Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda-
faöir, afi, sonur og tengdasonur,
SÆVAR FRÍMANN SIGURGEIRSSON,
Vesturbergi 12,
Reykjavík,
er látinn.
Marsý Dröfn Jónsdóttir,
Ingi Hlynur Sævarsson, Guðbjörg Helga Birgisdóttir,
Kristín Valborg Sævarsdóttir, Jón Einarsson,
Jón Geir Sævarsson, Kristbjörg Harðardóttir,
Sigurgeir Magnússon,
Helga Ágústsdóttir
og aðrir ástvinir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir og afi,
GUNNAR SVANUR BENEDIKTSSON,
Álfheimum,
Miðdölum,
Dalasýslu,
lést að morgni mánudagsins 22. febrúar á
Sjúkrahúsi Akraness.
Útför hans fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 27. febrúar
kl. 14.00.
Fjóla Benediktsdóttir,
Bryndís Gunnarsdóttir, Gunnar Ásgrímsson,
Benedikt Guðni Gunnarsson, Rannveig Heimisdóttir,
Þórarinn Gunnarsson, Ingileif Gunnlaugsdóttir,
Hlynur Þór Benediktsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
Safamýri 21,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstu-
daginn 26. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á líknarsjóð
Guðjóns B. Ólafssonar hjá Krabbameinsfélagi íslands.
Össur Aðalsteinsson,
Helga Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Eyfjörð Þorsteinsson,
Kristján Orri Sigurleifsson, Heiðar Örn Tryggvason.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir og afi,
BJARNI JÚLÍUSSON
rafvi rkja meistarí,
Dvergholti 8,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Landakotskirkju föstu-
daginn 26. febrúar kl. 13.30.
Rita Abbing Júlíusson,
Hendricus E. Bjarnason, Inga Jóhannsdóttir,
Bjarni B. Bjarnason, Þórunn Guðmundsdóttir,
Jón J. Bjarnason, Emilía Helga Þórðardóttir,
Guðfinna Júlíusdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SVEINBJÖRG KRISTINSDÓTTIR,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
sem lést miðvikudaginn 17. febrúar, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 26.
febrúar nk. kl. 14.00.
Birgir Sveinsson,
Sigríður Sveinsdóttir,
Guðleif Sveinsdóttir,
Sigurbjörg Sveinsdóttir,
Júlía Vincenti
Grétar Grétarsson,
Haildóra Grétarsdóttir,
Gísli Grétarsson,
Sigurður Bjarnason,
Ragnar R. Magnússon,
Heimir Jóhannsson,
Joseph Vincenti,
Guðný Björnsdóttir,
Elís Kristjánsson,
Sigríður J. Jóhannesdóttir
og barnabörn.
BRYNHILDUR
MAGNÚSDÓTTIR
+ Brynhildur
Magnúsdóttir
feddist að Görðum
í Onundarfirði hinn
1. nóvember 1929.
Hún lést í Reykja-
vík hinn 12. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Reinalds-
son útvegsbóndi, f.
14.4. 1897, d. 4.3.
1952, og eiginkona
hans, Guðmunda
Sigurðardóttir, f.
9.5. 1902, d. 28.3.
1993. Börn þeirra:
Anika, f. 27.1. 1926, Ólöf, f. 9.1.
1927, Unnur, f. 16.10. 1928,
Brynhildur, sem hér er minnst,
Haukur, f. 5.2. 1932 og Önund-
ur, f. 4.3. 1939.
Brynhildur giftist árið 1959,
Braga Sigurbergs-
syni, f. 31.10. 1929,
húsasmíðameist-
ara. Þau skildu að
borði og sæng árið
1984 en Bragi Iést
árið 1985. Bryn-
hildur og Bragi
eignuðust eina
dóttur, Bylgju, f.
23.9. 1958. Hún er
gift Guðmundi
Stefánssyni, f. 4.6.
1951. Börn: Brynj-
ar Bragi, f. 13.7.
1975, Ásdís Elva, f.
12.9. 1984 og Ásta
Lára, f. 8.7. 1994. Brynjar
Bragi ólst að miklu leyti upp
hjá Brynhildi og Braga og síð-
ar Brynhildi til 14 ára aldurs.
títför Brynhildar fór fram
hinn 23. febrúar.
