Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 53
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
HVER veit nema eitthvert þessara barna eigi í framtíðinni eftir að leggja fyrir sig blaðamennsku eða ljós-
myndun eða vinna við blaðaútgáfu á annan hátt?
Alyktun Þingflokks óháðra
Skammsýni að undirrita
ekki Kyoto-bókunina
ÞINGFLOKKUR óháðra hefur
sent frá sér eftirfarandi ályktun
vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinn-
ar um að undirrita ekki Kyoto-bók-
unina:
„Þingflokkur óháðra fordæmir þá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að und-
irrita ekki Kyoto-bókunina við lofts-
lagssamning Sameinuðu þjóðanna
fyrir tilskilinn frest 15. mars nk.
Með því er ríkisstjórnin að skerast
úr leik í alþjóðlegri viðleitni ríkja
heims að koma í veg fyrir háskaleg-
ar loftslagsbreytingar af manna-
völdum.
I Kyoto var Islendingum úthlutað
hæstu losunarmörkum meðal iðn-
ríkja. í stað þess að draga úr meng-
un er Islandi í bókuninni heimiluð
10% aukning frá viðmiðunarmörk-
um. Sjálf hefur ríkisstjórnin óskað
eftir langtum rýmri losunarheimild-
um með vísun til stóriðjustefnu
sinnar. Aðilar að samningnum frest-
uðu því á ársþingi sínu í Buenos
Aires í nóvember 1998 að taka af-
stöðu til þeirrar málaleitunar.
Þingflokkur óháðra telur ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar að skerast úr
leik í þessu afdrifaríka máli bera
vott um fádæma skammsýni og
ganga gegn hagsmunum Islendinga
í bráð og lengd. Með því sendir rík-
isstjórnin þau skilaboð til umheims-
ins að hún meti meira þrönga eigin-
hagsmuni en að sýna samstöðu með
öðrum þjóðum í glímunni við sam-
eiginlegan vanda. Enn óskiljanlegri
er þessi ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar í ljósi kröfu hennar um enn frek-
ari losunarheimildir. Þessi ákvörð-
un mun einnig óhjákvæmilega hafa
neikvæð áhrif á möguleika Islands
til áhrifa í samningum á alþjóða-
vettvangi um umhverfismál, til
dæmis í yfirstandandi viðræðum um
að draga úr mengun heimshafanna
með þrávirkum lífrænum efnum.“
s
Heimsókn úr Alftanesskóla
Morgunblaðið/Asdís
FIMM börn úr Reykjavík fengu í liðinni viku afhent verðlaun í Slökkvi-
stöðinni í Reykjavík fyrir þátttöku í eldvarnagetraun Landssambands
slökkviliðsmanna.
Verðlaun fyrir þátttöku
í eldvarnagetraun
ÁHUGASAMUR höpur 6-12 ára
nemenda úr Álftanesskóla, ásamt
þremur kennurum, heimsótti
Morgunblaðið í vikunni vegna
þemaviku skólans.
Nemendurnir höfðu valið sér
viðfangsefni eftir áhugasviðum og
langaði Morgunblaðshópinn að
fræðast um blaðamennsku og ljós-
myndun vegna fyrirhugaðrar út-
Ráðherra
ræðir
menntamálin
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra heldur erindi á opnum
fundi um skóla- og fræðslunefnd
Sjálfstæðisflokksins í Valhöll við
Háaleitisbraut kl. 17.15 í dag. Yfir-
skrift fundarins er Nýjar
námskrár - betri skóli.
Erindi menntamálaráðherra
nefnist Menning og menntun - for-
senda framtíðar og mun hann þar
ræða endurskoðun námskráa á öll-
um skólastigum og önnur for-
gangsverkefni ríkisstjórnar í
menntamálum. Einnig munu þau
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður þingflokks^ sjálfstæðis-
manna, og Helgi Arnason skóla-
stjóri flytja framsöguerindi. Fund-
arstjóri verður Þorvarður Elías-
son, rektor Verzlunarskóla Islands.
Að loknum framsöguerindum
gerfst tími til umræðna og fyrir-
spurna.
Ráðstefna um
starfsmennta-
áætlun Evrópu-
sambandsins
RÁÐSTEFNA á vegum Leonardo
da Vinci, staifsmenntaáætlunar
Evrópusambandsins, verður haldin
á Hótel Loftleiðum dagana 26.-27.
febráar en Leonardo er ætlað að
koma á framfæri nýjungum í
starfsmenntun, bæði innan skóla-
kerfisins og í atvinnulífinu. Yfir-
skrift ráðstefnunnar er „Develop-
ing Self-esteem and Entreprene-
urial Spirit". Skipuleggjendur ráð-
stefnunnar eru Landsskrifstofa
Leonardo á íslandi og stjórnar-
deild menntamála hjá Evrópusam-
bandinu.
