Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Aðal- heiður Péturs- dóttir fæddist í Hnífsdal 15. sept- ember 1915. Hún lést á Landakots- spítala 11. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir, f. 28.11. 1892, d. 10.5.1933, og Pétur Sigurður Péturs- son, f. 1.1. 1893, d. 24.11. 1921. Sigríður giftist hinn 16.11. 1946 Hjálmari Bjarna Krisljáns- syni, f. á Flateyri 2.12. 1917, d. 22.1. 1999. Sonur Sigríðar og Guðna Þ. Asgeirssonar, f. 2.3. 1914, d. 26.5. 1966, er Ásgeir Guðnason, f. 6.6. 1940, sein Hjálmar gekk í föðurstað. Börn Ásgeirs og fyrrum konu hans Hlédísar Guðmundsdóttur, f. Enn er komið að kveðjustund, vinkona mín, hún Sigga, er öll. Hvfldin hefur verið kærkomin, heilsan var smám saman að fjara út, lífslöngunin horfín, enda lézt eiginmaður hennar, Hjálmar, fyrir no'íkrum vikum. Við áttum því láni að fagna að eiga þau að nágrönnum í tæp 29 ár, og með okkur tókst náin vinátta. Fannst mér Sigga stundum ganga næst móður minni, svo kær var hún mér. Það var fastur liður í tilveru rni ini að fara dag einn í hverri viku yfir til hennar, setja rúllur í hárið, snyrta það og greiða, sitja síðan yf- ir kaffibolla og líkjörstári og hlusta á frásagnir um lífið frá liðnum tíma. Nú er þessum þætti lokið, hann skilur eftir sig tómarúm. Ég á ekki lengur erindi í þetta hús, og þegar ég lít þangað heim, finnst mér eins og það drúpi höfði af sorg. En eins og mannslíkaminn er bústaður sál- arinnar, þá er húsið íverustaður lík- amans, og inn í það flytur ný kyn- slóð og það öðlast nýjan tilgang. Fyrstu minningarnar mínar um Siggu eru frá því að ég var smá- stelpa heima á Flateyri, en þar bjuggu þau Hjálmar áður. Ekki er langt um liðið síðan ég drap niður penna til að minnast hans, svo eðli- legt er að hann komi nokkuð við sögu í minningum þeim sem hér eru ritaðar. Sigga var frábær söngkona, og í minningu barnsins sé ég fyrir mér listakonu sem stóð uppi á leiksviði samkomuhússins okkar, sem mér fannst stórt þá, og söng eins og engill inn í hvers manns hjarta. Rödd hennar var með þeim ágæt- um að hún hefði átt að heyrast af fjölum heimsborganna. Reyndar var söngurinn áhugamál þeirra beggja og fengu margir að njóta hans. Sigga var víðlesin og fróð, kunni mikið af ljóðum og hafði til að bera góða fráagnarlist. Oft gleymdum við okkur í bókmenntalegum vangaveltum, og ef mig rak í vörð- urnar, fékk ég lánaða eina og eina bók til aflestrar til að kynnast efn- inu betur. Sigga og Hjálmar, nú hafið þið, þessar fögru liljur vallarins, hneigt krónur ykkar í auðmýkt fyrii- lög- málinu, og gengist á vald skapara ykkar. Og ég veit að á þeim ódáins- völlum sem nú geyma spor ykkar, gróa öll blómin hans Hjálmars, og englasöngurinn þinn fýllir loftið. Hafið bæði heila þökk fyrir sam- fýlgdina og vináttuna, sem aldrei bar skugga á. Megi Guð styrkja og varðveita einkasoninn, Ásgeir, og fjölskylduna. Kolbrún og Erling. Skammt er nú milli kveðju- stunda. Miðvikudaginn 17. mars 21.11. 1941, eru: Sigríður Líba, f. 13.1. 1963; Guð- mundur, f. 3.10. 1967; og Embla Dís, f. 7.3. 1969. Lan- gömmubörnin eru sex. Sambýliskona Ásgeirs er Svein- fríður Ragnarsdótt- ir, f. 17.1. 