Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 50

Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KATRINB. SÓLBJARTSDÓTTIR + Katrín Benonía Sólbjartsdóttir fæddist í Bjarneyj- um 20. júní 1905. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafar- vogskirkju 8. febrú- Brosið slökknað. Látin er í hárri elli föðursystir mín, Katrín Sólbjartsdótt- ir, hún fæddist rétt eftir aldamót- in. Faðir hennar, Sólbjartur Gunnlaugsson í Lágubúð í Bjarn- eyjum, var bóndi og útvegsbóndi. A þessari litlu eyju fæddist Katrín og ólst upp við hreint sjávarloftið. Margmennt var í eyjunum á þeim tíma og nóg lífs- björg. Nú er lífið slökknað í eyj- unum líka, og fátt um mannskap þar. Það hefur þurft mikinn dugnað að búa á þessum litlu eyj- um, hafið allt um kring og litlir opnir bátar til allra ferða. Oft hafa mæður og börn beðið heim- komu manna sinna og feðra. Sjór- inn er ekki alltaf sléttur á Breiðafirði. Faðir Katrínar dó úr spænsku veikinni árið 1921, móð- ir hennar bjó eitthvað lengur í eyjunum með aðstoð sona sinna. Svo fluttu þau í Stykkishólm. Katrín fór suður og fór að vinna á Korpúlfsstöðum á búi Thors Jensen. Þar hitti hún mannsefnið sitt, Friðjón Jónas- son frá Sílalæk í Aðaldal, þau giftu sig árið 1927 og hófu búskap á Sílalæk, og voru þar allan sinn búskap. Katrín missti mann sinn árið 1946, hún var orðin ekkja í blóma lífsins, hún hætti búskap ári síðar og fluttist til Akureyrar með börnin sín og bjó þeim fal- legt heimili að Strandgötu 9. Katrín var myndar húsmóðir og afburðahandlagin við það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún saumaði fyrir heimiL ið og aðra fatnað. A Akureyri vann hún á saumastofu. Mikið var tekið vel á móti mér er ég heimsótti hana á Akureyri. Þitt faðmlag og blítt bros, allt gert til að hafa dvölina sem skemmti- legasta. Þegar elstu börnin fóru að heiman yfir- gaf hún Norðurland og fór til Reykjavíkur með yngri soninn til dóttur og tengdasonar, Þórunnar og Björns. Eftir það var Katrín viðloðandi heimili þeirra meira og minna á meðan hún lifði. Eftir að suður kom fór Katrín að vinna á ýmsum stöðum, sem ráðskona og við sauma, og ýmislegt annað sem til féll. Alltaf átti hún vísan samastað hjá Tótu og Bjössa sem eiga sérstakar þakkir skilið fyrir alla þá natni og umhyggju sem þau sýndu henni alla tíð. Ekki síst eftir að aldurinn fór að hefta för hennar. Þau voru alltaf til staðar. Hvenær sem kallað var þá komu þau og sinntu öllu sem þurfti að gera fyrir hana, þetta er mikil ást og fórnfýsi, svona störfum er lítið tekið eftir í öllum okkar hraða, því allir eru að flýta sér, en hvert? Katrín var svo lánsöm að bjarga barni er féll í á og undir ís. Hún stakk sér í vök nokkuð neðar og kafaði undir ísinn og tókst að bjarga barninu. Eg er þakklát fyrir að hafa átt vinskap þinn í gegnum árin. Að lokum frænka mín, vil ég þakka fallega bláa kjól- inn með hvíta brjóstinu og glitr- andi hnöppum, sem þú gafst mér er ég var barn, gleðin var svo mikil að himinninn glitraði fyrir augum mér. Eg votta börnum, tengdabörn- um og öðrum ættingjum samúð- arkveðju mína. En sérstök samúðarkveðja er til þín, Tóta frænka og vinkona mín, að leyfa mér að vera með í leiknum í gegn- um árin. Guð blessi minningu þína, fal- lega frænka mín. Sólbjört Gestsdóttir. GUÐMUNDUR EINARSSON + Guðmundur Einarsson fæddist á Eyrarbakka 5. ágúst 1911. