Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 46
>16 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JOHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
+ Jóhanna Sig-
urðardóttir
fæddist á Vífilsstöð-
um 27. mars 1922.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
17. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Magnússon,
yfirlæknir á Vífils-
stöðum, f. 24. nóv-
ember 1869, d. 20.
júlí 1945 og Sigríð-
ur J. Magnússon, f.
5. júní 1892, d. 21.
nóvember 1977.
Systkini Jóhönnu voru: Magnús,
f. 1916, d. 1979; Páll, f. 1917, d.
1966 og Margrét, f. 1920. Jó-
hanna giftist Sigurði Elíassyni
1956. Þau slitu samvistir.
Utför Jóhönnu fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
ri
Á Vífilsstöðum hefur margt
breyst á liðnum áratugum, þótt
löngunin sé þar enn ríkjandi til
þess að láta gott af sér leiða. Sam-
göngur voru miklu stopulli og
1 starfsmenn og sjúklingar voru eins
og í litlum heimi út af fyrir sig. Um
helgar og á hátíðum var stundum
fjölmennt, farið var í gönguferðir,
stundum út f hraun eða niður að
vatni og siglt á bátunum. Börn
læknanna og annarra starfsmanna
sáust daglega og urðu nánir leikfé-
lagar. Börn hjónanna, Sigríðar J.
Magnússon og Sigurð-
ar yfirlæknis, urðu
mínir æskuvinir, eink-
anlega yngsta dóttirin,
Jóhanna, jafnaldra
mín, oftast kölluð
Lissa.
Minningar æskuár-
anna eru oft tengdar
Lissu minni. Við fórum
milli húsa og höfðum
þann sið að skiijast
hvor frá annarri í
humátt frá líkhúsinu.
Væri þar ljós, boðaði
það dauðsfall á hælinu
og tókum við þá
sprettinn hvor heim tO sín. Við
Lissa mín urðum eins konar sam-
lokur í litlu samfélagi og mátti vart
hvor af hinni sjá. Við vorum báðar
grannar, ekki mjög heilsugóðar og
máttum leika okkur að vild, en
æskuár okkar voru viðburðarík.
Lissa mín veiktist alvarlega níu
ára gömul. Hún lá marga mánuði
og nærðist lítið. Mamma hennar
saumaði grænan sOkipoka, vafði
snúrunni um úlnlið hennar, launaði
henni með smápeningi fyrir hverja
matarörðu og gaf henni tuttuguog-
fimmeyring fyrir hvert ,joðmjólk-
urglas", sem hún kom niður. Sjald-
an hef ég séð móður fóma sér
meira fyrir barn sitt. Meðan Lissa
mín hvíldist og svaf, beið ég stund-
um úti á tröppum þar til hún vakn-
aði. Dagurinn var langur fengi ég
ekki að leika við Lissu mína.
Við Lissa vorum aldar upp við
mikið frjálsræði, fengum að gramsa
í alls konar dóti, leika leikrit og
halda sýningar. Við gáfum út hand-
skrifað blað, sem við nefndum Sól-
111IIII1111III ^
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
1 H
H
H
Eifisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
Diiuiimiiiiiir
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Altan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN KRISTINN GUÐMUNDSSON,
Greniteig 20,
Kefiavík,
lést á Landspítalanum aðfaranótt miðvikudagsins 24. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Auður Jónsdóttir,
Bjargey Sigrún Jónsdóttir,
Guðmundur Sigmar Jónsson,
Rúnar Ágúst Jónsson,
Pétur Tryggvi Jónsson,
Birgir Ingólfsson,
Margrét Linda Ásgrfmsdóttir,
Ólöf Hildur Egilsdóttir
og barnabörn.
+
Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HELGA JÓNINA MAGNÚSDÓTTIR
frá Blikastöðum,
til heimilis á Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 24. febrúar.