1949. Sigríður og Hjálmar bjuggu á Flateyri til ársins 1964. Þar vann Sig- ríður utan heimilis, m.a. við fiskvinnslu. í Reykja- vík bjuggu þau lengst af á Langholtsvegi 28. Hjá Lands- bankanum við Langholtsveg annaðist Sigríður ræstingar og hafði umsjón með matstofunni, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Sigríðar fór fram 17. mars. kvöddum við systur mína, Sigríði Aðalheiði Pétursdóttur, en hinn 28. janúar sl. var eiginmaður hennar, Hjálmar Kristjánsson, til moldar borinn. Sigríður fæddist í Hnífsdal, dótt- ir hjónanna Péturs Sigurðar Pét- urssonar og Petrínu Sigrúnar Skarphéðinsdóttur. Þar fæddust einnig bræðurnii- Hallgrímur og Magnús Björn. Þegar börnin voru enn ung að árum fluttust þau hjón- in til Flateyrar og bjuggu í Litla- býli. Pétur drukknaði á Dýrafirði 24. nóvember 1921 og stóð þá móðir okkar ein uppi með þrjú ung börn. I þá daga var ekki um neinar tryggingar að ræða eða styrki og því erfiðara en nú að vera einstæð móðir. Móðir okkar barðist eins og hetja við að halda fjölskyldunni saman, en varð þó um skeið að koma eldri bömunum fýrir. Magnús Pétursson bróðir Péturs heitins og faðir okkar yngri systkinanna var þá formaður í Hnífsdal. Hann hjálpaði ekkju bróð- ur síns eftir megni og var hún með- al annars fanggæsla hjá honum og skipshöfn hans í Hnífsdal. Nokkrum áram síðar giftust þau og bjuggu um skeið í Hnífsdal. Þar gekk Sigríður í skóla. Þá var fjöl- skyldan sameinuð á ný og brátt tók að bætast í hópinn. Árið 1927 fluttu þau hjónin að Kleifum í Seyðisfirði, en áður höfðu þau eignast sín fyrstu böm, Pétur Jóhann, Evu og Pál Sigmund. Á Kleifum fæddust síðan Skúli, sem dó eins mánaðar gamall og undirritaður sem fæddist 1931, tveim mánuðum fýrir brottflutning- inn frá Kleifum. Sigga, eins og syst- ir mín var alltaf kölluð, talaði alla tíð um árin á Kleifum sem mestu ham- ingjuár æsku sinnar og var oft talað um veruna þar og ýmsa atburði er þar gerðust. Árin á Kleifum urðu þó ekki nema fjögur. Þá fluttist fjöl- skyldan til Flateyrar og settist að í Gunnlaugshúsi, sem hafði um skeið verið í eigu Magnúsar og bræðra hans. Allt virtist nú ganga í haginn, en skjótt skipast veður í lofti. Þegar fjölskyldan hafði aðeins verið eitt ár á Flateyri dó næstyngsti bróðirinn, Páll Sigmundur 26. ágúst 1932. ÁiT síðar í febrúar fæddust foreldrum okkar tvíburar sem heita Guðmund- m- Ingvar og Guðný María. Þá ríkti aftur gleði í Gunnlaugshúsinu þótt skammvinn yrði. I byrjun maí sama árið veiktist móðir okkar af lungna- bólgu sem leiddi hana til dauða eftir fáa daga. Hér hefst hetjusaga syst- ur minnar. Sigga sat við sjúkrabeð móður okkar og gerði allt hvað hún gat til hjálpar þar til yfir lauk. Um þá reynslu talaði Sigga aldrei, fyrr en hún sagði mér frá þessari miklu lífsreynslu fýiTr aðeins fáum vikum. Þegar hér er komið er Sigga ekki fullra 18 ára. Fljótlega tók hún við störfum húsmóður á heimilinu. Litlu tvíburarnir fóru í fóstur hvor á sitt heimilið en aldrei slitnaði þó samband þeirra við okkur hin. Eldri bræðurnir voru næstu þrjú ár hjá vandalausum. Heimskreppan var þá í algleymingi, en faðir okkar var einstakur heimilisfaðir, mikill verk- maður og eftii-sóttur til vinnu. Sigga annaðist heimilið og var okkur systkinunum sem móðir, einkum þó mér sem var aðeins tveggja ára og þekki ekki aðra móður en hana. Á þessum árum voru engin heimilis- tæki komin til sögunnar, nema ef kolaeldavélin teljist til þeirra. Þvottar fóru fram í eldhúsi upp úr bala og með þvottabretti. Slátur- gerð, ullarþvottar og ótal margt annað sem sjálfsþurftarbúskap kreppunnar miklu íýlgdi. Mér er hulin ráðgáta, er