir ágallar á
lausafjárskyldunni. Meðal annars var
ljóst að hún hafði truflandi áhrif á
eðlilega vaxtaþróun í landinu og hún
hafði áhrif á samkeppnisstöðu ís-
lenskra banka og sparisjóða. Ég sé
ekki þau rök nú sem mæla með því að
endurvekja þessa lausafjárskyldu og
ég vona að Seðlabankinn leiti betri og
nútímalegri leiða til þess að ná mark-
miðum sínum.“
Valur bendir á að útlánastefna
banka og sparisjóða hafi verið með
misjöfnum hætti undanfarið ár.
„Seðlabankinn hefur lýst yfir áhyggj-
um sínum vegna aukinna útlána
banka og sparisjóða síðustu misseri
en nauðsynlegt er að hafa í huga að
þróunin hefur verið mismunandi eftir
bönkum. Við hjá íslandsbanka höfum
rekið mun varfærnari stefnu í útlána-
málum síðastliðna 18 mánuði en aðr-
ir. Á síðasta ári var útlánsaukning ís-
landsbanka tæplega 18%. Á sama
tíma var hún 25% í Landsbanka og
Fjárfestingarbanka. 33% í Búnaðar-
banka og 36% í sparisjóð-
unum.
Að hluta á útlánaaukn-
ingin á síðasta ári rætur
að rekja til þeirrar stefnu
stjórnvalda að gefa ríkis-
bönkunum sérstakt svigrúm til að
auka útlánin. Hlutafjáraukningin í
Búnaðarbanka og Landsbanka hafði
þann tilgang að auðvelda þeim að
auka umsvif sín og FBA hefur frá
ársbyrjun 1998 haft þá stefnu að
stórauka sín útlán. Útlánaaukningin
á síðasta ári er því að hluta til innan-
húsmál ríkisins sem óþarfi er að
blanda öðrum í,“ segir Valur.
Að háns sögn er ástæða til að vekja
athygli á að efnahagslífið hafi gjör-
breyst á tiltölulega skömmum tíma
og engar hindranir séu á fjármagns-
flutningi eða lántökum. „Vilji fólk eða
fyi-irtæki taka lán til framkvæmda
eða eyðslu eru margar leiðir til þess.
Einungis ein þeirra er að fá lán í
banka eða sparisjóði. Þegar reynt er
að setja hindrun íyrir lánveitingar
banka og sparisjóða flæðir lánsfé
þeim mun hraðar um aðrar lánaleiðir
og að öðru jöfnu er eftirspurn og
þenslan sú sama,“ segir Valur Vals-
son.
Viðvarandi
þenslueinkenni
Viðskiptastofa Islandsbanka telur
hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum
ekki óeðlilega þar sem ýmis einkenni
ofþenslu séu viðvarandi og gengi
krónunnar hafí verið nokkuð veikt.
Markmiðið sé að draga úr útlánum,
en gera megi ráð fyrir að vextir til
styttri tíma hækki almennt í kjölfarið
og það hægi á útlánaeftirspurn, og
þetta ætti að öllu jöfnu að auka áhuga
á erlendri lántöku sem styrkja ætti
krónuna. Hins vegar séu með fyrir-
huguðum lausafjárreglum Seðla-
bankans sett höft á fjármagnsflæði til
landsins sem í fyrstu ætti að veikja
krónuna, en þegar tilætluð áhrif verði
og það hægist á efnahagsstarfsem-
inni gæti sú þróun snúist við. Þá hafí
þessar reglur aðeins áhrif á íslenska
banka en aðrir markaðsaðilar og þá
sérstaklega erlendir bankar verði
ekki fyrir áhrifum.
Bendir Viðskiptastofan á að með
breytingum á lögum síðustu ár hafi
fjármagnsflæði til landsins verið gef-
ið algerlega frjálst og engin höft séu
á starfsemi erlendra banka hér á
landi. Þessar reglur veiki því sam-
keppnisstöðu íslenskra banka. Loks
er á það bent að reglur þessar séu
byggðar á hugmyndum sem aflagðar
voru fyrir ári og þær séu ekki í anda
þess hlutverks Seðlabankans að
stuðla að nútímalegri reglum um
bankastarfsemi á Islandi.
