Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Imynd Elliðaánna ELLIÐAARDALUR er ein af perlum Reykjavíkur. Hann er stærsta samfellda úti- vistarsvæði á höfuð- borgarsvæðinu og þangað koma árlega þúsundir manna til úti- vistar og heilsuræktar. Góðir göngu- og hjól- reiðastígar liggja um allan dalinn, þar er gróðursæld mikil og líf- ríkið fjölskrúðugt. Flestir Reykvíkingar munu þekkja EUiðaár- dalinn af þessari lýs- ingu. Okkur þykir und- antekningalítið vænt um árnar og viljum veg þeirra að sjálfsögðu sem mestan. Það skýtur því skökku við að lesa skrif ýmissa stangveiðiáhuga- manna sem birst hafa í Morgun- blaðinu undanfarna daga og fjalla flestar um rafstöðina við Elliðaár og meinta skaðsemi hennar gagn- vart náttúrunni. I þessum gi'einum og þá sérstaklega greinum Orra Vigfússonar og Bubba Morthens hinn 9. febrúar og Þórarins Sig- s þórssonar og Ingólfs Asgeirssonar 13. sama mánaðar, er dregin upp svört mynd af ánum og farið um þær háðulegum orðum. Þannig er fullyrt að árnar hafi á sér „ímynd óhreinleika og hnignunar", að gert sé grín að þeim og að börn séu vöruð við að vaða í óhreinu vatninu. Þetta eru kaldar kveðjur til þess fólks sem lagt hefur á sig ómælda vinnu í því skyni að fegra og hlúa að dalnum og umhverfi hans. A ári hverju starfa tugir manna á vegum borg- arinnar, félagasam- taka og veitufyrir- tækja Reykjavíkur að náttúruvernd og skógrækt á svæðinu, með þeim árangri að þar er nú glæsilegur fólkvangur sem á lítið skylt við þá mynd sem laxavinirnir fjórir reyna að draga upp. Fráleitur samanburður Greinarnar sem vitnað var til hér að framan, eru liður í heilögu stríði þeirra félaga gegn rekstri Elliðaárstöðvarinnar, merkustu orkuminja landsmanna. I þessu stríði er víða leitað fanga og oft langt seilst í leit að rökum. I grein sinni segja Orri og Bubbi: „Stíflur, virkjanir og mikil vatnstaka hafa nær undantekningalaust eyðilagt villta laxastofna í ám.“ Síðan birta þeir langan lista yfir borgir á borð við Hamborg, Neweastle, London, París og New York, sem allar hafa glutrað niður laxastofnum sínum. Minjavernd * Islensk tæknisaga er ekki svo rík af munum og byggingum, segir Stefán Pálsson, að við megum við því að fórna slíkri gersemi sem Elliðaárstöðin er. Með þessu er væntanlega átt við að lífríki ánna Signu, Thames og Tyne hafi hrunið vegna reksturs lítilla virkjana hluta af árinu? Hér skipta varla máli þættir á borð við skipa- siglingar eftir fljótunum, fram- ræsla votlendis, áburðamotkun í landbúnaði, mengun sjávar eða áratuga losun á óhreinsuðu húsa- og iðnaðarskólpi? Nei, einhvers staðar hlýtur að mega finna raf- stöðvar sem valdið hafa þessum hörmungum. Eða em gi-einarhöf- undar ef til vill að líkja milljóna- borgum vestan_ hafs og austan við Breiðholt og Arbæ og stóriðnaði þessara borga við hesthúsabyggð- ina í Víðidal? - Svona málflutning- ur er ekki boðlegur. Enn versnar nú samanburðurinn hjá þeim félögum þegar nýlegt og vissulega mjög sorglegt dæmi er Stefán Pálsson svert tekið um hran laxastofnsins í Lær- dalsá í Noregi. Þar segir: „Nýlegt dæmi er frá einni af frægustu stór- laxaá Noregs þar sem 1994 var reist myndarlegt veiðiminjasetur við Lærdalsá í stað þess að hlúa að lífríkinu. Norðmenn sitja nú uppi með glæsilegt mannvirki, lítinn og sýktan laxastofn og algjört veiði- bann. Hætta er á að þannig fari fyrir Elliðaárdalnum nema skyn- samleg sjónannið fái að ráða.“ Sorgarsaga Norðmanna Hvaða lærdóm er lesendum Morgunblaðsins ætlað að draga af slíkri sögu? Að minjasöfn séu ógn við lífríkið? Eða að í ánni sé virkjun sem valdi fisksjúkdómum? Senni- lega þekkja fæstir lesendur þessa perlu Norðmanna, Lærdalsá. Fyrir um fimm árum varð fyrst vart við mjög slæma sýkingu í laxastofni árinnar, svokallaða roðflyðrasýk- ingu. Orsökin er ormur (Gyrodact- ylus salaris) sem eingöngu lifir í ferskvatni og hefur borist til Nor- egs úr austurvegi. Talið er líkleg- ast að ormurinn hafi borist í Lær- dalsá með seiðasleppingum eða jafnvel búnaði veiðimanna. Því miður hefur enn ekki tekist að út- rýma orminum þrátt fyrir endur- teknar og kostnaðarsamar