Sigsteinn Pálsson,
Magnús Sigsteinsson, Marta Sigurðardóttir,
Kristín Sigsteinsdóttir, Grétar Hansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
skin, þar sem við komum á fram-
færi ýmsum áhugamálum. I upp-
hafi leikja okkar var oft byrjað á
því að skipta leikfóngum, og vorum
við eitt sinn eitthvað að þrátta, þeg-
ar mamma hennar, Sigríður, skarst
í leikinn. Hún stakk upp á því, að
önnur okkar ætti að skipta, en hin
að velja á milli helminganna.
þannig væri auðvelt að ná sáttum.
Lissa var mikill dýravinur, og
það olli okkur miklum áhyggjum,
að hún átti kött en ég hund. Hvern-
ig sem við reyndum að láta þá ving-
ast gekk það ekki. Okkur datt ráð í
hug, við skyldum halda fast utan
um þá og láta þá horfast í augu, en
þá hlytu kisa og hvutti að verða vin-
ir. Svo illa vildi til, að dýrin brutust
úr fangi okkar og upp hófst gelt,
hvæs og hávaði. Eftir mikil áflog
skellti kisi sér upp í símastaur, sá
sér þar borgið, og fá varð mann
með stiga til að ná honum niður aft-
ur. Eftir þetta var hætt við allar
sáttatilraunir. I gestabók löngu síð-
ar teiknaði Lissa mín okkur stelp-
urnar akandi barnavögnum. I öðr-
um þeirra var hundur en hinum
köttur, en hún hafði mikið og gott
skopskyn eins og kom fram í ýms-
um verkum hennar.
Við Lissa vorum svo nánar vin-
konur, að okkur fannst afleitt að
geta ekki talað saman, án þess að
allir skildu okkur. Okkur fannst
rétt að búa til okkar eigið tungu-
mál, rituðum upp alls konar orð og
settum saman bók yfir nýja málið
okkar. Ungur piltur var þá í skóla
með okkur, og við biðum þess með
óþreyju, að hann færi út. þegar
hann hafði skellt hm'ðinni rækilega
á eftir sér, tókum við til við verk
okkar. En viti menn, hann hafði þá
aldrei farið út, falið sig og birtist
þegar minnst varði. Eftir rifrildi og
orðaskak var hann hrakinn burt.
Við strikuðum út orðin, sero hann
hafði heyrt og héldum áfram að
smíða orðabókina okkar.
Lissa var sautján ára, þegar hún
fluttist með fjölskyldu sinni í bæinn
og bjuggu þau við Laugaveginn.
Eftir menntaskólanám vann hún á
skrifstofu, sigldi síðan út til Hafnar,
lærði að mála á postulín og margs
konar handavinnu. Síðan vann hún
um skeið á auglýsingastofu Ut-
varpsins, en lengst af hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, þar sem hún
starfaði fram að eftirlaunaaldri.
Hún giftist Sigurði Elíassyni garð-
yrkjumanni, en þau slitu samvistir,
og Lissa fluttist aftur til móður
sinnar á gamla heimilið.
Aldrei gleymdi Lissa afmælisdög-
um ættingja og vina. Hún mætti
síðast til mín í nýjum, rauðum kjól,
vel tii höfð eins og vanalega, gætin í
orðavali, og öllum leið vel í návist
hennar. Hún var fríð sýnum, grann-
vaxin, og úr brúnum augum hennar
skein væntumþykja og hlýja. Lissa
var barngóð, og aldrei heyrði ég
hana tala illa um nokkum mann.
Hún lagði oftast nær eitthvað já-
kvætt til málanna. Þegar eitthvað
amaði að, kenndi hún engum um
nema sjálfri sér og byrgði allan
sársaukann innra með sér.
Lissa mín var listræn, viðkvæm í
lund og tók oft hlutina nærri sér.
Hún reif sig upp, mætti til vinnu og
allt virtist ætla að ganga vel, en
sárindin gléymdust seint. Hún
byggði upp sjálfsvirðingu sína með
fallegum munum, ferðalögum og
fatakaupum, sem freistuðu hennar
og áttu vel við hennar fegurðar-
skyn, en allt vildi sækja í sama farið
aftur.
Hún missti foreldra sína, báða
bræður sína og búið var að segja
upp húsnæðinu á Laugaveginum.
