Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 31 LISTIR FINNUR Bjarnason og Gerrit Schuil. Ljóðatón- leikar í Hafnar- kirkju FINNUR Bjarnason, barítón- söngvari, og Gerrit Scliuil, píanó- leikari, halda ljóðatónleika í Hafnarkirkju í Hornafirði á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Flutt verða sönglög eftir Schumann, lög sem búa yfir róm- antískri fegurð og fágun, segir í fréttatilkynningu. Schumann var uppi á fyrri hluta 19. aldar og sýndi í söngvunum frumleika sem menn höfðu ekki kynnst áð- ur þar sem rödd hljóðfærisins öðlaðist fullt sjálfstæði við hlið söngraddarinnar. Finnur Bjarnason hóf söngnám hjá John Speight við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík, en hélt til náms við Guildhall School of Music and Drama í London, haustið 1995 og lauk þaðan námi vorið 1998. Finnur hefur komið víða fram sem einsöngvari á tón- leikum hér á landi og erlendis. Gerrit Schuil nam píanóleik við Vor TÓJVLIST S a I ii r i n n KÓRTÓNLEIKAR Samkór Kópavogs undir stjórn Dag- rúnar Hjartardóttur flutti alþýðlega tónlist. Einsöngvari; Svana Kristín Ingólfsdóttir. Píanóleikari; Claudio Rizzi. Þriðjudagurinn 16. mars 1999. SAMKÓR Kópavogs hélt vortón- leika sína í Salnum sl. þriðjudags- kvöld, en slíkir tónleikar eru upp- gjör þeirrar vinnu, sem kórfólk og stjórnandi hafa innt af hendi í skammdeginu. Fyrstu tvö við- fangsefnin voru lög eftir Tryggva Baldvinsson, þar fyrra, Ekta- makinn elskulegi, við texta eftir Hallgn'm Pétursson og það síðara, Krummi, við texta eftir Davíð Stef- ánsson. Lagið við Ektamaka Hall- gn'ms er sérkennilega hoggið, ekki söngvænt lag og Krummi Davíðs ákaflega litlaust. Einsöngur Svönu Kristínar í miðhluta þess var eins konar tilraun til að bæta úr litleysi lagsins. Þetta kom nokkuð á óvart, því Tryggvi hefur sýnt sig að vera gott tónskáld. Það var aðeins meiri þokki yfir lagi Ingibjargar Bergþórsdóttur, Sofðu, svanur á heiði og í lagi Val- Tónlistarháskólann í Rotterdam. Hann hefur haldið tónleika í flest- um löndum Evrópu og í Banda- ríkjunum og komið fram á alþjóð- leguin tónlistarhátíðum. Hann hefur tekið virkan þátt í íslensku geirs Guðjónssonar, Vikivaka, í raddsetningu kórstjórans, enda var söngur kórsins nokkuð vel hljóm- andi. Sömuleiðis var hið skemmti- lega lag, Vorboðinn eftir Johann Steurlein, ágætlega sungið. Radd- legur veikleiki kórsins kom nokkuð fram í tveimur völsum eftir Josef Strauss (bróður Jóhanns), en þar átti píanistinn skemmtilegan leik, en þó sérstaklega í laginu Til eru fræ eftir fiðlusnillinginn Pablo de Sarasate. Tvö næturljóð, það fyrra eftir hinn fræga tónfræðing Padre Martini og það seinna eftir píanó- leikarann og tónskáldið góða, Chopin, eru dæmi um alþýðlega umritun klassískra tónverka. Lag Martinis er ástarljóð og lag Chop- ins er tekið úr píanóæfingu op. 10 nr. 3 í E-dúr, en það voru félagarn- ir í MA-karlakvartettinum með Jón frá Ljárskógum sem einsöngvara, er upphaflega stóðu fyrir þessari umritun. Amigos para sempre eftir Andrew Lloyd Webber var ágæt- lega sungið og úr My fair Lady eftir austurrísk/ameríska tónskáldið Frederick Loewe, I could have danced all night, söng Svava Kristín við undirleik Rizzi. Ekki átti þetta fræga lag alls kostar vel við rödd Svövu, var heldur á of lágu tónsviði. tónlistarlífi frá 1993, bæði sem pí- anóleikari og hljómsveitarsljóri. Fyrir