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 11. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Stokkseyrarkirkju 20. febr- Elsku afi minn. Ég og Anna María komum til að vera hjá þér síðasta sólarhringin áð- ur en þú færir í ferðina löngu. Þessi tími, eins og allur sá tími sem ég deildi með þér, er eftirminnilegur. Við gátum talað um heima og geima þegar ég kom með matinn til þín + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, sem lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt þriðju- dagsins 23. febrúar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu mionast hennar, er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Stella Berglind Hálfdánardóttir, Viðar Guðmundsson, Kolbrún Lilý Hálfdánardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. þegar ég bjó í Neskaupstað. Þú varst alltaf hress og gafst þér alltaf tíma lyrir mig hvenar sem var. Eftir að ég fór að ferðast um heiminn skrifaði ég þér kort frá þeim stöðum og þú varst alltaf jafn ánægður að heyra í mér. Þegar ég flutti til Reykjavíkur hringdi ég í þig og alltaf var jafn gott að heyra í þér þótt við hefðum ekki um margt að tala. Þegar ég talaði við þig síðast varstu svo hress og kátur. Elsku besti afi minn, nú sit ég og hugsa um þig, hve duglegur og spar- samur þú varst alltaf, alltaf þegar ég þurfti á þér að halda varstu eingöngu einu símtali frá mér. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég sakna þín og ég elska þig afi minn og ég veit að þú hvílist nú og færð frið. Við sjáumst aftur seinna afi. Blessuð sé minning þín afi minn. Þín Þórunn Guðrún. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARÐAR GUÐMUNDSSONAR bakarameistara, Kambsvegi 15, Reykjavík. Steinunn Kristjánsdóttir, Oddfríður Lilja Harðardóttir, Þórður Guðmannsson, Guðmundur Þorbjörn Harðarson, Ragna Ragnarsdóttir, Kristján Harðarson, Ruth Guðbjartsdóttir og barnabörn. Lokað föstudaginn 26. febrúar frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR. Byggingavörur ehf., Ármúla 18. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl,- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðvelöust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Rannsóknarþing og aðalfundur Félags íslenskra sjúkraþjálfara Virðist arðbært að efla heilsurækt starfsmanna RANNSÓKNARÞING Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara verður haldið á Hótel Islandi á morgun frá klukkan 13.00 til 17.05. Á þing- inu verða kynntar tíu rannsóknir sem íslenskir sjúkraþjálfarar hafa unnið að, þar á meðal hvort það sé arðbær fjárfesting atvinnurek- enda að stuðla að heilsurækt starfsmanna. Hulda Ólafsdóttir gerði rannsókn á því hvort tengsl væru milli útgjalda vegna veikindafjar- vista starfsmanna og fjárfestingar í heilsueflingu þeirra. Niðurstöður hennar gefa til kynna að fjárfest- ing í heilsueflingu hafi verið arðbær og fjárhagsleg áhætta fyr- irtækja við að fjárfesta í heilsuefl- ingu starfsmanna ætti því að vera í lágmarki. A þinginu mun Þjóðbjörg Guðjónsdóttir kynna samanburð á „áhrifum tveggja gerða stand- bretta á beinþéttni, vöðvarit og hegðun hjá börnum með alvarlega heilalömun (Cerebral Palsy)“. Þjóðbjörg hannaði nýtt stand- bretti fyrir hreyfihömluð börn í samvinnu við stoðtækjafyrirtækið Stoð hf., sem einnig sá um smíði þess. I fréttatilkynningu frá FISÞ segii- að standbrettið líki eftir víxl- verkandi þungaburði