Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VTKA.N 9/5 -15/5
►BYRJAÐ er að þýða
Windows 98 og Intemet Ex-
plorer 5,0 hugbúnaðarkerfin
á íslensku. Er gert ráð fyrir
að útgáfumar komi á ís-
lenskan markað fyrir árslok.
Navision Software ísland
ehf. sér um þýðinguna en
Microsoft ber af henni allan
kostnað.
► VÍSIND AMENN hjá
Krabbameinsfélaginu hafa i
annað sinn fengið bandarísk-
an styrk til rannsókna á
bijóstakrabbameinum. Bein-
ast rannsóknirnar að sam-
spili erfða og umhverfis.
►FLÓTTAMENN frá Kós-
óvó, 47 að tölu, dvelja nú að
Eiðum en hluti hópsins flyst
brátt til Fjarðabyggðar og
annar hluti til Dalvíkur.
Heilsufar baraanna í hópn-
um reyndist gott.
►KINVERSKT fyrirtæki
bauð lægst í framkvæmdir
við Vatnsfellsvirkjun en alls
bámst sex tilboð í alla þrjá
verkþættina. Tilboð Kínverj-
anna var 3.250 milljónir en
næst lægsta tilboðið, 3.306
miHjónir var frá íslenskum
aðalverktökum.
►RÁÐGERT er að stofna
fiskréttaverksmiðju á Rifi á
Snæfellsnesi og á framleiðsla
að hefjast í haust. Þegar hef-
ur verið keypt húsnæði en að
verksmiðjunni standa Hum-
all ehf., Frostfiskur ehf.,
Klumba ehf., og Hraðfrysti-
hús Hellissands.
►FULLTRÚAR Norsk
Hydro ræddu í vikunni við
ráðamenn Landsvirkjunar
og iðnaðarráðherra um
stofnun nýs álvers á Aust-
ijörðum. Leita á að fjárfest-
um sem hugsanlega vildu
vera með Islendingum og
Norðmönnum í að fjármagna
verksmiðjuna.
Stjórnarflokkar
héldu þingmeirihluta
ÚRSLIT alþingiskosninganna laugar-
daginn 8. maí urðu þau að Sjálfstæðis-
flokkurinn bætti við sig einum þing-
manni og hefur nú 26, Framsóknar-
flokkurinn tapaði þremur og hefur því
12 þingmenn nú. Frjálslyndi flokkur-
inn fékk tvo þingmenn, Samfylkingin
17 og Vinstrihreyfmgin sex. Þingflokk-
ar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks samþykktu umboð til formanna
sinna að hefja viðræður um framhald á
stjómarsamstarfi. Tveir ráðherrar létu
af embætti á þriðjudag, þeir Þorsteinn
Pálsson, sem verður sendiherra í
London og Guðmundur Bjarnason en
hann tekur við starfí forstjóra íbúða-
lánasjóðs.
13,5-30% launa-
hækkun æðstu
embættismanna
KJARADÓMUR úrskurðaði þing-
mönnum og ráðherrum tæplega 30%
kauphækkun frá og með kjördegi.
Hækkaði þingfararkaup úr 228 þúsund
krónum í 296 þúsund. Laun dómara,
ríkissaksóknara, ríkissáttasemjara,
biskups og umboðsmanns barna hækk-
uðu með sama úrskurði um 13,5%.
Laun forseta íslands hækkuðu um tæp
28%.
IS tapar á
dótturfyrirtækjum
EIGIÐ fé íslenskra sjávarafurða
lækkaði úr 1.880 milljónum króna í
um 700 milljónir á tveimur árum
vegna taprekstrar dótturfélaga er-
lendis þrátt fyrir að selt hafi verið
hlutafé fyrir um 340 milljónir á síð-
asta ári. Afkastageta fiskréttaverk-
smiðja fyrirtækisins í Bandaríkjunum
og Frakklandi er vannýtt og er nú
leitað samstarfsaðila til að auka nýt-
ingu þeirra.
NATO-ríki reyna að
sefa reiði Kínverja
MIKIL reiði ríkti í Kína framan af vik-
unni vegna sprengjuárásarinnar sem Atl-
antshafsbandalagið gerði fyrir mistök á
kínverska sendiráðið í Belgrad á fóstu-
dagskvöld fyrir viku, þar sem þrír létu líf-
ið og 20 slösuðust. KÍnverskir ráðamenn
hótuðu að beita neitunarvaldi í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna gegn hvers
kyns áformum um að koma á friði í
Kosovo, nema loftárásunum á Serbíu
verði hætt. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
skrifaði forseta Kína afsökunarbréf og
Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands,
hélt í eins dags vinnuheimsókn til Peking
á miðvikudag, þar sem hann ítrekaði af-
sakanir NATO-ríkjanna. í heiftarlegum
ijöldamótmælum, sem kínversk stjóm-
völd ýttu undir í íyrstu, urðu m.a. sendi-
ráð Bandaríkjanna og Bretlands í Peking
illa úti vegna grjótkasts. Loftárásimar
héldu áfram af fullum þunga í vikunni. Á
laugardag gengust talsmenn NATO við
því að sprengjum hefði verið varpað á
þorpið Korisa í suðvesturhluta Kosovo,
þar sem Serbar héldu því fram á fóstu-
dag að 79 óbreyttir borgarar hefðu látið
lífið. Sögðu talsmenn NATO Korisa hafa
verið lögmætt skotmark, þar sem þar
hefðu verið herbúðir.
