Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Margar athugasemdir í skýrslu rannsóknarnefndar um flugslys á Bakkaflugvelli Flugvélin ofhlaðin og undirbúningur óvandaður Morgunblaðið/Steinunn VÆNGIRNIR brotnuðu af flugvélinni þegar hún skall í jörðina skammt frá Bakkaflugvelli, skrokkurinn vélarinnar steyptist fram yfir sig og stöðvaðist á hvolfi í 30 metra Qarlægð, mikið brotinn. Á mynd inni má sjá fulltrúa rannsóknamefndar flugslysa á slysstað. RANNSÓKNARNEFND flug- slysa gerir fjölmargar alvarlegar athugasemdir í skýrslu sinni vegna flugslyss sem varð á Bakkaflugvelli í Austur-Landeyj- um 13. spetember sl. Fjögurra sæta, eins hreyfils lágþekja í eigu Flugfélags Vestmannaeyja ehf., sem var í þjónustuflugi á milli Bakka og Eyja, með þrjá menn innanborðs, steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak og brotlenti. Við brotlendinguna hlaut flug- maðurinn alvarleg meiðsl en far- þegarnir meiddust minna. Að mati nefndarinnar er líkleg- asta skýringin á orsökum slyssins sú að flugvélin hafi lent í svoköll- uðu innskriði í vinstri beygju eftir flugtak, vegna óstöðugleika sem stafaði af mikilli afturhleðslu vél- arinnar. Er m.a. bent á í skýrsl- unni að flugundirbúningur hafi verið óvandaður, vélin hafí verið ofhlaðin fyrir flugtak, tekin hafi verið beygja út úr flugtaksstefnu í um helmingi minni flughæð en ör- yggisfyrirvarar eru gerðir um í flugtaki og hleðsluskrá hafi ekki verið gerð. Nefndin bendir einnig á að flugvélin hafi ekki verið þannig tæknilega úr garði gerð, að nota ætti hana í þjónustuflug. Því er beint til Flugmálastjórnar að hún veiti flugrekstri Flugfé- lags Vestmannaeyja nægilegt að- hald, sem dugi til þess að fylgt sé gildandi reglum í flugrekstri. Einnig verði settar skýrar reglur um veitingu heimilda til að nota afkastalitlar flugvélar í atvinnu- flugrekstri. Missti allt afl í 3-400 feta hæð og steyptist til jarðar Flugvélin fór á loft kl. 19.08. Þegar hún var í klifurbeygju í um 300-400 feta flughæð eftir flugtak, var komin þvert á brautarstefnuna og að byrja beygju undan vindi fór hreyfillinn að titra og skjálfa og missti allt afl. Flugmaðurinn missti stjórn á flugvélinni sem féll á vinstri vænginn og steyptist til jarðar. Hún brotlenti á sléttlendi í um 300 metra fjarlægð frá miðlínu flugbrautarinnar. Flugvélin brotn- aði í sundur þegar hún kom niður, skrokkurinn kastaðist á hvolf og stöðvaðist um 30 metra frá fyrstu snertingu við jörð. Ekkert fannst við rannsóknina sem benti til þess að bilanir hefðu átt þátt í slysinu. í niðurstöðum nefndarinnar segir m.a. að fram hafi komið við rannsókn slyssins að tvöfalt þyngi-i farangur var settur í farangurshólf vélarinnar fyrir flugtakið en flughandbókin heimilaði og var flugvélin þá of- hlaðin fyrir flugtak, miðað við áætlaða lendingarþyngd í Vest- mannaeyjum. Þyngdai'punktur flugvélarinnar var fyrir aftan leyfð aftari mörk og farangurinn laus og óbundinn í farangurshólf- inu. Vinnudagur flugmanns orðinn nokkuð langur í skýrslu nefndarinnar segir m.a.: „Við rannsókn slyssins kom m.a. fram að í flugrekstrinum vantaði nokkuð á að nákvæmra og vandaðra vinnubragða væri gætt. Flugferðir milli lands og Eyja taka stuttan tíma og þegar hver ferðin rekur aðra og vönduð vinnubrögð eru ekki viðhöfð, er hætt við að hlutimir fari úrskeiðis svo sem þama varð. Fram kom að flugundirbúningur var óvandaður. Til dæmis var far- þegalisti ekki gerðm-, hleðsluski'á vai- ekki gerð og ekki jafnvægisút- reikningar. Flugmaðurinn notaði ekki gátlista við starf sitt og flug- handbók flutvélarinnar eða gild flugrekstrarhandbók flugrekandans vora ekki um borð í flugvélinni. Þá vora allar flugferðir TF-VEL frá Vestmannaeyjaflugvelli að Bakka og til baka skráðar jafnlangar eða 14 mínútur, þótt í raun væri flug- tíminn að meðaltali 19% lengri. Þá kom fram við rannsókn máls- ins að vinnudagur flugmannsins var orðinn nokkuð langur, eða a.m.k. 11-12 klukkustundir og kann það að vera meðverkandi þáttm-. Einnig var flugtími hans undanfama 90 daga orðinn nálægt því sem mest leyfist samkvæmt reglugerðum," segir í skýrslunni. I niðurstöðum nefndarinnar segir: „Líklegt er að flugvélin hafi farið í innskrið í krappri vinstri klifur- beygju eftir flugtak. Hið tiltölulega litla eldsneyti sem var í vinstra vænggeyminum rann þá í átt að vængendanum í stað vængrótarinn- ar. Það hætti því að ná til hreyfils- ins sem missti afl. Flughraðinn minnkaði svo snögglega eftir afltap- ið og við innskriðið að flugvélin of- reis. Flugmaðurinn missti stjóm á flugvélinni og flughæðin var þá of lítil til þess að unnt væri að ná stjóm á henni með þeim afleiðing- um að hún brotlenti.