Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1999 55 Hvers á tuttugasta öldin að gjalda? Frá Ingvarí Ingvarssyni: UM nýliðin áramót geystust foringj- ar þjóðarinnar fram á ritvöllinn eins og venjulega og höfðu mörg orð um hið liðna ár og það sem framundan er. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, enda gömul hefð fyrir þvi um áramót, að leiðtogar þjóða- rimar tjái sig um amstur hins dag- lega og veraldlega lífs, geri grein fyrii’ afstöðu sinni til hinna ýmsu málefna sem við er að fást hverju sinni og opinberi framtíðarsýn sína. Það er einnig af hinu góða þegar einhverjir, í þessu tilfelli leiðtogar vorir, sjá ástæðu til að fagna vegna gengins árs eða genginna ára og bjóða framtíðina velkomna, með full- vissu um að okkur muni farnast vel um ókomna framtíð. Hitt er öllu verra þegai’ sömu höfðingjar ruglast í talningu áranna og efna til fagnað- ar of snemma og leyfi tuttugustu öldinni ekki að ná tilskildum aldri, hundrað árum, þannig að hún geti talist öld meðal alda. Hvers á tuttug- asta öldin að gjalda? Áramótaskrif eins foringjans hófust með þessum orðum: „Af tutt- ugustu öldinni lifir aðeins eitt ár, en um næstu áramót mun heimsbyggð- in gervöll fagna nýju árþúsundi.“ Einhver hefði látið nægja að fagna nýju árhundraði, nýrri öld, en lát- um það vera, því auðvitað breytir það engu hvort menn hyggjast fagna næstu öld eða næstu tíu öld- um í einum pakka. Hitt er öllu verra ef viðkomandi er ekki viss hvenær öldinni okkar, tuttugustu öldinni, lýkur og sú tuttugasta og fyrsta tekm- við, einkum og sér í lagi þegar viðkomandi er leiðtogi þjóðarinnar og lýðurinn trúir og treystir og gerir orð hans að sínum rétt eins og í ævintýrinu um „Nýju fötin keisarans". Hvers vegna þetta bráðlæti? Eru næstu aldamót eitthvað frábrugðin þeim fyrri? Hvers vegna á tuttug- asta öldin einungis að lifa í 99 ár? Aður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að Islendingar og senni- lega aðrh Evrópubúar einnig, héldu upp á lok nítjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu við áramótin 1900 og 1901 eða þegar árið 1900 var liðið og árið 1901 gekk í garð. Oldin okkar, tuttugasta öldin, hófst með árinu 1901. A unga aldri læra börn að telja og er það jafn- framt fyrsta skrefið í löngu stærð- fræðinámi þeirra. Gjarnan er það svo að þau læra fyrst að telja fingur og tær, fingur annarrar fyrst og síð- ar fmgur beggja handa. Þannig auka þau vtó kunnáttu sína ski-ef fyrir skref. í flestum tilfellum skorth skilning eða tilfinningu fyrh því sem standur á bak við tölurnar en það kemur oftast síðar þegar þroskinn vex og þau sjá og reyna samhengi hlutanna. Skoðum nánar tímatal hins vestræna heims út frá stærð- fræðinni og veltum því fyrir okkur hvers vegna aldamót eru við lok árs- ins 2000 en ekki við upphaf þess. Undhritaður gengur út frá því að al- mennt séu menn sammála um það að timatal okkar miðist við fæðingu Jesú Krists og að viðburðir sögunn- ar séu skráðh miðað við þann at- burð. Þess vegna er viðburðir sög- unnar skráðh þannig að það sem gerðist fyrh fæðingu Jesú Krists er ski’áð x ár f. Kr. og það sem gerðist efth fæðingu Jesú Krists er skráð x ár e. Kr. Þar af leiðandi er árið áður en Jesú Kristur fæddist, árið 1 f. Kr. og árið efth, þegar Jesú var á fyrsta ári, sé árið 1 e. Kr. Ekki er nokkurt ár skráð árið 0 því tölustafurinn 0 (einn og sér) merkh ekkert, ekki neitt. Ekki frekar en 00 á hitamæli er ekki bil á mælinum heldm’ mót (þar sem mætast) + 10 og - 10 . Eins eru áramót eða aldamót