Ráðstefnuna sækja 40 verkefnis-
stjórar evrópskra tilraunaverkefna
um gerð kennslugagna og náms-
efnis sem ætlað er að stuðla að efl-
ingu sjálfstrausts og frumkvæðis,
sérstaklega meðal ungs fólks. Taka
verkefnin einnig til þeirra er
standa höllum fæti námslega eða á
gáfu skólablaðs. f skólablaðinu má
finna viðtöl við nemendur og kenn-
ara og grein um heimsókn á Morg-
unblaðið ásamt myndum.
Nemendurnir voru allir með
blaðamannapassa um háisinn þar
sem fram kom nafn nemanda og
starfsheiti sem þeir höfðu valið sér
sem var annaðhvorí blaðamaður
eða ljósmyndari.
vinnumarkaði. Valinkunnir evr-
ópskir sérfræðingar um þetta mál-
efni verða meðal þátttakenda, auk
fulltráa frá um 20 landsskrifstofum
Leonardo_ í Evrópusambandslönd-
unum og Islendinga sem tekið hafa
þátt í Leonardo-verkefnum á þessu
sviði. Heildarfjöldi þátttakenda
verður um 90 frá 28 löndum.
Ráðstefnan hefst föstudaginn 26.
febráar kl. 9 og henni lýkur laugar-
daginn 27. febrúar kl. 18. Á meðan
á ráðstefnunni stendur verður sýn-
ing á verkefnum sem unnin hafa
verið með styrk frá Leonardo da
Vinci-starfsmenntaáætluninni í
fundarsal Hótel Loftleiða.
Bakskóli Gigtar-
fólags Islands
BAKSKÓLI Gigtarfélags íslands
hefst 1. mars nk. kl. 17-19. Ragn-
heiður Ýr Grétarsdóttir sjúkra-
þjálfari kennir að nota og styrkja
bakið á réttan hátt.
Á námskeiðinu verður farið í
uppbyggingu baksins og helstu
mein og vamir þeirra, líkamsbeit-
ingu og vinnuvernd. Hver tími er
byggður upp af bæði bóklegum og
verklegum þáttum. Námskeiðið er
einu sinni í viku í þrjár vikur en
einnig er gert ráð fyrir að hópurinn
geti hist eftir 4-6 vikur til að ræða
hvernig gagni að rifja upp það sem
lærst hefur.
Námskeiðið kostar 3.950 kr. fyr-
ir félagsmenn en 5.650 kr. fyrir
aðra. Tekið er við skráningu^ á
skrifstofu Gigtaifélags íslands, Ár-
múla 5. Allir sem vilja sty.ðja og
styrkja bakið sitt eru velkomnir.
Fyrirlestur um
lífræna ræktun
ÓLAFUR Dýrmundsson, lands-
ráðunautur Bændasamtaka Is-
lands í lífrænum búskap og land-
nýtingu, heldur fyrirlestu r á veg-
um Líffræðifélagsins fimmtudag-
inn 25. febráar sem hann nefnir:
Lífræn ræktun - búskapur í sátt
við umhverfið.
Ólafur fjallai' m.a. um undir-
stöðuatriði lífrænnar ræktunar,
skilyrði hér á landi til lífræns bú-
skapar, reglur, eftirlit og vottun.
Hópurinn skoðaði prentsmiðju
Morgunblaðsins, horfði á mynd-
band um starfsemina og fór í skoð-
unarferð um húsið. Þeir nemendur
sem voru í hlutverki ljósmyndara
voru með myndavélar og voru
duglegir að taka myndir af því
sem fyrir augu bar. Þeir sem voru
í hlutverki blaðamanna voru
áhugasamir og spurðu margs.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn
25. febrúar kl. 20. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Námskeið kirkj-
unnar fyrir
starfsfólk leik-
skóla
NÁMSKEIÐ fyrir starfsfólk leik-
skóla verður haldið á vegum kirkj-
unnar í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju 2. hæð, laugardaginn 27.
febráar kl. 10-14.