ég lít til baka, hvernig unglingsstúlka gat annað öllu sem þurfti og samt átt næga orku eftir og hlýju til að ganga okk- ur yngri systkinunum í móður stað, einkum þó mér, sem var langyngst- ur. Oft var mikil glaðværð á heimil- inu, enda laðaði Sigga fólk að sér með glaðværð sinni og hlýju. Alltaf var hún syngjandi og kunni ósköpin öll af ljóðum og vísum. Ekki minnk- aði glaðværðin þegar eldri bræð- urnir komu á ný á heimilið. Þrátt fyrir allt heimilisamstrið vann Sigga tíma og tíma úti. Árið 1940 hinn 6. júní eignaðist Sigga son er hlaut nafn afa síns, Ásgeir. Faðir hans var Guðni Þ. Ásgeirsson. Hann varð augasteinninn hennar og nú bættist nýtt verkefni við, þegar systkinin fóru að yfirgefa heimilið og stofna sín eigin. ÁiTð 1946 gengu þau í hjónaband Sigríð- ur og Hjálmar Bjarni Kristjánsson. Hann gekk Ásgeiri í fóður stað, en þeim Siggu varð ekki barna auðið. Það kom eins og af sjálfu sér að á heimili þeirra átti undiraitaður alltaf skjól næstu árin auk þess sem systkinabörnin komu til lengri eða skemmri sumardvalar. Þau Hjálm- ar og Sigríður vora óvenju samtaka hjón, elskuðu söng og tónlist og tóku virkan þátt í öllu söngstarfi á Flateyri, sem og öðram félagsmál- um. Sigríður hafði bjarta sópran- rödd og var oft fengin til að syngja einsöng við ýmis tækifæri. Eftir um tuttugu ára búskap á Flateyri fluttu þau til Reykjavíkur og áttu síðan lengst af heimili á Langholts- vegi 28 B. Eftir að Suður kom vann Sigga í eldhúsi útibús Landsbankans við Langholtsveginn. í Reykjavík tóku þau virkan þátt í kórstarfi eldri borgara, allt þar til heilsu Siggu hrakaði. Einnig ferðuðust þau all- nokkuð, þæði innan lands og til út- landa. Á Langholtsveginum var gjarnan margt um manninn, barna- börnin sóttu frið og hlýju til ömmu og afa og þá ekki síður barna- barnabörnin þegar þau komu til sögunnar. Alltaf átti Sigga næga ást til að umvefja með þessa kæra gesti sína. Þau hafa misst mikið á skömmum tíma Ásgeir, börn hans og barnabörn og ég veit að söknuð- ur þeirra er mikill. Við, yngri systkinin, Pétur, Eva, Oskar, Ingvar og María þökkum elskulegri systur okkar allt sem hún var okkur, íýrr og síðar. Bræð- urnir Hallgrímur og Magnús er látnir. Hallgrímur fórst með lv. Pétursey 12. mars 1941. Magnús lést 15. desember 1985. Þegar ég heimsótti systur mína síðast sagði ung stúlka, sem hjúki-aði Siggu, okkur draum sem hana hafði dreymt. „Mér þótti sem ég liti inn í herbergið til þín, Sigga mín, og þá sá ég Jesú standa við rúmið þitt og hann strauk þér um vangann og hagræddi sænginni þinni. Hann var alls ekki kominn til að sækja þig?“ Trúlega hefur hann verið að undirbúa Siggu mína fyru- ferðina yfir móðuna miklu. Ferðina sem hún hefur nú farið. Óskar Magnússon. Það var vorið 1955, ég var rétt sjö ára og Hallgrímur bróðir minn fimm ára, að foreldrar mínir festu kaup á sinni fyrstu íbúð. íbúðin var einungis tilbúin undir tréverk og að því stefnt að flytja inn um haustið. Þetta vor urðum við jafnframt að flytja úr þeirri íbúð sem við höfðum haft á leigu í nokkur ár. Vandi for- eldra minna var að brúa bilið yfii' sumarið. Bauðst þeim þá að flytja inn til vina í eitt herbergi og til þess að það gæti orðið lausn var leitað til Siggu frænku og hún beðin að ann- ast um okkur bræður það sumarið. Sigga brást ekki bróður sínum þá frekar en endranær og flugum við bræður vestur. Segja má að strax er við stigum