Elsku amma, núna er komið að
kveðjustund. Margs er að minnast
okkar á milli, við sem vorum alltaf
svo náin. Við áttum margar góðar
stundir saman, allt frá því ég var
smásnáði þegar þið afi tókuð mig að
ykkur. Sú hlýja og ást sem ég fékk
frá ykkur mun ávallt fylgja mér í
minningunni um ykkur. Eg á þér þó
sérstaklega margt að þakka, elsku
amma, og þá sérstaklega hversu vel
þú studdir alltaf við bakið á mér í
lærdómi mínum sem og á öðrum
sviðum. Þar má sannarlega segja að
veganestið hafi verið gott. Þú varst
samviskusöm fyrir mína hönd, og
allt skyldi maður takast á við þang-
að til það gengi upp.
Síðasta áratuginn fór að halla
undan fæti með heymina hjá þér,
amma mín. Þar kom að ekkert
heymartæki gat hjálpað lengur, en
það vita bara þeir sem misst hafa
heym hversu mikil fötlun það er.
Því er nánast ekki hægt að lýsa.
Samskipti okkar voru allsérstök á
síðustu ámm, því við skildum hvort
annað í þögninni. Voru orð oftar en
ekki óþörf.
Nú þegar komið er að ferðalokum
og sól til viðar hnigin kveð ég þig,
elsku amma, með þakklæti í huga.
Blessuð sé minning þín.
Brynjar Bragi Stefánsson.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast móðursystur minnar Bryn-
hildar Magnúsdóttur sem er látin.
Hidda eins og hún var alltaf kölluð
er nú horfin úr hópi sex systkina
ættaðra frá Görðum í Önundarfirði.
Hún var yngst fjögurra systra sem
alla tíð hafa verið mjög nánar. Vora
samskipti okkar barnanna þeirra
mikil, sérstaklega þegar við vorum
yngi-i. Var þá oft farið í fjölskyldu-
ferðir í sumarleyfum.
Hidda var gift Braga Sigurbergs-
syni sem lést árið 1985. Eg á marg-
ar góðar minningar frá samvera-
stundum með þeim og Bylgju dótt-
ur þeirra á Þingvöllum en þar áttu
þau sumarbústað í Miðfellslandi og
foreldrar mínir einnig. Hidda hafði
mjög gaman af því að veiða og þeg-
ar rigndi fór hún í regnstakkinn
sinn, tók veiðistöng og veiðikassa og
hélt niður að vatni. Stóð hún þar á
„tanganum" og veiddi oftast eitt-
hvað þótt enginn annar veiddi neitt,
því hún var mjög fiskin. Það var oft
glatt á hjalla í bústaðnum hjá Hiddu
og Braga. Einnig er mér minnis-
stætt að við Bylgja biðum alltaf
spenntar eftir ferð niður að Ljósa-
fossi með Braga að kaupa olíu, því
alltaf keypti hann eitthvert góðgæti
handa okkur.
Hidda var ákaflega traust og
ábyggileg manneskja og sérlega
snyrtileg. Á heimili hennar var
alltaf allt í röð og reglu. Ef henni
var gerður greiði borgaði hún alltaf
ríkulega fyrir sig. Hún var einnig
rausnarleg og góður vinur vina
sinna, það vita þeir sem hana
þekktu.
Hidda og Bragi slitu samvistum
árið 1984. Var það Hiddu erfitt en
systur hennar studdu hana á þess-
um erfiðu tímum. Samband þeirra
systra hefur alla tíð verið einstakt
og þær stutt hver aðra. Margar
gleðistundir hafa þær systurnar átt
saman í gegnum árin. Styrkleiki
sambands þeirra kom vel í ljós á
síðustu mánuðum í veikindum henn-
ar.
Hidda mín, að lokum vil ég þakka
þér samíylgdina, hlýhug og vin-
semd sem þú sýndir mér og dætr-
+
Eiginkona mín,
SIGURRÓS SIGMUNDSDÓTTIR,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðju-
daginn 23. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hólm Dýrfjörð.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför
MÖRTUJÓNSDÓTTUR
frá Patreksfirði,
Dalbraut 27,
Reykjavík.
Fyrir hönd ættingja,
Sigurður Trausti Sigurðsson.
um mínum, Unni og Margi'éti, alla
tíð.
Sigríður (Sigga).
Látin er í Reykjavík kær móður-
systir mín Brynhildur Magnúsdótt-
ir. Hún greindist með ólæknandi
mein í byrjun sumars og voru síð-
ustu mánuðir því bið eftir lausn. I
þeirri bið sýndi hún mikið æðru-
leysi, sem og í lífi sínu öllu.