Onauðsynleg áhrif
á verðmyndun
í Morgunkoi-ni Fjái-festingarbanka
atvinnulífsins í gær segir að það komi
á óvart að gripið sé til tveggja svo
róttækra aðgerða á sama tíma i stað
þess að athuga fyrst hvaða áhrif önn-
ur hvor hafí ein og sér. Einnig orki
það tvímælis að þegar tilkynning um
setningu lausafjárkvaða sé send inn á
markaðinn liggi ekki fyrir hvemig
þær reglur muni líta út. Meðan sú
óvissa ríki séu líkur á að hún hafi
ónauðsynleg áhrif á verðmyndun á
mörkuðum, og fyrr í vikunni hefði sú
óvissa sem fyrirliggjandi drög að
reglum skapaði haft áhrif á verð-
myndun og viðskipti á gjaldeyris- og
peningamörkuðum sem og á skulda-
bréfamarkaði.
Jafnframt segir í Morgunkorni að
ef endanlegar lausafjárreglur verði
ekki talsvert frábrugðnar fyrirliggj-
andi drögum sé ljóst að þær muni
hafa neikvæð áhrif á framþróun pen-
ingamarkaðar á Islandi.
Tilfærslur í ijármögnun
á næstu misserum
Kaupþing hf. telur að lausafjár-
kvöðin muni ekki kalla á stórfelldar
breytingar á stöðu fjármálastofnana
eins og hún sé í dag, en hún muni
hins vegar takmarka sveigjanleika
þeima í framtíðinni. Þess vegna muni
vafalaust sjást einhverjar tilfærslur í
fjármögnun fjármálastofnana á
næstu misserum, þ.e. frekari upp-
greiðslu skammtímaskulda og aukin
langtímafjármögnun.
Helstu áhrifin sem Kaupþing sér
fyrir sér í kjölfar aðgerða
Seðlabankans er að
vaxtahækkunin hafi að
öðru jöfnu jákvæð áhrif á
íslensku krónuna.
Skammtímaviðskipti
markaðarins með ríkisvíxla ættu að
aukast í takt við hækkun Seðlabanka
og gera megi ráð fyrir hækkunum á
kröfu á ríkisbréfum í takt við hækk-
unina. Til skamms tíma megi gera
ráð fyrir nokkrum hækkunum á
ávöxtunarkröfu lengri skuldabréfa og
sú hækkun hafi þegar komið fram að
hluta, en eftirspurn endakaupenda
muni ráða miklu um hve mikil hækk-
unin verði. Þá telur Kaupþing að ekki
sé ólíklegt að hlutabréf í Búnaðar-
banka, íslandsbanka, Landsbanka og
FBA geti lækkað eitthvað vegna þess
kostnaðar sem lausafjárkvöð hefur í
fór með sér fyrir bankana.
Hlutabréfí
bönkunum gætu
lækkað f verði
Fullveldisáform landstjórnar Færeyja
SÖGULEGT FÆRI
TIL SJÁLFSTÆÐIS
Högni Hoydal
VIÐ FÆREYINGAR stönd-
um núna frammi fyrir
sögulegu tækifæri til að
slíta okkur lausa frá því að
vera fjárhagslega háðir Dönum og
standa á eigin fótum,“ segir Högni
Hoydal, sem fer með málefni er
varða undirbúning að sjálfstæði
Færeyja í færeysku landstjórninni.
Hann flytur í dag fyrirlestur í Hátíð-
arsal Háskóla íslands um sjálfs-
stjórnarstefnu landstjórnarinnar.
Stjórnin, sem undir forsæti An-
finns Kallsbergs tók við landsstjórn-
artaumunum í Færeyjum eftir kosn-
ingai’ 1997, fylgir þeirri yfirlýstu
stefnu að koma sambandinu við Dan-
mörku í nýjan farveg. Högni Hoydal,
sem er langyngstur færeysku land-
stjórnarmannanna, hefur yfirumsjón
með sjálfstjórnaráformum hennar,
en þær hafa verið mótaðar að miklu
leyti með sambandslagasamning Is-
lands og Danmerkur frá 1918 að fyr-
irmynd.