upp í gamla Katalínu- flugbátinn hafi ævintýrið hafist. Sumarið hjá þeim Siggu og Hjalla var yndislegt, fullt af ævintýram. Reyndar urðu þau tvö hjá okkur Hallgrími en það þriðja var ég í Hjarðardal og síðar það sumar hjá Siggu og Hjalla. Við þessi leiðarlok eru mér ofar- lega í huga samtöl sem ég átti við föður minn nokkrum dögum áður en hann lést. Sagði hann mér þá margt um fjölskyldu sína, forfeður og sögur vestan af fjörðum. Af sjálfum sér sagði hann frá árunum á Seyðisfirði við Djúp, á Flateyri og í Holti. Víst er að æskan var honum erfið, missti föður sinn eins og hálfs árs og móður sína þrettán ára. Ekki er að efa að þessi bitra lífs- reynsla hefur vegið þungt þegar hann ræddi um ómöguleika þess að búa á Vestfjörðum. I þessum samtölum var honum mikið í mun að koma því að hjá mér að honum þætti miður hve lítfls metinn hlutur kvenna innan ættar- innar væri þegar rætt var um ágæti feðranna. Sagði hann það rétt vera að karlarnir hefðu verið sterkir og duglegir en um leið skapmiklir og frekir og ekki alltaf sést fyrir. Um konurnar gilti að þær væra rólegar, traustar og gáfaðar, miklu meira í þær varið þótt því væri aldrei hampað eins og hann sagði. Það var ekki pabba eiginlegt að nefna einstaklinga til sönnunar máli sínu en víst að hlutur Siggu frænku vó þar þungt, enda reyndist hún honum bæði góð systir og síðar sem góð móðir. Nú þegar myndirnar sem geyma minningarnar frá Flateyri renna um hugann skil ég betur hvað hann pabbi átti við þegar hann talaði um traustar, gáfaðar og rólegar konur í sinni ætt. Einu sinni sem oftar höfðum við bræður ekki hagað okkur alveg sem skyldi, höfðum þá dáleitt hæn- ur í kofa manns á Flateyi’i sem við þekktum ekkert til. Hænunum vai'ð ekki meint af en víst þótti að við hefðum framkvæmt verknaðinn. Hjalli sagði sposkur að heyrst hefði að hænurnar hefðu verið dáleiddar. Sigga frænka bætti við hvort við „bíum bíum bambarnir“ hennar, en svo kallaði hún okkur bræður, þekktum nokkuð þá sem verknað- inn frömdu. Þar með var ekki meira um þetta talað. Við bræður getum aldrei fullþakk- að þeim Siggu og Hjalla íýiir yndis- leg sumur á Flateyri og síðar góðai' stundir hér í Reykjavík, enda ekki til þess ætlast. Myndiraai' í minning- unni gleymast aldrei og munum við varðveita þær meðan lífs erum. Sigga frænka birtist okkur bræðram oft í bömum okkar og víst að okkur hlýnar þá um hjai-tarætur við að upplifa hjá þeim takta sem hún bjó svo ríkulega yfir, rólyndið, æðraleys- ið, hrekkleysið og glaðværðina. Ekki er að efa að Hjalli, bræður þínir, pabbi og Hallgrímur, sem fórst þegar Pétursey var skotin niður í stríðinu, ásamt öllum hinum ættingjunum og vinunum sem farn- ir voru hafi tekið vel á móti þér á himnum þegar þú komst þangað elsku Sigga. Við hin sem söknum þín yljum okkur við góðar minning- ar þá sérstaklega frá því við vorum í þinni umsjón - hjá henni frænku fyrir vestan. Elsku Ásgeir og börn, góður guð styrki ykkur í sorg ykkar. Bjarni P. Magnússon. Elsku hjartans amma, nú kveðj- um við þig, aðeins sjö vikum eftir að við kvöddum hann afa. Söknuður okkar og missir er mikill, því ómet- SIGRIÐUR AÐALHEIÐ UR PÉTURSDÓTTIR anlegt var að eiga ykkur að. Nú er lokið mikilvægum kafla í sögu lífs okkar allra. En við eram sterk, því við eigum svo margs að minnast. Við hugsum til baka og gleðjumst yfir óteljandi minningum um yndis- legt fólk, sem gaf okkur svo