Morgunblaðið - 09.05.1999, Side 9

Morgunblaðið - 09.05.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 E 9 BÆJARSTJORI Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra í Borgarbyggð. B0R6AR8YGGÐ íbúar í Borgarbyggð eru um 2400. í Borgarbyggð er blómlegt mannlíf og þar ergott að búa. ísveitaríélaginu er háskóli, tveir grunnskólar, leikskólar, tónlistarskóli og heilsugæslustöð. íþrótta-, menningar- og félagslíf er fjölbreytt. Ferðamannaþjónusta, matvælaiðnaður, verktaka- og byggingariðnaður er áberandi í atvinnulífi Borgarbyggðar. Fyrir dyrum stendur að stækka Crunnskóla Borgarness og sveitaríélagið hyggst marka sér stefnu í umhveríismálum. Starfssvið bæjarstjóra er sem hér segir: 1. Bæjarstjóri hefur með höndum daglega framkvæmdastjórn bæjarfélagsins og fylgir eftir samþykktum og ákvörðunum bæjarstjórnar hverju sinni, samanber 60 gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar. 2. í starfinu felst m.a. yfirstjórn framkvæmda og fjármála bæjarfélagsins. 3. Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsliðs bæjarins. 4. Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök. Ráðningarskilmálar: 1. Ráðningarsamningur bæjarstjóra gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils, þ.e. júní árið 2002. 2. Starfið er laust og því æskilegt að bæjarstjóri geti hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf, sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum og góð tök á mannlegum samskiptum. Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og áhuga á stjórnun og starfsemi bæjarins. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Bæjarstjóri Borgarbyggðar" fyrir 13. maí nk. PrICB/VATeRHOUs^OOPERS § Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302 www.pwcglobal.com/is VKS var stofmtð árió 1979 og hefur œtið verið ifremstu röð islenskra hugbúnaðarfyrirtœkja. Fyrirtœkið hefur upp á að bjóða jjölbreytt og áhugaverð verkefni en VKS starfar einkum á fjórum sviðum; Þróun sérhœfðra tölvukerfa, þróun hópvinnulausna i Microsoft umhverfi, hugbúnaðargerðfyrir Jjármálafyrirtœki og ráðgjöf í upplýsingatœkni Sérstök áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og fékk VKS vottun skv. ISO 9001 gœðastaðlinumfyrst íslenskra hugbúnaðarfyrirtœkja á alla starfsemi sína. Þetta tryggir viðskiptavinum markvissari vinnubrögð, fœrri villur í hugbúnaði og nákvæmari verkáœtlanir. VKS býður starfsmönnum upp á vel skilgreindar starfsaðferðir, metnaðarfullt starfsumhverfi, markvissa endurmenntun, góð launakjór og spennandi verkefni. HUGBÚNAÐARÞRÓUN Vegna stóraukinna verkefna leitum við nú að tölvunar- eða kerfisfræðingum, eða einstaklingum með sambærilega menntun til starfa við þróun hugbúnaðar. Æskilegt er að þeir hafi hagnýta reynslu og/eða þekkingu á forritun í Windows, Delphi, C++ eða Visual Basic. í boði eru fjölbreytt og faglega krefjandi verkefni í góðu og skemmtilegu starfsumhverfi hjá framsæknu fyrirtæki. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 16. maí nk. merktar: „VKS-hugbúnaðarþróun“ VKS VERK' OG KERFISFRÆOISTOFAN HF KÁOCIÓF • HUCBÚMADABWtÓl/rX • TðtVUKERFI Bíldshöfóa 14 • T12 Keykjavík • Sími 587 4000 Fax 567 4757 • N'etíang vks^vks.is VERKFRÆÐINGUR- TÆKNIFRÆÐINGUR Staða rekstrarstjóra á þjónustusvæði Vegagerðarinnar á Selfossi er laus til umsóknar. Laun verða samkvæmt kjarasamningi verk- og tæknifræðinga. Starfssvið • Yfirmaður þjónustusvæðis í Árnessýslu. • Umsjón með starfsmönnum og verkefnum sem unnin eru á þjónustusvæðinu. • Áætlanagerð og stjórnun verka í sumar- og vetrarþjónustu. • Rekstur áhaldahúss. • Eftirlit með veghöldurum sem gerðir hafa verið samningar við. Menntunar- og hæfniskröfur • Tækni- eða verkfræði. • Reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum. • Góðir samstarfshæfileikar. Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson frá kl. 9-12 í síma 461 4440 og Magnús Haraldsson í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs hf. á Akureyri eða í Reykjavík fyrir 25. maí nk. merktar: „Selfoss - rekstrarstjóri" VEGAGERÐIN Eyjafjarðarsveit Hrafnagilsskóli Hrafnagilsskóli stendur í jaöri þéttbýlisins Reykárbyggðar i Eyjafjaröar- sveit í u.þ.b. 12 km fjarlægð frá Akureyri. Skólinn er einsetinn og er nemendafjöldi áætlaður um 170 næstu árin. Sundlaug og íþróttahús er sambyggt aðalskólahúsnæðinu. íbúðir fyrir kennara eru í heimavist- arhúsi sem ekki er lengur nýtt fyrir nemendur þar sem heimanakstur hefur leyst vistina af hólmi. Samstarf er milli grunnskólans og leik- skóla sveitarinnar, sem er á skólasvæðinu, og náið samstarf er við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. I Eyjafjarðarsveit eru ibuar 950 og þar er blómlegt menningarlíf og aðstaða til ýmiss konar tómstundaiðkana. Viö Hrafnagilsskóla er laustil umsóknar staöa skólastjóra. Umsækjandi þarf að hafa kennara- menntun og reynsla af skólastarfi er nauðsyn- leg. Stjórnunarreynsla og/eða menntun á þeim vettvangi er æskileg. Væntanlegurskólastjóri þarf jafnframt að hafa vilja, metnað og hæfni til að þróa skólastarfið í samvinnu við kennara, foreldra og yfirvöld sveitarinnartil að mæta auknum kröfum um gæði og árangur. Við skólann eru einnig lausar stöður kennara. Helstu kennslugreinar eru: Almenn kennsla í 1.—7. bekk íslenska, stærðfræði og raungreinar á unglingastigi. Myndmennt, hannyrðir og smídar. Sérkennsla. Heimilisfræði. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1999 og skulu umsóknir sendar skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Laugalandi, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Anna Guðmunds- dóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 463 1137, netfang annag@ismennt.is og Bjarni Kristjáns- son, sveitarstjóri í síma 463 1250, netfang bjarni@esveit.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.