Eftir var Margrét, oftast kölluð
Getta, sem reyndist systur sinni
mikil hjálparhella. Lissa fluttist
árið 1980 að Hátúni 10, og þar
undi hún vel hag sínum um skeið.
Við drukkum þar stundum kaffi,
fengum léttvínsglas á undan og
skemmtum okkur vel. Lissa naut
þess að hafa ættingja og vini í
kringum sig, var góður gestgjafi,
og þannig er gott að minnast
hennar.
Nú er Lissa mín öll, en eftir
stendur mynd hennar, mynd ein-
lægrar vinkonu, sem öllum vildi
gott gera. Ég samhryggist Gettu
og öðrum vandamönnum og blessuð
sé minning Lissu minnar.
Guðrún P. Helgadóttir.
GUÐMUNDUR
KRISTINN
GUNNARSSON
Guðmundur
Kristinn Gunn-
arsson fæddist 12.
júlí 1912 í Miðdal í
Laugardal. Hann
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 16. febrúar
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðrún Guð-
mundsdóttir frá
Sandlæk, Gnúp-
verjahreppi og
Gunnar Þorsteins-
son frá Reykjum á
Skeiðum. Guð-
mundur var elstur systkina
sinna. Bræður hans voru Sig-
hvatur, f. 31.8. 1915, Iátinn og
Þorsteinn, f. 27.6. 1917, látinn.
Eftirlifandi systir hans er Guð-
rún Steinunn, f. 13.5. 1921 til
heimilis í Reykjavík.
Guðmundur var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Guðmundar fer fram
frá Fossvogskirkju og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hann Guðmundur frændi minn,
hæglátur sómamaður, fékk hægt
andlát þriðjudaginn 16. febrúar sl.
Hann var elstur fjögurra systkina
og við fráfall íoður þeirra, sem lést
þá er þau voru öll á ungum aldri,
kom það í hlut Guðmundar að vera
fyrirvinna fjölskyldunnar. Hann
stóð sig í því með prýði en hugsaði
minna um eigin hag og gerði bræðr-
um sínum tveimur kleift að fara í
iðnnám. Hann kvæntist aldrei en
hélt heimili með móður
sinni og systkinum.
Systkini hans fluttu að
heiman og stofnuðu
eigin heimili og þau
mæðgin fluttu til Guð-
rúnar systur hans og
hennar manns og bjó
hann lengst af ævi sinn-
ar hjá þeim og börnum
þeirra.
Guðmundur var
greiðvikinn og hjálp-
samur. Ég minnist þess
alltaf með þakklæti
þegar ég, ung og aura-
lítil skólastúlka, ætlaði í
skólaferðalag til útlanda með félög-
um mínum en vantaði nokkuð upp á
að eiga fyrir ferðinni. Ég leitaði þá
til Guðmundar frænda og hann
brást vel við bón minni og lánaði
mér það sem upp á vantaði.
Ég minnist margra heimsókna
hans til okkar á Hverfisgötuna.
Hann leit gjarnan inn þegar hann
var á ferðinni í grenndinni, þáði
kaffísopa og spjallaði.
Guðmundur stundaði almenna
verkamannavinnu í Reykjavík, lengi
hjá Eimskip en síðan hjá Reykjavík-
urborg eða allt til þess að heilsan
gaf sig og hann varð að draga sig í
hlé. Hann var vel verki farinn og
vann störf sín af alúð og dugnaði.
Síðustu árin voru erfið fyrir Guð-
mund. Hann var farinn að heilsu en
hélt þó andlegu þreki sínu. Hann var
vel minnugur og hafði gaman af að
tala um æskustöðvarnar í Laugardal
og rifja upp ferðalög með bræðrum
sínum um landið þegar vegir voru
vegleysur og flestar ár óbrúaðar.
