Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Á ifiorgun, 19. marsf er síiasta tækSfæriö ti ad iióSca og fullgreiða ferð og nýta sér þannig 7.000 kr. af'Síátt á í sfíáwmtnterkfar brottfarir. Bókunarsími: 569 1010 Samvinnuferðir Landsýn Á ver ð i fyrir þig! Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga viö Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjöröur: 565 1155 Keflavík: 421 3400 Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar: 4811271 ísafjöröur: 456 5390 Einnig umboösmenn um land allt. LISTIR Morgunblaðið/RAX „ATBURÐARAS söngleiksins var einstaklega óspennandi og ómarkviss, persónusköpun einsleit og hæga- gangur einkenndi alla framvindu leiksins þótt tónlistin standi enn fullkomlega fyrir sínu,“ segir meðal ann ars í dómi Ieiklistargagnrýnanda blaðsins. Væntingar og vonbrigði LEIKLIST Loftkaslal i nn HATTUR OG FATTUR. NÚ ER ÉG HISSA Texti og tónlist eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Leikstjórn: Þórhallur Sig- urðsson. Leikarar: Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Pálína Jónsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Davfð Þór Jónsson, Steinunn Ólafs- dóttir og Sigurþór Albert Heimisson. Leikmynd og búningar: Vignir Jó- hannsson. Tónlistarstjórn og útsetn- ingar: Margrét Öiiiólfsdóttir. Brúð- ur: Ilelga Arnalds. Danshöfundur: Astrós Gunnarsdóttir. Hljóð- stjórn/upptaka: Ivar Ragnarsson. Ljósahönnuður: Björn Helgason. Loftkastalinn, 17. mars ÓLAFUR Haukur Símonarson hefur spunnið nýtt leikverk í kring- um gamalkunnar persónur sínar, Hatt og Fatt, og skemmtilegu sönglögin af plötunni Eniga meniga. Hér er um söngleik fyrir yngsta áhorfendahópinn að ræða. Þeir Hatt- ur og Fattur hafa tekið nokkrum breytingum frá sínu upprunalegu formi og lausoflnn söguþráðurinn leitast fyrst og fremst við að tengja saman gömlu lögin í heild með auð- skiljanlegum boðskap fyrir börnin. Hugmyndin að endurvekja til lífs- ins gamalt og vinsælt bamaefni fyr- ir nýjar kynslóðir barna er í sjálfu sér allra góðra gjalda verð, en því miður lifir lítið eftir af þeim krafti og frumleika sem maður tengir óneitanlega við þetta efni eins og það lifir i minningunni. Atburðarás söngleiksins var einstaklega óspennandi og ómarkviss, persónu- sköpun einsleit og hægagangur ein- kenndi alla framvindu leiksins þótt tónlistin standi enn fullkomlega fyr- ir sínu og nýjar útsetningar Mar- grétar Órnólfsdóttur væru með mestu ágætum. Þó að flestir þeir sem að upp- færslu þessari standa séu bæði reyndir og vel lærðir leikhúslista- menn var einhver „amatör“-brag- ur á heildarsvip sýningarinnar. Margir leikaranna ofléku og virt- ust eiga í vandræðum með stöður sínar og hreyfingar á sviðinu. Leikstjórn virtist ómarkviss og hefði sýningin vafalaust þurft lengri æfingatíma. Margt er þó vel gert í umgjörð uppfærslunnar, t.d. var sérlega skemmtilegt byrjunaratriði þar sem sviðmynd og -munir eru í aðalhlut- verkum. Leikmynd Vignis Jóhanns- sonar er að mörgu leyti byggð á skemmtilegum hugmyndum en í heildina er hún of „tómleg“ til að vekja mikla hrifntngu. Notkun brúða og ljósa var hins vegar einkar vel útfærð. I heild vekur þessi sýn- ing væntingar en allnokkur von- brigði. Soffía Auður Birgisdóttir Lífæðar 1999 opnuð á ísafirði MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Sjúkrahúsi Isafjarðar á morgun, föstudag kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokk- um á Landspítalanum í byrjun janú- ar sl. en þaðan fór hún til Sjúkra- húss Akraness. Tólf myndlistarmenn sýna sam- tals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Lista- mennirnir eru: Bragi Asgeirsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, Ivar _ Brynjólfsson, Kristján Davíðsson, Ósk Vilhjálms- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Isak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Sýningunni á ísafirði lýkur 19. aprfl og heldur hún þá til Sjúkra- húss Sauðárkróks. Það er menningarsamsteypan ART.IS sem gengst fyrir sýning- unni í boði Glaxo Wellcome á Is- landi. EITT verka á sýningunni er eftir Eggert Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.