“ Mikið lán að ekki kom upp eldur I skýrslunni segir ennfremur að telja verði víst að meiðsli mann- anna þriggja hefðu getað orðið mun alvarlegri en raun varð á, mið- að við aðstæður og mikið lán sé að ekki kom upp eldur í flakinu. Mennimir misstu allir meðvitund þegar vélin skall í jörðina. Annar farþeginn kastaðist út úr flakinu, eftir að festing öryggisólar hans brotnaði og farþegaklefinn opnað- ist. Þeir tveir sem í flakinu voru, komust út af eigin rammleik. Telur nefndin líklegt að farþegum og flugmanni hafi viljað til happs að skrokkur flugvélarinnar kastaðist aftur á bak í stöðvunarferlinu þannig að laus farangurinn varð þeim ekki til frekari miska. A Stjórnaformaður Granda um ágreining um verðmæti Arness Tilboð er raunhæft Fj ármálaráðherra Verið að álykta til langs tíma GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að með ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um eftirlaun til aldraðra sé verið að álykta til Iangs tíma. Þeir sem hafi staðið að undir- búningi þessarar ályktunar hafi gert sér grein íyrir því að það sé vart hægt að reikna með að það sé hægt að hrinda svona metnaðarfull- um áformum í framkvæmd á einni nóttu og ekki ætlast til þess. Umb- ætur á þessu sviði séu mjög dýrar. I Morgunblaðinu í gær kemur fram að útgjöld Tryggingastofnun- ar ríkisins vegna eftirlauna aldraðra myndu aukast um 7,6 milljarða króna á ári miðað við óbreyttan fjölda eftirlaunaþega ef ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um afnám tekjutengingar lífeyris- greiðslna almannatrygginga nær fram að ganga. Ef mið væri tekið af fjölgun lífeyrisþega, en þeim fjölgar um í kringum 10% á ári, væri út- gjaldaaukningin enn meiri. Geir bætti því við að brýnt væri að fara á stað með heildarathugun á samspili almannatryggingakerfis- ins, skattkerfisins og lífeyrissjóð- anna. Reynt verði að kortleggja þetta samspil þannig að þessir hlut- ir hafi ekki óeðlileg áhrif hver á annan. ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður Granda hf. vísar á bug full- yrðingum Brynjólfs Omarssonar og Hauks Þórs Haukssonar sem birtust í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að tilboðsgengi Granda í hlutabréf í Árnesi í Þorlákshöfn sé langt neðan við raunveralegt verð- mæti félagsins. Eins og komið hefur fram hefur Grandi boðist til að kaupa öll hlutabréf í Árnesi á genginu 1,3 en félagið á í dag um helming hluta- fjár í Árnesi. Þeir Brynjólfur og Haukur telja raunhæft markaðs- gengi hins vegar talsvert hærra eða á bilinu 2,00 til 2,74. Þeir segja að í fréttaflutningi af kauptilboð- inu hafi Grandi lagt áherslu á að nú sé lægð í þeim fiskistofnum sem afkoma Árness byggir á, þ.e. flatfiski. Staðreyndin sé hins vegar sú að um helmingur af kvótaverð- mæti Ámess liggi í þorski. í því sambandi rifja þeir upp orð Árna á aðalafundi Granda í fyrra, þar sem hann sagði m.a. í umfjöll- un sinni um hlutdeildarfélög að þótt staða Árness væri orðin tæp á almennan mælikvarða, væri ým- islegt áhugavert við fyrirtækið. Nefndi hann annars vegar sam- setningu og verðmæti aflaheim- ilda og hins vegar ójafnað skatta- legt tap að fjárhæð 870 m.kr. Ef sýnt þætti að best yrði að hætta rekstri Árness, yrði að gera það með því að sameina það öðru fýr- irtæki til þess að tapfrádrátturinn nýttist. Árni segir þessi ummæli slitin úr samhengi við innihald þess sem hann vildi leggja áherslu á í um- fjöllun sinni um Árnes á aðalfund- inum á síðasta ári. „Eins og gefur að skilja þá er það hlutverk mitt sem stjórnarformanns að fjalla efnislega um einstaka rekstrarliði Granda og