ekki tímabil, heldur snertiflötur tveggja tímabila. Undin-itaður gengur einnig út frá því að ekki sé ágreiningur um að ein öld sé hundrað ár eða tíu tugir og að tugur sé tíu einingar og í þessu til- felli ein eining sé eitt ár. Við eru væntanlega sammála um það að barn sem er t.d. 10 mánaða er á fyrsta ári og að við höldum ekki upp eins árs afmæli þess fyrr en 12 mán- uðh, eitt ái- er liðið fi-á fæðingu þess. Eins höldum við upp á 10 ára aftnælið þegar full 10 ár eru liðin frá fæðingu barnsins en ekki þegar það er orðið 9 ára og komið á 10. árið. Einstakling- ur sem orðinn er 19 ára er kominn á tvítugsaldur, er á tuttugasta ái’inu, heldur upp á tvítugsafmælið þegar það ár er liðið og full tuttugu ár liðin frá fæðingu hans. Eins tölum um að einstaklingur sé kominn á thæðisaldur þegar hann er orðinn 90 ára og hann er enn á tíræð- isaldri þegar hann er orðinn 99 ára og endist honum aldur til hefur hann lifað 10 áratugi, 100 ár, ári síðar. Eins er með blessaðar aldhnar, þær verða að lifa út hundraðasta árið til þess að þær teljist fullgildar. Því voru fyrstu aldamótin við lok ársins 100 og upp- haf ársins 101. Arið 101 var sem sagt fyrsta ár annarrar aldar og árið 201 þeirrar þriðju þannig koll af kolli til vorrar aldai’. Eins er árið 2001 fyrsta ái' tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Við næstu áramót eru liðin 1999 ár frá fæðingu Jesú Krists og því eitt ár þá efth í full 2000 ár. Til þess að forð- ast misskilning er undirritaður sam- mála því að sumarið 2000 eru liðin eitt þúsund ár frá þvi að Islendingar tóku kristna trá ef við göngum út frá því að það hafi átt sér stað á Alþingi, sem var sumarþing, árið 1000. Það breyth engu um það hvenær aldamót eru! INGVAR INGVARSSON, Vitateig 2, Akranesi. Ráðhús í Tjörninni, tónlistarhöll í höfninni Frá Guðmundi Bergssyni: ÞEGAR Davíð var borgarstjóri reisti hann sér minnisvarða með því að byggja ráðhús og þó aðallega af því að hann fann enga lóð undir það nema í horninu á Tjörninni í gamla skautahorninu. Hús Davíðs í Tjörn- inni. Sólrún og Reykjavíkurhöfn Það hefur lengi átt að byggja tón- listarhöll en aldrei hefur verið hægt að fá nógu góða lóð. Laugardalur, Öskjuhlíð og á Melunum, ekkert er nógu gott. Það var góð hugmynd hjá borgarstjóra að bjóða lóð í Reykjavíkurhöfn í króknum við Ingólfsgarð. Það verður hennar minnisvarði, hús Sólrúnar í höfn- inni. Það hefur verið mikið um stór- huga fólk sem vill stækka landið. Einn kom um veturnætur og vildi gera flugvöll í Skerjaifirði með því að fylla hann af grjóti. Annar kom í upphafi jólaföstu og hann vildi líka fylla fjörðinn frá gamla Shell-svæð- inu og út með ströndinni og þar átti að koma stórt og mikið íbúðahverfi út í sjóinn við endann á flugbraut- inni sem samgönguráðherra ætlar að kasta milljónum í að laga í stað þess að færa innanlandsflugið til Keflavíkuifiugvallar. Vel færi á því að reisa tónlistarhöllina í Vatns- mýri, einhverjum fallegasta stað í borginni og það færi vel við Háskól- ann og aðrar byggingar honum tengdar en leggja flugvöllinn niður. Það er ekki svo að eigi bara að byggja tónlistarhöll heldur á að reisa líka stóran og mikinn ráð- stefnusal og hótel til að þjóna þessu öllu saman svo það hlýtur að þurfa talsverða lóð og erum við ekki að ganga inn í nýja öld og væri ekki rétt að horfa aðeins fram í tímann. Glæsilegar byggingar sem settu svip á Reykjavík 21. aldarinnar væri hvergi hægt að finna betri stað en í Vatnsmýrinni þar sem Tjörnin og fjallahringurinn blasti við í allar áttir í góðu veðri. Hugsum fram á næstu öld. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Stjörnuspá á Netinu Ókeypis í kvöld milll kl. 19.30 og 22.00 (sfma 551 1012. Orator, félag laganema ÍH'/l'Í vÚO l 12.990 Tegund: Sargon Litur: Svart Stærðir: 40-46 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Kringlunni, sími 568 9212, Domus Medica v. Snorrabraut sími 551 8519, Rvík. Stökktu til Kanarí 15. mars Irá ki. 38.455 14 nætur Heimsferðir bjóða nú einstakt til- | Aðeins 14 sæti 7 boð þann 15. mars til Kanaríeyja í “ tveggja vikna ferð. Þú tryggir þér sæti í sólina í 2 vikur á hreint frábærum kjörum og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og lát- um þig vita á hvaða hóteli þú gistir. Kanaríeyjar eru vinsælasti áfangastaður Evrópubúa. Þar er nú 25 stiga hiti og þú nýtur rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 38.455 M.v. hjón mcð 2 böm. 15. mars, 2 vikur Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð/smáhýsi, 15. mars, 2 vikur k HEIMSFERÐIR, Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Vínnám fyrir félagsmenn Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina og aðra Námskeið um undirstöðuþekkingu í vínfræðum verður haldið í Matreiðsluskólanum okkar. Boðið verður upp á 21. tíma námskeið. Næsta námskeið hefst 1. mars nk. Námslýsing Farið veröur í undirstöðuþekkingu (vfnfræði, mismunandi þrúgutegundir, mismunandi gerðir vína; léttvín og styrkt vín, Farið verður í smökkun á fjölda tegunda vína; um verður að ræða tegundar- smökkun, blindsmökkun, samanburðarsmökkun og síðast en ekki sfst smökkun með mat. Námskeiðunum lýkur alltaf á föstudagskvöldum með viðamikilli vínsmökkun. Kampavín í fordrykk, léttvín með mat, styrktu víni (púrtvíni - sherry) og brenndu víni með kaffi (líkjörar - koníak). Kennarareru; Friðjón Árnason framreiðslumaður og útgefandi bókarinnar Vín - vísindi, list. Hann hefur kennt á fjölda námskeiða um vín og meðal annars hefur hann einnig kennt framreiðslumönnum sem hafa farið í framhaldsmenntun í vínfræði á veg- um Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina. Friðjón er án vafa einn af okkar fremstu vínfræðingum. Einar Thoroddsen, læknir og landsfrægur vínfræðingur, sem hefur getið sér frægðar fyrir frábæra færni við smökkun vína og er án efa einn af okkar fremstu sérfræöingum um vín. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á víni. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að geta tekið þátt í umræðum um vín, geta valið vín með mat og sagt álit sitt á mismunandi vínum meðal annars frá mismunandi löndum og helstu þrúgutegundum. Námskeiðið getur hentað mjög vel hópum, t.d. starfsmannahópum eða vinahópum. Verð kr. 19.500 á mann. Allt innifalið, þ. á. m. námsgögn, vín og matur. Félagsmenn FHM tá sérstök afsláttarkjör. Hnpar sem teija fleiri en 10 manns fá afslátt. Námskeið 1 Námskeið 2 Námskeið 3 Dagur Tími Dagur Tími Dagur Tími mánud. 19.30- mánud. 19.30- mánud. 19.30- 1. mars 22.30 12. aprfl 22.30 3. mai 22.30 þriðjud. þriðjud. þriðjud. 2. mars 13. apríl 4. maí miðvikud. miðvikud. miðvikud. 3. mars 14. apríl. 5. maí mánud. mánud. mánud. 8. mars 19. apríl 10. maí þriðjud. þriðjud. þriðjud. 9. mars 20. apríl 11. maí miövikud. miövikud. miðvikud. 10. mars 21. aprfl 12. maí ' föstud. föstud. föstud. 12. mars 23. apríl 14. maí Allar upplýsingarer hægt aðfá hjá Fræðsluráði hótel- og matvælagreina í síma 587 5860, senda fax í 587 2175 eða í netfang: gunnar@matvis.rl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.