Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 10
10 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
stöðunni í anddyri spítalans á fyrstu
hæð því að foreldrar geta nú dvalist
þar milli þess sem þau sinna börnum
sínum, þau geta farið út af deildinni
og hvílt sig í öðru andrúmslofti með-
an börnin eru í meðferð eða rann-
sókn.
Háskólaspítali og rannsóknir
Fyrir utan að vera barnaspítali er
hann háskólaspítali og sinnir sem
slíkur rannsóknum og þróunarstarfí.
Læknanemar sækja því ákveðin
námskeið hjá deildinni, átta til tíu í
senn, og segir Asgeir þá enga að-
stöðu hafa haft og það sama megi
segja um aðstoðarlækna, sem einnig
eru átta til tíu. Þeir starfa gjarnan
við barnaspítalann eitt til tvö ár eftir
útskrift áður en þeir halda í fram-
haldsnám. Þeir hafi eitt herbergi til
umráða sem sé í senn hvíldarher-
bergi þeirra á næturvöktum og að-
staða og aðsetur á daginn. Aðstaða
annarra nemenda er einnig mjög af
skornum skammti. Með nýbygging-
unni sé gert ráð fyrir þessum þörf-
um og Asgeir bendir líka á að núver-
andi húsnæði sé ekki hannað sem
bamaspítali og að nýjar þarfir komi
upp með þróun og breytingum í spít-
alastarfi, nýjar óskir í samræmi við
kröfur tímans um alla vinnuaðstöðu.
Þá nefnir Asgeir nýtt fyrirkomu-
lag sem ráðgert er að taka upp á
nýja spítalanum en það er bætt þjón-
usta við langveik börn og þau sem
þurfa á þjónustu margra sérfræð-
inga að halda. „Við höfum áhuga á að
taka upp teymisvinnu, að þeir mörgu
sérfræðingar sem þurfa stundum að
taka sama bamið í meðferð séu hér
með fasta viðverutíma. Þá getur
barn sem þarf kannski að hitta
marga sérfræðinga, félagsráðgjafa
og fleiri gengið að þeim hér á
ákveðnum tímum í stað þess að
koma margar ferðir, hitta einn í dag
og annan á morgun á ýmsum stöð-
um. Við þurfum til þessa fjögur til
fimm skoðunarherbergi og getum
þannig boðið betri þjónustu við lang-
veik böm og böm með margþætt
vandamál."
Síðustu árin hafa um 2.700 börn
komið á barnaspítalann árlega og
segir Ásgeir rúmlega 60% þeirra
vera vegna bráðra veikinda. Bama-
spítalinn hefur yfir að ráða sérfræð-
ingum í flestum sérgreinum bama-
lækninga, þó ekki öllum. Geðlæknir
er ekki starfandi við deildina en geð-
deild Landspítalans starfrækir
bama- og unglingageðdeUd sem er
tU húsa við Dalbraut í Reykjavík.
Ásgeir segir að vonandi verði hægt
að auka samstarf þessara deilda
vemlega. Á bamadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur leggjast flest börn eftir
slys og aðgerðir á háls-, nef- og
eymadeildina sem þar er til húsa. Þá
er heila- og taugaskurðdeild á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Verkaskipting áfram
Spurt hefur verið í tengslum við
nýjan barnaspítala hvort frekar
hefði átt að ætla honum stað við
Sjúkrahús Reykjavíkur. Forráða-
menn barnaspítalans benda á að þótt
mörg böm leggist á barnadeildina á
SHR sé nálægðin við Landspítalann
ekki síður mikUvæg, m.a. vegna
kvennadeildar. TU dæmis kæmi ekki
tU greina að skilja nýburadeUd,
vökudeild, frá fæðingardeildinni í
KvennadeUdarhúsinu. Einnig megi
benda á að allmörg börn séu í að-
gerðum á augndeild, hjartaskurð-
deild og lýtalækningadeild og sér-
hæfð brunameðferð sé á Landspítal-
anum. Þá sé rannsókna- og kennslu-
starfsemi Landspítalans Bamaspít-
alanum einnig mikilvæg. Ásgeir seg-
ist því sjá áfram fyrir sér þá verka-
skiptingu eða sérhæfingu sem að
nokkru leyti hafi skapast milli barna-
spítalans og barnadeildar SHR.
Þannig sé því hægt að reikna með
starfsemi bamadeilda á báðum
sjúkrahúsunum, hvert sem rekstrar-
fyrirkomulagið kunni að verða.
Ásgeir ítrekar að hann sé sann-
færður um að nýr barnaspítali muni
gerbreyta aðstöðu allra viðkomandi.
„Það er alltaf hægt að setja fram
íanga óskalista og ég hef séð erlend-
is barnaspítala með sundlaug,
íþróttasal og mörgum hótelher-
bergjum fyrir foreldra en slíkt er
ekki raunhæft hér. Barnaspítalinn
verður góð og hagkvæm bygging,
sniðin fyrir starfsemina sem honum
er ætlað að hýsa og við stefnum að
því að hægt verði að taka hann í
notkun sumarið 2001.“
Yfírlæknir Barnaspít-
ala Hringsins gerir ráð
fyrir að framkvæmdir
við nýbyggingu spítal-
ans geti hafist á ný í
vikunni. I viðtali við Jó-
hannes Tómasson seg-
ist Asgeir Haraldsson
sannfærður um að spít-
alinn nýi bæti mjög alla
aðstöðu sjúklinganna
og aðstandenda þeirra.
