Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hugleikur Nýr einleikur ítilefni 15 ára afmælis HUGLEIKUR frumsýnir nýjan ein- leik, Þrjátíu ár, eftir Sigi'únu Oskars- dóttur, um miðjan april, en þá mun leikfélagið fagna 15 ára starfsafmæli sínu. Þá verður haldið málþing um leikfélagið og stöðu þess og stefnu innan Ieiklistai'heimsins. A 15 ára starfsferli hafa verið sett- ar upp 16 leiksýningar í fullri lengd sem allar hafa verið samdar innan vébanda félagsins auk fjölda smærri verka af ýmsum toga. I haust er stefnt að því að setja á svið nýtt leikrit eftir V. Kára Heiðdal, Hildi Þórðardóttur og Sigi’íði Láru Sigurjónsdóttur. Það nefnist Fúll er fagurgalinn og gerist að mestu í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. A sl. sumri var Hugleikur valinn til þátttöku á leiklistarhátíð í Noregi og sýndi þar leikritið Sálir Jónanna ganga aftur undir stjórn Viðars Egg- ertssonar. í kjölfarið hefur félaginu verið boðið að sýna verkið á listahá- tíð í Litháen nú í sumar. Hugleikur hefur sett upp heimasíðu á netinu á slóðinni www.voi'tex.is/áh. --------- Einar Már les í Gerðarsafni Málþing um „Hitt kynið“ RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum stendur fyi'ir málþingi á morgun, fóstudag kl. 14-17.30 í há- tíðasal Háskóla íslands. Málþing- ið er haldið í til- efni 50 ára út- gáfuafmælis tímamótaverks- ins „Hitt kynið“ eftir franska heimspekinginn og rithöfundinn Simone de Simonc Beauvoir. Beauvoir A málþinginu taka fræðimenn úr heimspeki, bók- menntafræði og mannfi-æði á ýmsum þáttum kenninga og rita Beauvoii-s. Tilgangurinn með málþinginu er að meta við aldarlok framlag Beauvoh' til heimspeki, kvenna- og kynja- fræða, bókmennta og kvennabaráttu. I fréttatilkynningu segir: „Með rannsókn sinni á stöðu kvenna í sögulegu og félagslegu ljósi kom Beauvoii' hinni svokölluðu „annarri bylgju“ femínismans af stað. Þetta verk, sem mun líkast til verða minnst sem eins af byltingarritum þessarar aldar, hefur engu síður ver- ið umdeilt. Beauvoir hefur m.a. verið sökuð um karllegan hugsunarhátt sem geri lítið úr móðurhlutverkinu.“ Þessi framúrstefnukona aldamó- takynslóðarinnar fór eigin leiðir í lífi sínu og verki. Hún lagði meginá- herslu á frelsi kvenna og að þær nytu réttar til jafns við karla. Hún andmælti því að hlutskipti þeirra sem „hitt kynið“ skerti möguleika og tækifæri þeirra. Af þeim sökum gagnrýndi hún hugmyndir um áskip- aða hlutverkaskiptingu kynjanna sem byggja á líffræðilegu kyni. Með hinni fleygu setningu „maðm' fæðist ekki kona, heldur verður kona“ leit- aðist hún við að sýna fram á að kyn væri ekki „líffræðileg örlög“ sem dæmdu konur til ófrelsis." ------♦♦♦------ UPPLESTUR á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs í kaffistofu Gerðar- safns, Listasafni Kópavogs, verður í dag, fimmtudag, kl. 17-18. Einar Már Guðmundsson rithöfundur, les úr bók sinni Fótspor á himnum, ásamt fleiri verkum. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Ingólfsstræti 8 á alþjóðlegum listamessum í Madríd og Stokkhólmi Besta leiðin til að ná sambandi við hinn alþjóðlega listheim ÞÁTTTAKA á listamessunni Ai'co ‘99 í Madríd í síðastliðnum mánuði og listamessunni í Stokkhólmi í síð- ustu viku hefur nú þegar borið um- talsverðan árangur fyrir Gallerí Ingólfsstræti 8 og listamenn á þess snærum, að sögn Eddu Jónsdóttur, eiganda gallerísins. Myndlistannennimir Ragna Ró- bertsdóttir og Finnbogi Pétm’sson fóra með Eddu á messuna í Ma- dríd, sem var haldin 11.