Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaðarháskóli Brottkast á Hvanneyri EITT af síðustu verkum Alþingis var að lögfesta frumvarp til laga um búnaðar- fræðslu. Það mál hafði verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og fjölmargir aðilar komið að málinu. Samkvæmt lögunum eru ákvæði um búnaðarnám og garðyrkjunám sam- ræmd í einni löggjöf um búnaðarfræðslu, sem taka til mennta- stofnana landbúnaðar- ins. Þessu fylgir meðal annars að svigrúm þeirra eykst til að bjóða upp á fjöl- breyttara nám og námstíma. Sam- kvæmt þessum nýju lögum verður formlega stofnaður landbúnaðarhá- skóli með aðsetur á Hvanneyri og því íylgir að öllu stjómskipulagi skólans verður breytt í samræmi við það. Heimilt verður, með sam- þykki landbúnaðarráðherra, að stofna til kennslu eða náms á há- skólastigi við Hólaskóla og Garð- yrkjuskólann að Reykjum, enda liggi fyrir viðurkenning búfræðslu- ráðs um að starfsemin standist gæðakröfur sem gerðar eru í sam- bærilegu námi. Menntastofnanir skulu samkvæmt lögunum leggja áherslu á samstarf við aðra skóla og vísindastofnanir hér á landi og er- lendis um menntun og rannsóknir og er heimilt að gera um það sér- staka samninga. Loks má nefna að við menntastofnanir landbúnaðarins verði stundaðar rannsóknir sem skulu skipulagðar með öðrum rann- sóknum á sviði landbúnaðar og landnýtingar í landinu. Framfaraspor til framtíðar Það er ljóst að með samþykkt þessara laga hefur Alþingi fleytt ís- lenskum landbúnaði fram á veg, enda er viðurkennt að aukin fræðsla í landbúnaði skiptir mjög miklu máli varðandi fram- þróun atvinnugreinar- innar í heild. Með til- komu laganna opnast menntastofnunum landbúnaðarins nýir möguleikar og gera má ráð fyrir að fram- sókn greinarinnar komi meðal annars fram í auknum fjöl- breytileika í búnaðar- námi og nýsköpun á ýmsum sviðum. Með þessum lögum verður foi-mlega stofnaður sérstak- ur landbúnaðarháskóli sem veitir menntun á sviði landbúnaðar, það er nýjung hér á landi og því ber að fagna. í nokkra áratugi hefur verið í boði nám á háskólastigi við Bænda- skólann á Hvanneyri en með nýjum lögum er skólinn formlega gerður að háskóla. Hagsmunir Borgfirðinga Stofnun landbúnaðarháskóla á Hvanneyri skiptir mjög miklu máli fyrir Hvanneyri og Borgarfjarðar- hérað í heild sinni. Um nokkurt skeið hefur verið ákveðin óvissa um framtíð starfseminnar á Hvanneyri og hefur það sett mark sitt á líf og starf fólks á staðnum. Með formlegri stofnun landbúnað- arháskóla er óvissunni eytt og er það gríðarlegt hagsmunamál fyrir Hvanneyringa og Borgfírðinga alla. Þar með mun Hvanneyri sækja fram af miklum þrótti, enda verður byggt á góðum gi-unni þar sem Bændaskólinn hefur starfað með miklum myndarskap á staðn- um um langt skeið. Þar með er þessi afgreiðsla Alþingis á þessu Skólamál * I nokkra áratugi hefur verið í boði nám á há- skólastigi við Bænda- skólann á Hvanneyri, segir Magnús Stefáns- son, en með nýjum lög- um er skólinn formlega gerður að háskóla. máli mikilvægt innlegg til byggða- mála því tilkoma landbúnaðarhá- skólans rennir styrkari stoðum undir starfsemi og búsetu á Hvanneyri, Hólum og á Reykjum. Það er ástæða til þess að óska öll- um hlutaðeigandi til hamingju á þessum merku tímamótum. I því sambandi má nefna bændastéttina í landinu, íslenskan landbúnað í heild sinni, skólafólkið á Hvanneyri, Hól- um og Reykjum og þau byggða- svæði sem tengjast þessum skólum. Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra hefur rekið þetta mál af miklum þrótti og í framtíðinni mun þessi lagasetning Alþingis án efa verða talin eitt mikilvægasta málið sem leitt var til lykta í tíð Guð- mundar Bjarnasonar landbúnaðar- ráðherra. Full samstaða var um málið í landbúnaðarnefnd Alþingis og á Alþingi, sýnir það vel hve mik- ilvægt málið er og að þingmenn al- mennt eru þeirrar skoðunar að fræðslumál landbúnaðarins skipti atvinnugreinina miklu máli. Þessi afstaða Alþingis er mikill styrkur fyrir íslenskan landbúnað. Höfundur er nlþingismnður Frnm- sóknarflokks á Vesturlandi. í SÍFELLDRI um- ræðu um kvótamál koma við og við upp fullyrðingar um að stórum hluta sjávarafla sé kastað í sjóinn aftur. Hversu umfangsmikið brottkastið er getur enginn sagt til með vissu, þó svo að sumir kasti fram tölum þar að lútandi og telji það jafnvel nema hundruð- um þúsunda tonna. En slíkt er vitaskuld skot út í bláinn. En það er hægt að slá því fóstu að brott- kastið er staðreynd. Kvótakerfíð, eins og það hefur verið hingað til, býður upp á að verðminni afla sé kastað. Þannig tapast um- talsverð verðmæti. Það dylst líklega engum að betra væri að þessi afli kæmi allur að landi. Lagasetning þar sem háar fjársektir liggja við brotum hefur ekki komið í veg fyrir brottkastið. Sú leið kemur ekki í veg fyrir þessa sóun. Hlutfallsleg verðtenging brottkastsafla Til þess að geta stöðvað brott- kastið þurfa sjómenn að hafa hag af því að koma með aflann að landi. Kerfíð þarf að setja þannig upp að það rýri ekki verðmæti heildarkvót- ans að koma með verðminni físk að landi. Þetta má gera á þann hátt að verð brottkastsaflans ráði því hversu mik- ið hann telst til kvóta, þ.e. að tonn af brottkastsafla sem selst á 50% af verði eðlilegs afla teljist einungis sem hálft tonn m.t.t. kvóta. Einstakur fiskimað- ur sem ætti t.d. 20 tonna kvóta og myndi undir núverandi kring- umstæðum henda 10% af þeim fiski sem hann veiðir til þess að fá fullt verð fyrir kvótann gæti séð sér hag í að koma með allan afiann að landi. I stað þess að henda um tveim tonn- um af fiski, sem hann vissi að hann fengi ein- ungis hálft verð fyrir, gæti hann landað afi- anum þess fullviss að heildarverðmæti kvót- ans skertist ekki. Þessi 2 tonn myndu einungis skerða heildarkvótann um eitt tonn, að því gefnu að hálft verð fengist fyrir brottkastið. Ef verðið væri 75% af eðlilegu verði teldist það nema 1,5 Sjávarútvegsmál Til þess að geta stöðvað brottkastið, segir Guð- mundur Kr. Oddsson, þurfa sjómenn að hafa hag af því að koma með aflann að landi. tonnum í kvóta en 0,5 tonnum ef verðið væri 25%. Þannig ætti fiski- maðurinn eftir 0,5-1,5 tonn af kvóta, þrátt fyrir að hafa komið með 20 tonn af fiski að landi. Bættur hagur Magnús Stefánsson sjavarafla - leiðir til úrbóta Guðmundur Kr. Oddsson Smáa letrið í EES og utanríkisstefna ASI „FYRIR 5-7 árum voru margir sömu skoðunar og Páll er nú. Sem betur fer hafa fiestir valið að kynna sér málin og reyna að læra af sögunni." Þannig skrifar Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþýðu- sambandsins, 10. mars í Morgunblaðið í svari við gagnrýni undirrit- aðs á þá yfirlýsingu Ara, að ísland ætti að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Ef söguskilningur Ara nær ekki lengur aftur en 5-7 ár, eða sem nemur gildistíma EES- samningsins, verður ágreiningur okkar skiljanlegur. Ari og félagar hans í forystu ASÍ hafa lesið smáa letrið í EES-samningnum og fundið þar ýmsar réttarbætur fyrir launa- fólk. Frá þeirri forsendu ályktar Ari að við ættum að ganga inn í Evr- ópusambandið. Vitlaus forsenda gefur ranga ályktun. Evrópusambandið er niðurstaða tveggja heimsstyrjalda á meg- inlandi Evrópu. Stór- veldi álfunnar sam- mæltust um að aldrei aftur mætti endurtaka hildarleikinn 1939- 1945. Niðurstaðan var ekki fengin í einu vet- fangi. Hugsjónina um sameinaða Evrópu rekja sumir sagnfræð- ingar til Napóleons- styrjaldanna og það tók áratugi eftir seinna stríð að fá fjandvinina Þjóðverja, Frakka og Breta að samþykkja valdaframsal til samevrópskrar stofnunar. Til að ná samstöðu um valda- framsal til Brussel varð að taka tillit til helstu hagsmunaaðila viðkom- andi þjóðríkja, þ.m.t. verkalýðs- hreyfingarinnar. Af þeirri ástæðu Evróusambandsaðild Veruleiki verkalýðs- hreyfingar í iðnríkjum Vestur-Evrópu, segir Páll Vilhjálmsson, er allt annar en íslensks launafólks. er þokkalega séð fyrir málefnum verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu- sambandinu. Veruleiki verkalýðshreyfingar í iðnríkjum Vestur-Evrópu er allt annar en íslensks launafólks. Iðn- byltingin með sinni barnaþrælkun og réttindaleysi verkafólks er snar þáttur í sögu evrópskrar verkalýðs- hreyfingar. Lög sem banna óhóf- lega vinnu barna hafa gagnólíka skírskotun í gömlu iðnríkjunum en á íslandi. Til skamms tíma þótti ekki tiltökumál að gefa íslenskum skólakrökkum frí til bjarga verð- mætum þegar landburður var af fiski. Við getum haft skoðanir á því hversu heppilegt það var en ekki andmælt að almenn sátt var í þjóð- félaginu um fyrirkomulagið. Helstu dæmin sem við eigum af harðýgi og vinnuþrælkun eru úr gamla bænda- samfélaginu. Hreppaflutningarnir, sem tíðkuðust hérlendis fram á þessa öld, eru í fullkominni and- stöðu við reynslu ómaga á megin- landinu sem smalað var úr sveitum í fabrikkur milljónaborganna á síð- ustu öld. Evrópusambandið var ekki sett saman til að bæta hag launafólks þótt það hafi notið góðs af. Hefð- bundnir stórveldahagsmunir ráða ferðinni í Evrópusambandinu og smáríki verða að laga sig að þeim. Litlu ríkin í Evrópu búa að langri sögu málamiðlana gagnvart stærri ríkjum álfunnar og hafa goldið stór- styrjalda dýru verði. Islendingar eiga aðra sögu að segja. Fyrri heimsstyrjöldinn færði okkur sjálfstæði og sú seinni veltiár í efnahagslífinu og sjálft lýðveldið. Við erum ekki vön að semja okkur að hagsmunum meginlandsveld- anna. I þorskastríðunum höfðum við betur vegna þess að við kunnum ekki að bukta okkur fyrir valdinu. Ósk um inngöngu í Evrópusam- bandið núna jafngilti yfirlýsingu um að við værum hætt við lýðveld- istilraunina. Ekkert, og allra síst smáa letrið í EES-samningnum, réttlætti slíka yfírlýsingu. A hálfri öld hefur okkur tekist að búa til þjóðfélag sem getur með reisn bor- ið sig saman við afganginn af heimsbyggðinni. Verkalýðshreyfingin á sinn þátt í að byggja upp þetta samfélag og leitt að svo sé komið fyrir forystu ASÍ að hún gerir kratískan kjána- skap að utanríkisstefnu sinni. Höfundur er fulltrúi. %oóJ$sWL, Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjafavara - Brúðhjönalistar VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. Páll Vilhjálnisson Til þess að þessi leið gæti talist álitleg þyrfti að setja skýrar reglur um hvemig flokka beri aflann, í 1. flokk annars vegar og brott- kastsafla eða 2. flokk hins vegar. Hvað smáfiskinn varðar er þetta til- tölulega auðvelt með að setja tiltek- in lengdarmörk. En einnig þarf að leita leiða til að koma utankvótafiski að landi, sem annars væri hent, svo og jélegri fiski. Önnur vandkvæði eru hvað varð- ar viðmiðunarverð á aflanum. Ein leið til að finna út viðmiðunarverðið eða það verð, sem hlutfallsverð brottkastsaflans miðast við, er að miða við meðalverð á fiskmörkuðum á löndunardegi. Tölvutæknin gerir það auðvelt að finna meðalverð allra markaða. Ég sé ekki betur en að breyting sem þessi myndi bæta hag sjó- manna, þannig að færri sjóferðir þyrfti til að klára kvótann, sem sparaði bæði vinnu og kostnað. Jafnvel væri hægt að auka kvótann þegar til langs tíma er litið, því eins og staðan er í dag er þessi fiskur hvort sem er veiddur, þegar hann verður hluti af kvótanum og kemur á land verður meira eftir af hi-ygn- ingarstofninum. Það þýddi hraðari vöxt fiskistofna og aukaverðmæti. Vert skoðunar Mín tillaga er sú að þessi leið verði í fyrstu reynd hjá smærri bát- um, t.d. undir 30 brúttólestum, og séð til hvernig hún gefst þar, áður en hún er reynd hjá stærri skipum. Vitaskuld þarfnast leiðin nánari iitfærslu og umræðu um einstök at- riði, enda hér einungis tæpt á aðal- atriðum enda íýmið takmarkað. En ég tel það vel þess virði að skoða þessa grunnhugmynd gaumgæfi- lega, því það er engum til góðs að afla sé hent ónýttum aftur í sjóinn. Höfundur slundar ni'un i stjórnmála- og atvinnulífsfrœði við Háskóla Is- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.