í samtali við Morgunblaðið segir
Högni undirbúning að foimlegum
viðræðum við dönsk stjórnvöld um
breytt fyrirkomulag sambands
Færeyja við Danmörku vera í fullum
gangi. „Takmarkið er að Færeyjar
verði fullvalda ríki með sérstök
tengsl við Danmörku, með sameigin-
legan þjóðhöfðingja og gjaldmiðil,
svo dæmi sé nefnt. Um þann samn-
ing sem út úr þessum viðræðum
kemur verður síðan efnt til þjóðarat-
kvæðagreiðslu í Færeyjum,“ segir
Högni. Stefnt sé að því að þessi þjóð-
aratkvæðagreiðsla geti farið fram á
árinu 2000.
Stjómskipaðar sérfræðinganefnd-
ir eru að vinna að úttektum á þeim
afleiðingum sem gera megi ráð fyrir
að hljótist af sjálfstæði Færeyja, svo
sem hvaða efnahagslegar afleiðingar
það hefur að skrúfað verði í áfongum
fyrir efnahagsaðstoð frá Danmörku
og hvernig Færeyingar geti mótað
sjálfstæða stefnu í menntamálum, fé-
lagsmálum og svo framvegis. „Þessi
vinna er í fullum gangi núna,“ segir
Högni.
Þá vinnur önnur sérfræðinganefnd
að því að semja drög að færeyskri
stjórnarskrá, og hefur Sigurður Lín-
dal lögfræðiprófessor við Háskóla Is-
lands verið Færeyingum til ráðgjaf-
ar í því sambandi.
Breiða samstöðu skortir
Aðspurður hvort sú staðreynd hafi
ekki áhrif á sjálfstæðisáform lands-
stjórnarinnar að ekki ríkir samstaða
meðal allra stjórnmálaafla í Færeyj-
um um markmiðið, segir Högni
þennan skort á samstöðu vissulega
vera vandamál. „Hér í Færeyjum
höfum við síðustu aldirnar verið
skipt í ámóta jafn stórar fylkingar
[með og á móti lausari tengslum við
Danmörku].“ Tveir atkvæðamiklir
stjórnmálaflokkar - hinn borgaralegi
Sambandsflokkur og færeyski jafn-
aðarmannaflokkurinn - segir Högni
að séu andsnúnir fullu sjálfstæði, en
meirihluti þingmanna á Lögþinginu
segir
hina almennu
umræðu um
sjálfstæðismálið
vera mjög mót-
aða af viðhorfum
stjómarandstöð-
unnar, þ.e. sam-
bandsflokks- og
j afnaðarmanna.
„Þeir segja fólki:
„Ef við verðum
sjálfstæð mun
það kosta þig svo
og svo mikla
peninga, þú missir velferðarstuðn-
ing, það verður ekki lengur hægt að
reka sjúkrahús og skóla héma,“„
segir hann. Með svona hræðsluá-
róðri reyni stjórnarandstaðan sem
sagt að spilla því sögulega tækifæri
sem Færeyingum gefist núna til að
verða óháðir Dönum. Vegna þessa
séu úttektir sérfræðinganefndanna
mjög mikilvægar, þar sem á grund-
velli þeirra megi byggja upplýsta
umræðu, sem „snúist um raunveru-
leikann en ekki þjóðsögur".
„Það er búið að ræða þessi mál í
hundrað ár í Færeyjum en sú um-
ræða hefur að mestu
leyti snúist um þjóð-
sögur; annars vegar
er sagt að allt verði
gott slítum við okk-
ur lausa frá Dönum
og hins vegar að það
myndi enda með
ósköpum hlytum við
sjálfstæði,“ segir
Högni.