-16. febrú- ar, en hún er að sögn Eddu aðall- istamessa Suður-Evrópu. „Um það bil 40% galleríanna sem taka þátt era spænsk og 60% alþjóðleg. Við tókum þátt í þeim hluta messunnar þar sem vora tuttugu ung gallerí, sem öll þóttu mjög áhugaverð. For- stjóri messunnar kynnti okkur fyr- ir mörgum leiðandi kröftum innan hins alþjóðlega listaheims og hann vill endilega fá okkur til að koma aftur á næsta ári. Þá voru mörg at- hyglisverð gallerí í Madríd sem sýndu okkur áhuga og margir nýir möguleikar sem komu upp á borð- ið,“ segir hún. Sýningar í Finnlandi, Svíþjóð, USA, Mexíkó og Frakklandi „Við erum búin að fá ýmis sýn- ingartilboð," heldur Edda áfram, „fyrsta sýningin er eftir mánuð í Galleri Artek í Finnlandi, en þar sýna þau Ragna, Finnbogi og Kri- stján Guðmundsson. Þá hefur Finnboga og Rögnu verið boðið að sýna í Galleri Stefan Anderson í Umeá í Svíþjóð ásamt Tony Cragg og Marijke van Warmerdam. Kri- stjáni og Finnboga hefur einnig verið boðið að sýna í listamiðstöð- inni Seté í Frakklandi. Ragna og Ki'istján hafa ennfremur fengið boð um að sýna í galleríi í New York í nóvember nk. og í virtu gallerí í Mexíkóboi-g árið 2000. Þá taka þau þátt í sýningu í Galleri Sturm í Stuttgart sem hefst í nóv- ember og stendur fram í janúar 2000 - og það er ýmislegt fleira í gangi,“ segir Edda og bætir við að eigendur tískuhúss sem opnað verður í Madríd í september nk. séu að velta fyrir sér kaupum á stóra verki eftir þau Rögnu og Finnboga. Að sögn Eddu er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt gallerí tekur þátt í alþjóðlegri listamessu. „Galleríin hafa hingað til bara verið að hugsa um íslenskan markað, en ég vil horfa lengra og líka lengra fram í tímann," segir hún. Listamessan í Stokkhólmi fór fram dagana 11.-14. mars og þar sýndu þau Ragna Róbertsdóttir, Finnbogi Pétursson, Kristján Guð- mundsson og Roni Hom. „Þar tóku þátt 46 alþjóðleg gallerí og um 60 sænsk,“ segir Edda og bætir við að nú þegar hafi heilmargir möguleik- ar boðist í framhaldi af þátttökunni þar. „I fyrsta lagi seldi ég töluvert, m.a. eftir Kristján Guðmundsson, RAGNA Róbertsdóttir tekur nið- ur verk sitt, Lava Landscape, að lokinni listamessunni í Madríd. og í öðru lagi komu ýmis tilboð sem eru meira til langs tíma. Rögnu bauðst t.d. að halda einkasýningu í nýju safni í Horsens í Danmörku árið 2000.“ Það kostar peninga að skapa möguleika „Ástæðan íyrir því að ég tek þátt í þessu er sú að ég held að þetta sé besta leiðin fyrir gallerí í svona litlu landi til að ná sambandi við hinn alþjóðlega listheim. Þarna er rætt um hlutina, þarna hittast menn og maður nær sambandi við safnstjóra og annað fólk sem kem- ur ekki hingað. Og það er það sem mér finnst spennandi," segir Edda. „Annars finnst mér bestu mess- urnar vera þær í Basel og Berlín, og ég kem til með að sækjast eftir að fara á þær, en til þess þarf bara svo mikla peninga og ef ekki koma til styrkii' þá gengur það ekki,“ segir Edda, sem hyggst leita eftir styrkjum hjá menntamálaráðu- neyti og víðar til þess að fjár- magna þátttöku þar. „Ef maður ætlar að koma íslenskum lista- mönnum á framfæri erlendis, þá þarf fjármagn. Það kostar peninga að skapa möguleika. Þarna úti sá maður að menntamálaráðuneytin og borgirnar eru að bjóða fólki til að fylgjast með messunum. T.d. voru þarna gallerí með gesti frá sínum borgum, sem var boðið til að kynna þá fyrir listamönnunum og því sem var að gerast. Bæði í Stokkhólmi og í Madríd var t.d. málþing fyrir safnstjóra og safn- ara. Á messuna í Stokkhólmi var t.d. boðið einum safnara frá Is- landi, Pétri Arasyni. Pétur er í raun eini nútímalistasafnarinn á Islandi, hann á mjög stórt safn eftir alþjóðlega listamenn, og sá eini sem hefur verið í alþjóðlegum tengslum," segir Edda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.