einstaklings og hreyfi fætur barnanna þannig að þau spyrni í þá til skiptis og eigi tækið ekki hliðstæðu í heimin- um. Jókst beinþéttni sums staðar í líkamanum hjá öllum börnunum sem þátt tóku í tilrauninni. Einnig verður kynnt rannsókn Ellu Kolbrúnar Kristinsdóttur á röskun á jafnvægisstjómun og tíðni mjaðmabrota. Niðurstöður hennar eru að ósamhverfa í jafn- vægisstjórnun frá innra eyra get- ur verið ein af orsökum dettni og brota hjá öldruðum og því sé ráð- legt að athuga og æfa upp jafn- vægisstjórnun frá innra eyra sem forvörn við dettni. FÍSÞ heldur aðalfund á laugar- dag og munu þar formaður félags- ins, Sigrún Knútsdóttir, og vara- formaður, Joost van Erven, gefa kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu, segir í fréttatilkynn- ingunni. Fyrirlestur Samtaka lungnasjúklinga HALDINN verður fyrirlestur í fyrirlestraröð Samtaka lungna- sjúklinga í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Að þessu sinni kemur á fundinn Kolbrún Ragnarsdóttir sem vinnur nú sem ráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöf kirkjunnar. Kolbrún hefur áður unnið sem iðjuþjálfi á Reykjalundi og vann þar með lungnasjúklinga. Einnig hefur hún unnið við meðferðar- störf í Danmörku. í fyrirlestri sínum mun Kolbrún segja frá samstarfsverkefni á veg- um NHL - Norrænu hjarta- og lungnasamtakanna sem unnið var árið 1997. Tilgangur verkefnisins Danskennsla á Skagaströnd JÓHANN Örn danskennari verð- ur á Skagaströnd föstudags- og laugardagskvöld með dans- kennslu fyrir unglinga í Grease- dönsum, free style og fleiri döns- um. Auk þess verða haldin nám- skeið í línudansi fyrir áhugafólk á Skagaströnd og Blönduósi. I Kántrýbæ laugardagskvöld er danskennsla í línudönsum laugardagskvöld frá kl. 21-22 og að því loknu verður línudansap- artý til kl. 1. -------------- Kynningarfyrir- lestur um jóga ACARYA Ashiishananda (Dada) heldur kynningarfyrirlestur um heildrænt og alhliða jóga byggt á tantrahefðinni sem Ananda Marga hefur aðhæft fyrir al- menning. Fyrirlesturinn verður haldinn að Lindargötu 14, Reykjavík, kl. 20 föstudaginn 26. febrúar. Fyrir- lesturinn er ætlaður almenningi og er án endurgjalds. var að vinna að viðmiðunarreglum fyrir lungnaendurhæfingu og markmið þess er að bæta þjónustu við lungnasjúklinga og aðstand- endur þeirra. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík og hefst í kvöld kl. 20. Fundurinn er öllum opinn hvort sem þeir ena í félaginu eða ekki og allir velkomnir. Samtökin standa nú á þeim tímamótum að hafa opnað skrif- stofu hjá SÍBS að Suðurgötu 10, bakhúsi. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 16 til 18 á miðvikudögum og föstudögum. Heimdallur með bás í Kringl- unni HEIMDALLUR verður með bás í Kringlunni í dag, fimmtudag, þar sem seld verða svokölluð RÚV-brauð á 2.100 kr. Einnig verður fólki boðið að kaupa sér kaffibolla á 1.000 kr. til að undirstrika hvernig verndartollar á græn- meti hækka matarreikninga fjölskyldunnar, segir í frétta- tilkynningu. Þetta er liður í átaki undir kjörorðinu Lausnarorðið er frelsi. Af því tilefni hefur ver- ið opnuð heimasíða á slóðinni www.frelsi.is. í kvöld verður haldinn fundur á Sóloni Is- landusi með yfirskriftinni Jafnrétti - er lausnarorðið frelsi? Frummælendur á fundinum verða Helgi Tómas- son dósent, Elsa B. Valsdóttir læknir og Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.