Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Breskar myndir áberandi í tilnefningum
FYRIR skemmstu var til-
kynnt hvei'jir og hvaða
myndir hlutu tilnefningar til
Oskarsverðlaunanna og kom sumt
á óvart en annað ekki eins og geng-
ur. Tvennt mjög óvænt kom í ljós:
Shakespeare ástfanginn hlaut
hvorki fleiri né færri en 13 tilnefn-
ingar og ítalskur gamanmynda-
höfundur, Roberto Benigni,
* hrejipti alls sjö tilnefningar í flest-
um aðalflokkunum. Annað tvennt
kom ekki á óvart: Steven Spielberg
hreppti 11 tilnefningar fyi-h- Björg-
un óbreytts Ryans og Tom Hanks
hlaut tilnefningu fyrir leikinn í
þeirri mynd en það virðist orðinn
fastur liður að óskarsakademían
líti með velþóknun á framlag hans
til kvikmyndanna. Hanks er í
óskastöðu í Hollywood. Hann fær
öll bestu hlutverkin. Kannski kom
enn eitt á óvart: Jim Carrey tókst
>ekki að vinna sig í áliti þrátt fyrir
leiksigur í Trumanþættinum.
Bretar áberandi sem fyrr
Það ætti engum að bregða í biiin
þótt Bretar séu mjög áberandi í til-
nefningunum til Oskarsins. Þeir
hafa verið æði fyrirferðarmiklir við
Oskarsverðlaunaafhendinguna hin
síðari ár eftir því sem stóru kvik-
myndaverin í Hollywood hafa
smátt og smátt dregið sig úr
keppninni með gerð afþreyingar-
mynda hönnuðum sérstaklega til
þess að keppa á hinum lágkúrulega
sumarmyndamarkaði, eins og
menningai-vitarnir myndu kalla
það. Oháðir bandarískir kvik-
~ myndagerðaimenn eiga mun greið-
ari leið að Oskari og hafa kvik-
myndaverin stóru enda fjárfest í
fyrirtækjum þeirra í seinni tíð.
Engir taka Bretunum fram í
gerð sögulegra kvikmynda sem oft
eru kallaðar búningadrama. Tvær
slíkar myndir eru um hituna,
Shakespeare og Elísabet.
Shakespeare ástfanginn er
leikstýrt af breska leikstjóranum
John Madden sem síðast gerði
bráðgóða mynd um ástarævintýri
Viktoríu drottningar og kallaði
Mrs. Brown. Þar fór Judi Dench
með hlutverk Viktoríu og hún fer
með hlutverk Elísabetar í
Shakespearemyndinni sem segir
frá því þegar skáldið er að glíma
við nýtt stykki er hefur vinnuheitið
Rómeó og Ethel, dóttir sjóræningj-
ans en þegar hann kynnist hinni
undurfögru hefðarfra Víólu Le
Dessaps í líki Gwyneth Paltrow
taka hlutirnir að skýrast betur fyr-
ir honum. Breska leikritaskáldið
Tom Stoppard gerir handritið
ásamt Marc Norman og hlutu þeir
tilnefningu ásamt Paltrow og
Madden og tíu öðrum. 13 tilnefn-
ingar til Shakespearemyndar sýna
__kannski fyrst og fremst hversu
skáldið lifh' góðu lífi í kvikmyndum
dagsins.
Elísabet er eiginlega pólitískur
tryllir um valdatöku Elísabetar I.
og drunginn í henni á vel við það
hnignunarskeið sem England gekk
í gegnum á árunum fyrir
valdatöku hennar. Cate Blanchett
fer á kostum í titilhlutverkinu og
LIFIÐ ER OSKAR
Spielberg og Shakespeare eru á meðal þeirra sem keppa
um hituna á Oskarskvöldi. Arnaldur Indriðason skoðar
---------------------y,---------------------
tilnefningarnar til Oskarsverðlaunanna
ÞRETTÁN tilnefningar; Paltrow og Fiennes í Shakespeare ástfanginn.
hlaut tilnefningu að vonum auk
þess sem myndin var tilnefnd í
flokki bestu mynda en nokkra
undrun vekur að leikstjórinn, Ind-
verjinn Shekhar Kapur, er fjarri
góðu gamni. Tveir aðrir Bretar
era tilnefndir: Emily Watson (til-
nefnd áður fyrir leikinn í Brim-
broti) fyrii' leik sinn í Hilary og
Jackie, sem fjallar um ævi selló-
leikarans Jacqueline du Pré, og
Sir Ian McKellen fyrir túlkun sína
á hrollvekjuleikstjóranum James
Whale í Guðum og skrímslum.
Séð og óséð
Við höfum fengið margar tilnefn-
ingamyndanna hingað í kvik-
myndahúsin. Shakespeare ástfang-
inn byrjar núna um helgina en áð-
ur höfum við séð Elísabetu, Lífið
er fallegt, sem var hér á kvik-
myndahátíð í síðasta mánuði og
verður trúlega sett á almennar
sýningar, Trumanþáttinn höfum
við séð, Björgun óbreytts Ryans og
„Affliction“ með Nick Nolte en
aðeins á myndbandi því myndin,
sem fær tilnefningu í flokki bestu
karlleikara (Nolte), kom aldrei í
kvikmyndahús. Og að auki kom
mynd Carlos Saura hingað á kvik-
myndahátíð en hún heitir Tangó og
er tilnefnd til Oskarsins í flokki
bestu erlendu myndanna.