Forsætisráðherra-
skipti í Rússlandi
STJÓRNARKREPPA blasir við í Rúss-
landi eftir að forseti landsins, Borís
Jeltsín, rak Jevgení Prímakov forsætis-
ráðherra úr embætti á miðvikudag og til-
nefndi í staðinn ötulan stuðningsmann
sinn, Sergej Stepashín. Prímakov var
þriðji forsætisráðherrann sem Jeltsín
rak á innan við ári. Akvörðunin olli mikl-
um titringi á rússneskum fjármálamörk-
uðum og jafnframt brugðust kommúnist-
ar, sem hafa tögl og hagldir í dúmunni,
neðri deild rússneska þingsins, ókvæða
við. Á fóstudag kröfðust þeir þess, að
Jeltsín yrði sviptur embætti fyrir „glæp-
samlega óstjórn" á átta ára valdatíma
sínum og á laugardag voru atkvæði
greidd í dúmunni um fimm ákærur til
embættissviptingar forsetans.
►EHUD Barak, leiðtogi
Verkamannaflokksins í ísra-
el, júk í siðustu skoðanakönn-
unum fyrir þing- og forsætis-
ráðherrakosningar sem fram
fara í landinu á mánudag,
forskot sitt á Benjamin Net-
anyahu. Var Barak spáð
48,5% fylgi og Netanyahu
35,5%.
►NOKKUR vatnaskil urðu í
brezkum stjómmálum á mið-
vikudag, þegar nýkjörin þing
í Skotlandi og Wales komu
saman í fyrsta sinn. I
Skotlandi hyggst Verka-
mannaflokkurinn mynda
stjúm með frjálslyndum
demúkrötum, og verður hún
fyrsta samsteypustjúrnin í
sögu brezks lýðræðis. í Wa-
les, þar sem völd hins nýja
heimastjúrnarþings em
minni en í Skotlandi, vcrður
mynduð minnihlutastjúrn
Verkamannaflokks.
►FULLTRÚAR fjögurra
helztu viðskiptavelda heims-
ins, Bandaríkjanna, Japans,
Kanada og Evrúpusambands-
ins, urðu á miðvikudag ásátt-
ir um það á fundi í Túkýú, að
mæla með þvf að Kína fengi
inngöngu í Heimsviðskipta-
stofnunina (WTO) á þessu
ári.
►ANFINN Kallsberg, lög-
maður Færeyinga, lagði á
mánudag fyrir Lögþingið
langþráðan samning um lög-
sögumörk milli Færeyja og
Hjaltlandseyja, en samning-
urinn gerir Færeyingum
kleift að hefja loks fyrir al-
vöru undirbúning olíuleitar í
lögsögu sinni. Er gert ráð
fyrir að fyrsta olíuleitarút-
boðið verði auglýst í haust.
FRÉTTIR
Dreifíng stöðvuð á opnu bréfí gegn Halldóri Ásgrímssyni
íslandspóstur
svarar á mánudag
Á VEGUM íslandspósts er verið
að skoða rétt fyrirtækisins og
skyldur til að veita Framsóknar-
flokknum og Halldóri Ásgríms-
syni upplýsingar um það hver kom
með til dreifingar fyrir kosningar
bækling þar sem vegið var að
Halldóri og fleirum og hver stóð á
bak við dreifinguna. Stjórnarfor-
maður íslandspósts vonast til að
unnt verði að svara síðdegis á
mánudag.
Bæklingurinn er fjórblöðungur
sem dreift var að litlum hluta fyrir
alþingiskosningarnar fyrir milli-
göngu Islandspósts og tilraun
mun hafa verið gerð til að dreifa
stóru upplagi. Jón Sveinsson lög-
maður Framsóknarflokksins segir
að í bæklingnum sé vegið að Hall-
dóri Ásgrímssyni persónulega
með afar ósmekklegum hætti,
dylgjum og órökstuddum og
ósönnuðum fullyrðingum.
Björn Jósef Amviðarson, for-
maður stjórnar Islandspósts, seg-
ir að um hafi verið að ræða opið
dreifibréf þar sem ekki var getið
um ábyrgðarmann og ekki heldur
hvar bréfið var prentað. Sam-
kvæmt prentlögum geti sá sem
dreifi slíku efni orðið ábyrgur fyr-
ir efni þess og á þeim forsendum
hafi dreifingin verið stöðvuð. Að
mati Bjöms Jósefs var efni bréfs-
ins auk þess ósæmilegt og því
væntanlega óheimilt að dreifa því
samkvæmt póstlögum.
