Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 59 BREF TIL BLAÐSINS Heimasíða Jóns Sigurðssonar Frá Hallgiími Sveinssyni: VESTFIRÐINGURINN Jón Sig- urðsson er af eðlilegum ástæðum oft nefndur á nafn í þjóðmálaum- ræðunni. Margir telja þó að fjalla mætti meira en gert er um þennan þjóðskörung og lykilhlutvek hans í Islandssögunni og hvernig hann hagaði verkum í sjálfstæðisbarátt- unni við Dani. Hann beitti söguleg- um rökum vopnlausrar þjóðar, sem Danir tóku mark á að lokum, en slíkt mun nánast einsdæmi. Auðvit- að áttu þeir alls kostar við þennan drengilega og sjarmerandi mann of- an af íslandi. En þeir létu hvorki líf- láta hann, stinga honum í steininn né senda hann heim til fóðurhús- anna, þrátt fyrir að oft væri hann þeim óþægur ljár í þúfu. Þess í stað báru þeir fyrir honum fulla virðingu og útveguðu honum vinnu í áratugi, aðallega við íslensku handritin. Þeir opnuðu honum skjalasöfn sín til frjálsra afnota og aldrei var svo lítið í danska ríkiskassanum að þeir gætu ekki borgað honum fjármuni til lifibrauðs! Þessi einstæða framkoma Dana er auðvitað saga til næsta bæjar, þó við Islendingar höfum ekkert verið að hampa henni of mikið. Þó ætti það ekki að vera ofverkið okkar að koma henni á framfæri við ýmsa þá sem sífellt láta hnefaréttinn ráða. Þótt stjórn Dana á íslandi hafl ekki alltaf verið sem viturlegust, að okk- ar eigin dómi, skiptir það litlu máli í þessu samhengi. í hörðum heimi, þar sem frelsisbarátta margra þjóða er enn í algleymingi og vopnin sífellt látin skera úr deilumálum, yi-ði tekið eftir því ef við hrósuðum Dönum á laglegan hátt á alþjóðleg- um vettvangi fyrir meðhöndlun þeirra á hinum íslenska frelsisleið- toga. Til að vekja athygli á lærdóms- ríkum og sérstæðum æviferli Jóns Sigurðssonar, þó af vanefnum sé, hefur Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri nú um nokkurt skeið haldið úti Heimasíðu Jóns Sigurðssonar á ís- lensku, ensku, dönsku og þýsku á Netinu eða Veraldai-vefnum sem sumir kalla. Þar er rakin í stuttu, samþjöppuðu máli og myndum ferill Jóns Sigurðssonar og barátta hans og samstarfsmanna. Er þar meðal annars lögð mikil áhersla á að draga fram þá eiginleika í fari Jóns sem gerðu hann að þeim hiklausa og sér- stæða forystumanni sem raun_ bar vitni. Hér skal vitnað í orð Olafs Thors, en fáir hafa lýst Jóni Sig- urðssyni betur, eiginleikum hans og hlutverki. Ólafur lét orð falla m.a. á þessa leið í ræðu sem hann flutti 17. júní 1961: „Sjónarhóll Jóns Sigurðssonar var svo hár, að hann sá yfir fjöll og firnindi, í allar áttir og langt fram í tímann. Honum skildist til fulln- ustu, að frelsisviðurkenningin ein nægði ekki íslendingum, svo sem þá var komið högum þjóðarinnar. Þess vegna barðist hann á tvennum vígstöðvum í senn. Ut á við fyi'ir auknu þjóðfrelsi og á heimavíg- stöðvum gegn fátækt, deyfð, fá- fræði og vesaldómi. Hann skildi vel, að það sem á reið var að manna þjóðina og mennta hana á öllum sviðum, vekja metnað hennar og kenna henni að græða óræktaða jörð og berjast við óblíða náttúru eftir nýjum leiðum. I allt þetta réð- ist hann, öllu þessu stjórnaði hann, einbeittur og ákveðinn, stefnufast- ur en varúðarfullur og aldrei ofsa- fenginn og fyrir það var dagsverk hans enn risavaxnara, að þessi mikli persónuleiki laðaði að sér marga mikilhæfustu menn þjóðar- innar, sem litu á hann sem ókrýnd- an konung og fylgdu honum oftast fast að málum. Svo mikill er frægðarljómi stjórn- málamannsins Jóns Sigurðssonar, að afrek vísindamannsins Jóns Sig- urðssonar hafa gleymst mörgum. En samt er það staðreynd, að það var vísindamaðurinn sem sauð sverðin sem stjórnmálaforinginn barðist til sigurs með. Það var í heimildum sögunnar sem Jón Sig- urðsson fann rökin fyrir ágæti þjóð- ar sinnar“. Barátta Jóns gegn fátækt, deyfð, fáfræði og vesaldómi, sem Ólafur bendir m.a. á, leiðir hugann að því, að þessi makalausi Vestfirðingur var ekki nein venjuleg sjálfstæðis- hetja, heldur glæsilegur foi-ystu- maður og hversdagsmaður í senn, með báða fætur á jörðinni. Slíkt er fátítt með sjálfstæðisgarpa. í sögu þjóðanna og spurning hvort við Is- lendingar höfum veitt þessu næga athygli, frekar en mörgum öðrum þáttum í æviferli Jóns. VI. Um fímmtán þúsund manns hafa skoðað heimasíðu Jóns Sigurðsson- ar frá upphafi á ofangreindum fjór- um tungumálum og um þetta leyti eru að jafnaði 10 til 12 manns sem skoða hana á hverjum degi. Slóðin er: http: /Avww.snerpa.is/kynn/j/ jonsig. Þess skal getið, að nægilegt er að slá inn orðin Jon Sigurdsson á öllum helstu leitai-vélum á Netinu til að komast strax í samband við síðuna. Hún er nú í endurskoðun og verður uppfærð innan skamms. HALLGRÍMUR SVEINSSON, staðarhaldari á Hrafnseyri. Ný verslun opnuð fimmtudaginn 18. mars Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) Frá Pakistan: Handunnin húsgögn, ekta pelsar, leðurfatnaður, ullarmottur og ýmsar gjafavörur Qpið virka daga frá kl. 12-18 og laugard. frákl. 11-14. Opnunartilboð sunnudaginn 21. mars frá kl. 11-16. Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.