Við eigum eftir að sjá Rauðu lín-
una eða „The Thin Red Line“ eftir
huldumanninn Terrence Malick en
hún gerist í seinni heimsstyrjöld-
inni á Guadalcanaleyju; Malick
hreppti sjö tilnefningar eftir
ÓVÆNTUR glaðningur; Benigni í Lífið er fallegt.
tveggja áratuga fjarveru frá
Hollywood og „geri margir
menntaskólar betur“. Einnig Guðir
og skrímsli og mynd sem heitir
„American Historv X“ með einum
efnilegasta leikara af ungu
kynslóðinni í Bandaríkjunum, Ed-
ward Norton, en hann hlaut til-
nefningu sem besti karlleikari. Þá
hefur „One Ti-ue Thing“ með
Meryl Streep ekki náð hingað
ennþá; Streep er útnefnd fyrir leik
sinn en stund er síðan sú fína leik-
kona fékk hlutverk við sitt hæfi.
Ein írönsk bíómynd er tilnefnd í
flokki erlendra kvikmynda. Heitir
hún Börn himinsins en Iranir hafa
mjög sótt í sig veðrið í kvikmynda-
gerð hin síðari ár eins og sjá mátti
á Kvikmyndahátíð í Reykjavík sl.
janúar þar sem sýndar voru þrjár
mjög athyglisverðar myndir eftir
íranska leikstjórann Mohsen Mak-
hmalbaf. Brasilískir kvikmynda-
gerðarmenn hafa oftsinnis verið til-
nefndir í flokki erlendra mynda.
„Central Station" heitir brasilíska
myndin sem hlaut tilnefningu í ár
og var aðalleikkonan í henni, Fern-
anda Montenegro, tilnefnd fyrir
bestan leik í kvenhlutverki. Mynd-
in segir af biturri miðaldra konu
sem tekur munaðarleysingja undir
sinn verndarvæng og saman ferð-
ast þau um landið. Leikstjóri er
Walter Salles og þykir gera mynd-
ina í nýraunsæisstíl ítalanna. Þá er
Afínn tilnefnd frá Spáni og Tangó
frá Argentínu.
Baráttan á milli Shakespeares
og Spielbergs
Ef Shakespearemyndin kom
mest á óvart sem sú mynd er hlaut
flestai' tilnefningarnar og skaut
Steven Spielberg ref fýrir rass er
kannski ánægjulegast við tilnefn-
ingar akademíunnar í ár að ítalski
grínarinn Roberto Benigni skuli
eiga möguleika á heilum sjö stytt-
um. Myndin hans er ljúfsár
tragíkómedía sem gerist á Italíu í
síðari heimsstyrjöldinni og síðan í
útrýmingarbúðum nasista en
Benigni, sem er frægur fyrir gam-
ansemi í heimalandi sínu og víðar
(„Down By Law“), kemst upp með
það djarfa tiltæki að gera út á gam-
ansemi fáránleikans í allri þeirri
skelfíngu sem fólk upplifði í útrým-
ingarbúðunum. Benigni stendur í
raun með pálmann í höndunum þar
sem hann sjálfur er útnefndur í
helstu flokkunum sem leikstjóri,
handritshöfundur og aðalleikari en
þar að auki kemst myndin í keppn-
ina um bæði bestu erlendu mynd-
ina og bestu myndina.
En þótt margir séu tilvaldir eni
fáir útvaldir. Reglan undanfarin ár
hefur verið sú að myndin sem fær
flestar tilnefningarnar fær einnig
flestar Oskarsstytturnar. Þannig
hreppti Titanic 11 styttur í fyrra,
sem gaf leikstjóranum James
Cameron tilefni til að ætla að hann
væri konungur heimsins. Að þessu
leytinu verður Shakespeare ást-
fanginn að teljast ansi sigurstrang-
leg.
Spielberg kemur reyndar fast á
hæla hennar. Björgun óbreytts
Ryans hefur það framyfir að vera
bandarísk, fjalla um bandaríska
hermenn í síðari heimsstyrjöldinni
og gera það með þeim hætti að láta
engan ósnortinn. Hún hefur að
auki leikara í aðalhlutverki sem
þegar hefur hreppt tvær styttur og
líklega heyi'ðust ekki mikil mót-
mæli ef hann hreppti þau þriðju
fyrir Björgun óbreytts Ryans;
keppinautar Hanks eru svosem
óskrifað blað; Benigni, McKellen,
Nolte og Norton.
Aðrar myndir eiga líklega minni
möguleika án þess að hægt sé að
fullyrða nokkuð um það. Benigni
getur í sjálfu sér unnið í hvaða
flokki sem er. Astralski leikstjór-
inn Peter Weir, sem gerði
Tnimanþáttinn, ætti að eiga jafna
möguleika á við hina en af ein-
hverjum ástæðum er Trumanþátt-
urinn, kannski merkilegasta bíó-
myndin sem gerð var á síðasta ári,
ekki með í helstu flokkunum og
hlýtur það að vekja undrun. Malick
er einnig með stríðsmynd og á ef-
laust erfitt uppdráttar gegn Spiel-
berg og stríðsmynd hans og ef ætti
að skjóta á bestu leikkonuna virðist
Gwyneth Paltrow í miklu dálæti en
það er vandséð hvernig hún fer ao
því að slá út Cate Blanchett í Elísa-
betu.
En engar áhyggjur. Ur þessu
öllu fæst skorið von bráðar.