Varðandi kröfu lögmanns
Framsóknarflokksins segir stjóm-
arformaður íslandspósts að
ákveðin póstleynd ríki samkvæmt
lögum og verði fólk að geta treyst
henni. Hann segir þó að verið sé
að skoða þau rök sem Jón Sveins-
son hefur sett fram í kröfu sinni,
meðal annars um að réttur þess
sem verður fyrir dylgjum hljóti að
vega þyngra. Vonast hann til að
niðurstaða þeirrar athugunar liggi
fyrir á mánudag.
Hagfræðingurinn
David Friedman
á Islandi
HAGFRÆÐINGURINN
David Friedman heldur
þrjá fyrirlestra um hag-
fræði á vegum Félags hag-
fræðinema við Háskóla Is-
lands nk. mánudag og
þriðjudag. Friedman er
virtur hagfræðingur og
sonur hjónanna Rose og
Miltons Friedmans, nóbels-
verðlaunahafa í hagfræði.
Fyrsti fyrirlestur Friedmans
verður mánudaginn 17. maí klukk-
an 12 í stofu 101 í Lögbergi, húsi
lögfræðideildar Háskóla Islands.
Yfirskrift fyrirlestursins er „Public
vs. Private prosecution" (Opinber
málsókn eða einkamál.) Annar fyr-
irlesturinn verður síðar sama dag,
klukkan 17:30 í Odda stofu 101. Er
hann haldinn í samvinnu við Is-
landsbanka og heitir „Encryption
and online commerce - moving
away from a world of monetary
sovereignty" (Dulkóðun og netvið-
skipti - leið frá heimi sjálfstæðrar
peningamálastefnu).
Þriðji fyrirlesturinn er í sam-
vinnu við Verslunarráð Islands og
fer fram þriðjudaginn 18. maí á
Hótel Sögu klukkan 12. Heitir
hann „The Case For and Against
Govemment: An Economist’s Vi-
ew“ (Rökin með og á móti
opinberum afskiptum: sýn
hagfræðings).
Sýn hagfræðinnar
á daglegt líf
Friedman lauk B.A.
prófi í eðlis- og efnafræði
frá Harvard-háskóla og
doktorsprófí í eðlisfræði
frá Chicago-háskóla.
Hann hefur kennt hagfræði og
lögfræði við ýmsa af betri háskól-
um Bandaríkjanna: m.a. við
Chicago-, UCLA-, Virginia Polyt-
echnic-, UC Irvine- og Cornell-
háskóla. Hann kennir nú við lög-
fræðideild Santa Clara-háskólans
í Kaliforníu.
Friedman hefur gefið út nokkr-
ar bækur og skrifað fjölda fræði-
legra og almennra greina. Fyrsta
bók hans kom út árið 1971 og fjall-
ar um virkni frjáls markaðar og
hvernig hann starfar án afskipta.
Árið 1986 kom út bókin Price The-
ory, sem hefur verið endurátgefin
nokkrum sinnum, enda mikið not-
uð við kennslu. Nýjasta bók
Friedmans heitir Hidden Order:
The Economics of Everyday Life
og fjallar um daglegt líf mannsins
séð frá sjónarhóii hagfræðinnar.
David Friedman
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
• Jafnt fýrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndir og
skýringarteikningar.
Sannköiiuð alfræði
garöeigandans
4>
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500
Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson
Efjutítan er
komin aftur
EFJUTITUR em sárasjaldgæfir
gestir á íslandi en þær em litlir
vaðfuglar sem em skyldar lúu-
þrælnum.
Á íslandi hafa fundist 5 eQutít-
ur síðan 1979. Þrjár þeirra hafa
verið í sömu mýrinni á Tjörnesi.
Þar fannst efjutíta fyrst árið 1987
og hefur hún sést nær árlega
þarna. Undanfarin ár hefur bara
einn fugl komið, syngjandi karl-
fugl og hefur hann nú komið enn
eitt vorið. Ef við gemm ráð fyrir
því að þetta sé sami fugl síðan
1987 þá er hann orðinn a.m.k. 13
ára gamall sem er ábyggilega ald-
ursmet fyrir þessa tegund (sem
vitað er um).
--------------
Mengunarslys við
Bústaðaveg
2-300 lítrar
af olíu láku
niður
TALIÐ er að milli 200 og 300 lítrar
af díselolíu hafi lekið niður á götuna
þegar gat kom á olíutank vörubif-
reiðar á mótum Háaleitisbrautar og
Bústaðavegar skammt frá Borgar-
spítalanum á níunda tímanum í gær-
morgun. Olían dreifðist yfir töluvert
stórt svæði. Slökkvilið Reykjavíkur
var kvatt á vettvang laust upp úr kl.
8:30 og dreifði efni á götuna sem
dregur upp olíuna. Voru starfsmenn
Vélamiðstöðvar og fyrirtækisins
Uppdæling einnig fengnir til aðstoð-
ar við hreinsunina. Talið er að lítið
magn olíu hafi farið niður um niður-
fóll en hreinsunarstarfið stóð yfir í
rúmlega tvær klukkustundir og var
götunni lokað fyrir allri umferð með-
an á því stóð. Olían lak úr svonefnd-
um olíukálfi sem er í eigu verktaka
sem er að störfum á þeim stað þar
sem óhappið varð.