Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 26

Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Á ifiorgun, 19. marsf er síiasta tækSfæriö ti ad iióSca og fullgreiða ferð og nýta sér þannig 7.000 kr. af'Síátt á í sfíáwmtnterkfar brottfarir. Bókunarsími: 569 1010 Samvinnuferðir Landsýn Á ver ð i fyrir þig! Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga viö Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjöröur: 565 1155 Keflavík: 421 3400 Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar: 4811271 ísafjöröur: 456 5390 Einnig umboösmenn um land allt. LISTIR Morgunblaðið/RAX „ATBURÐARAS söngleiksins var einstaklega óspennandi og ómarkviss, persónusköpun einsleit og hæga- gangur einkenndi alla framvindu leiksins þótt tónlistin standi enn fullkomlega fyrir sínu,“ segir meðal ann ars í dómi Ieiklistargagnrýnanda blaðsins. Væntingar og vonbrigði LEIKLIST Loftkaslal i nn HATTUR OG FATTUR. NÚ ER ÉG HISSA Texti og tónlist eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Leikstjórn: Þórhallur Sig- urðsson. Leikarar: Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Pálína Jónsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Davfð Þór Jónsson, Steinunn Ólafs- dóttir og Sigurþór Albert Heimisson. Leikmynd og búningar: Vignir Jó- hannsson. Tónlistarstjórn og útsetn- ingar: Margrét Öiiiólfsdóttir. Brúð- ur: Ilelga Arnalds. Danshöfundur: Astrós Gunnarsdóttir. Hljóð- stjórn/upptaka: Ivar Ragnarsson. Ljósahönnuður: Björn Helgason. Loftkastalinn, 17. mars ÓLAFUR Haukur Símonarson hefur spunnið nýtt leikverk í kring- um gamalkunnar persónur sínar, Hatt og Fatt, og skemmtilegu sönglögin af plötunni Eniga meniga. Hér er um söngleik fyrir yngsta áhorfendahópinn að ræða. Þeir Hatt- ur og Fattur hafa tekið nokkrum breytingum frá sínu upprunalegu formi og lausoflnn söguþráðurinn leitast fyrst og fremst við að tengja saman gömlu lögin í heild með auð- skiljanlegum boðskap fyrir börnin. Hugmyndin að endurvekja til lífs- ins gamalt og vinsælt bamaefni fyr- ir nýjar kynslóðir barna er í sjálfu sér allra góðra gjalda verð, en því miður lifir lítið eftir af þeim krafti og frumleika sem maður tengir óneitanlega við þetta efni eins og það lifir i minningunni. Atburðarás söngleiksins var einstaklega óspennandi og ómarkviss, persónu- sköpun einsleit og hægagangur ein- kenndi alla framvindu leiksins þótt tónlistin standi enn fullkomlega fyr- ir sínu og nýjar útsetningar Mar- grétar Órnólfsdóttur væru með mestu ágætum. Þó að flestir þeir sem að upp- færslu þessari standa séu bæði reyndir og vel lærðir leikhúslista- menn var einhver „amatör“-brag- ur á heildarsvip sýningarinnar. Margir leikaranna ofléku og virt- ust eiga í vandræðum með stöður sínar og hreyfingar á sviðinu. Leikstjórn virtist ómarkviss og hefði sýningin vafalaust þurft lengri æfingatíma. Margt er þó vel gert í umgjörð uppfærslunnar, t.d. var sérlega skemmtilegt byrjunaratriði þar sem sviðmynd og -munir eru í aðalhlut- verkum. Leikmynd Vignis Jóhanns- sonar er að mörgu leyti byggð á skemmtilegum hugmyndum en í heildina er hún of „tómleg“ til að vekja mikla hrifntngu. Notkun brúða og ljósa var hins vegar einkar vel útfærð. I heild vekur þessi sýn- ing væntingar en allnokkur von- brigði. Soffía Auður Birgisdóttir Lífæðar 1999 opnuð á ísafirði MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Sjúkrahúsi Isafjarðar á morgun, föstudag kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokk- um á Landspítalanum í byrjun janú- ar sl. en þaðan fór hún til Sjúkra- húss Akraness. Tólf myndlistarmenn sýna sam- tals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Lista- mennirnir eru: Bragi Asgeirsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, Ivar _ Brynjólfsson, Kristján Davíðsson, Ósk Vilhjálms- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Isak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Sýningunni á ísafirði lýkur 19. aprfl og heldur hún þá til Sjúkra- húss Sauðárkróks. Það er menningarsamsteypan ART.IS sem gengst fyrir sýning- unni í boði Glaxo Wellcome á Is- landi. EITT verka á sýningunni er eftir Eggert Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.