Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Bakvaktir í Grindavík
Lögreglumaður
segir upp störfum
Grindavík - Það vora ekki liðnir
margir dagar frá því bakvaktir voru
teknar af lögreglunni í Grindavík
þangað til fyrsti lögreglumaðurinn í
Grindavík sótti um starf annars
staðar. Astæður munu vera þessi
niðurskurður á bakvöktum.
Umræddur lögreglumaður,
Bjarni Bjarnason, sagðist vera á
leiðinni til Hafnarfjarðar og hæfí
þar störf 1. júní. Þá sagðist Bjami
vera að ganga frá sölu á húsi sínu
þessa dagana.
Fréttaritari hafði því samband
við sýslumanninn í Keflavík, Jón
Eysteinsson, og innti hann eftir við-
brögðum. „Eg hef ekki heyrt um að
einhverjir lögreglumenn hafí sagt
upp eða væru að hugsa um það. Eg
hef ekki nokkrar athugasemdir við
það. Þeir um það. Vertu sæll,“ sagði
sýslumaður.
Bæjarstjórn Grindavíkur
ályktaði nú á dögunum um málið og
eftirfarandi var fært til bókar og
samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn
Grindavíkur samþykkir og ítrekar
ályktun bæjarráðs frá fundi 3. mars
1999. Jafnframt skorar bæjar-
stjórnin á sýslumann að falla frá
ákvörðun sinni um skipulagsbreyt-
ingarnar."
Morgunblaðið/Aðalheiður
HJÓNIN Kristjana Ó. Valgeirsdóttir og Svanur Guðmundsson, eig-
endur prentsmiðjunnar Svartlistar á Hellu.
Svartlist á Hellu flytur
Hellu - Prentsmiðjan Svartlist á
Hellu hefur flutt starfsemi sína um
set, en fyrirtækið hóf starfsemi í
nóvember 1996 í þröngu leiguhús-
næði á Hellu.
Eigendur Svartlistar, hjónin Svan-
ur Guðmundsson og Kristjana Ó.
Valgeirsdóttir, hafa nú fest kaup á
húsnæði sem áður hýsti Skattstofu
Suðurlands við Þrúðvang á Hellu. A
efri hæð hússins er íbúð þeirra, en
prentsmiðjunni hefur verið komið
fyrir í björtum og rúmgóðum húsa-
kynnum á jarðhæð. Að sögn þeirra
hjóna gjörbreytir nýja húsnæðið
allri vinnuaðstöðu þeirra, en fyrir-
tækið hefur verið í stöðugum vexti
frá upphafí. Svartlist prentar alls
kyns pappíra og eyðublöð, auk þess
sem dagskrárpésinn Búkolla kemur
út vikulega, en honum er dreift í
Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Einnig hafa þau hjón prentað hér-
aðsritið Goðastein sl. tvö ár.
NEMENDUR settu upp sýningarbása í tilefni af þemavikunni.
Morgunblaðið/Silli
Skólanemar fjalia
um framtíð Húsavíkur
Húsavik - Framhaldsskólinn á
Húsavík boðaði að lokinni þemaviku
skólans til ráðstefnu með yfirskrift-
inni „Húsavík í framtíð - horfínn
heimur eða höfuðstaður?"
Magnús Halldórsson nemi setti
ráðstefnuna og skýrði frá undir-
búningi hennar. Nemendum var
skipt í tólf hópa sem störfuðu sjálf-
stætt og voru einn eða tveir fram-
sögumenn fyrir hvern hóp. Fram-
koma framsögumanna var
óþvinguð og skipuleg og ekki mun-
ur á framsögn ungmennanna og á
ráðstefnum sem hinir eldri hafa
boðað til. í framsögu var víða kom-
ið við og bent á ýmislegt sem betur
mætti fara og ekki væri ánægju-
legt fyrir ungmennin að taka við
svo og ýmis verkefni sem þau ætl-
uðu sér að vinna til að gera Húsa-
vík að betri bæ, eins og þau orðuðu
það.
Byggðaþróunina töldu þau ekki
hagstæða þar sem þróunin væri sú
að Húsvíkingum fjölgaði lítið nú síð-
ustu árin og að í þjónustugreinum
væri fjölgun en aftur á móti í fram-
leiðslunni fækkun, það töldu þau
ekki hagstætt. Vildu auka fram-
leiðslu sjávarafurða og þau virtust
hafa áhuga íyrir sameiningu sveit-
arfélaga í sýslunni.
Miklir möguleikar
í orkumálum
I orkumálum töldu nemendumir
Húsavík hafa mikla möguleika og
færðu fram ýmis rök máli sínu til
stuðnings og töldu að óvíða væri í
næsta nágrenni þéttbýlisstaðar jafn
miklar orkulindir og í nágrenni
Húsavíkur.
Þeim varð tíðrætt um atvinnu-
málin, röktu þróun þeirra frá því að
Húsavík varð verslunarstaður 1614
og Húsvíkingar versluðu aðallega
við Akureyri og fyrsta iðngreinin
var söðlasmíði. Þau höfðu ýmsa
framtíðarsýn í atvinnumálum og
virtust geta horft björtum augum til
framtíðarinnar.