BYGGING bamaspítala Hr-
ingsins hefúr nú aftur feng-
ið grænt ljós hjá bygginga-
nefnd Reykjavíkur eftir að
framkvæmdir vom stöðvaðar á dög-
unum þar sem í ljós kom að grennd-
arkynningu hafði verið áfátt. Ásgeir
Haraldsson, prófessor og yfirlæknir
bamaspítalans, vonar að þrátt fyrir
töfína megi halda nokkurn veginn
upphaflegri verkáætlun og að bygg-
ingin komist í gagnið sumarið 2001.
Býst hann við að framkvæmdir geti
hafíst í vikunni eftir að borgarráð
hefur staðfest ákvörðun bygginga-
nefndar. Hann segir að bamaspítal-
inn nýi bæti aðstöðu fyrir alla, sjúk-
lingana, aðstandendur og starfsfólk.
„Með nýja spítalanum verður hús-
næði okkar næstum því þrefaldað og
mesta breytingin verður að við fáum
mun stærri dagdeild og göngudeild,
meiri og betri aðstöðu fyrir aðstand-
endur og starfsfólk fær loksins
sómasamlega vinnuaðstöðu en hér
hafa verið gífurleg þrengsli mörg
undanfarin ár,“ segir Ásgeir í sam-
tali við Morgunblaðið. Á Bamaspít-
ala Hringsins verða auk dagdeildar
og göngudeildar almenn bamadeiid,
sem jafnframt er deild fyrir krabba-
meinsveik böm, ungbamadeild,
bamaskurðdeild og vökudeild en sú
síðasttalda hefur til þessa verið í
húsnæði kvennadeildar í annarri
byggingu. Arkitektar eru hjónin Sig-
Morgunblaðið/Kristinn
HÉR er Ásgeir Haraldsson við grunninn sem beðið hefur þess að framkvæmdir gætu hafist á ný.
Ásgeir kveðst vona að það verði í framhaldi af umfjöllun borgarráðs um málið í vikunni.
ríður Magnúsdóttir og Hans-Olav
Andersen sem unnu samkeppni um
bygginguna.
„Okkur á barnaspítalanum finnst
mjög leitt að fyrirhuguð bygging
skuli hafa valdið nágrönnum okkar
óróa og að ósætti skuli hafa komið
upp en við vonum að öldumar lægi
og að við getum nú haldið áfram að
vinna að því að gjörbæta aðstöðu
veikra barna í landinu," segir Ásgeir
ennfremur og vísar þar til kæmmála
og umræðna sem orðið hafa um spít-
alann. „Það er auðvitað fagnaðarefni
að ríkisstjórn íslands skuli hafa sett
þetta ágæta mál í forgang."
Aukin áhersla á
dag- og göngudeildir
Rúmum á nýja barnaspítalanum,
sem geta verið 64 í dag, fjölgar í
raun lítið en hver deild fær aukið
rými og þar með betri aðstöðu.
Þannig fær dagdeild 10-12 stofur
og herbergi en hefur í dag þrjú til
fjögur herbergi og göngudeildin,
sem í dag er með tvö skoðunarher-
begi, fær 8-10 herbergi. „Við viljum
leggja aukna áherslu á starf dag-
deildar og göngudeildar. Með því
getum við fækkað nokkuð innlögn-
um og stytt legutímann. Þannig
gætu til dæmis böm sem þurfa
lyfjagjöf í æð þrisvar á sólarhring
komið á göngudeildina en verið
heima þess á milli. Dagdeildin
myndi í auknum mæli sinna þeim
sem þurfa á minniháttar aðgerðum
að halda þar sem innlögn nætur-
langt er óþarfi en aðstaðan hefur til
þessa ekki boðið upp á að við gæt-
um aukið þá þjónustu. Þannig ger-
um við líka ráð fyrir að afköstin
aukist, að fleiri börn geti farið hér í
gegn á hverju ári og þannig mætt
fjölgun næstu ára ef á þarf að halda.
Hins vegar hafa mörg undanfarin ár
fæðst álíka mörg börn, rúmlega
fjögur þúsund, og því er ekki mjög
mikil aukning í fjölda þeirra sem til
okkar leita.“
Fyrirkomulag byggingarinnar er
þannig að á jarðhæð eða fyrstu hæð
er anddyri, biðstofa og dag- og
göngudeildir. Á annarri hæð em
skrifstofur lækna, hjúkmnarfræð-
inga og annarra starfsmanna í eins
og tveggja manna herbergjum,
fundaherbergi og slík aðstaða. Þar
er einnig leikstofa, skóli og aðstaða
fyrir endurhæfingu auk kapellu.
Þriðja hæð hefur að geyma hand-
læknisdeild og almenna legudeild og
dagstofu foreldra þar sem er m.a.
eldunaraðstaða. Sjúkrastofumar eru
eins og tveggja manna og gert er ráð
fyrir aukarúmi (almennilegu rúmi) í
öllum stofum fyrir foreldra. Á þeirri
hæð er einnig sérstakt unglingaher-
bergi þar sem þeir geta tekið á móti
gestum sínum, spilað tónlist og að
miklu leyti látið eins og heima hjá
sér. Á efstu hæð em síðan ungbarna-
deild og vökudeild. Þar er einnig
mikilvæg nýjung að mati Ásgeirs,
tvö gistiherbergi fyrir foreldra. Þau
em til dæmis ætluð foreldrum barna
sem liggja á vökudeild svo þau geti
verið í kallfæri en á deildinni er ekki
hægt að koma við aukarúmum í stof-
unum. Þá vekur Ásgeir athygli á að-
ARKITEKTARNIR og aðstoðarmenn við líkan af nýja barnaspítalanum. Frá vinstri: Hans-Olav Andersen,
Sveinn Bragason, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, Laufey Agnarsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir.
MorgunblaðiíTÁsdís
Ásgeir Haraldsson um framhald á byggingu Barnaspítala Hringsins
Getum vonandi haldið
upphaflegTÍ áætlun