jólin kom út hljómdiskur með flutingi þeirra Finns Bjarna- sonar og Gerrits Schuil á sönglögum Schumanns. Söngur kórsins var hressilegur í Alexander’s ragtime band eftir Irv- ing Berlin og í bandaríska þjóðlag- inu My Lord, what a morning var einsöngur Svövu Kristínar mjög fal- lega mótaður. Tvö lög úr Porgy and Bess eftir Gershwin, Oh, I can’t sit down og I ain’t got no shame, voru ásamt Alexander’s ragtime band og Viki- vaka Valgeirs, hressilegustu og best sungnu lögin. Syrpan úr Cavelleria Rusticana var hins vegar ekki í góðu jafnvægi, sérstaklega kórþátt- urinn. Syrpan er sett saman úr lög- unum Voi lo sapete, A casa og drykkjusöngnum (Brindisi) Viva il vino. Þessi lög eru um margt radd- lega nokkuð krefjandi, þó þau séu skemmtilega gerð tónlist af Pietro Mascagni. Voi lo sapete var ágæt- lega sungið af Svövu Kristínu, sem hefur bjarta, vel þjálfaða og hljóm- fallega sópranrödd, svo sem einnig mátti heyra í bandaríska þjóðlaginu My Lord. Píanóleikarinn Claudio Rizzi studdi kórinn vel og lék oft með miklum glans, allt frá hinu veikasta til þrumandi styrkleika. Ilagiún Hjartardóttir er vaxandi kórstjóri og stýrði sínu fólki oft nokkuð vel í samhentum og þokkafullum söng. ■Jón Ásgeirsson í Kópavogi Alltaf á uppleið KVIKMYIVPIR II íís k ó I uli io THE REAL BLONDE ★★ Leikstjórn og handrit: Tom Di Cillo. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Catherine Keener, Daryl Hannah, Maxwell Caulfield, Christopher Lloyd og Cathleen Turner. Lakeshore Entertain- ment. JOE er einn af þeim leikur- um sem vinna sem þjónar og fer næstum daglega í áheyrnar- próf í von um að nú muni hann fá hlutverk, verða virtur leikari og líf hans breytast til hins betra. Hin eina sanna ljóska er létt og skemmtileg gn'nmynd sem hlær að skemmtanaiðnaðinum, þeim frummannalegu lögmál- um sem þar gilda, vonum fólks til að ná þar frama og öllum þeim sönnu „ljóskum“ og öðr- um klisjutýpum sem þar ráða ríkjum. Einnig er góðlátlegt grín gert að okkur öllum sem alltaf höldum að hamingjan sé hinum megin við hornið, og að hún birtist þá í starfsframa eða öðrum utanaðkomandi þáttum. Myndin mætti vera tilbreyt- ingarríkari, það er of mikið gert út á sömu brandarana, og ekki alla nýja af nálinni. Þetta er fín- asta skemmtun, oft einlæg og raunsæ, og fólk ætti að kíkja sérstaklega vel eftir mörgum skemmtilegum smáatriðum sem koma á óvart. Hildur Loftsdóttir London frá kr. 16.645 í sumar með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sumar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágætis hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðviku- daga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verðkr. 16*645 Verðkr. 19.990 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flugsæti og skattar. Flug og skattur. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Fremstir síðan 1959 Ná eiginn við 2 ám apnœli 20. mars PAVOurit^ Gæáavara á góðu verði STOFNAÐ 1997 (Jlfl Aa>— I tilefni affwí, tökum við upp glœnýja sendingu íHÚSSINS og verðum með shemmtileg ajmœkstihoð með allt að 35% afslcetti. Komið við og gerið góð haup á laugatdaginn! Vín Hússins -Ármúla 23 -108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071 Mán.-Fös.: 10:00-19:00 Lau. 11:00 -16:00 Víngerðarverslunin Jyín! PósbsenAu m um lanAaHt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.