Það fylgir hækkandi aldri að
þurfa að kveðja þá sem era manni
kærir. Brynhildur frænka mín hef-
ur verið hluti af lífi mínu allt frá
barnæsku. Hún var fjórða í hópi sex
barna móðurforeldra minna, fjög-
urra dætra og tveggja sona. Systk-
inin voru ákaflega samheldin og
samgangur mikill á milli þeirra. I
minningunni finnst mér að þau hafi
ekkert tækifæri látið ónotað til að
koma saman og njóta samvista
hvert við annað. Mikil og náin
tengsl mín við móðurömmu mína
leiddu án eíá til þess að samskipti
mín við þau systkinin, þ.á m. Bryn-
hildi, urðu meiri en ella hefði orðið.
Og öll þau samskipti vora góð. Það
er barni ómetanlegt að vita að það
eigi vísa væntumþykju þeirra sem
næstii' því standa og í því efni efað-
ist ég aldrei varðandi þau móður-
systkini mín, svo vel tókst þeim að
koma því til skila að ég skipti þau
máli. Og vitneskja mín um hug
þeirra til mín mildaði án efa áfallið
sem það var mér að missa fóður
minn ung að áram.
Brynhildur frænka mín var ekki
kona margra orða og flíkað ekki til-
finningum sínum, hún lét fremur
verkin tala. Hún og látinn eiginmað-
ur hennar, Bragi Sigurbergsson,
sem ég minnist ætíð með hlýju, létu
mig oft njóta góðra verka sinna og
hún síðar eftir að leiðir þehra
skildu. Þannig mun aldrei gleymast
farareyririnn sem þau leystu mig út
með þegar ég fór í fyrsta sinn til út-
landa, sextán ára gömul. Hann var
sannarlega rausnarlegur. En
þannig var frænka mín, hún var
rausnarleg í öllum sínum verkum.
Hún minnti mig oft á kvenhetjur ís-
lendingasagna, hún var stór í skapi
og ekki allra en hún var höfðingi.
Þó að aldur færðist yfir okkur
báðar og aðstæður breyttust hélst
alltaf gott samband á milli okkar og
við fylgdusmt hvor með annarri.
Það setti hins vegar samskiptum við
hana skorður mörg undanfarandi ár
að hún átti við heymarbilun að etja.
Þótt það væri henni þungbært og
gerði það að verkum að hún eiangr-
aðist nokkuð tók hún þessu áfalli af
sama æðruleysinu og öðram og bjó
sér að nokkru leyti til sinn eigin
heim. Hún hafði þó alltaf gott sam-
band við systkini sín, einkum syst-
ur, og létti það henni án efa lífið.
Þannig fóra hún og móðir mín í
nokkrar utanlandsferðir saman,
báðum til ánægju. Og það gladdi
mig, þegar hún kom sl. verslunar-
mannahelgi með systram sínum og
heimsótti mig til Hólmavíkur, þar
sem ég var þá og dvaldi í nokkra
daga. Okkur leið vel þá daga. Við
vonuðum að hún myndi geta heim-
sótt mig í Neskaupstað en af því
varð ekki vegna veikinda hennar og
við kvöddumst þegar ég var stödd í
Reykjavík um jólin vitandi það að
við myndum ekki sjást aftur.
Þegar ljóst varð í byrjun sumars
að frænka mín ætti ekki langt eftir
ólifað vildi hún ganga frá öllum sín-
um málum. Ég aðstoðaði hana líti-
lega í tengslum við það og enn sem
fyrr vakti aðdáun mína æðruleysið
sem hún sýndi. Við þennan frágang
á málum sínum kom skýrlega í ljós
það einkenni persónuleika hennar
að vilja gera alla hluti vel. Það var
sama hvað hún tók sér fyrir hend-
ur, allt var vel og fallega af hendi
leyst. Engir lausir endar. Með
sama hætti og af sömu kostgaefni
og hún leysti önnur verk af hendi
undirbjó hún brottför sína og tók
því síðan sem að höndum bar. Og
nú er hún farin. Ég þakka henni
langa og góða samfylgd. Minningin
um hana mun ávallt lifa með okkur
sem hún var kær. Dóttur hennar,
Bylgju, dóttursyni, Bi-ynjari
Barga, og fjölskyldu sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Áslaug Þórarinsdóttir.