tilraun- ir með að eyða öllu Mfi í þessu litla en fallega vatnakerfi. I hvert sinn sem lífíð kviknar aftur og laxi er sleppt í ána vaknar ormurinn einnig til lífs. Hvemig þetta dæmi tengist Elliðaárstöðinni eða rekstri minjasafna er ofvaxið mínum skiln- ingi. Því miður er röksemdafærsla þeirra félaga öll með þessu móti. I stuttri grein ná þeir þrívegis að gera lítið úr þeim rannsóknum á lífríki Elliðaánna sem nú standa yf- ir á vegum borgarverkfræðings og Orkuveitunnar og framkvæmdar era af færastu sérfræðingum Veiðimálastofnunar, Raunvísinda- stofnunar og Líffræðistofnunar Háskóla Islands. Látið er í það skína að með þessum rannsóknum sé aðeins verið að drepa málinu á dreif, þær séu ónauðsynlegar og óáhugaverðar. Hins vegar vitna þeir óbeint í niðurstöður skýrslu sem að þeirra sögn er verið að vinna að á vegum verndarsjóðs villtra laxastofna, NASF, sem Orri er í forsvari fyrir. Eg er að vísu óvanur þeim vinnubrögðum að nið- urstöðumar komi fyrst en skýrslan sé unnin síðar, en engu að síður bíð ég spenntur útkomu hennar. Það er því ljóst að betur má ef duga skal, ætli þeir Orri og Bubbi að ná að sannfæra mig um að hætta eigi rekstri Elliðaárstöðvar- innar. Islensk tæknisaga er ekki svo rík af munum og byggingum að við megum við því að fóma slíkri gersemi. Rafstöðin við Elliðaár er sennilega einstök á norðurhveli jarðar og hefur um árabil vakið að- dáun erlendra ferðamanna og stolt Reykvíkinga. Látum ekki breyt- ingu verða þar á. Höfundur er forstöðumaður Minja- safns Orkuveitu Reykjavíkur. Viðurkenning Verðlaunasjóðs iðnaðarins Verðlaunasjóður iðnaðarins var stofnaður í mars ár- ið 1976 af Kristiáni Friðrikssyni og eig- inkonu hans Odd- nýju Ólafsdóttur. Tilefnið var m.a. að þá voru liðin 35 frá stofnun Klæðagerð- arinnar Últímu en einnig það að Krist- ján hafði óbilandi trú á íslenskum iðn- aði og íslenskri hönnun. Honum fannst aldrei nóg- samlega vakin at- hygli á hinum fjölmörgu íslensku uppfinningamönnum. Stofnfé Verðlaunasjóðs iðnaðarins var húseign sem Últíma gaf og skyldi ágóðinn af eigninni verða verð- launafé. Kristján Friðriksson fæddist 21. júlí 1912 á Efrihólum í Núpa- sveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann fluttist ungur til Reykjavík- ur og brautskráðist úr Kennara- skóla íslands árið 1932. Næstu ár- in var hann við kennslu í Reykja- vík og Vestmannaeyjum. Hann stofnaði og gaf út vikuritið Út- varpstíðindi um árabil auk þess að gefa út framsamdar barnabækur. Hann gaf einnig út Vídalín- spostillu og bókina íslensk mynd- list árið 1943 sem þá var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Arið 1941 stofnaði Kristján fatafram- leiðslufyrirtæki og verslun sem hann nefndi Klæðagerðina Úl- tímu. Starfsemin óx og dafnaði um árabil og fyrirtækið framleiddi LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða ~ Skemmmegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 ekki einungis föt, heldur einnig fataefni, áklæði, gluggatjöld og gólfteppi. Kristján var einnig mik- ill áhugamaður um þjóðarbúskap- inn og kynnti sér allt sem tiltækt var um sjávarútvegsmál og skrif- aði ótal greinar og rit um kenning- ar sínar. Má þar nefna bókina Farsældarríkið og manngildis- stefnan sem kom út árið 1974. Um tíma sat Kristján á Alþingi og einnig í borgarstjórn Reykjavíkur. Verðlaunasjóður iðnaðarins hef- ur verið starfræktur í anda stofn- enda hans í samstarfi við samtök í iðnaði og hefur með vissu millibili veitt viðurkenningar - oftast fyrir frumkvöðulsstarf á sviði iðnaðar. Samkvæmt upphaflegri stofnskrá sjóðsins er tilgangur sjóðsins að örva til dáða á sviði iðnaðar og jafnframt vekja athygli á þeim af- rekum sem unnin hafa verið og unnin verða á því sviði. Ekki er tekið við umsóknum um verðlaun úr sjóðnum en við val á verðlauna- hafa hefur sjóðstjóm einkum í huga eftirfarandi: 1. Uppfinningar sem líklegar teljast til að koma íslenskum iðn- aði að gagni. 2. Einstaklinga og fyrirtæki fyr- ir happadrjúga forystu í uppbygg- ingu iðnaðar, hvort sem er til inn- anlandsnota, sölu erlendis eða fyr- ir forystu á sviði iðnaðarmála al- mennt. 