Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 108. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR16. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atkvæði greidd í dúmunni um málshöfðun á hendur Rússlandsforseta Atlaga andstæðinga Jeltsíns fór tít um þtífur Ekkert ákæruatrið- anna fímm náði til- skildum meirihluta Moskvu. Reuters, AP. DUMAN, neðri deild rússneska þingsins, greiddi í gær atkvæði um málshöfðun til embættissviptingar Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Fimm ákærur voru bornar upp til atkvæðis, hver fyrir sig, en engin þeirra hlaut tilskilinn stuðning 300 þingmanna, þ.e. tvo þriðju hluta at- kvæða. Fjrrirfram hafði verið talið mögulegt, að sá meirihluti fyndist á þinginu fyrir einu ákæruatriðanna fimm, en það gekk út á að Jeltsín hefði gert mistök sem réttlættu embættissviptingu með þvf að hafa komið af stað strfðinu gegn aðskiln- aðarsinnum í Tsjetsjníu árið 1995. 283 þingmenn greiddu þessari ákæru atkvæði sitt. Rétt áður en atkvæðagreiðslan hófst gekkst Jeltsín undir læknis- skoðun, en með framvindu mála í dúmunni fylgdist hann frá sveita- setri sínu utan við Moskvu. „Holdgervingur hins illa“ Fyrir utan þinghúsið var saman kominn fjöldi andstæðinga Jeltsíns, sem veifuðu spjöldum og rauðum fánum. „Jeltsín er holfgervingur hins illa í Rússlandi," lýsti Gennadíj Zjúganov, leiðtogi kommúnista í dúmunni, yfir í ræðu við upphaf um- ræðunnar um ákærumar á hendur Jeltsín. Þingmönnum lá mikið á hjarta og þurfti að fresta atkvæða- greiðslunni tvisvar af þeim völdum. Akærurnar fimm endurspegluðu það sem andstæðingar Jeltsíns telja til „glæpsamlegrar óstjómar" hans á þeim átta ámm sem hann hefur verið við völd. Var ákvörðunin um upplausn Sovétríkjanna árið 1991 meðal þess sem þeir töldu mistök sem réttlættu embættissviptingu. Þótt málshöfðunin hefði verið samþykkt hefðu litlar líkur verið á því að hún leiddi til embættissvipt- ingar Jeltsíns. Bæði þarf efri deild þingsins og tveir æðstu dómstólar landsins að greiða atkvæði um ákæmna og talið er mjög líklegt að þar hefði henni verið hafnað. Kjör- tímabili Jeltsíns, sem hefur átt við þrálát veikindi að stríða, lýkur á næsta ári. Reuters ANDSTÆÐINGAR Jeltsíns út liði kommúnista steyta hnefa í átt að þinghúsinu í Moskvu í gær, þar sem at- kvæði vom greidd um málshöfðun til embættissviptingar forsetans. NATO gengst við árás á þorp Brussel, Belgrad. Reuters, AP. TALSMENN Atlantshafsbandalagsins staðfestu í gær að herflugvélar þess hefðu gert árás á þorp- ið Korisa í suðvesturhluta Kosovo á föstudag, þar sem samkvæmt serbneskum heimildum a.m.k. 84 kosovo-albanskir flóttamenn létu lífið. Loftárás- um NATO á skotmörk í Júgóslavíu var fram hald- ið í gær af fullum þunga. Eftir rannsókn á fullyrðingum Serba um að NATO bæri ábyrgð á dauða slíks fjölda óbreyttra borgara sögðu talsmenn bandalagsins að þorpið hefði verið lögmætt skotmark þar sem her Serba hefði notað það sem herbúðir og stjórnstöð fyrir hemaðaraðgerðir. Opinbera serbneska fréttastofan Tanjug sagði í gær, að staðfestur fjöldi fólks sem látizt hefði í árásinni væri 87, en trúlega hefðu yfir 100 farizt. Fullyrti fréttastofan að yfir 60% fómarlambanna