margt. Elsku amma, þú varst einstök og þú varst svo mikil amma. Þú gegndir því hlutverki af stór- mennsku, eins og svo mörgum öðrum hlutverkum sem óvenjulegt og stundum erfitt lífið úthlutaði. Við systkinin eigum ómetanlegan fjársjóð minninga um sönginn þinn, ljóðin og sögurnar, sem fylltu eyrun og hugann á meðan maginn tútnaði út af alls konar bakkelsi og mjólk. Við fengum aldrei nóg af listrænu veitingun- um og alltaf varðstu jafn hissa þegar við gátum ekki innbyrt meira af kökunum. En hógværari listamenn eru vandfundnir. Allt lék þér í höndum og listsaumur jafnt sem aðrar hannyrðir voru þér mikilvæg því í þér bjó ljóm- andi sköpunargleði. Söngurinn, kvæðin og heimur bókmenntanna heilluðu þig til síðasta dags. Þessi fegurð sem umvafði þig alla tíð var traustur og viðeigandi rammi um einstaka sál. Við gengum að þér vísri þegar eitthvað bjátaði á og þú sást alltaf það góða í öllu og öllum. Þessi já- kvæðni var eitt af aðalsmerkjum þínum og þú varst flestum öðrum opnari fyrir nýjum og skrítnum hlutum sem „nútíminn" bar til þín í gegnum árin. Björt og gefandi framkoman heillaði fólk og þinn óviðjafnanlega smitandi hlátur var engu líkur. Þú áttir takmarkalausa þolin- mæði kennarans. I höndum sjö ára stelpu, sem vildi læra að hekla, varð til stór dúkur og önnur fimm ára lærði að lesa á fáeinum dögum án þess að nokkur annar vissi. Á heimili ykkar afa við Lang- holtsveg var vinum okkar og síðar mökum tekið opnum örmum og mikið var glaðst yfir barnabarna- bömunum. Fá hjón njóta þess nokkurn tíma að vera jafn náin og þið afi vorað alla tíð. Og ýmislegt var bardúsað. Söngurinn átti hug ykkar beggja og margir kórarnir nutu þjálfaðra raddanna. Enn hittir maður fólk sem talar um stór- sópraninn Siggu Pé. Ykkur afa þótti gaman að ferð- ast og heimsækja framandi lönd. En alltaf vorum við systkinin því fegnust að fá ykkur aftur heim til okkar. Og elsku amma, þrátt fýrir erfið veikindi og aðgerðir stóðst þú samt alltaf stöðug, sterk og jákvæð þótt mótvindurinn væri stundum mikill. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund erfiðleikana og sársaukann sem þú þurftir að lifa með svo lengi, en aldrei heyrðist þú kvarta. Eflaust átti afi að fara á undan, til að búa allt í haginn og taka svo á móti þér. I lágreistu húsi við lygnan fjörð hefur hann verið önnum kaf- inn við undibúninginn. Þar er vinnuherbergi fullt af undariegum verkfæram og falleg stofa þar sem sólin skín inn um glugga, á bók- arkili og körfu með marglitu garni. Hann er ekki búinn að setja upp gardínur, því það átt þú að gera eins og svo margt annað. Kórinn á staðnum vantar góðan sópran og margir gamlir vinir bíða. Garðurinn er alltaf fullur af sól og ilmandi blómum. Þar getur þú setið, notið veðurblíðunnar og tínt ber í sult- urnar þínar, á meðan afi hleypur um og dyttar að. Nú er bakið þitt beint, verkimir horfnir og þú getur allt. Síðustu minningarnar um okkar ástkæra ömmu era um sátta og elskulega konu, sem samþykkti, en trúði aldrei almennilega, að það sem við börnin hennar gerðum fyr- ir hana var bara veikburða tilraun til að endurgjalda brot af því sem hún gerði fýrir okkur. Við þökkum þér fyi'ir allt elsku amman okkar og huggum okkur við fallegu minning- arnar um þig og afa, sem voruð svo stór þáttur í lífi okkar allra. Embla Dís, Guðmundur og Sigríður Líba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.