Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsókn-
ir á þrem-
ur heim-
skautum
Hér kemur fjórði fréttapistill Þorsteins
Þorsteinssonar, sem dvalist hefur á Suður-
skautslandinu í vetur eða sumar, því að
þar syðra er sumar nú. Þar hefur hann
eins og lesendum er kunnugt stundað
boranir og rannsóknir á þessu minnst
kannaða landi veraldar. Þetta er síðasti
fréttapistill hans að sinni.
Frá Concordia-búðum á Suðurskautslandinu.
KJARNABORUNIN á
Concordia bungunni
(Dome C) stöðvaðist
óvænt og skyndilega
síðla í desember er
borinn festist á 780 m
dýpi, eins og getið var
um í síðasta pistli.
Afram var þó hægt að
starfa að rannsókn
kjamans, sem nú nær
-^a.m.k. 40.000 ár aftur í
tímann, en um miðbik
janúar var meirihluti
vísinda- og bormanna
sendur heimleiðis á ný.
Við sem eftir vorum
sinntum ýmsum
smærri verkeftium að
degi en sátum svo á rökstólum á
kvöldin og ræddum hvað valdið
hefði óhappi þessu. Legið var yfir
útprentunum á alls kyns
mælistærðum, sem skráðar eru
meðan borað er og reynt að átta sig
á því hvað úrskeiðis hefði farið. Og
að sjálfsögðu var vikum saman
togað í borkapalinn með eins mikl-
um krafti og hann framast þolir -
^ en ekki losnaði borinn.
Pótt þetta væru að sjálfsögðu
mikil vonbrigði er ekki nein ástæða
til að örvænta. Það er engin ný
saga að borar festist í Suðurskaut-
sjöklinum því raunar hafa flestar
djúpboranir þar endað með þeim
hætti, síðast fyrir 3 árum er Japan-
ar festu bor sinn á Fuji-bungunni
eftir að hafa náð þar 2.600 m dýpi.
Og í Grænlandsjökli situr bor fast-
ur á 1.400 m dýpi, á borstaðnum
NGRIP, og er hópur-
inn sem að því verkefni
stendur að nokkru
leyti hinn sami og sá
sem starfar að Dome C
boruninni. Vonbrigðin
eru þvi tvöfóld og nán-
ast þrefóld, því jap-
anski borinn var einnig
að nokkru leyti
smíðaður í samvinnu
við Evrópuhópinn og
fer nú víst að líða að
því að kalla þurfi til
valið lið sérfræðinga til
að veita borkjama-
liðinu öllu viðeigandi
áfallahjálp.
En ekki tjóar að gef-
ast upp. Nú í (norðurhvels-)sumar
hefst borun í NGRIP búðunum á
ný af fullum krafti, undir stjórn
Sigfúsar Johnsens, og sem betur
fer virðast fjármunir tryggðir til að
hefja borun að nýju á Dome C er
næsta sumar fer í hönd þar syðra.
Er mikið í húfi að vel takist til á
báðum stöðum næstu árin, því
mörg rök hníga að því að báðir bor-
staðirnir séu hinir bestu sem völ er
á á jöklunum tveimur. Eru taldar
sterkar líkur á að lesa megi veður-
farssögu Norður-Atlantshafssvæð-
isins ótruflaða a.m.k. 200.000 ár
aftur í tímann úr NGRIP kjarnan-
um og yrði þar um afar merka
viðbót við fyrri niðurstöður að
ræða. Síðan er búist við að kjarn-
inn frá Dome C muni ná yfir sl. 6-
700.000 ár ef vel tekst til og er talið
að erfítt verði að bæta um betur
Þorsteinn
Þorsteinsson
MYNDIN er tekin af geimfarinu Víkingi frá Bandarísku geimferðastofn-
uninni og sýnir ísinn á suðurskauti Mars sem er u.þ.b. 400 km í þvermál.
þegar botni hefur verið náð á báð-
um stöðum. Og nú vill svo skemmti-
lega til, að þessir tveir mikilvægu
borstaðir liggja nánast gagnstætt
hvor öðrum á yfirborði hnattarins.
Báðir eru á 75. breiddargráðu, ann-
ar í norðri og hinn í suðri og stysta
vegalengd milli þeirra er nánast
eins mikil og orðið getur milli
tveggja staða á yfirborði Jarðar:
19.600 km.