í dag þegar við kveðjum Lissu
frænku langar mig að minnast
hennar í nokkrum orðum. Það er
hætt við að slík ummæli hljómi fá-
tæklega miðað við hversu stór hluti
hún hefur verið af fjölskyldunni í
gegnum árin. Lissa átti við erfíðan
sjúkdóm að stríða og auðvitað hef-
ur hann sett mark sitt á flest henn-
ar samskipti. Núna, þegar ég sest
niður til að skrifa þessar línur,
hugsa ég þó tU þess með aðdáun að
ég man varla til þess að hún hafi
ekki komið færandi hendi til okkar
systkinanna þegar hún átti leið á
Nesbalann. Sama hversu veik hún
var, þá virtist henni alltaf vera of-
arlega í huga að gleðja okkur
krakkana. Ég á henni margt að
þakka og bið Guð að vera með
henni.
Eva.
Mig langar tU að minnast Lissu
minnar með nokkrum orðum. Allt
frá því að ég man eftir mér hefur
Lissa verið uppáhalds frænka mín.
Hún sem var svo falleg og svo góð.
Hún var bæði mjög listræn að eði-
isfari, einstaklega smekkleg, gjaf-
mild og svo ljúf að öllum féll vel við
hana. Líf hennar var oft á tíðum
erfitt vegna sjúkdóms sem hún
þurfti að beijast við áratugum sam-
an. Ég hef stundum sagt að það
hljóti að bíða hennar eithvert sér-
stakt hlutskipti á himnum þar sem
hin mikla þjáning sem hún hefur
þurft að þola í gegn um árin muni
koma henni að gagni. Það er því
mikill léttir að hún skuli nú loks
hafa fengið hvfldina.
Við, fjölskylda mín, vorum svo
lánsöm að fá að hafa hana reglu-
bundið sem gest í fjölda ára og eig-
um við henni margt að þakka. Börn
mín eru mun ríkari eftir að hafa
fengið að njóta hennar elsku í upp-
vextinum og hún hefur kennt okkur
öllum samkennd og umburðai'lyndi
einungis með veru sinni.
Ég minnist hennar með miklum
söknuði og þakklæti í huga og ég
bið Guð að blessa hana á hennar
leið.
Sigríður (Sigga).
Guð blessi minningu Guðmundar
Gunnarssonar.
Sigrún Sighvatsdóttir.
í dag kveðjum við frænda okkar
og vin, Guðmund K. Gunnarsson,
eða Mumma eins og við kölluðum
hann. Hann lést 16. febrúar sl. á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Um 16 ára aldur flutti Mummi
með foreldrum sínum og systkinum
til Reykjavíkur. Eftir nokkurra ára
dvöl þar misstu þau föður sinn og
kom þá í hlut Mumma að sjá fyrir
heimilinu ásamt móður sinni.
Mummi giftist aldrei en hélt
heimili með móður sinni og við frá-
fall hennar bjó hann hjá fjölskyldu
systur sinnar í Heiðargerðinu, það-
an sem við eigum margar af okkar
bestu minningum um hann frá upp-
vaxtarárunum. Það var nánast sama
hvað kom uppá hjá okkur, ef við fór-
um upp á loft til Mumma gátum við
verið viss um vináttu hans og trún-
að. Aldrei heyrðum við hann hall-
mæla nokkrum manni og aldrei
heyi’ðum við nokkurn hallmæla hon-
um.
Mummi lærði aldrei á bíl, heldur
fór hann allra sinna ferða á reiðhjóli,
og oft horfðum við á eftir honum full
aðdáunar þegar hann hélt á stað í
öllum veðrum. Hann vann alla sína
ævi erfiða verkamannavinnu og var
trúr sínu verkalýðsfélagi.
Þegar fjölskyldan fluttist í Búland
kom Mummi með okkur. Um það
leyti hætti hann að vinna og fljót-
lega upp úr því fór að bera á veik-
indum hans sem flýttu fyrir því að
hann fluttist á Grund. Hann dvaldist
þar í góðu yfirlæti þar til hann fékk
hægt andlát, sem var í fullu sam-
ræmi við persónu hans.
Við biðjum Guð að blessa minn-
ingu hans og þökkum fyrir að hafa
fengið að vera honum samferða.
Hvíldu í friði.
Systkinin, Gunnar, Birgir,
Steinunn og Guðnín.