3. Verðlaunin má einnig veita fyrir sérlega vel gerða iðnaðar- framleiðslu sem fram kemur t.d. á iðnsýningum eða kaupstefnum. 4. Þá má einnig veita verðlaun fyrir hönnun sem hefur tekist sér- lega vel að dómi sjóðsstjórnar. Ofangreind upptalning er gerð til leiðbeiningar fyrir sjóðsstjórn- ina um það hvað fyrir stofnendum vakti með stofnun sjóðsins. Eftir að Samtök iðnaðarins vora stofnuð var stofnskrá Verðlauna- sjóðs iðnaðarins endurnýjuð með lögum sem dómsmálaráðherra staðfesti árið 1996. Öll meginatriði sjóðsstofnenda voru þó látin halda sér óbreytt í hinni nýju stofnskrá. í ár verða í fyrsta sinn veitt verðlaun úr verðlaunasjóðnum samkvæmt hinni nýju stofnskrá. Sjóðsstjórnina skipa fimm fulltrú- Viðurkenning A Iðnþingi á morgun verður veitt viðurkenn- ing úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Davíð Lúð- víksson gerir hér grein fyrir sjóðnum. ar: Sigurlaug Kristjánsdóttir, skipuð af fjölskyldu Kristjáns Friðrikssonar, Örn Guðmundsson frá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík, Þorsteinn Geirharðs- son, tilnefndur af Formi Island, og tveir frá Samtökum iðnaðarins, þeir Davíð Lúðvíksson og Harald- ur Sumarliðason, sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar. Verðlaunin í ár verða veitt fyrir frumkvöðulsstarf á sviði iðnaðar í anda sjóðsstofnenda og eins og áð- ur sagði afhendir forseti Islands þau á Iðnþingi Samtaka iðnaðar- ins 26. febrúar nk. Höfundur er forstöðumaður þjón- ustu-, þróunar- og starfsgreinasviðs Samtaka iðnaðarins. Lausnarorðið í áfengismálum er frelsi Á SÍÐUSTU ára- tugum hefur frjáls- ræði aukist mjög á Is- landi. Höftum haftaár- anna hefur verið aflétt og af því sem leyft hefur verið í seinni tíð má nefna bjórdrykkju og útvörpun á vegum einkaaðila. Athyglis- vert er að sama fólkið hefur ávallt staðið gegn þessum breyt- ingum og rökin era yf- irleitt þau sömu. Eftir að breytingarnar hafa verið gerðar skipta andstæðingar þeirra oftar en ekki um skoð- un og sætta sig við ástandið eins og það er. Þeir breyta samt ekki grundvallarhugsjónum sínum, þeim hinum sömu og komu í veg fyrir að þeir styddu breytingarnar og munu koma í veg fyrir að þeir styðji sams konar breytingar í framtíðinni. Island er ekki komið að enda- stöð. Margs konar ófrelsi þurfum við að líða sem í engum grundvall- aratriðum er ólíkt því sem við höf- um áður þurft að þola. Dæmi um slíkt ófrelsi er einkasala ríkisins á áfengi. Ríkið hefur engan rétt til að banna einstaklingum að stunda þessa tegund verslunar. Fyrir þessu frelsi era sömu rök og fyrir öllu öðru frelsi sem við virðum, tjáningarfrelsi, félagafrelsi, trú- frelsi og frelsi til að drekka bjór. Engan er verið að skaða með rekstri áfengisverslunar og neyslu áfengis. En sá sem neytir áfengis getur stundum verið að skaða sjálfan sig. Það veitir öðrum hins vegar ekki heimild til þess að tak- marka frelsi hans. Eg gæti til dæmis verið á þeirri skoðun að það skaðaði mann að vera í félagi því félagið ynni gegn hagsmunum hans. Ég gæti verið á þeirri skoð- un að það skaðaði mann að tjá sig um skoðanir sínar því þær væru óvinsælar. Ég gæti verið á þeirri skoðun að það skaðaði mann að trúa á Óðin og Þór því að það væri guði ekki þóknanlegt. Engu að síður er ekki hægt að banna manni að stunda allt þetta. Ástæðan er sú að við- komandi beitir engan annan ofbeldi. Þetta er hans einkamál. Ég vil biðja fólk um að fylgjast með því hverjir það eru sem eru á móti þessum breytingum og öðram í frjálsræðisátt. Það eru vinstrimenn í öllum flokkum. Að- Frelsi Hér eru vinstrimenn enn þá harðir sósíalist- ar, segir Gunnlaugur Jónsson, sem bera litla virðingu fyrir vilja einstaklingsins. allega í vinstriflokkunum. Hug- sjónir þessa fólks hafa ekkert breyst. Á Islandi er ekkert „nýtt vinstri" eins og sums staðar í út- löndum (þess ber að geta að „nýtt vinstri" er bara annað orðasam- band yfir ,,hægri“). Hér eru vinstrimenn enn þá harðir sósí- alistar sem bera litla virðingu fyr- ir vilja einstaklingsins. Höfundur er í stjórn Heimdallar FUS - frelsi.is Gunnlaugur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.