Og hvað á svo ískjarnaliðið af sér
að gera þegar þessum verkefnum
er lokið og ekki verður hægt að
auka að ráði við þekkingu á veður-
farssveiflum á jörðu hér með
rannsókn 'ískjarna úr heimskauta-
jöklunum? Svarið er einfalt: Leggja
í leiðangur til nágrannahnattarins
og hefja þar sams konar verkefni.
A heimskautasvæðum Mars eru
einnig jöklar og þangað stefna nú
hugir vísindamanna eftir nýjum
landvinningum. I janúar skutu
Bandaríkjamenn á loft geimflaug,
sem ætlað er að fara á braut um
Mars síðar á þessu ári og í desem-
ber nk. mun hún senda far til lend-
ingar ekki allfjarri Suðurskaut-
sjökli þess hnattar.
En áður en nánar segir af þeim
leiðangri skulum við hverfa
snöggvast 88 ár aftur í tímann og
huga að Roald Amundsen, sem sigl-
ir hinu fræga skipi Fram suður á
bóginn frá Osló og hefur sagt bæði
Noregskonungi og Fridtjof Nansen
að hann ætli sér að verða fyrstur
manna til að ná Norðurpólnum.
Hann hugðist beita aðferð þeirri,
sem Nansen hafði reynt 1-2 áratug-
um fyrr, að sigla skipinu á
hafsvæðið norðan Síberíu og láta
það síðan berast með rekís yfir
pólsvæðið. Og nú segist hann ætla
að sigla suður fyrir suðurodda S-
Ameríku og þaðan upp til Berings-
sunds og síðan inn í Ishafið og lét
ekki á neinu bera þegar fréttir bár-
ust um að þeir Cook og Peary
segðust hafa náð Norðurpólnum.
En þegar komið var suður til
Madeira kallar hann skipverja og
leiðangursmenn til fundar við sig
og segist hafa gert smávægiiega
breytingu á ferðaáætlun sinni -
„virðist sem þessir Bandaríkja-
menn hafi orðið fyrri til að ná
Norðurpólnum og er það því ætlun
mín að sigla til Suðurskautslands-
ins og gera tilraun til að ná Suð-
urpólnum í staðinn". Menn Amund-
sens urðu heldur hissa en
samþykktu þó allir að fylgja honum
suður á bóginn og gekk sá leiðang-
ur að óskum eins og kunnugt er.
Nú vill svo merkilega til, að
nokkuð svipað er að eiga sér stað
varðandi hinn ofangreinda leiðang-
ur til nágrannahnattarins. Mars
Pólar Lander heitir könnunarfarið,
sem markar upphaf heimskauta-
rannsókna á Mars og var í upphaf-
legum áætlunum gert ráð fyrir að
senda það til lendingar á Norð-
urjöklinum. En þegar til kastanna
kom reyndist flaugin, sem flytur
farið frá yfirborði Jarðar ekki nógu
aflmikil til að hægt væri að koma
farinu á braut yfir þann jökul og
varð því að breyta áætlunum og
senda farið til lendingar nærri Suð-
urjöklinum í staðinn. Og enn ein
skemmtileg tilviljun er það nú að
þessum heimskautakönnuði er
ætlað að lenda á 75. breiddargráðu
suðurs og er óhætt að spá því að
allir þeir sem starfað hafa.í búðun-
um á Dome C og NGRIP munu
fylgjast vel með þeim atburði og
niðurstöðum sem frá farinu berast.
Og rétt er að láta þess getið hér að
áhugi vísindamanna, sem starfa að
rannsóknum á jöklum og eldfjöllum
á Mars beinist mjög til íslands um
þessar mundir, því mörg jarðfræði-
leg fyrirbrigði á landinu virðast
eiga sér hliðstæður á Mars. Dyngj-
ur eru þar, mjög stórkostlegar, og
líklega einnig stapafjöll, mynduð
við gos undir jökíum. Og sumir
telja að þar hafi orðið feiknarleg
jökulhlaup einhvem tíma í fymd-
inni. Einhver bið verður á því að
farið verði til djúpkjarnaborana á
Marsjöklunum og hugir okkar
verða að mestu bundnir við bor-
staðina hér á jörð næstu árin.