dótturfélaga á aðal- fundum félagsins. I fyrra þurfti ég að gera hluthöfum grein fyrir langvinnum taprekstri hlutdeildar- félagsins Árness sem Grandi átti um 27% eignarhlut í á þeim tíma. Ég greindi frá því að fjárframlög Granda í Árnes næmu 119 milljón- um króna, sem væri 84 milljónum hæira en bókfært virði eignarhlut- arins á þeim tíma sem var einungis 35 milljónir. Til þess að draga ekki úr öllum trúnaði hluthafa á þess- um rekstri þá nefndi ég jafnframt það sem rakið er hér að ofan og birtist í frétt blaðsins í gær, þ.e. að þrátt fyi'ir slæmt gengi þá væra enn talsverð verðmæti í félaginu sem réttlæta tilraun til áframhald- andi rekstar.“ Árni fullyrðir að það sé ekki ætl- un Granda að taka félagið yfir til þess eins að leysa það upp og nýta þar með skattalegt tap og verð- mæti aflaheimilda, heldur sé markmiðið að aðstoða félagið við að rétta úr kútnum með það fyrir augum að það geti skilað arði í framtíðinni. Ekki ætlunin að leysa félagið upp Ámi leggur áherslu á að Grandi hafi fengið hlutlausa aðila til þess að meta verðmæti Ámess, áður en umrætt tilboð var lagt fram á þeim forsendum að rekstri yrði haldið áfram. „Samkvæmt þeirri úttekt liggur gengi félagsins á bilinu 1,15 til 1,41 sem gefur meðalgengið 1,28, eða nánast hið sama og við buðum hluthöfum í Árnesi. Þetta var lagt fyrir á stjórnarfundi Ái'- ness þann 25. febrúar síðastliðinn þar sem samþykkt var að mæla með því við hluthafa félagsins að þeir taki tilboði Granda. Við viljum reyna til þrautar að rétta fyrirtæk- ið af og eram tilbúnir að eyða ákveðnum tíma og fjármunum í það verk. Hins vegar, ef það geng- ur ekki eftir á næstu árum, þá er ekki hægt að útiloka að félagið verði leyst upp,“ sagði Árni. Könnun Gallup Flestir vilja sama stjórn- armynstur áfram FLESTIR, eða 47% lands- manna, vilja áframhaldandi' stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallup. í könnuninni var spurt hvaða flokkar fólk vildi að mynduðu samsteypu- stjóra á næsta kjörtímabili. Þótt meirihlutinn styðji enn stjórnina hefur stuðning- urinn minnkað um 10% frá því í september en þá var hlutfall þeirra sem vildu áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna eftir kosn- ingar um 57%. I könnuninni nú vildu rúm- lega 20% samstarf Fram- sóknarflokks og Samfylking- ar, en aðeins 7% vildu þetta samstarf í september. Rúm- lega 12% nefndu samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks og tæplega 8% sam- starf Samfylkingar og Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Vilja Framsókn í stjórn Fleiri vilja Framsóknar- flokkinn í stjórn en aðra flokka, en um 71%, nefndu hann og einhvern annan flokk. Um 62% vilja Sjálf- stæðisflokkinn í stjórn með öðrum og um 48% vilja Sam- fylkinguna í stjórn með öðr- um. Um 75% framsóknarflokk- skjósenda vilja áframhald- andi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en um 22% vilja samstarf við Sam- fylkinguna. Um 84% kjós- enda Sjálfstæðisflokks vilja áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokkinn. Kjósendur Samfylkingar dreifast meira, en um 44% þeirra vilja mynda sam- steypustjórn með Framsókn- arflokki, um 18% með Sjálf- stæðisflokki og um 16% með Vinstrihreyfíngu - grænu framboði. Arnþrúður ekki fram ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir hefur ákveðið að vera ekki í framboði í næstu kosningum til Alþingis á vegum Frjáls- lynda flokksins í Norðurlandi eystra. Arnþrúður segir að hún telji réttara að þar verði í forustu aðili sem búsettur er í kjördæminu og þekki betur til mála þess. „Ég veit það er mikið af góðu fólki þarna sem gæti tekið þetta að sér. Það er oft leitað til þeirra sem hafa sýnt stjórnmálaáhuga sinn í verki og ég er þakklát þeim sem hafa sýnt mér þennan stuðn- ing. Ég rek og á tvö fyrirtæki hér í Reykjavík og það er mikið mál að taka þetta að sér ef það á að sinna því af festu eins og ég hefði viljað gera,“ sagði Arnþrúður. Hún sagði að það væri óráðið hvort hún yrði í fram- boði annars staðar. Arnþrúð- ur er fædd í Flatey á Skjálf- anda og ólst upp á Húsavík. I I í | : i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.