hefðu verið börn undir 10 ára aldri, en hin flest verið konur og gamalmenni. Fréttastofan Serb Media Center hafði áður sagt að dauði 79 manna hefði verið staðfestur, en einkarekna serbneska sjónvarpsstöðin BK sagði að 84 væru látnir þar sem fimm hinna slösuðu Talsmenn bandalagsins segja her Serba hafa notað þorpið sem herbúðir hefðu látizt um nóttina á sjúkrahúsi í Prizren. „Hergögn, þar á meðal brynvarin liðsflutninga- bifreið og meira en tíu stórskotaliðsbyssur, sáust á þessum stað,“ sagði í yfirlýsingu frá NATO. .Ahafnir flugvéla [bandalagsins] komu auga á stórskotaliðsbúnað sem reynt hafði verið að dylja á staðnum, áður en árásin var gerð. NATO getur ekki staðfest þær tölur yfir fallna, sem serbnesk yfirvöld hafa gefið upp, né heldur hvers vegna óbreyttir borgarar vom þar þegar árásin var gerð,“ sagði ennfremur í yfirlýsingunni, og það mannfall sem orðið hefði meðal óbreyttra borgara var harmað mjög. Því var alfarið vísað á bug, að í árásinni hefðu verið notaðar svokallaðar klasasprengjur. í viðtali við brezka útvarpið BBC lét Jamie Shea, opinber talsmaður NATO, að því liggja að Serbar hefðu vísvitandi vísað flóttamönnum á að slá sér niður á þessum stað til að þeir nýttust sem „mannlegur skjöldur" fyrir hergögnin sem geymd voru í þorpinu. „Einn vandinn er sá, að við eigum við andstæð- ing að etja sem svífst einskis og blandar saman her sínum við flóttamenn, og notar þá jafnvel sem „mannlega skildi“ á brúm og viðar,“ sagði Shea. „En við verðum að gera árásir á herliðið, því öðru- vísi getum við ekki bundið enda á þjóðernishreins- animar.“ „Stanzlausar“ loftárásir Opinber fréttastofa Júgóslavíu, Tanjug, sagði herflugvélar NATO hafa verið „stanzlaust“ á lofti yfir Kosovo aðfaranótt laugardags. Sagði hún flugskeyti hafa hæft skotmörk m.a. við Prizren, Djakovica, Lipljan og Stimlje. í gærmorgun hefðu sprengjur hæft brýr yfir ána Toplica, nærri bæn- um Kursumlija í Serbíu, skammt norðan við Kosovo, og árásir gerðar nærri bæjunum Cacak og Kraljevo, sem eru rúmlega 100 km suður og suðaustur af Belgrad. Bætur fyrir hleranir Ósló. Morgunblaðið. NORSKA dómsmálaráðuneyt- ið hefur lagt til, að greiddar verði bætur til þeirra, sem hafa verið hleraðir ólöglega, og getur bótaupphæðin samtals orðið allt að 400 millj. ísl. kr. Tillagan kemur í framhaldi af svokallaðri Lund-skýrslu um starfsemi norsku leyni- þjónustunnar en þar segir, að á eftirstríðsárunum og allt fram á síðustu ár hafi ólögleg- ar hleranir verið algengar, einkum þegar í hlut áttu sam- tök yst á vinstrivængnum. Allt að 10.000 taldir vilja sjá sína möppu Stórþingið samþykkti 4. mars sl. að svipta hulunni af þessum málum og dómsmála- ráðuneytið áætlar, að allt að 10.000 manns muni vilja fá að sjá möppuna sína hjá leyni- þjónustunni. Af þeim hópi muni hugsanlega 500 manns eiga rétt á bótum en skilyrðið fyrir þeim er, að gróflega hafi verið brotið á réttindum við- komandi og hann beðið skaða af. Þá er t.d. átt við, að þrengt hafi verið að kostum hans á vinnumarkaði af pólitískum ástæðum. Hámarksbætur eru um ein milljón ísl. kr. á mann. Vænst að bygging Barnaspítalans hefjist á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.