Síðustu menn yfirgáfu búðirnar á
Dome C þann 10. febrúar; var sólin
þá komin niður undir sjóndeildar-
hring og frostið niður undir 50 stig
að næturlagi. Stutta viðkomu höfð-
um við í strandstöðinni við Terra
Nova flóann og vorum þá svo
heppnir að sjá fjórar mörgæsir á
vappi út við strönd. (Undirrituðum
urðu víst á þau pennaglöp í einum
hinna fyrstu pistla að kalla feitfugla
þessa dýr og leiðréttist sú villa hér
með.) Og einnig vildi svo heppilega
til að við fengum far með band-
arískri flugvél frá McMurdo
stöðinni á Ross eyju og gátum því
skoðað okkur þar um nokkrar
klukkustundir. Við náðum m.a. að
líta inn í skála einn, sem Scott og
félagar reistu þarna í fyrsta
leiðangri sínum á þessum slóðum
og einnig var notaður í síðari
leiðöngrum. Þótti okkur þetta við-
eigandi endir á ferðalaginu og var
hópurinn hinn ánægðasti í flugvél-
inni á leið til Nýja Sjálands um
kvöldið. Við hvfldum okkur svo
nokkra daga í Christchurch, rædd-
um atburði liðinna vikna og hétum
því að sjá til þess í sameiningu að
verkefnið muni skila tilætluðum
árangri áður en yfir lýkur, þótt
óheppilega hafi til tekist að þessu
sinni. Og lýkur hér af þessu ferða-
lagi til Suðurskautslandsins að
segja.
Höfundur er jöklafræðingur scm
starfar á Suðurskaulslandinu á veg-
um Alfred Wegener-stofnunarinnar
í Bremerhaven.
Karl Sigurbjörnsson
biskup íslands
„Á þriðja þúsund einstaklingar
þurftu að þiggja aðstoð
: -* Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir
nýliðin jól, og það í mesta
góðæri íslandssögunnar. Þetta
fólk er flest öryrkjar sem ættu
samkvæmt viðurkenndum
grundvallarsiðgildum okkar
þjóðar að njóta velferðar og
stuðnings samfélagsins.
Eitthvað er nú að."
Úr nýárspredikun,
x janúar 1999.
Úr yfirlýsingu Rauða kross íslands:
„Við fslendingar erum meðal auðugustu þjóða heims og getum
tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma,
atvinnumissis, örorku, aldurs eða annarra aðstæðna
njóti ekki síður en aðrir mannsæmandi lífskjara."
Desember 1998.
Oryrkjobandalag Islands
Opnim hjálparlínu og
nýs samkomusalar
OPNUNARHÁTÍÐ verður haldin
hjá Frelsinu kristilegri miðstöð
laugardaginn 27. febrúar kl. 20 þar
sem vígt verður húsnæði að
Héðinsgötu 2 við Sæbrautina.
Trúfélagið Frelsið kristileg
miðstöð hefur nú verið starfrækt
frá september 1995 og eru for-
stöðumenn og frumkvöðlar þess
Hilmar Kristinsson og Linda B.
Magnúsdóttir. Frelsið var áður til
húsa að Hverfisgötu 105, sú
aðstaða er nú orðin of lítil þar sem
starfsemin hefur vaxið ört á þess-
um þremur árum. Nýi samkomu-
salurinn er helmingi stærri og hef-
ur nú verið aukið við öll svið starfs-
ins.
Frelsið rekur einnig kristilegt
hjálpai’starf sem heitir Sókn gegn
sjálfsvígum og er um tveggja ára
gamalt. Sókn gegn sjálfsvígum er
með opið athvarf í miðbæ Reykja-
víkur hvert fostudagskvöld þar
sem opið er fyrir fólk á öllum aldri
að koma inn og leita ráða eða bara
setjast inn spjalla og þiggja ókeyp-
is veitingar. Starfið hefur nú verið
kynnt í öllum framhaldsskólum
Reykjavíkurborgar við góðar und-
irtektir nemenda, segir í fréttatil-
kynningu. Hafa nú safnast yfir
1.000 undirskriftir fólks sem styður
Sókn gegn sjálfsvígum. Guð er
bara einni bæn í burtu er slagorð í
baráttunni við þessari vá sem herj-
ar á ungu kynslóðina.
Sókn gegn sjálfsvígum opnar um
þessar mundir hjálparlínu þar sem
ráðgjafar verða við símann allan
sólarhringinn. Símanúmerið er
577-5777.