Námskeiðið ber yfirskriftina
„Hlúum að börnunum" og er efni
þess tvíþætt. Annars vegar flytur
Benedikt Jóhannsson sálfræðingur
fyrirlestur um böm og skilnaði og
hins vegar mun Halla Jónsdóttir
kennari fjalla um siðgæðisþroska
barna á leikskólaaldri og hlut
starfsfólks í leikskóla í að efla
hana. Þá verður til sýnis og kynn-
ingar efni frá fræðsludeild kirkj-
unnar til notkunar með leikskóla-
bömum, m.a. í tengslum við páska
ogjól.
Borin verður fram léttur hádeg-
isverður í boði Reykjavíkurpró-
fastsdæmis vestra. Námskeiðið er
opið fyrir starfsfólk leikskóla og er
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þátttakan tilkynnist til Biskups-
stofu.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
„Stjórn Lögreglufélags Reykja-
víkur, LR, fagnai- framkominni
kröfu um opinbera rannsókn vegna
atburðar á brunavettvangi þegar
málningarverksmiðjan Harpa brann
þann 31. janúar sl.
Slík rannsókn leiðir vonandi hið
sanna í ljós í málinu og leiðréttir
rangfærslur sem komið hafa fram í
fjölmiðlum um þennan atburð.
Það er oft á tíðum fjölmiðlum til
LANDSSAMBAND slökkviliðs-
manna afhenti í Iiðinni viku verð-
laun vinningshöfum í eldvarnaget-
raun, sem lögð var fyrir grunn-
skólanemendur í tilefni af eld-
varnaviku um mánaðamótin nóv-
ember og desember þegar slökkvi-
liðsmenn heimsóttu nær alla
grunnskóla landsins.
Um 2.500 svör bárust til lands-
sambandsins og voru nöfn 20
barna dregin úr innsendum lausn-
um. Fimm vinningshafar voru
dregnir út í Reykjavík, Viktor
Lekve, Viktoría Halldórsdóttir,
Óskar Hallgrímsson, Kári Sæ-
mundsson og Þorgils Helgason.
Þeim voru afhent verðlaunin á
fimmtudag og fylgdi sérstakt við-
urkenningarskjal Landssambands
slökkviliðsmanna með árituðu
vansa hvernig þeir fjalla um störf
lögreglunnai' í skjóli þess að lög-
reglumenn geta ekki borið hönd fyr-
ir höfuð sér vegna þagnarskylduá-
kvæða sem um þá gilda.
Samskipti lögreglu og fjölmiðla-
manna er sem betur fer oftast með
miklum ágætum en því miður eru
innan raða fjölmiðlamanna aðilar sem
líta þannig á að í skjóli starfs síns séu
þeii' yfii’ það hafnir að hlýta boðum og
bönnum sem lögreglan þarf að fram-
fylgja vegna starfa sinna.“
nafni. Alls átti að veita verðlaun í
16 slökkviliðsstöðvum um land
allt.
Aðrir vinningshafar voru Ólafur
Dór Baldursson, Akranesi, Guðrún
Eyja Erlingsdóttir, Hvammstanga,
Kristfinnur Ólafsson, Ólafsvík,
María Berg Hannesdóttir, Tálkna-
firði, Hulda. Rún Ingvadóttir,
Akureyri, Ólafur Örn Sigurðarson,
Húsavík, Heiðrún Sara Omarsdótt-
ir, Vopnafirði, Orri Snævar Stef-
ánsson, Höfn, Erla Rán Eiríksdótt-
ir, Neskaupstað, Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, Vestmannaeyjum,
Kári tilfsson, Selfossi, Kristrós
Dögg Einarsdóttir, Hvolsvelli, Hel-
ena Rós Þórólfsdóttir, Keflavík,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Grinda-
vík, og Hörður Páll Guðmundsson,
Hafnarfirði.
LEIÐRÉTTING
Rangt föðurnafn
Á MENNTASÍÐU s.l. þriðjudag
misritaðist föðurnafn Guðrúnar
Öldu Harðardóttur. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Sjómannaskólinn
1 Úr verinu í gær var fjallað um
skrúfudag Vélskóla Islands. Þar var
sagt að skrúfudagurinn yrði haldinn
hátíðlegur í húsakynnum Stýri-
mannaskólans. Það er ekki alls
kostar rétt. Vélskóli Islands og
Stýrimannaskólinn í Reykjavík eru
báðir til húsa í Sjómannaskólanum í
Reykjavík og deila því húsnæði sín
á milli. Skrúfudagurinn verður því
haldinn hátíðlegur í húsakynnum
Vélskóla íslands, sem eru hluti af
Sjómannaskólanum í Reykjavík.
Lögreglufélag Reykjavíkur
Fagnar kröfu um
opinbera rannsókn