Þess vegna segir
hann afar mikilvægt
að ýtarleg og al-
menn umræða fari
fram um kosti og galla sjálfstæðisins
áður en gengið verði til þjóðarat-
kvæðis um málið. „Það er tilgangs-
laust að gera Færeyjar sjálfstæðar
óski þjóðin ekki eftir því.“
Högni segir sérfræðinganefndirn-
ar eiga að skila af sér skýrslum sem
teknar verði saman í „hvítbók“ sem
lögð verði fram sem grundvöllur alls-
herjarumræðu um málið í Lögþing-
inu. Gert er ráð fyrir að þessi hvít-
bók liggi fyrir hinn 10. júní nk. „Þá
vonumst við til að breiðari samstaða
náist á þinginu um sjálfstæðisáform-
in.“
Reikna ekki
með olíugróða
Högni segir aðspurður að mögu-
leikinn á því að olía fmnist við
strendur Færeyja hafi vissulega
mikil áhrif á afstöðu margra. „En í
okkar áformum reiknum við ekki
með því að fjármagna sjálfstæði okk-
ar með olíugróða," segir Högni. I út-
reikningum landstjómarinnar sé
gert ráð fyrir að efnahagur Færeyja
geti staðið undir sér á sömu atvinnu-
gi-einum og þegar eru fyrir hendi.
„Komi olían, væri það gott, en það er
engin forsenda fyrir sjálfstæði," seg-
ir hann og bætir við að olían gæti
skapað alveg jafn mikil vandamál
eins og sumir vonuðust til að hún
muni leysa. „Verði komið upp olíu-
iðnaði í Færeyjum höfum við
áhyggjur af því hvernig færeyskri
menningu, byggðamynstri og hinum
hefðbundnu atvinnugi-einum mun
reiða af. Munu til dæmis öll færeysk
ungmenni vilja fara að vinna í olíu-
iðnaðinum og þar með ekki lengur
fara til sjós, svo dæmi sé nefnt?“
segir Högni. Hins vegar sé það alveg
ljóst, að vonin um olíuna hleypi
bjartsýni í marga
og skapi hugsan-
lega víðtækari
meirihluta fyrir
sjálfstæðisá-
formunum.
„Mín niðurstaða
er sú að við stönd-
um frammi fyrir
sögulegu tækifæri
til að slíta okkur
lausa frá dönskum
efnahagsstuðningi.
Það er vegna þess
að við gengum í
gegn um mikla efnahagskreppu á
fyrri hluta þessa áratugar sem hefur
valdið því að við erum núna að
greiða háar upphæðir í vexti og af-
borganir af erlendum lánum sem við
neyddumst til að taka. Þessar af-
borganir eru jafnháar og við erum
að fá í efnahagsaðstoð frá Dan-
mörku. Hugmyndin er því sú að
semja við Dani um að greiðslurnar
frá þeim fari framvegis í að greiða
þessar afborganir en við Færeyingar
sjáum sjálfir um að reka okkar efna-
hag. Þetta er í fyrsta sinn frá því við
hlutum heimastjórn að efnahagsá-
standið er þannig að við sjáum fram
á að geta staðið efnahagslega undir
eigin þjóðfélagi, burtséð frá skulda-
byrðinni. Þetta er hið sögulega tæki-
færi sem við í landstjórninni viljum
að við Færeyingar nýtum okkur,“
segir Högni Hoydal að lokum.
Fyrirlesturinn sem Högni flytur í
dag ber færeysku yfirskriftina „Full-
veldisætlan landstýrisins“ en verður
fluttur á dönsku. Sigurður Líndal
prófessor stýrir fundinum, sem hefst
kl. 16:15 í Hátíðarsal HÍ í aðalbygg-
ingu við Suðurgötu. Fundurinn er
öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Færeyski landstjórnarmaðurinn
Högni Hoydal hefur yfírumsjón
með undirbúningi þess að
Færeyjar hljóti sjálfstæði. I
tilefni af því að hann heldur í
dag erindi um þessi áform í
Háskóla Islands fékk Auðunn
Arnórsson hann til að útskýra í
stuttu máli rökin að baki þeim.
standi að áform-
um landstjórnar-
innar.
Högni
Annars vegar er
sagt að allt verði
gott slítum við okk-
ur lausa frá Dönum
og hins vegar að
það myndi enda
með ósköpum hlyt-
um við sjálfstæði,“
segir Högni.