Aðrir málaflokkar sem nemend-
umir ræddu vom ferðaþjónusta, fé-
lags- og heilbrigðismál, íþróttir og
útivist, unglingamenning og skóla-
mál.
Að loknum framsöguerindum
voru pallborðsumræður þar sem
nokkrir þingmannaframbjóðendur
kjördæmisins og bæjarfulltrúar
sátu fyrir svörum, en yfír þá um-
ræðu færðist þekktur tónn og
karp.
Nemendur höfðu komið fyrir sýn-
ingarbásum í fordyri samkomusal-
arins, þar sem miklar og fróðlegar
upplýsingar var að sjá.
Mál sitt skýrðu nemendumir með
skyggnum og töluritum og var þessi
ráðstefna Framhaldsskólanum til
sóma.
y-v':
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
IÞRÓTTAMAÐUR ársins 1998, Hjörtur Ragnarsson, og efnilegasti íþróttamaður ársins 1998, Júlíana Karls-
dóttir, taka við verðlaunagripum og viðurkenningarskjölum úr hendi forseta Kiwanisklúbbsins Korra, Guð-
bjöms Asgeirssonar, með aðstoð formanns Víkings, Elfu Ármannsdóttur.
íþróttamaður ársins
kjörinn í Ólafsvík
Ólafsvík - Á aðalfundi Ungmenna-
félagsins Víkings í Ólafsvík mið-
vikudaginn 10. mars sl. var Hjört-
ur Ragnarsson kjörinn íþróttamað-
ur ársins 1998. Hann hefur verið
einn af þjálfurum félagsins og
virkur í allri iþróttastarfsemi þess.
Efnilegasti íþróttamaður ársins
1998 var kjörinn Júlíana Karls-
dóttir, en hún hefur auk fijálsí-
þróttaiðkana látið til sín taka í
röðum blakliðsins, og sýnt mikla
framför og góða ástundun.
Bæði hlutu þau að launum verð-
launagripi, en íþróttamaður ársins
varðveitir jafnframt farandbikar.
Allir em þessir gripir og viðurkenn-
ingarskjöl gefin af Kiwanisklúbbn-
um Korra, en forseti klúbbsins,
Guðbjöm Ásgeirsson afhenti þau.
Kiwanismenn hafa lengi stutt vel
við íþróttastarfsemina í Ólafsvík.
Víkingarnir æfðu af kappi á síð-
asta ári og tóku þátt í mörgum
mótum, auk annars félagsstarfs og
tilfallandi verkefna. Ungmennafé-
Iagar binda miklar vonir við til-
komu hins nýja íþróttahúss í Ólafs-
vík, en byggingin er nú í útboði.
Nýja stjórn Umf. Víkings skipa:
Elfa Ármannsdóttir formaður,
Hafsteinn Kristinsson ritari og
Sigríður Þórarinsdóttir gjaldkeri.
Regnhlífarsamtök
í umhverfismálum
Ólafsvík - Um þrjátíu manna hópur
úr Snæfellsbæ hefur stofnað regn-
hlífarsamtök í umhverfismálum. St-
arfsvettvangur samtakanna er
Snæfellsbær og er þeim ætlað að
gera alhliða átak í náttúru- og um-
hverfisverndarmálum og virkja þá
aðila sem áhuga hafa á þessum mál-
um, öllum íbúum Snæfellsbæjar til
hagsbóta.
Framfarafélag Snæfellsbæjar,
umhverfís- og náttúruverndarnefnd
bæjarins og svokallaður „hugar-
flugshópur“ gengust fyrir þessari
félagsstofnun, en félagið hlaut nafn-
ið „Umhverfissamtökin Saxi“.
Af hópi stofnfélaganna má ráða
að félagið býr yfír miklum
mannauði, en meðal fundarmanna
voru tveir garðyrkjumenn, nýút-
skrifaður umhverfísfræðingur úr
háskólanum í Ási í Noregi auk fleiri
vel menntaðra einstaklinga og full-
trúum öflugra félagasamtaka.
Af umræðum mátti ráða að rofa-
börð og malamámur mega nú fara
að vara sig, en framtíðarverkefnin
verða meðal annars fólgin í skóg-
rækt og skjólbeltagerð, gangstíga-
lagningum og fleiri fegrunaraðgerð-
um, auk þess sem sjónmengun eins
og gömlum bflhræjum yerður sagt
stríð á hendur. Formennsku í stjóm
þessara nýju samtaka gegnir Haf-
steinn Hafliðason, garðyrkjustjóri
Snæfellbæjar, en með honum í
stjóm em Ragnhildur Blöndal og
Sævar Hansson.
Fram til 15. april nk. er bæði ein-
staklingum og félagasamtökum
frjálst að gerast stofnfélagar sam-
takanna.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
NÝKJÖRIN stjórn Regnhlífarsamtakanna: Hafsteinn Hafliðason for-
maður, Ragnhildur Blöndal og Sævar Hansson.